Morgunblaðið - 26.11.2018, Side 14

Morgunblaðið - 26.11.2018, Side 14
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og Morgunblaðið greindi stutt- lega frá á laugardag hafa Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, gert bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélagi Græn- höfðaeyja, Cabo Verde Airlines (CVA). Um agnarsmátt alþjóðlegt flugfélag er að ræða en CVA rekur aðeins tvær farþegaþotur. Erlendur Svavarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Loftleiða Icelandic, segir fyr- irhugað að þriðja þotan bætist við strax í mars á næsta ári og að næsta sumar verði fimm flugvélar komnar í flotann. Ætlunin er að CVA taki upp svip- að viðskiptamódel og Icelandair, þar sem Grænhöfðaeyjar munu verða tengimiðstöð fyrir farþega á leið yfir Atlantshafið. Að sögn Er- lends myndi flugfélagið einkum ferja farþega frá vesturhluta Afríku til Norður-Ameríku, og frá suðvest- urhluta Evrópu til Suður-Ameríku. „Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum hafa rekið ríkisflugfélag um langt skeið, bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug, og hvort tveggja ver- ið rekið með tapi árum saman,“ seg- ir Erlendur. „Þegar núverandi rík- isstjórn komst til valda var ráðist í að skoða, í sam- vinnu við Al- þjóðabankann, hvernig mætti einkavæða ýmsar ríkiseignir og þar á meðal flugfélag- ið. Var flug- rekstrinum skipt í tvo hluta, og innanlandsflugið selt til Binter frá Kanaríeyjum, en Loft- leiðir Icelandic fengið til að veita ráðgjöf og þróa áfram millilanda- flugið.“ Stutt í Afríku og Brasilíu Grænhöfðaeyjar samanstanda af níu smáum eyjum u.þ.b. 500 km vestur af vestasta odda Afríku og aðeins um 2.800 km frá nyrsta hluta Brasilíu, eða álíka langt og Keflavík er frá Vínarborg og Barselóna. „Ráðgjöf okkar leiddi í ljós að væn- legast væri að færa starfsemi CVA frá höfuðborginni Praia yfir til eyj- arinnar Sal þar sem er góður al- þjóðaflugvöllur sem nýlega er búið að stækka og bæta, og hafa þar tengimiðstöð,“ útskýrir Erlendur. Er margt sem gerir Grænhöfða- eyjar að góðum stað fyrir flugteng- ingar og rétt eins og Icelandair gæti CVA tengt saman áfangastaði sem stóru alþjóðlegu flugfélögin sinna ekki nægilega vel. „Við horf- um t.d. til milljónaborga í Norður- Brasilíu þar sem farþegar standa stundum frammi fyrir því að þurfa að hefja ferðalag til Bandaríkjanna á löngu flugi í suðurátt til Rio de Janeiro eða São Paulo. Þá á fólk í vesturhluta Afríku oft erfitt með að finna góðar tengingar til Bandaríkj- anna, og þarf iðulega að hafa langa viðdvöl í París eða London. Í sum- um tilvikum ætti CVA að geta stytt 2-3 daga ferðalag niður í hálfan sól- arhring.“ Þá gefur áhættugreining tilefni til bjartsýni. Segir Erlendur að flugmál á Grænhöfðaeyjum fylgi portúgalskri fyrirmynd og CVA hafi komið vel út úr nýlegri úttekt Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. „Á Grænhöfðaeyjum er lítil sem engin spilling, þeir virða niðurstöður kosninga, það rignir sjaldan og vindurinn blæs yfirleitt úr sömu átt. Þó að hvirfilbyljir myndist oft suð- vestur af eyjunum þá ferðast þeir þaðan í vesturátt yfir Atlantshafið. Þá eru eyjaskeggjar vinveittir Ís- lendingum og muna enn þegar við sendum þeim skipið Feng snemma á 9. áratugnum sem hluta af þróun- araðstoð á sviði fiskveiða.“ Noti íslenska módelið  Dótturfélag Icelandair hyggst kaupa meirihluta í Cabo Verde Airlines og bjóða betri flugtengingar yfir Atlantshafið Erlendur Svavarson 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is BELGINGUR mokka hanskar 6.200 DRÍFA skinnkragi 31.900 MÓA prjónahúfa 11.500 SKJÓL leðurhúfa m/refaskinni 35.800 Velkomin í hlýjuna EIR úlpa m/refaskinni 158.000 HULDA minnkakápa 595.000 Áhöfn frystitogarans Guðmundar í Nesi RE-13 hefur verið sagt upp störfum og skipið sett á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur (ÚR), sem send var fjölmiðlum á sunnu- dag. Guðmundur í Nesi var smíð- aður árið 2000 og hefur verið í eigu útgerðarfélagsins frá 2004. ÚR gerði út fjóra frystitogara í upphafi þessa árs; Brimnes, Guð- mund í Nesi, Vigra og Kleifaberg, en mun aðeins gera út Kleifaberg- ið á næsta ári. Mun sjómönnum fé- lagsins þá hafa fækkað um 136 samanlagt. Segja stjórnendur fé- lagsins að rekstraraðstæður fyrir frystitogara séu erfiðar og að stjórnvöld beri þar verulega ábyrgð með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda, eins og það er orðað í tilkynningu. Vegna stimpilgjalds sé ekki skynsamlegt að afla verkefna fyrir skipin í erlendri lögsögu og veiði- gjöld endurspegli ekki með réttum hætti söluverð afurða eða kostn- aðinn af veiðunum. Eins hafi verk- fall sjómanna á síðasta ári og nýir kjarasamningar gert rekstur frystitogara erfiðari, og átt þátt í fækkun þeirra að undanförnu. ai@mbl.is Setja Guðmund í Nesi á söluskrá BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að mati Ingibjargar Gísladóttur gætu íslensk fyrirtæki og stofnanir leyst mikla krafta úr læðingi með því að beita nýjum aðferðum á fund- um. Ingibjörg er stofnandi ráðgjaf- arfyrirtækisins Kaffipásan (www.kaffipasan.is) og leiddi heims- ráðstefnu Open Space-samtakanna sem haldin var í Reykjavík á dög- unum, en Open Space-fundir fara þannig fram að dagskráin er ákveðin í upphafi fundar og gestir virkjaðir til þátttöku. Við fyrstu sýn gæti aðferðafræði Open Space hljómað eins og upp- skrift að óskipulagi og upplausnar- ástandi, en í reynd er útkoman ár- angursríkari og fundir ánægjulegri. „Upphafið má rekja til Harrison Owen sem fyrir þremur áratugum hafði það að starfi að leiða ráðstefn- ur og fundi. Hann hafði veitt því eft- irtekt að orkan hjá fundargestum virtist oft mest í kaffipásum, og að það var á milli funda sem umræðan var virkust – en eins og slokknaði á fólki þegar komið var inn í fund- arsalinn og athyglin um leið farin út í veður og vind. Owen var mjög hugsi yfir þessu og vildi finna leið til að auka orkustigið á ráðstefnum,“ útskýrir Ingibjörg. „Svo gerist það eitt skiptið að hann er algjörlega óundirbúinn fyrir ráðstefnu sem hefjast átti næsta dag, og ákveður að gera tilraun: að láta gesti sitja í hring og að hver og einn geti lagt til umræðu um það sem viðkomandi þykir skipta máli.“ „Ein löng kaffipása“ Ingibjörg lýsir því þannig að fundurinn hefjist með n.k. markaðs- torgi þar sem tillögur að umræðu- efnum eru hengdar upp á töflu. Hvert umræðuefni hefur sitt svæði á fundarstaðnum þar sem þátttakend- ur sitja í litlum hóp, og gestir geta valið í hvaða umræðu þeir vilja taka þátt. „Útkoman er eins og ein löng kaffipása og fundirnir mun árang- ursríkari fyrir vikið.“ Þau umræðuefni sem gestir leggja til þurfa að falla innan þess ramma sem markaður er í yfirskrift fundarins. Er algengt að umræðu- efnunum sé dreift á tvær eða þrjár lotur og er gestum frjálst að færa sig á milli hópa ef þeim hugnast bet- ur umræðan í öðrum hópi. „Sá sem lagði til umræðuefnið ber ábyrgð á því að gera n.k. skýrslu um um- ræðuna, og getur hún t.d. verið í því formi að rita helstu niðurstöður á flettitöflublað sem svo er hengt upp á fréttavegg þar sem allir geta séð helstu niðurstöður og tillögur að næstu skrefum. Í lok fundar eru síð- an aðgerðir og næstu skref rædd og ákveðin. Það má líka setja niðurstöð- urnar inn í tölvu, og er alltaf búið til pdf-skjal með niðurstöðum, jafnvel bara með ljósmyndum af flettitöflu- blöðunum. Þetta skjal liggur fyrir þegar fundi lýkur og þannig flæðir orkan og þekkingin áfram eftir fundinn.“ Til að virkja fólk og finna lausnir Ingibjörg segir að Open Space henti ekki endilega á öllum fundum, t.d. á formlegum hluthafafundum fyrirtækja eða daglegum morgun- fundum vinnustaða. „En þegar kem- ur að málum þar sem engin ein lausn er fyrirséð, t.d. við stefnumótun, vöru- og viðskiptaþróun, eða leitað er að nýjum lausnum á hvers kyns vandamálum, þá getur Open Space verið góður kostur. Gæti jafnvel ver- ið upplagt að bjóða áhugasömum viðskiptavinum eða utanaðkomandi sérfræðingum að taka þátt í um- ræðunni. Fyrirkomulag fundarins er þannig að athyglin beinist að þeim málum sem gestum þykir mikilvæg- ast að ræða, og gott tækifæri gefst til að fara dýpra ofan í viðfangsefnið því það er ekki klukkan sem stýrir því hvenær farið er yfir í næsta mál,“ útskýrir Ingibjörg. „Reglur Open Space eru ósköp einfaldar: þeir sem mæta eru rétta fólkið, það sem gerist er það eina rétta, þegar umræðan hefst þá er það rétti tím- inn, og þegar umræðan er búin þá er hún búin. Hinsvegar er skýr um- gjörð í upphafi og lok fundar sem tryggir árangur og eftirfylgni.“ Að mati Ingibjargar er Open Space ekki bara til þess fallið að gera fundi vinnustaða ánægjulegri heldur hjálpar líka til að draga fram þá þekkingu og innsæi sem starfs- mannahópurinn býr yfir sem ein heild. „Lítil virkni starfsmanna er alvarlegt vandamál og sýna t.d. mælingar Gallup að einungis 16% launafólks á Íslandi segist vera virk og áhugasöm (e. engaged) í starfi. Open Space-fundir bjóða vettvang fyrir starfsfólk til að hafa áhrif á starf sitt og beina aðkomu að aukn- um árangri fyrirtækisins.“ Geta farið aðra leið á fundum  Open Space-aðferðin ætti m.a. að geta nýst vinnustöðum við stefnumótun Slen Ingibjörg segir hefðbundna fundi geta dregið orku og áhuga úr fólki. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.