Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 1

Morgunblaðið - 26.11.2018, Page 1
Um 200 manns mættu í Ljósagöngu UN Women í gær. Haldið var í göng- una í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Kyndilberar göngunnar voru Sigrún Sif Jóelsdóttir, Olga Ólafs- dóttir, Hjördís Svan og Hildur Björk Hörpudóttir. Morgunblaðið/Eggert Tvö hundruð gengu gegn kynbundnu ofbeldi Ljósaganga UN Women var gengin um miðborg Reykjavíkur í gær M Á N U D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  278. tölublað  106. árgangur  ÚTRÁS VEST- NORRÆNNAR LISTAR NÝR REIÐVEGUR STEFÁN RAFN FÓR Á KOSTUM MEÐ UNG- VERSKA LIÐINU NÝJAR SLÓÐIR OPNAST Í HEIÐMÖRK 12 ÍÞRÓTTIRHEIÐAR KÁRI Í KÖBEN 26 Sálfræðineminn Jón Ingi Hlynsson, 23 ára gamall ofvirkur strákur úr Breiðholtinu, er síður en svo hinn dæmigerði háskólanemi. Hann féll á samræmdu prófunum í íslensku og stærðfræði og gerði síðan nokkrar atlögur að framhaldsskólanámi sem allar féllu um sjálfar sig. Eftir að hafa lokið einkaþjálfara- námi áttaði hann sig á því að hann gæti vel lært og í kjölfarið fór hann í Menntastoðir Mímis, þar sem hann segir að sér hafi í fyrsta skipti þótt skemmtilegt að læra, en þar eru kenndar kjarnagreinar sem sam- svara fyrsta árs námi í framhalds- skóla. Síðan fór hann í frumgreina- deild Háskólans í Reykjavík og komst þar á forsetalista skólans, þar sem eru 2% nemenda með hæstu einkunn í hverri deild. Anney Þórunn Þorvaldsdóttir hjá Mími segir að þar hafi margar slíkar sögur orðið til, en undanfarin átta ár hafa hátt í 700 manns farið í gegnum Menntastoðir þar. »10 Úr falli á forsetalista  Fann sig ekki í skólakerfinu en stundar nú háskólanám Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í háskóla Jón Ingi fetar mennta- brautina þrátt fyrir erfiða byrjun. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, efast um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi nokkurn tímann íhugað að fara með mál Samherja í sáttaferli. Már lét þau orð falla í þættinum Sprengi- sandi á RÚV í gærmorgun að hann hefði rætt um að setja mál Samherja í sáttaferli áður en fyrirtækið var ákært fyrir brot á gjaldeyrislögum í fyrra skiptið en að hæstaréttar- lögmaður hefði komist að þeirri nið- urstöðu að hann mætti það ekki. Honum bæri skylda til að leggja fram kæru ef grunur léki á því að al- varlegt brot hefði verið framið. „Ég held að það hafi ekki hvarflað að honum nokkurn tímann að fara í sáttaferli,“ sagði Þorsteinn. „Ég bið hann annars að leggja fram þau lög- fræðirit um málið sem sanna það.“ Samherji undirbýr nú skaðabóta- mál á hendur Seðlabankanum, sem Þorsteinn telur hafa rekið málið gegn Samherja af illum vilja. Þor- steinn segir að yfirlýsing Más breyti engu um áætlanir hans. Hæstiréttur Íslands staðfesti 8. nóvember síðast- liðinn dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur þar sem ákvörðun Seðlabankans frá árinu 2016 um að Samherji skyldi greiða 15 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs var felld úr gildi. „Viðbrögð Más við því eru í sam- ræmi við annað sem frá honum hef- ur komið,“ segir Þorsteinn. „Ómerkilegheitin halda áfram.“ „Ómerkilegheitin halda áfram“  Forstjóri Samherja efast um að seðlabankastjóri hafi nokkurn tímann rætt um sáttaferli  Segir ummæli bankastjóra engu breyta um fyrirætlaða skaðabótakröfu  Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB á næsta ári. Samningurinn tryggir meðal annars borgara- og vinnuréttindi Breta búsettra í Evr- ópusambandinu og ESB-borgara í Bretlandi. Samkvæmt samningnum mun Norður-Írland áfram lúta reglugerðum Evrópska efnahags- svæðisins og Bretland verður áfram í evrópska tollabandalaginu um hríð á meðan samið er um nýja verslunarsáttmála. Alls óvíst er þó hvort þessi samningur mun taka gildi því margir breskir þingmenn eru andsnúnir honum og telja hann ekki uppfylla þau fyrirheit sem voru gefin um Brexit í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 2016. »15 ESB samþykkir Brexit-samning ESB-fundur Theresa May ræðir við Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins. AFP  Ingibjörg Snorradóttir Hagalín, íbúi á Ísafirði sem glímir við MS- sjúkdóminn, er í óvissu um hvort Ísafjarðarbær gerir á ný samn- ing við hana um heimaþjónustu, en úrskurðar- nefnd velferðarmála felldi nýverið úr gildi uppsögn sveitarfélagsins á fyrri samningi samkvæmt nýjum reglum sveitarfélagsins um heima- þjónustu. Ingibjörg segir þjónust- una hafa skipt sköpum fyrir sig í daglegu lífi enda valdi sjúkdómur- inn orku- og máttleysi. »4 Bíður niðurstöðu um heimaþjónustu Ísafjörður Nýjar reglur gilda nú. Verði af kaupum Loftleiða Icelandic á 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines (CVA) er ætlunin að búa til tengimiðstöð sem myndi flytja flugfarþega frá SV-Evrópu til S-Ameríku og V-Afríku til N-Amer- íku með millilendingu á eyjunni Sal á Grænhöfðaeyjum. Flugfélagið gæti m.a. bætt þjón- ustu við íbúa í milljónaborgum í norðurhluta Brasilíu og stytt ferða- tímann á milli Bandaríkjanna og áfangastaða í Afríku. CVA er agnarsmátt flugfélag og rekur í dag aðeins tvær farþegaþot- ur. Verður búið að fjölga þotunum upp í fimm næsta sumar. Áhættugreining gefur tilefni til bjartsýni enda pólitískur stöðugleiki og lítil spilling á Grænhöfðaeyjum. Þar viðrar líka vel allt árið um kring og hvirfilbyljir sjaldgæfir. Heima- menn eru vinveittir Íslendingum og muna enn eftir togaranum Feng sem sendur var til eyjanna vegna þróun- araðstoðarverkefnis. »14 Nota íslenska módelið á Grænhöfðaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.