Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 36

Morgunblaðið - 20.11.2018, Side 36
Kvartett píanóleikarans Söru Mjallar Magnúsdóttur kemur fram á tón- leikum á KEX hosteli við Skúlagötu í kvöld og hefur leik kl. 21. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Óskar Guð- jónsson á saxófón, Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þema tón- leikanna verður skandinavískur djass auk nokkurra laga eftir Söru. Kvartett Söru Mjallar djassar á KEX hosteli ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu gerði 2:2-jafntefli við Katar í vináttulandsleik í Belgíu í gær. Ís- land hefur þar með leikið 13 leiki í röð án sigurs á HM-árinu 2018 en fram undan er undankeppni EM sem öll verður leikin á næsta ári og hefst í lok mars. Kolbeinn Sigþórs- son skoraði langþráð mark og nálg- ast Eið Smára Guðjohnsen. »3 Í undankeppni EM eftir 13 leiki án sigurs ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Það var raunar í september síðastliðnum sem byrjað var á þeirri framleiðslu hjá Ömmu- bakstri-Gæðabakstri sem einnig rekur Kristjánsbakarí á Akureyri. Þunnt fátækrabrauð Fyrir norðan er laufabrauðshefð- in býsna sterk og þar liggja rætur hennar, þótt siðurinn sé löngu kom- inn suður og eigi vinsældum að fagna. Fyrir norðan voru laufa- brauðskökurnar raunar gjarnan kallaðar fátækrabrauð enda hafðar þunnar til að spara hveitið. „Þetta er mikil törn og snemma á haustin tökum við inn viðbótar- mannskap, 12-15 starfsmenn, sem eru bara í laufabrauðinu. Allt er þetta vara sem við framleiðum frá grunni; hnoðum, fletjum, skerum og steikjum. Annar hluti framleiðsl- unnar er síðan laufabrauðsdeig sem við frystum og seljum síðan í versl- anir til fólks sem sjálft sker og steikir,“ sagði Vilhjálmur Þorláks- son, framkvæmdastjóri Gæðabakst- urs, þegar Morgunblaðið leit inn í bakarí hans á Lynghálsi í Reykjavík í gærdag. Fjölskyldustund og skemmtileg hefð Í mörgum stórfjölskyldum er sú hefð að fólk kemur saman nærri upphafi aðventu í laufabrauðsskurð og á þar skemmtilega samveru- stund. Fyrir marga markar það upphaf jólaundirbúnings. Margir vilja þegar að bakstrinum kemur hafa deigið tilbúið til að spara sér tíma og fyrirhöfn. Sportið og spenn- an liggur líka alltaf helst í því að skera út mynstrin í kökurnar og þar fær listfengi fólks oft að njóta sín. „Við höldum í hefðirnar og gömlu uppskriftirnar eru alltaf eins, en það er munur á þeim eftir því hvort var- an er undir merkjum Ömmubakst- urs eða Kristjánsbakarís. Það nýj- asta í ár er laufabrauð sem er vegan; í stað mjólkur eru settir hafr- ar og vatn í deigið svo bragð og áferð á kökunum verða aðeins öðru- vísi en alvanalegt er. Raunar er al- menn þróun sú að fólk vill að brauð og kökur séu vegan og við lögum okkur að því,“ segir Viktor Sig- urjónsson markaðsstjóri sem ætlar að fyrirtækið framleiði alls yfir milljón laufabrauðskökur fyrir þessi jól. Með hangikjötinu „Kannski rúmlega það. Þetta er alltaf að aukast og eins að fólk beri laufabrauð fram með fjölbreyttari hætti en áður – setur jafnvel á það síld, álegg og fleira – þótt vinsælast sé að borða laufabrauðið með hangi- kjötinu,“ segir Viktor Sigurjónsson að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laufabrauðsfólk Viktor Sigurjónsson markaðsstjóri, Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri, Paulina Olejnik, starfsmaður í framleiðslu, og Pétur Sigurbjörn Pétursson, framleiðslustjóri Gæðabaksturs, með kökurnar góðu. Baka milljón kökur  Vertíð í Gæðabakstri  Laufabrauðið er sígilt  Vegan er nýjung þessa árs  Uppskrift og hefðir af Norðurlandi BORGHESE Model 2826 L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 430.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 585.000,- ETOILE Model 2623 L 230 cm Leður ct. 25 Verð 485.000,- ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- MENTORE Model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 315.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 345.000,- Valur situr í efsta sæti Olís-deildar kvenna þegar hlé hefur verið gert á keppninni fram í byrjun janúar. Næsta hálfa mánuðinn á landsliðið sviðið en það tekur m.a. þátt í und- ankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Skopje í Makedóníu um mánaðamótin. Nýtt undirbún- ingstímabil er fram undan hjá lið- unum átta í deildinni. Keppni deild- arinnar í 10. umferð er gerð upp í dag, lið umferðarinnar birt og listi yfir markahæstu leikmenn þar sem Hrafn- hildur Hanna Þrast- ardóttir trónir á toppnum sem fyrr. »2-3 Valur svífur vængjum þöndum í vetrarfrí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.