Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 25.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Hólar í Dýrafirði -2 léttskýjað Akureyri -4 heiðskírt Egilsstaðir -9 heiðskírt Vatnsskarðshólar 3 skýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 4 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Stokkhólmur -4 heiðskírt Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 5 súld Brussel 3 þoka Dublin 7 léttskýjað Glasgow 5 rigning London 7 alskýjað París 7 rigning Amsterdam 4 þoka Hamborg 4 skýjað Berlín 5 þoka Vín 6 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 16 rigning Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 13 rigning Aþena 16 skýjað Winnipeg -12 snjóél Montreal 1 rigning New York 9 léttskýjað Chicago 3 rigning Orlando 22 léttskýjað  26. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:32 15:59 ÍSAFJÖRÐUR 11:03 15:38 SIGLUFJÖRÐUR 10:47 15:20 DJÚPIVOGUR 10:08 15:22 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köflum, austan 10-15 m/s og slydduél eða él syðst. Á miðvikudag Vaxandi norðaustanátt og snjókoma eða él en rigning suðaustantil. Frost 0 til 5 stig. Stöku skúrir eða él víða um sunnanvert landið og áfram léttskýjað norðantil. Frost yfirleitt 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en 0 til 5 stiga hiti syðst. Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ingibjörg Snorradóttir Hagalín, íbúi á Ísafirði sem glímir við MS-sjúk- dóminn, bíður nú niðurstöðu Ísa- fjarðarbæjar um vikulega heima- þjónustu eftir að úrskurðarnefnd velferðarmála felldi nýverið úr gildi ákvörðun um að segja upp þjónustusamn- ingi við hana. Ingibjörg hefur notið þjónust- unnar í um 25 ár, en í nýjum reglum sem tóku gildi í sveitarfélaginu 1. febrúar sl. kom m.a. fram að þjónustu til fólks þar sem aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, byggju og gætu annast þrif eða verkefni, yrði sagt upp. Í ljósi þess að eiginmaður Ingi- bjargar býr á heimilinu var þjón- ustusamningnum sagt upp, en sam- kvæmt nýju reglunum takmarkast réttur til heimaþjónustu annars veg- ar við heimili fatlaðra og langveikra einstaklinga sem þurfa mikla umönnun frá öðrum fjölskyldu- meðlimum og hins vegar heimili fatl- aðra eða langveikra barna sem þurfa mikla umönnun. Úrskurðarnefndin taldi að sveit- arfélagið hefði ekki sinnt rannsókn- arskyldu sinni samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga enda hefðu að- stæður Ingibjargar ekki verið kann- aðar áður en ákvörðun var tekin. Þá segir í 10. gr. reglna Ísafjarðar- bæjar um heimaþjónustu að sveitarfélaginu beri að meta þjón- ustuþörf kæranda, en slíkt mat þarf að fara fram þegar til greina kemur að fella niður aðstoð sem ein- staklingur hefur áður fengið sam- þykkta. Bíður nýrrar niðurstöðu Ingibjörg segir að fulltrúi sveitar- félagsins hafi komið nýlega og gert könnun á heimili hennar og mun vel- ferðarnefnd Ísafjarðarbæjar í fram- haldinu taka ákvörðun að nýju. „Þetta er sigur að því leyti að þeir fella ákvörðunina úr gildi, en síðan gæti þetta endað eins. Ég hef ekki fengið neinar leiðbeiningar um hver réttur minn er samkvæmt nýju regl- unum,“ segir Ingibjörg, en aðstoðin sem um ræðir felur í sér þrif á heim- ili hennar. „Þessi aðstoð skiptir öllu máli. Mér fannst þetta vera mitt framlag til heimilisins; að leggja það ekki á fjölskylduna líka að þurfa að þrífa. Þetta hefur skipt sköpum,“ segir Ingibjörg, en hún hefur glímt við sjúkdóminn frá því hún var barn. „Með MS getur maður misst máttinn tímabundið og þetta kemur í köstum. Ég fékk fyrsta kastið þeg- ar ég var ellefu ára og fyrstu ein- kenni fjögurra ára, þannig að ég er búin að vera með þetta lengi þó ég hafi ekki verið greind fyrr en árið 1993. Þetta lýsir sér fyrst og fremst í orku- og kraftleysi og síðan getur komið til máttleysi. Þetta er sveiflu- kennt. Þetta er í raun eina aðstoðin sem ég hef verið með, þ.e.a.s. aðstoð við þrif. Ég get í raun og veru ekki séð um þetta sjálf,“ segir hún. „Maður áttar sig á að þetta er í sparnaðartilgangi, en síðan liggur ekki alveg fyrir vinnuferlið við að koma reglunum á. Þeir segja bara öllum upp og síðan veit maður ekki hverjir fá þjónstuna eftir það,“ segir hún. Í óvissu um hjálp á heimilinu  Sveitarfélag sagði upp þjónustusamningi um heimilishjálp við konu með MS  Úrskurðarnefnd velferðarmála ógilti ákvörðunina  Ekki útséð um málalok Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Sveitarfélagið sagði upp þjónustusamningi við íbúa með MS- sjúkdóminn, sem úrskurðarnefnd velferðarmála felldi síðar úr gildi. Ingibjörg Snorra- dóttir Hjaltalín Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Önnur umræða um nýtt veiði- gjaldafrumvarp heldur áfram á Al- þingi í dag, en hún hófst á föstudag með líflegum umræðum á þinginu. Í frumvarpinu felst m.a. að álagn- ing gjaldsins verði færð nær í tíma svo það muni byggja á ársgömlum upplýsingum um afkomu í stað eldri upplýsinga. Ágreiningur varð um málið í at- vinnuveganefnd, en minnihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins lagði til að málið yrði tekið af dagskrá enda hafi ónógt samráð verið haft um frum- varpið. Til vara gera fulltrúar Sam- fylkingar, Viðreisnar og Pírata breytingartillögu um nýtt fyrir- komulag við úthlutun aflaheimilda og skiptingu tekna af veiðigjaldi til byggða landsins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, er ósammála minni- hlutanum. Hún segir minnihlutann fullyrða að gjöldin lækki, en það sé ekki rétt. „Við erum aðeins að af- komutengja veiðigjöld í rauntíma. Þau geta hækkað eða lækkað eftir afkomu hverju sinni,“ segir hún. „Fyrsta tillaga stjórnarandstöð- unnar er að taka málið af dagskrá og hafa óbreytt veiðigjöld á næsta ári samkvæmt lögum sem renna út um áramótin og eru stórgölluð því þau miða við gamlar upplýsingar. Þá myndu veiðigjöldin verða 12,5 milljarðar á næsta ári og lækka um tvo milljarða árið á eftir,“ segir Lilja Rafney og segir ótækt að byggja á gömlum upplýsingum um afkomu við álagningu. „Almenning- ur myndi ekki sætta sig við að borga skatta af tekjum sem hann vann sér inn fyrir þremur árum,“ segir hún. „Breytingartillagan gengur út á að gera breytingar á fiskveiði- stjórnarkerfinu sem um gilda allt önnur lög. Það stenst enga skoðun að leggja þetta fram. Þetta er fyrst og fremst gert til að drepa málinu á dreif og beina athygli að ein- hverju allt öðru en verið er að gera með frumvarpinu, afkomutengja veiðigjöld í rauntíma,“ segir Lilja Rafney. Beri að líta á heildarmyndina Logi Einarsson, nefndarmaður og formaður Samfylkingar, kveðst sammála því að færa eigi gjaldtök- una nær rauntíma. Hins vegar fel- ist ekki nægt réttlæti í því fyrir aðra en útgerðina. „Í ljósi þess að á síðustu vikum hefur gengið verið að falla, olíuverð að lækka og um- hverfi útgerðarfyrirtækjanna að batna, höfum við viljað vísa þessu frá og nota næsta ár til að ná þess- ari víðtæku sátt um þá þætti sem flestir flokkar á þingi hafa verið sammála um. Til vara leggjum við fram þessa breytingartillögu sem við vitum að VG, Framsókn og fleiri flokkar hafa talað um,“ segir hann, en breytingartillagan felur í sér að Fiskistofa úthluti á hverju ári 5% aflahlutdeildar í hverri teg- und. „Við viljum bara opna á þenn- an möguleika. Síðan leggjum við til að tekjur af veiðigjaldinu renni til byggðanna til að mæta þeim vanda sem hefur verið viðvarandi í kerf- inu og styrkja félagslegu stoð fisk- veiðistjórnarkerfisins.“ Logi segir að samkvæmt nýju lögunum borgi útgerðarfyrirtækin sjö milljarða í veiðigjald í stað 11 milljarða á næsta ári. „Við viljum að kerfið sé óbreytt og teljum að útgerðarfyrirtækin beri það. Í þessari vinnu sem við færum í árið 2019 myndum við örugglega fallast á það að gjöldin yrðu lögð á í raun- tíma, en með því að samþykkja þessi lög núna værum við að gefa útgerðarfyrirtækjunum afslátt af því sem þau áttu að borga. Þetta yrði þá skattminna árið,“ segir Logi. Spurður hvort úthlutun afla- heimilda eigi heima í annarri um- ræðu segir Logi að bæði VG og Framsóknarflokkurinn hafi talað fyrir svipuðum lausnum í úthlut- unum afla. Þetta séu viðbrögð minnihlutans við því að ekki hafi verið lagt fram frumvarp þess efn- is. „Það er ekki hægt að slíta hlut- ina í sundur og segja að þetta sé hluti af annarri umræðu. Við eigum að tala um heildarumhverfið og það er ekkert meira réttlæti í þessu frumvarpi fyrir þjóðina sem þarf núna að bíða eftir því að það sé hægt að fjármagna t.d. aðgerðir fyrir aldraða og öryrkja,“ segir hann. Átök um veiðigjald halda áfram í dag  Atvinnuveganefnd klofin í afstöðu til veiðigjaldafrumvarps  Minnihluti vill málið af dagskránni  Leggja til breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu  Formaður segir minnihlutann drepa málinu á dreif Lilja Rafney Magnúsdóttir Logi Einarsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lýst er eftir Inga Þór Jóns- syni. Ingi Þór er 40 ára og ekkert er vitað um ferðir hans frá því á föstudagskvöldið, en vitað er að þá var hann í miðbæ Reykjavíkur. Ingi Þór er 190 cm á hæð, með dökkt sítt hár. Hann er talinn vera klæddur í svartar gallabuxur, blá- köflótta skyrtu og svarta úlpu eða jakka. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Inga Þórs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Lögregla lýsir eftir Inga Þór Ingi Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.