Morgunblaðið - 26.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018
Í gær tilkynnti ÚtgerðarfélagReykjavíkur hf. um sölu á frysti-
togara og sagði upp tugum sjó-
manna. Í tilkynningunni kemur
fram að í upphafi árs hafi fyrir-
0tækið gert út fjóra frystitogara en
í upphafi næsta árs verði það með
einn frystitogara í rekstri. Sjó-
mönnum þess hefur þá fækkað um
136.
Í tilkynningunni segir einnig:„Ástæður þessarar óheillaþró-
unar eru fjölmargar en þær helstu
eru erfiðar rekstraraðstæður frysti-
togara sem stjórnvöld á Íslandi bera
verulega ábyrgð á með óhóflegri
gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda.“
Bent er á að veiðigjöld séu ekkilögð á í samræmi við afkomu af
veiðum tegunda og nefnt dæmi þar
um. Þá kemur fram að verkfall sjó-
manna í fyrra og kjarasamningar í
kjölfar þeirra hafi gert rekstur
frystitogara erfiðan og eigi þátt í
fækkun þeirra að undanförnu.
Þessi þróun er mikið áhyggjuefniog mætti verða til umhugsunar
alþingismönnum sem nú ræða frum-
varp um veiðigjöld. Í þeim um-
ræðum ber meira á sjónarmiðum
um að kreista þurfi meira fé út úr
útgerðinni en skilningur á að veiði-
gjöld séu allt of há.
Hvernig væri að þingmenn tækjutillit til stöðu greinarinnar og
litu jafnvel til þess að engin önnur
grein, þó að margar nýti náttúru-
auðlindir, greiðir fyrir þær sérstak-
lega. Ekki dugar að bíða með leið-
réttingu þar til allt er um seinan.
Guðmundur í Nesi RE.
STAKSTEINAR
Augljós ástæða
óheillaþróunar
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Línuskipið Núpur BA-63 strandaði
í fjörunni norðvestur af þorpinu á
Patreksfirði um klukkan hálfníu í
gærkvöldi, en skipið lagði frá höfn-
inni á Patreksfirði klukkan átta í
góðu veðri en strandaði um hálf-
tíma síðar. Ekki lá fyrir í gærkvöldi
hvers vegna skipið strandaði, en
allir skipverjar eru heilir á húfi.
Núpur er í eigu útgerðarinnar
Odda hf. og seint í gærkvöldi stóð
til að öflugra skip drægi Núp af
strandstað. Gengi það ekki yrði
reynt aftur á háflóði í morgunsárið.
Lögreglan á Patreksfirði sinnti
útkallinu og björgunarsveitin
Blakkur var einnig kölluð út.
Nokkur skip héldu á strandstað,
þ.á m. Vörður II., björgunarskip
Blakks.
Núpur strandaði í Patreksfirði
Allir skipverjar sluppu ómeiddir
Hélt út í blíðskaparveðri í gærkvöldi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Núpur BA-63 Skipið strandaði skömmu eftir að það lagði úr höfn í gær.
Kolbrún Benediktsdóttir varahér-
aðssaksóknari segir að lögregla sé sí-
fellt að verða betri í yfirheyrslutækni
og segir að leiðbeiningar um meðferð
kynferðisbrotamála séu góðar, en séu
komnar til ára
sinna og þær
þurfi að uppfæra.
Þetta kom fram í
viðtali Bjartar
Ólafsdóttur í út-
varpsþættinum
Þingvöllum á
K100 í gær.
Kveikjan að
viðtalinu voru
skjáskot sem
Agnes Bára Ara-
dóttir birti í vikunni úr skýrslutöku
yfir manni hjá lögreglu á Fésbókar-
síðu sinni. Sagði hún umræddan
mann hafa nauðgað sér en kæru á
hendur honum hefði verið vísað frá. Á
myndunum kemur fram að lögregla
spurði manninn við yfirheyrslu: „En
hún er ítrekað þarna búin að segja
nei, ég vil ekki samneyti við þig?“
sem viðmælandinn kveður já við.
Kolbrún kvaðst ekki geta tjáð sig
um þetta einstaka mál. „Þau mál sem
rata oft í fjölmiðla eru kannski málin
sem fara illa. Málin sem fara alla leið
og enda með sakfellingu, þau fá
stundum minni athygli. Við sjáum
aldrei alla heildarmyndina í fjölmiðl-
um en auðvitað er það alveg rétt að
það er stór hluti kynferðisafbrota-
mála sem fer ekki áfram, annaðhvort
er rannsókn hætt hjá lögreglu eða
mál eru látin niður falla vegna þess að
þau eru ekki talin líkleg til sakfell-
ingar hjá ákæruvaldinu,“ sagði hún.
Áhersla á gæði rannsókna
Kolbrún sagði að hjá lögreglu og
ákæruvaldi hefði verið lögð áhersla á
að auka gæði rannsókna og benti á
mikilvægi þess, m.a. vegna þess að í
kynferðisafbrotamálum væru munn-
legir framburðir oft aðal- og jafnvel
eina sönnunargagnið.
Kolbrún útskýrði einnig að nauðg-
unarhugtakið hefði þróast á síðustu
árum og að dómaframkvæmd bæri
því vitni. Hún nefndi nýlegt mál þar
sem fallist var á að það teldist tilraun
til nauðgunar „að setja sig í samband
við ungan dreng undir fölskum for-
merkjum og fá hann til þess að taka
þátt í kynferðislegu spjalli og senda
mynd af kynfærum sínum og svo hóta
því að birta það opinberlega ef hann
ekki kæmi og hefði kynferðismök við
geranda“.
Mál sem endi illa
rati í fjölmiðla
Nauðgunarhugtakið breyst síðustu ár
Kolbrún
Benediktsdóttir