Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr- um, sem hafa sérstakt leyfi land- læknis og starfa þar sem heilsu- gæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Alþingi sam- þykkti í gær stjórnarfrumvarp þar að lútandi með 54 atkvæðum. „Við fögnum þessu mjög og segj- um að þetta hafi verið löngu tíma- bært,“ sagði Áslaug Valsdóttir, for- maður Ljósmæðrafélags Íslands. „Við erum með lengstu menntun allra ljósmæðra í heimi og lyfjafræði er heilmikill kúrs í hjúkrunarnámi. Mér finnst eðlilegt að við sem erum í sambandi við allar þessar konur get- um skrifað út getnaðarvarnir. Við veitum þessa ráðgjöf en höfum ekki getað gefið lyfseðil fyrr en nú.“ Ás- laug segir að ljósmæður og hjúkr- unarfræðingar hafi barist fyrir þessu áratugum saman og það hafi verið tímabært að þetta færi í gegn. Í nefndaráliti velferðarnefndar er því beint til velferðarráðuneytisins „að fylgjast með framkvæmd ákvæða frumvarpsins og huga að því í framtíðinni hvort reynslan gefi ástæðu til að veita hjúkrunarfræð- ingum og ljósmæðrum heimildir til ávísunar fleiri flokka lyfja, eða hvort ástæða verði til að þrengja umrædd- ar heimildir“. Áslaug sagði að ýmsum fleiri at- riðum þyrfti að breyta Hún nefndi t.d. að enn þyrftu læknar að skrifa upp á beiðnir um hjálpartæki eins og t.d. nálar fyrir konur sem eru í syk- ursýkiseftirliti á meðgöngu. Eins vilji ljósmæður sem vinna við heima- fæðingar gjarnan fá að skrifa sjálfar út lyf sem þarf að nota við þær, en þau eru einkum þrjú. „Við erum ekki að tala um að fara í alla lyfjaflokka heldur þau lyf sem við notum dags- daglega.“ Áslaug segir að Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) hvetji til þess að fagþekking annarra heil- brigðisstétta en lækna verði notuð til hins ýtrasta. „Okkur finnst að okkar þekking sé ekki nýtt alveg sem skyldi. Þetta er kannski skref í þá átt að nota krafta okkar og þekkingu betur,“ sagði Áslaug. Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum Morgunblaðið/Kristinn Lyf Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega ávísa getnaðarvarnarlyfjum.  Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fá nú að ávísa vissum lyfjum  Formaður ljósmæðra segir þetta skref löngu tímabært  Hefur verið baráttumál hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra áratugum saman Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminja- safnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ seg- ir í bókun um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Mikill styr hefur staðið um húsið. Smíði þess fór langt fram úr fjár- hagsáætlun. Heildarkostnaður þess var talinn vera um 700 milljónir króna í lok árs 2012. Húsið er fok- helt en framkvæmdum var hætt haustið 2008. Samfylkingin leggur til að bær- inn eigi húsið og leigi undir skil- yrtan rekstur. „Þar mætti sameina safn, veitingasölu, upplýsinga- miðlun til ferðamanna og aðra þjónustutengda starfsemi,“ segir einnig í bókuninni. freyr@mbl.is Bærinn eigi Lækn- ingaminjasafnið Flestir brunar á heimilum fólks eiga sér stað í desember og fylgir janúar fast á eftir. Algengustu elds- voðar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að berast tilkynningar um bruna á heimilum fólks vegna kertaskreytinga. Kemur þetta fram í tölfræði tjóna hjá VÍS. Sökum þessa er mikilvægt að fólk fylgist grannt með kertum og slökkvi á þeim að kvöldstund lok- inni. Þá má ekki gleyma umgjörð kerta, en varast skal að eldur nái að læsa sig í hana eða skraut. Mikilli kertanotkun fylgir brunahætta Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Lækna- vaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk. Var stúlkan hætt kom- in en bjargaðist að lokum. Reyndist bekkurinn og annar búnaður í lagi. „Stofnunin hefur einnig metið hvort aðrir rafknúnir skoðunarbekk- ir sem ekki hafa innbyggðan örygg- isbúnað uppfylli núgildandi kröfur um öryggi lækningatækja, þar með talið að umbúnaður þeirra sé full- nægjandi svo öryggi notenda sé tryggt,“ segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Lyfjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni þótti rétt að senda út al- menn tilmæli til eigenda rafknúinna skoðunarbekkja um að huga að við- haldi þeirra svo atvik sem þetta komi ekki aftur upp. „Lyfjastofnun hvetur eigendur rafknúinna skoðunarbekkja til að taka til skoðunar með hvaða hætti þeir tryggja fullnægjandi umbúnað bekkjanna og verklag við notkun þeirra, þannig að öryggi notenda sé tryggt. … Loks er rétt að vekja at- hygli á því að eigandi lækningatækis ber ábyrgð á réttri notkun þess og hæfni notenda. Eiganda ber einnig að sjá til þess að frágangur og geymsla sé fullnægjandi og að við- halds- og viðgerðarþjónustu sé sinnt af þar til bærum aðilum þannig að öryggi notenda sé tryggt.“ Tækjaeigendur sagðir bera ábyrgð á notkun tækjanna  Formlegri úttekt á læknabekkjum Læknavaktar lokið Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Læknavaktin Formlegri úttekt á læknabekkjum þar er nú lokið. Kristján H. Johannessen Þorgerður A. Gunnarsdóttir „Það eru vissulega greinar í siða- reglum alþingismanna sem heim- færa má með einum eða öðrum hætti upp á þetta mál. En það sem ég velti einna helst fyrir mér í þessu sam- bandi er hvar finna megi mörkin og þá hvenær siðareglurnar gilda um þingmenn og hvenær ekki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til máls Ágústs Ólafs Ágústssonar, þing- manns Samfylkingar, sem nú er farinn í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum. Gerði hann það eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar eftir að upp komst um óviðeigandi framkomu hans í garð konu. Þorsteinn bendir á að í 2. grein siðareglnanna sé kveðið á um gild- issvið þeirra. Þar segir að reglurnar gildi um þingmenn „við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa“. Bæði málin sögð alvarleg Þorsteinn er einn þeirra þing- manna sem óskuðu eftir því að for- sætisnefnd Alþingis tæki upp mál þingmannanna sex sem kenndir eru við knæpuna Klaustur. Hann segir þessi tvö mál ólík, þingfundur var í gangi þegar Klausturmál átti sér stað en samskipti Ágústs Ólafs við konuna áttu sér stað utan vinnutíma. „Ef maður ber þessi tvö mál sam- an, sem bæði eru alvarleg, þá eru þau eðlisólík að þessu leyti og setja má spurningarmerki við hvort hann hafi þarna verið í einhverju hlutverki sem alþingismaður eða bara sem ein- staklingur,“ segir hann. Jón Steindór Valdimarsson, þing- maður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng, en hann óskaði einnig eftir því að siðanefnd kæmi saman vegna Klausturmálsins svonefnda. „Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ sagði hann við mbl.is og vísaði til máls Ágústs Ólafs. „Mér finnst að bæði hann og þing- menn úr Klausturmálinu verði fyrst og fremst að eiga það við sína sam- visku hvort þeir séu að gera sjálfum sér gott, og hvað þá öðrum, með áframhaldandi þingsetu. Þetta þurfa menn að vega og meta og það eru þeir einir sem geta gert það,“ sagði hann, en Jón Steindór kveðst ekki munu beita sér fyrir því að siðanefnd komi saman vegna þessa máls. Heiða Björg Hilmisdóttir, vara- formaður Samfylkingar, sagðist skömmu eftir yfirlýsingu Ágústs Ólafs vona að hann hefði fengið sam- þykki þolandans fyrir yfirlýsingunni. Það reyndist þó ekki vera því þol- andinn upplifði atvikið með öðrum hætti en Ágúst Ólafur greindi frá. Þrátt fyrir þetta ósamræmi sagði Heiða Björg í samtali við mbl.is að málið horfði ekki öðruvísi við sér. Trúnaðarnefnd tjáir sig ekki Guðrún Ögmundsdóttir er for- maður trúnaðarnefndar Samfylking- ar. Hún segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs né heldur hvort nefndinni hafi borist fleiri kvartanir vegna háttsemi annarra kjörinna fulltrúa Samfylkingar. „Nei, við tjáum okkur ekkert. En ef svo væri þá kemur það bara í ljós síðar,“ segir Guðrún. Mál þingmanna sögð ólík  Tveir þingmenn Viðreisnar segja mál Ágústs Ólafs vart heyra undir siðareglur alþingismanna  Þó mætti heimfæra greinar upp á þetta mál, segir annar þeirra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þingfundur Mál Klausturþingmannanna sex er sagt annars eðlis en mál Ágústs Ólafs, en hið fyrrnefnda átti sér stað á vinnutíma en hitt ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.