Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.11.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér mun strax líða betur við að biðja um hjálp frá öðrum. Vertu óhrædd/ ur við að sýna öðrum þinn innri mann. Þú sérð ekki sólina fyrir börnunum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Taktu á honum stóra þínum og farðu þínar eigin leiðir. Með tíð og tíma öðlast þú það sem þú þráir mest. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Viljinn dregur hálft hlass. Þú byrjaðir með tvær hendur tómar, líttu á það sem þú hefur afrekað og vertu stolt/ ur 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fortíðin nær tökum á þér, bæði góðar minningar og slæmar. Reyndu að sýna þolinmæði því allt snýst á betri veg innan skamms. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram um að ná stjórn á hlutum sem þú getur breytt. Þú stendur á krossgötum, en þér liggur ekkert á að taka ákvarðanir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert ómótstæðilega heillandi – og ómögulegt að spilla þínu góða skapi. Framlag þitt til hópvinnu mun vekja á þér athygli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vandamálin hverfa ekki þótt þú stingir þeim undir stól. Græddur er geymdur eyr- ir. Þú færð skemmtilegar fréttir af gömlum vini. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert örlát/ur í eðli þínu. Mundu: sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ekki bíða eftir að aðrir breyti sér, breyttu þínu viðhorfi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að komast hjá því að verkefnalisti þinn lengist í dag. Neikvæðir reyna á þolrifin í þér, andaðu djúpt og teldu upp að tíu. Þú færð heimboð sem gleður þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stattu með sjálfum þér og láttu í þér heyra þegar þörf krefur. Stefndu að því að fara í gott frí næsta sumar með fjölskyldunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert á endasprettinum með viðamikið verkefni. Kemurðu einhverju til skila eða hróparðu í tómið? Þér finnst þú stundum hjakka í sama farinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Lánið leikur við þig um þessar mundir. Þú græðir á tá og fingri. Láttu aðra ráða ferðinni annað slagið. Sigmundur Benediktsson sagðifrá því á Leir að góður og kær- kominn gestur, Jón Gissurarson í Víðimýrarseli, hefði heimsótt sig, gert sér góða stund og gef ég hon- um orðið: Á leiðinni niður á Skaga meðfram Akrafjallinu varð þessi skammhenda til hjá Jóni. Þó að sunnanblærinn berist blítt um rindana. Akrafjallið gamla gerist grátt í tindana. Þegar við höfðum eytt góðum tíma í að spjalla um daginn og veg- inn, skoða og rifja upp vísur og reifa áhugamálin gaukaði Jón þessari skemmtilegu hringhendu að mér. Slotið hýsir andans yl, upp það lýsir sinni. Þar sem vísur verða til verður prísund minni. Svona góð heimsókn náði að lyfta mér upp úr drunga og dofa og þakka fyrir daginn með oddhentri skammhendu. En það er langt síðan ég hef notað hana og þarft að dusta af henni ryk- ið. Glaðbeitt kynni gleðja inni gamlan sinnisrann. Þegar tvinna má í minni, margt sem finna kann. Hugaryndis vonavindur vakti lindina, sem í skyndi blómum bindur Bragahindina. Ólafur Stefánsson veltir fyrir sér „trú, von og kærleika“: Menn segja að blómin bæti allt, blíðki frú á ýmsa lund. Vermi hjarta visið, kalt, veki þrá um kærleiksfund. Tækifærið taktu falt, trúðu fast á eigin mátt. Þá mun rætast þetta allt. Þú ferð ekki einn í hátt. Helgi Zimsen skrifaði mér á mið- vikudag og sagðist hafa rekið aug- un í vísu eftir sig í Vísnahorninu þann dag, sem væri ofstuðluð en hann hefði leiðrétt. Svona væri hún t.d. rétt: Vetur, sumar, vor og haust vætu gegnum ana. Alltaf streymir endalaust eins og vatn úr krana.“ Ég biðst afsökunar á þessu og er leiðréttingu hér með komið til skila. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kærkominn gestur „Vel gert. Í þetta skipti fórstu í enn dýpri dáleiÐslusvefn.” „Herra minn, ég er nokkuÐ viss um aÐ ég myndi eftir honum ef hann er bróÐir þinn.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða eins og milljónamæringi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ HITA UPP… ÉG ER AÐ HITA UPP… EINN! ÉG ER AÐ KÆLA NIÐUR … ÉG ER AÐ KÆLA NIÐUR … HEYRÐU, LANGAR ÞIG AÐ STINGA AF? ÉG MEINTI MEÐ MÉR!! Eins og tök eru á og tækifæri gefasttil fer Víkverji í bíó þegar þar eru sýndar íslenskar heimildarmyndir. Margar eru fantagóðar og gaman er að sjá hvernig höfundar myndanna nota myndmálið til að koma fróð- leiknum á framfæri. Grími Hákonar- syni tekst vel upp í myndinni Litla Moskva sem að undanförnu hefur verið sýnd í Bíó Paradís. Þar segir frá mannlífi og málefnum í Neskaup- stað, bænum þar sem Alþýðu- bandalagið og sósíalistar héldu meiri- hluta í bæjarstjórn alls í 52 ár. Höfundurinn nálgast viðfangsefnið skemmtilega og niðurstaðan er alveg skýr: Neskaupstað var vel stjórnað. Þar í bæ var drift í atvinnulífinu og sterkt velferðarkerfi. Fólk stóð sam- an um brýn mál og þannig gekk allt að sólu. Svipaðar sögur mætti sjálf- sagt segja úr fleiri bæjum landsins og breytir þá ekki öllu hver pólitíska línan hafi verið. Á undanförnum ár- um hefur Grímur gert ýmsar fleiri myndir og hefur Víkverja fundist fengur í þeim öllum. x x x Nú þegar líða er farið á nóvemberer sá tími kominn að alla daga eru á dagskrá skemmtilegir við- burðir sem gaman er að sækja. Enn fleira er svo í boði á aðventunni og síðustu dagana fyrir jól. Tími til að njóta og lífið er núna! Um helgina var Bókamessan svonefnda í Hörpunni; skemmtilegt skáldaþing þar sem höf- undar lásu úr verkum sínum og for- leggjarar kynntu útgáfu sína, en bókaflóðið nú er sérstaklega fjöl- breytt. Á laugardag gafst svo líka stund til þess að setjast niður á Kaffi París með góðum vinum og skegg- ræða landsins gagn og nauðsynjar; masa um pólitíkina og fara yfir það helsta í bæjarslúðrinu. Jafnvel skálda í skörðin og reyna að geta í eyður um óorðin mál. Um kvöldið fór Víkverji svo með vinnufélögum sín- um á jólahlaðborð; veislu í hæsta gæðaflokki. Segja má að á þessari kvöldstund hafi annars farið bæði lyst og list; því ekki vissi Víkverji að meðal samstarfsfólk síns væru til dæmis fábærir söngvarar sem gætu hlaupið upp og niður tónstigann og heillað alla upp úr skónum. En svona leynir nú fólk á sér og við auðgum öll líf hvert annars. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34.9) C Y B E RM O N D A Y Rökkva.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.