Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 26.11.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Birgitta Bragadóttir, starfsmaður Alþingis, á 60 ára afmæli ídag. Hún vinnur á þingfundasviði við ræðuútgáfu. „Ég vinnvið ræðurnar. Við komum þeim út á góðri íslensku eða læsi- legri íslensku, tökum út málvillur og svo berum við breytingarnar undir þingmennina. Þeir fá sjálfir tækifæri til að breyta ræðunum eft- ir það, þ.e. málfarinu.“ Birgitta er með BA-próf í almennum málvísindum og var bæði grunnskólakennari og framhaldsskólakennari áður en hún hóf störf á Alþingi. En hún býr í Stykkishólmi. „Það gengur ágætlega að samtvinna það, þau 20 ár sem ég hef unn- ið í Reykjavík, fyrst á Málvísindastofnun HÍ og í 10 ár á Alþingi. Ég tek strætó heim í Hólminn um helgar.“ Sjálf er Birgitta úr Reykjavík, en hefur búið í Stykkishólmi í 27 ár eða síðan eiginmaður hennar, Gunnar Eiríkur Hauksson, varð sókn- arprestur þar. Þar áður voru þau 6 ár á Þingeyri við Dýrafjörð. Áhugamál Birgittu eru barnabörnin og lestur. „Ég les svolítið mik- ið á ensku og frekar sagnfræðilegt efni. Ég var að klára bók sem heit- ir First Lady: The Life and Wars of Clementine Churchill. Hún var mjög áhugaverð.“ Börn Birgittu og Gunnars eru Kristbjörg, Sigrún og Jón Gunnar og barnabörnin eru orðin sjö. Í tilefni afmælisins ætlar Birgitta að halda lítið afmælisboð í Reykjavík fyrir fjölskyldu og nánustu vini. „Þar verður meðal annarra æskuvinkona mín, Sólveig Jakobsdóttir, en hún á líka sextíu ára afmæli í dag. Við höfum alltaf reynt að halda upp á afmælið á víxl á sjálfum afmælisdeginum svo við getum mætt í afmæl- ið hvor hjá annarri.“ Ræðulesarinn Birgitta hefur unnið á Alþingi í tíu ár. Starfar á Alþingi og býr í Stykkishólmi Birgitta Bragadóttir er sextug í dag J ón Runólfsson Kristinsson fæddist í Borgarholti í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu 26.11. 1943. Hann ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Jón lauk stúdentsprófi frá ML 1965, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1972, lauk áfangaprófum í greinum barnalækninga frá Háskól- unum í Lundi, Stokkhólmi, Malmö, og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og er sérfræðingur í barnalækningum frá 1980. Á námstímanum var Jón aðstoðar- læknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akranesi og Landakotsspítala, var kandidat við Borgarspítalann, aðstoðarlæknir við Landspítalann, aðstoðarlæknir í sér- fræðinámi við Jönköpings Läns Centrallasaret og síðar deildar- læknir þar, aðstoðarlæknir við Barnmedicinska kliniken og á Regi- onsjukhuset í Linköping. Jón var sérfræðingur við Barna- spítala Hringsins 1981-2014 og hefur starfrækt eigin lækningastofu í Reykjavík frá 1983. Hann var skóla- læknir Vesturhlíðarskóla, sérfræð- ingur í barnalækningum við ung- barnaeftirlit Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, á Selfossi og Akranesi og á Heilsugæslustöð Garðabæjar og var yfirlæknir í afleysingum á Höglandssjukhuset, Eksjö/Nässjö og Jönköping Läns Centrallasarett. Jón sinnti stundakennslu við læknadeild HÍ, Munksjöskolen, vårdyrkesskole í Jönköping, við námsbraut í hjúkrun við HÍ og Hjúkrunarskóla Íslands. Jón sat í stjórn Félags barna- krabbameins- og blóðsjúkdóma- lækna (NOPHO) um árabil, í Barnaverndarráði Íslands 1987- 2002 og í kærunefnd 2002-2013, sat í samstarfsnefnd um stofnun Barnaheilla og sat í fyrstu stjórn fé- lagsins, sat í samstarfsnefnd nor- rænna lækna um faraldsfræði gigt- arsjúkdóma í börnum, í samráðs- nefnd um stofnun Barnahúss og var Jón R. Kristinsson barnalæknir – 75 ára Hluti barnabarnanna Jón og Kristrún með eldri helmingi barnabarnanna. Myndin var tekin í Árkvörn fyrir áratug. Hesta- og veiðimaður og bóndi inn við beinið Hjónin Jón og Kristrún virða fyrir sér stórfenglegt útsýni í Georgíu. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.