Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 23
fulltrúi barnadeildar þar. Jón og kona hans festu kaup á jörðinni Ár- kvörn í Fljótshlíð árið 1993: „Þarna endurbyggðum við íbúðar- húsið og mörg útihúsin, erum með hross og höfum notið þess í aldar- fjórðung að dvelja á þessum fallega stað um helgar og í fríum, sinna við- haldi og slaka á. Auk þess er Ár- kvörn vinsæll samkomustaður stór- fjölskyldunnar, ekki síst hjá barna- börnunum. Svo nýt ég þess að renna fyrir lax eða silung með vinum eða vanda- mönnum og við hjónin höfum farið í Veiðivötn tvisvar á sumri undanfarin ár.“ Fjölskylda Jón kvæntist 29.7. 1967 Kristrúnu Ragnhildi Benediktsdóttur, f. 3.8. 1944, lækni og fv. dósent við HÍ. Hún er dóttir hjónanna Benedikts Egils Árnasonar, f. 10.11. 1913, d. 2.8. 1984, löggilts endurskoðanda, og Sigríðar Pálsdóttur, f. 5.7. 1918, d. 8.7. 2012, matreiðslufræðings sjúkra. Börn Jóns og Kristrúnar eru: 1) Þórunn, f. 20.7. 1968, læknir, gift Herði Bender fjárfesti en þeirra börn eru Jón Hugo, f. 1997, Tómas Árni, f. 1998, Karl Kristján og Guð- mundur Halldór, f. 2001, og Kristrún Ragnhildur f. 2003; 2) Ingvi Krist- inn, f. 21.7. 1970, tannlæknir en börn hans eru Hekla Júlía, f. 2004, Þórunn Dúna, f. 2005, og Tómas Tumi, f. 2008; 3) Ragnhildur Ásta, f. 6.1. 1972, dýralæknir en sambýlismaður henn- ar er Bjarni Þórarinn Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri og eru börn þeirra Elsa Kristrún, f. 2002, Þórður Kristinn, f. 2004, Jón Sig- urður, f. 2009, og Vilborg Valdís, f. 2010; 4) Benedikt Árni, f. 13.3. 1979, læknir, kvæntur Laufeyju Fríðu Guðmundsdóttur sálfræðingi og eru dætur þeirra Friðrika Björt, f. 2007, og Karólína Sóley, f. 2014. Systkini Jóns: Sigríður, f. 25.11. 1942, hjúkrunarfræðingur í Sviss; Sigurður Árni, f. 19.9. 1947, líffræð- ingur og bóndi; Guðjón, f. 10.11. 1950, dýralæknir í Þýskalandi, og Vilbergur, f. 11.5.1952, jarðeðl- isfræðingur. Hálfsystur Jóns, samfeðra, eru Erna Árfells, f. 11.2. 1942, bóndi, og Ástrún Svala, f. 30.6. 1941, húsfreyja og fv. bóndi. Foreldrar Jóns voru Yngvi Krist- inn Jónsson, f. 5.5. 1905, d. 12.11. 1989, bóndi og vörubifreiðarstjóri í Borgarholti, og k.h. Þórunn Guð- jónsdóttir, f. 11.6. 1919, d. 2.11. 2009, húsfreyja. Úr frændgarði Jóns R. Kristinssonar Jón Runólfsson Kristinsson Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Neðri-Þverá Þórunn Guðjónsdóttir b. og húsfr. í Borgarholti Guðjón Árnason b. á Neðri-Þverá í Fljótshlíðarhr. Elín Arnbjörnsdóttir húsfr. á Neðri-Þverá Árni Guðmundsson b. á Neðri-Þverá Ingigerður Runólfsdóttir húsfr. á Berustöðum í Holtum Arndís Þorsteins- dóttir ljósm. á Syðri-Hömrum Ingveldur Ástgeirsdóttir húsfr. á Brúnastöðum Guðni Ágústsson fv. alþm. og ráðherra Jón Jónsson b. Herriðarhóliá Helgi Jónsson fv. b. að Merkigili ngveldur ónsdóttir úsfr. í Rvík I J h igurður Sverrir Guðmundsson vélstj. í Rvík SBjarki Sigurðsson handboltaþjálfari og fv. landsliðsm. í handbolta Hilmar Jónsson leikari og leikstjóri Runólfur Jónsson pípulagningarm. í Rvík Jón Hilmar Runólfsson endurskoðandi í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Hala Jón V. Karlsson hrossaræktandi og b. í Hala Sigurður Tómasson b. í Árkvörn, Fljótshlíðarhr. Þórður Tómasson fræðim. og fv. safnstj. að Skógum Tómas Þórðarson b. í Vallatúni undir Eyjafjöllum Þórður Tómasson b. og form. á Rauðafelli undir Eyjafjöllum Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir og húsfr. í Árkvörn Sveinn Jóns- on tré- smiður í Rvík s Einar V. Sveinsson húsa- smíðam. og arki- tekt í RvíkSigríður Árnadóttir skólastj. Tónlistarskólans í Grafarvogi Árni Guðjónsson lögfr. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Sauðholti, síðar á Hárlaugsstöðum Jón Tómasson b. í Sauðholti, síðar á Hárlaugsstöðum Vilborg Jónsdóttir húsfr. á Hárlaugsstöðum Jón Runófsson b. á Hárlaugsstöðum, Ásahr. Guðlaug Jónsdóttir húsfr. í Áshól Hróbjartur Árnason forstjóri Bursta- gerðarinnar Jón Dalbú Hróbjartsson fv. sóknarpr. Í Hallgrímskirkju og fv. prófastur Árni Hróbjartsson fv. forstj. í Rvík Árni Runólfsson b. í Áshóli í Holtahr. Friðik Sigurbergsson barnalæknir í Rvík Grétar Sigurbergsson geðlæknir Sigurbergur Árnason framkvstj. í Rvík Runólfur Runólfsson b. í Áshól, Ásahr. Yngvi Kristinn Jónsson vörubílstj. og b. í Borgarholti, Ásahr. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Jósef Jón Björnsson fæddist aðFremri-Torfustöðum í Miðfirði26.11. 1859. Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson, f. 1817, d. 1887, bóndi þar, og Ingibjörg Hallsdóttir, f. 1815, d. 1871. Jósef missti föður sinn 10 ára gam- all og fluttist þá með móður sinni að Fögrubrekku í Hrútafirði. Á 18. ári hóf hann nám við búnaðarskólanum á Stend í Noregi og lauk þaðan fulln- aðarprófi 1879. Vorið 1880 kom hann heim og stjórnaði þá fyrst jarðrækt- arvinnu hjá bændum í Skagafirði. Þegar Bændaskólinn á Hólum var stofnaður 1882 tók Jósef við skóla- stjórn. Veturinn 1885-86 dvaldi hann við nám á Búnaðarháskólanum danska og lauk þaðan prófi. Árið 1888 hætti hann skólastjórn og reisti bú á Bjarnastöðum í Kol- beinsdal og flutti síðan að Ásgeirs- brekku. Árið 1896 tók hann aftur við skólastjórn og bústjórn á Hólum og var þá einnig í 6 ár skólastjóri, en gerðist fyrsti kennari við skólann, þegar Sigurður Sigurðson tók við skólastjórn 1902. Því starfi gegndi hann til 1934, en stundaði jafnframt búskap á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Jósef var þingmaður Skagfirðinga 1908-1916 og á síðari þingárum Jós- efs starfaði flokkur þingbænda og var Jósef formaður hans. Hann var í yfirskattanefnd Skaga- fjarðarsýslu 1921-1940, hreppstjóri og sýslunefndarmaður Viðvíkur- hrepps um hríð og nokkur ár hrepps- nefndaroddviti bæði í Viðvíkurhreppi og Hólahreppi. Formaður lestrar- félags Hóla- og Viðvíkurhrepps og búnaðarfélags í báðum hreppum. Einnig formaður bindindisfélags þar og formaður Smjörgerðarfélags bænda. Fyrsta kona Jósefs var Kristín Friðbjarnardóttir og missti hann hana mislingaárið 1882. Önnur kona hans var Hólmfríður Björnsdóttir en hún dó 1894. Þriðja kona Jósefs var Hildur Björnsdóttir, systir Hólm- fríðar, d. 1965. Jósef eignaðist fjórtán börn. Jósef lést 8.10. 1946. Merkir Íslendingar Jósef J. Björnsson 95 ára Bragi Hlíðberg 85 ára Indriði Elberg Baldvinsson 80 ára Eggert Þorsteinsson Ella Tryggvína Guðmundsdóttir Guðný Hrönn Þorsteinsdóttir Helgi Ingvarsson Jóhanna Haraldsdóttir Kolbrún Dóra Indriðadóttir 75 ára Árni Ísaksson Fanney Guðlaugsdóttir Ingi Björgvin Konráðsson Jóna Baldvinsdóttir Jón R. Kristinsson Þorbergur Bæringsson 70 ára Aleksandr Klimov Finnur Sigfús Illugason Guðmundur Karl Stefánss. Hákon Björnsson Júlíus Fossberg Arason Kristbjörg Guðjónsdóttir Marianne Ósk Brandsson- Nielsen María Björg Jensen María Ragnhildur Eyþórsd. Pálmi Sveinsson Steinunn B. Geirdal Svanhildur Leifsdóttir 60 ára Ásdís Viggósdóttir Birgitta Bragadóttir Birgitta María Braun Einar Eyjólfsson Einar Þór Garðarsson Erla Ívarsdóttir Jóhanna Jóhannsdóttir Karl Jóhann Jóhannsson Laufey S. Sigurðardóttir Ottó Ólafur Gunnarsson Sólveig Jakobsdóttir Stanislaw Andrzej Gogol 50 ára Áslaug Jónasdóttir Björg Eyjólfsdóttir Helgi Jakob Helgason Minming Wu Sigurður H. Stefánsson Símon Ormarsson Stefán Hafþór Stefánsson Sverrir Guðmundsson Sverrir Guðmundsson Þórdís Linda Guðjónsdóttir 40 ára Ása Huldrún Magnúsdóttir Elín Rós Bjarnadóttir Eva Björk Magnúsdóttir Halldór Hallgrímur Gíslason Hulda Guðrún Bragadóttir Kristjana Helga Ólafsdóttir Olgeir Sveinn Friðriksson Sigurður Þórsson 30 ára Anna Margrét Steinarsd. Bjarni Haraldur Sigfússon Daníel Gíslason Andersen Edda Katrín Ragnarsdóttir Hafdís Erla Jóhannsd. Rist Hafdís Huld Sigurðardóttir Hafþór Júlíus Björnsson Hrönn Þorgrímsdóttir Jecelle Castro Gara Kristín Guðmundsdóttir Kristmann Eiðsson Kristrún S. Ö. Michelsen Magnús Þ. Lúðvíksson Marína Andersen Peter John Hartree Sigurbjörn P. Sigurbjörnss. Sigurjón Kr. Björgvinsson Til hamingju með daginn 40 ára Kristjana er Akur- nesingur, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur og eig- andi verslunarinnar Grósku. Maki: Snjólfur Eiríksson, f. 1979, skrúðgarðyrkju- meistari og rekur eigið fyrir- tæki. Börn: Eiríkur, f. 2003, Ing- þór, f. 2007, og Emilía, f. 2010. Foreldrar: Ólafur Ólafsson, f. 1950, og Ingiríður B. Krist- jánsdóttir, f. 1953, bús. á Akranesi. Kristjana Helga Ólafsdóttir 30 ára Hafdís er Seltirn- ingur og vinnur hjá fyrir- tækinu Level Experience sem er ferðaþjónustufyr- irtæki og rekur einnig hótelið Depla í Fljótum. Maki: Gabriel Fest, f. 1988, þyrluflugmaður hjá Reykjavik Helicopter. Foreldrar: Sigurður Arin- björnsson, f. 1959, flug- virki í Hollandi, og Hulda Hafsteinsdóttir, f. 1958, fv. stuðningsfulltrúi, bús. í Reykjavík. Hafdís Huld Sigurðardóttir 30 ára Hrönn er Keflvík- ingur, með BS-gráðu í rekstrarverkfræði frá HR og er í flugnámi hjá Keili. Maki: Auðun Gilsson, f. 1986, vélvirki hjá Véla- viðgerðum. Systir: Hildur Elísabet, f. 1980, flugfreyja. Foreldrar: Þorgrímur St. Árnason, f. 1957, öryggis- stjóri hjá HS veitum, og Ásdís María Óskarsdóttir, f. 1959, bókari hjá Reykjanesbæ. Hrönn Þorgrímsdóttir Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.