Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 ✝ Egill SvanurEgilsson fædd- ist í Hafnarfirði 11. nóvember 1944. Hann lést á Landa- koti 16. nóvember 2018. Móðir hans var Sigurlína Svan- hvít Sigurðar- dóttir, f. í Hafnar- firði 8. september 1913, d. 31. maí 2008. Egill ólst upp á Austurgöt- unni í Hafnarfirði þar sem hann bjó með móður sinni. Í sama húsi bjuggu móður- afi og amma, móð- ursystir og fjöl- skylda, börn hennar voru Agli sem systkin, Hilm- ar, Sigþór, Þórður og Sigrún. Egill kvæntist 31. ágúst 1968 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Maggý Guð- mundsdóttur, f. 9. júlí 1942. Maggý er dóttir hjónanna Guðmundar Ó. Magn- ússonar, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999, og Áslaugar I. Friðbjörnsdóttur, f. 1. október 1913, d. 23. desember 1991. Egill og Maggý bjuggu alla tíð á Mávahrauni í Hafnarfirði. Sonur þeirra er Sturla Egils- son, f. 17. maí 1974, kona hans er Hildur Erlingsdóttir, f. 24. júní 1976, þau eiga þrjá syni. Þeir eru Egill Steinar, f. 4. júlí 2000, Erling Orri, f. 4. mars 2003, og Eiður Darri, f. 27. júní 2006. Egill lauk námi í skipasmíði frá skipasmíðastöðinni Dröfn árið 1966. Sama ár hóf Egill störf hjá Tollstjóra og starfaði hann þar óslitið til starfsloka, eða ársins 2009. Útför Egils Svans fer fram fráHafnarfjarðarkirkju í dag, 26. nóvember 2018, og hefst klukkan 13. Elsku afi, við söknum þín mikið og mikið er leitt að þú skyldir ekki fá að vera lengur hjá okkur. Minningar rifjast upp um heimsóknirnar til ömmu Svönu út á Hrafnistu, bíltúrana niður á höfn að skoða skipin og allar ferðirnar í Ikea þar sem við fengum kjötbollur og ís. Það var gaman að spjalla um gamla daga og hvernig Hafnarfjörður var þegar þú varst lítill strákur. Við vorum svo heppnir að fá að alast upp á Mávahrauninu rétt hjá þér og ömmu. Við nutum heldur betur góðs af því að fá vera svona mikið hjá ykkur. Eftir eigum við fallegar minn- ingar um góðan og skemmtileg- an afa sem var boðinn og búinn að hjálpa okkur þegar við þurft- um á að halda. Minningar sem eiga eftir að vera okkur gott veganesti í framtíðinni. Við þökkum þér allt gott og verðum duglegir að hjálpa ömmu Maggý. Við lofum þér að við sjáum um hana og pössum vel upp á hana. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Þínir afastrákar, Egill Steinar, Erling Orri og Eiður Darri. Það er liðin rúm hálf öld frá því Maggý systir kom fyrst 2með myndarlegan Hafnfirðing heim á Öldugötuna. Hann féll strax vel inn í hópinn enda orð- heppinn og góður sögumaður. Um svipað leyti vorum við Er- lendur að kynnast og segja má að frá upphafi hafi myndast ómetanleg vinátta. Margt var brallað saman og þar ber líklega hæst sameigin- legt brúðkaup okkar þann 31. ágúst 1968. Minningarnar frá þessum ljúfa síðsumardegi ylja manni um hjartarætur nú þegar þeir félagar, Erlendur og Egill, hafa báðir kvatt þessa jarðvist. Minningar streyma fram og þakklæti er mér efst í huga þeg- ar ég hugsa til þess hvað þið Maggý hafið verið mér mikill styrkur frá því að Erlendur minn kvaddi fyrir tíu árum. Fyrsta utanlandsferðin, af mörgum, var farin til London árið 1977. Ferðin hófst á því að Egill vakti athygli Erlendar á því að flugstjórinn væri nú lík- lega á síðasta snúningi sökum aldurs og efaðist um að hann hefði það yfir hafið. Erlendur, sem var í sinni fyrstu flugferð, þurfti snarlega að róa taugarnar með nokkrum „gráum“ og Egill hló mikið að þessum hrekk sín- um mörg ár á eftir. Þessi ferð var sérlega vel heppnuð en þeir félagar fóru saman upp í póstturninn og fengu sér væna steik og nutu út- sýnisins. Þeir komust að vísu naumlega inn á staðinn enda uppfylltu þeir ekki alveg þá kröfu sem gerð var um klæðnað á veitingastaðnum. Á meðan skoðuðum við Maggý okkur um á Oxfordstræti. Þetta var fyrsta ferðin okkar saman og svo sann- arlega ekki sú síðasta. Síðar var haldið til Parísar, Spánar, Washington og Hollands svo fátt eitt sé nefnt. Í einni Parísarferðinni sá Eg- ill bát sigla um Signu og hét því að hann skyldi bjóða Maggý út að borða á slíkum báti þegar 30 ára brúðkaupsafmælinu yrði fagnað. Auðvitað stóð Egill við stóru orðin. Egill hafði einnig fyrirætlanir um að halda upp á gullbrúð- kaupið með eftirminnilegum hætti en því miður var hann þá kominn á sjúkrahús og ekkert varð af því. Matarklúbburinn hefur einnig verið fastur liður í tilveru okkar undanfarin ár og þar var Egill ætíð hrókur alls fagnaðar enda sérlegur áhuga- maður um góðan mat. Það er skrítið að hugsa til þess að einungis séu sjö mán- uðir liðnir frá eftirminnilegri ferð með Maggý og Agli til Te- nerife þar sem við nutum sól- arinnar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa gæðastund með þeim. Ég kveð kæran mág með söknuði. Elsku Maggý, Sturla, Hildur og synir. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guðný Björg Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast með fátæklegum orðum Egils Svans Egilssonar. Þegar hugsað er til baka þá kemur árið 1968 fyrst upp í minningunni, þegar Egill og Maggý giftu sig, eftirminnilegt systrabrúðkaup og uppáhalds- frænkur mínar, systur hennar mömmu, Guðný og Maggý, að fara að giftast. Þá þegar hafði Egill náð að heilla mig ungan dreng með mikinn áhuga á íþróttum og ekki skemmdi fyrir að Egill var mikill Haukamaður. Hann tók ekki annað í mál en að ég myndi sitja við háborðið og þar sat ég alla veisluna. Ég gleymi aldrei flugmóður- skipinu sem þú gafst mér, ég held að ég hafi komið og skoðað það hjá þér örugglega þúsund sinnum áður en þú gafst mér skipið, eða Spánarferð ykkar Maggýjar þegar ég var 14-15 ára og auðvitað fékk ég að fara með. Allar skákirnar okkar eða frímerkin sem þú gafst mér, sem ég á enn í dag og geymi. Þú varst með eindæmum barngóður og hugmyndaríkur og alltaf gott að getað leitað til þín. Þú varst vel giftur henni Maggý frænku sem reyndist þér vel alla tíð, og þá sérstak- lega í veikindum þínum sem komu svo hratt og voru svo mis- kunnarlaus. Ég kom og heimsótti þig fyrir nokkrum vikum án þess að gera mér grein fyrir hvað þú varst veikur og tók það mikið á. Þið Maggý eignuðust stóran fjársjóð með honum Sturlu frænda, svo með Hildi konu hans og svo afadrengjunum ykkar, Agli Steinari, Erling Orra og Eiði Darra, sem hafa fyllt heimilið á Mávahrauni fjöri og voru líf þitt og yndi. Ég bið góðan Guð að halda vel utan um fjölskylduna á Mávahrauni 16 og færa þeim styrk til að takast á við mikinn missi. Guðmundur Sævar Hreiðarsson og fjölskylda. Við Egill fæddumst á sama ári og í sama húsi á Austurgötu í Hafnarfirði. Mæður okkar voru systur og sem litlir pollar lékum við okkur mikið saman. Þau samskipti héldu áfram, enda nálægðin mikil um langt árabil. Svana móðursystir festi margt á filmu á þessum tíma og gefa þær myndir minningunum aukið gildi. Tilviljun réð því að sem full- orðnir menn byggðum við okkur hús í sömu götu. Egill var mjög barngóður og sótti elsti sonur okkar Eddu, Gunnar Jökull, mikið í að heimsækja hann og ekki vantaði að Maggý tæki líka vel á móti guttanum. Við áttum margar ógleyman- legar stundir saman í gegnum tíðina, ekki síst í sumarbústað okkar Eddu. Á þeim stundum átti Egill það til að rifja upp ým- is strákapör okkar vinanna og fannst okkur hinum ótrúlegt hversu minnugur hann var. Þá var mikið hlegið. Nú, þegar Egill er kvaddur, er söknuðurinn sár, ekki síst hjá sonarsonunum þremur sem hann talaði svo oft um. Nú verð- ur heldur ekki hringt á Þorláks- messu til að ræða hvenær við ættum að hittast í kirkjugarð- inum, eins og við höfðum gert síðustu fimmtíu árin. Við Edda vottum Maggý, Sturlu, Hildi og drengjunum innilegustu samúð. Þórður Sigurðsson. Þeir voru ófáir laugardags- og sunnudagsmorgnarnir sem byrjuðu á símtali frá einum stuttum úr Breiðholtinu sem gat ekki hugsað sér neitt skemmti- legra en að eyða deginum hjá Agli og Maggý í Hafnarfirði. Andartökum síðar voru þau komin til að sækja prinsinn sem var dekraður það sem eftir lifði dags. Minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég horfi til baka eru ótalmargar. Allar stundirn- ar á Mávahrauninu, sundferð- irnar, pennasafnið, hjólatúrarn- ir um Hafnarfjörð, utanlandsferðirnar og útileg- urnar. Þetta var sannkallaður dýrðartími. Egill var fyrst og fremst ótrúlega skemmtilegur maður sem hafði einstakt lag á börnum. Þrátt fyrir að Egill ætti ekki barnabörn á þessum tíma, þá hafði hann fyrir því að smíða kassabíl sem krakkarnir sem komu í heimsókn gátu leik- ið sér með. Honum fannst held- ur ekkert tiltökumál að leyfa okkur að leika með kaskeitið sitt og klæðast hátíðarjakkanum úr tollinum ef eftir því var ósk- að. Egill var líka afbragðs sögu- maður og það var alltaf gaman að koma á Mávahraunið. Þar var alltaf líf og fjör. Þeir voru ófáir morgnarnir sem byrjuðu í Suðurbæjarlauginni þar sem Egill þreyttist ekki á því að leyfa mér að henda sér út í laug og gaf sér góðan tíma í leik á meðan margir jafnaldrar hans hefðu eflaust bara setið sem fastast í pottinum. Mér er sérstaklega minnis- stæð ferð sem ég fór með Maggý og Agli til Vestmanna- eyja. Egill var búinn að birgja sig upp af kjöti í dós, eins og hann gerði reglulega í útilegum, og í þetta skipti kom það sér einstaklega vel þegar við höfð- umst við í fellihýsinu sem var líklegt til þess að takast á loft í kolvitlausu veðri í Herjólfsdal. Þegar ég horfi til baka þá er auðséð hversu óeigingjarnt það var að taka á móti mér helgi eft- ir helgi, alltaf með bros á vör. Fórnfýsi og góðvild lýsa einmitt Maggý og Agli svo ótrúlega vel. Það má svo sannarlega taka þau sér til fyrirmyndar því þessar minningar sem rifjast upp segja manni hversu mikilvægt það er að sýna börnum athygli og gefa sér að þeim. Það gerðu þau svo sannarlega og fyrir það verð ég ætíð þakklátur. Nú er aftur á móti komið að kveðjustund, elsku Egill. Takk fyrir allar góðu stund- irnar og takk fyrir að vera alltaf svona góður við mig. Elsku Maggý, Sturla, Hildur, Egill Steinar, Erling Orri og Eiður Darri, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ásgeir Erlendsson. Elsku Egill okkar. Mikið er erfitt að kveðja þig en eftir standa góðar minningar um ein- stakan mann. Það var alltaf gaman að koma á Mávahraunið. Þegar við systk- inin vorum yngri sóttumst við mikið eftir því að vera hjá ykkur Maggý. Það var ekki bara af því að það væri til svo skemmtilegt og framandi dót heldur hafið þið alltaf verið svo barngóð. Mikill vinskapur var milli fjölskyldnanna og ófá ferðalög- in, bæði innanlands og utan, sem var farið saman í. Minn- isstæðar eru ferðirnar til Hol- lands og þegar fjölskyldurnar fóru saman á einum stórum bíl að keyra um Þýskaland. Þegar þreyta var komin í yngstu drengina, Sturlu og Henrik, var þeim bent á að virða fyrir sér útsýnið við Svartaskóg. Áhug- inn var ekki mikill á þessum „útsýnum“. Þér þótti svo fyndið að þeir væru svona fúlir á móti að tala um útsýnið í fleirtölu að þú minntir okkur reglulega á þessa sögu enda stríðinn maður á ferð. Þú hafðir alltaf mjög gaman af því að segja okkur sögur frá því við vorum lítil. Þú hafðir gaman af því að taka myndir og eigum við margar polaroid- myndir sem þú hefur gefið okk- ur. Sýningarkvöldin á Máva- hrauninu eru eftirminnileg og skemmtileg þegar þú sýndir okkur upptökur frá því við vor- um lítil sem tekin voru á 8 mm filmu. Egill Svanur Egilsson HINSTA KVEÐJA Elsku Egill, hvíl þú í friði. Komin er kveðjustundin, klökknar og bljúg er lundin. Friður þér falli skaut, far vel á friðarbraut. Englar ljóssins þig leiði, lýsi og veginn þinn greiði þá héðan þú hverfur á braut. (G.H.) Elsku Maggý, Sturla, Hildur, Egill Steinar, Er- ling Orri og Eiður Darri. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Eygló og Hreiðar. ✝ Eybjörg ÁstaGuðnadóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1953. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði, Höfn í Hornafirði, 16. nóv- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Einarsdóttir, f. 22.5. 1922, d. 14.3. 1992, og Guðni Örvar Stein- dórsson, f. 1.11. 1913, d. 17.6. 1981. Systkini hennar eru Bjarney Guðrún Björgvins- dóttir, f. 1945, Erla Þóra Björgvins- dóttir, f. 1946, Gísli Óskarsson, f. 1951, Magnús Hafliði Guðnason, f. 1954, Eyrún Guðnadóttir, f. 1956, Einar Steindór Guðnason, f. 1957, Guðni Örv- ar Þór Guðnason, f. 1960, og Ingi Guðnason, f. 1963. Útförin fer fram frá Hafnar- kirkju í dag, 26. nóvember 2018, klukkan 13. Nú er Ásta systir mín farin til Guðs. Ásta var mikið mynd- arleg í höndunum, hún saumaði út marga púða, klukkustrengi og veggmyndir. Síðan heklaði hún svo fallega og var flink í matargerð. Ein stúlkan sem ég hitti hjá Ástu í sumar sagðist aldrei hafa bragðað eins góða kjötsúpu og hjá henni. Ásta var mikill dýravinur. Þegar ég bjó í Ásbrekku var hún stundum nokkra daga hjá mér. Þá gaf hún hænunum, sem hún hafði ánægju af. Svo fór hún í fjósið og klappaði kúnum og kálfun- um. Ásta var dugleg að hjálpa mér inni, hún vaskaði upp með mér, braut saman þvottinn og vann önnur tilfallandi verk. Það var mikið lagt á hana Ástu í lífinu. Hún fæddist þroskaskert, auk þess að vera með sykursýki á háu stigi. Hún þurfti mikla hjálp, alveg sér- staklega síðustu árin. Starfsfólk heimaþjónustudeildarinnar var mikið gott og natið við hana. Hún gat alltaf hringt í einhvern starfsmann ef hana vantaði ein- hverja hjálp. Þá kom alltaf ein- hver til hennar strax, því að hún vildi fá allt gert í hvelli. Ásta hafði ánægju af að fara í búðir að kaupa sér föt og ýmislegt annað. Hún var alltaf svo snyrtileg og vel til fara. Þegar einhver starfsstúlka fór með hana til Reykjavíkur var farið í Kolaportið, þar sem hún naut sín vel. Þegar Ásta mín varð sextug var mikil og flott veisla þar sem allir skemmtu sér vel. Hún dansaði af hjartans lyst og söng með. Hún skemmti sér alveg konunglega. Ásta hafði yndi af tónlist. Hún átti nokkra geisla- diska og söng með þeim eins og enginn væri morgundagurinn. Það var alltaf gaman að hitta hana Ástu og vera með henni. Hún var alltaf svo skemmtileg, gerði að gamni sínu og hló mik- ið. Hún var auk þess svo ljúf og góð sál. Ég vil að leiðarlokum þakka öllu því góða fólki sem hugsaði um hana og hjúkraði henni systur minni. Sérstakar þakkir, að öllum öðrum ólöst- uðum, fá þær Mæja, Marta, Olga, Stefanía, Steinunn, Hanna og allt hitt starfsfólkið í heima- þjónustudeildinni. Ég vil þakka ástkærri systur minni fyrir allar okkar samveru- stundir. Þær voru of fáar en góðar. Ég sakna þess að við töl- um ekki oftar saman. Ég hlakka til þegar minn tími kemur, þá hittumst við vonandi á ný. Guð blessi minningu elsku Ástu minnar. Bjarney G. Björgvinsdóttir. Elsku Ásta mín. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, í Kópavogi og á Ísafirði og þegar þú komst til móður okkar. Fimmtán ára gömul varstu hjá henni allar stundir og þið brölluðuð mikið saman. Eftir að móðir okkar kvaddi þennan heim fluttist þú fljótlega austur á Höfn í Hornafirði. Þá skildu okkar leiðir en við vissum allaf hvor af annarri. Við töluðum saman í síma og skiptumst á jólapökkum. Svo var safnað saman fyrir stórafmæli hjá okk- ur systkinum. Þegar þú hringd- ir í vor og bauðst mér í afmælið þitt komst ég ekki vegna þess að ég bý í sveit og sauðburð- urinn var í fullum gangi og ég tók allar næturvaktirnar. Ég veit að hún mamma hefur tekið vel á móti þér þar sem þið vor- uð samrýndar og stóðuð alltaf vel saman, mín kæra systir. Það er unun, ást og von í dag í anda mínum hér. Ég hefi fjársjóð helgan sem á himni geymdur er. (Úr söngbók Hjálpræðishersins) Hvíl þú í friði, mín kæra syst- ir. Kveðja, Eyrún Guðna. Ég kynntist Eybjörgu Ástu þegar hún flutti á Höfn fyrir um það bil 20 árum og varð notandi þjónustu málefna fatlaðra. Ég átti í daglegum samskiptum við hana sem yfirmaður þjónust- unnar og langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Eybjörg Ásta var mjög litrík- ur persónuleiki, hjartahlý, glað- leg, með dillandi hlátur, elskaði tónlist, dans, alls konar manna- mót og var mikið jóla- og af- mælisbarn. Hún sendi mörgum jóla- og afmælisgjafir, jólakortin og gjafirnar þurftu alltaf að vera tilbúin fyrir aðventuna svo hún yrði róleg og allt var skreytt hátt og lágt. Hún gat líka verið ansi ákveðin og lét engan eiga neitt inni hjá sér þegar sá gállinn var á henni, en hún var fljót að blíðkast þegar ég ræddi við hana og sagði þá gjarnan „jájá, Maja mín, ég skal vera kurteis við starfsfólkið“ og svo fékk ég knús. Hún hafði mjög gaman af því að punta sig og fékk hjálp hjá starfsfólki við háralitun, rúlluísetningu, nagla- lökkun og tilheyrandi döm- ustúss. Þegar henni fannst starfsfólkið vera að flýta sér að- eins of mikið var alltaf viðkvæð- ið hjá henni: „Það er nóg að gera þó launin séu lág.“ Hún var mikill dýravinur, átti lengi kött og öll dýr hændust að henni, hún var óspör á knús og kossa í þeirra garð. Eftir að Eybjörg Ásta Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.