Morgunblaðið - 26.11.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bókakonur Mæðgurnar Signý Steinþóra Magnúsdóttir og Lilja Dögg Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra kynntu sér fjölbreytt jólabókaflóðið.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjölmenni sótti Bókamessu í bók-
menntaborg sem haldin var í
Hörpu um helgina. Þar kynntu
forleggjarar bækurnar sem gefnar
eru út fyrir þessi jól, en óvíða er
jafn sterk hefð fyrir því að gefa
bækur í jólagjöf en á Íslandi.
Bókamessa, sem er samstarfsverk-
efni Reykjavíkurborgar og Félags
íslenskra bókaútgefenda, er nú
einn af stóru viðburðunum í menn-
ingarlífi borgarinnar. Að þessu
sinni gátu gestir meðal annars
kynnt sér heim hljóðbóka, bragðað
smakk eftir uppskriftum úr mat-
reiðslubókum og börn gátu reynt
sig í föndri og spennandi leikjum.
Kristín Helga Gunnarsdóttir, höf-
undur bókanna um Fíusól, spjall-
aði um réttindi barna með vísan til
bóka sinna og höfundar lásu úr
bókum sínum og má þar nefna
Þórarin Eldjárn, Sigurbjörgu
Þrastardóttur, Hauk Ingvarsson,
Þorgrím Þráinsson, Ævar Þór
Benediktsson og Evu Rún Þor-
geirsdóttur svo nokkur séu nefnd.
Meðal þeirra sem komu við á
Bókamessunni að þessu sinni var
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra.
Vel stemmd fyrir bókajólum
„Ég sjálf hef gaman af sagn-
fræði, ævisögum og spennubókum
og er því mjög vel stemmd fyrir
þessi bókajól og margt sem ég
hlakka til að lesa. Fjölbreytnin er
mikil og það er greinilegt að allir
fá eitthvað við sitt hæfi; íslensk
bókaútgáfa í dag er gróskumikil
og metnaðarfull,“ sagði ráðherr-
ann í samtali við Morgunblaðið.
Eigi að síður telur hún þörf á
stuðningi stjórnvalda við útgáfu-
starf, samanber að lagt hefur ver-
ið fram frumvarp sem gerir ráð
fyrir að útgefendur bóka geti
fengið allt að fjórðung af kostnaði
við útgáfu hverrar bókar endur-
greiddan.
„Við sjáum að bókasala hefur
dregist saman um 40% á síðast-
liðnum tíu árum og við því þarf að
bregðast. Hugsunin með stuðningi
er sú að efla íslenska tungu og
auka lestur og lesskilning; ekki
síst meðal barna og unglinga.“
Stuðningur
við útgáfu
auki lestur
Gróskumikil íslensk bókaútgáfa
Morgunblaðið/Eggert
Bókamessa Sprengju Kata kynnti efnafræði og vísindi fyrir krökkum og öðrum áhugasömu sem sóttu messuna.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ljósmyndaljóðabók Ómar Ragn-
arsson með Hjarta landsins.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Sparneytnari, hagkvæmari og hljóðlátari ISUZU D-MAX
Isuzu D-Max BASIC dísil, beinskiptur. Verð: 5.350.000 kr. (Verð án vsk: 4.314.000 kr.)
Isuzu D-Max PRO dísil, sjálfskiptur. Verð: 6.290.000 kr. (Verð án vsk: 5.072.000 kr.)
164 hestöfl – 3.500 kg dráttargeta. Eyðsla frá 7,0 l/100km* E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
8
6
7
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
rt
öl
ur
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri.