Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
1988 - 2018
Til jóla
fyrir dömur og herra
Silkislæður, hanskar, töskur,
skart, herratreflar og ilmir
Eigum alltaf vinsæl
bómullar- og
velúrgallana
í mörgum litum.
Einnig stakar
svartar velúrbuxur.
Stærðir S-4XL
u
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
K
arlar hafa sýnilega verið
að leggja meira á sig
undanfarna áratugi í
því að vanda sig í sam-
skiptum við konur sín-
ar og börn. Konur hafa gefið körlum
mikið með því að fara út af heimilinu
og á vinnumarkaðinn, því fyrir vikið
hafa karlar notið sín í tilfinningalegu
sambandi við maka og börn, sem þeir
gátu síður hér áður fyrr þegar konur
voru heimavinnandi og karlar sáu
einir um fyrirvinnuna og voru meira
fjarverandi. Þessi bók ætti að hjálpa
körlum að sjá hvað þeir eru mikil-
vægir og hversu framlag þeirra skipt-
ir miklu máli,“ segir Ólafur Grétar
Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráð-
gjafi, en hann gefur nú út bókina Það
sem karlar vilja vita, sem geymir ým-
is leyndarmál um samskipti kynj-
anna. Höfundar hennar eru banda-
rísku hjónin og sálfræðingarnir John
Gottman og Julie Schwartz Gottman
ásamt Douglas Abrams og Rachel
Carlton Abrams lækni.
„Ég heillaðist af John fyrir tutt-
ugu árum þegar ég var í námi í Bret-
landi og hann varð þekktur fyrir
bækur sínar Raising An Emotionally
Intelligent Child, The Heart of Par-
enting og The Seven principles for
making Marriage Work, en sú bók
var bylting í hjónaráðgjöf. Gottman-
hjónin komu til Íslands fyrir nokkr-
um árum og voru þá með námskeið
um hvernig byggja megi hús hins
trausta sambands. Það sem gerir
John sérstakan er hversu vel hann
nær til karla, hann er öflugur í að
halda námskeið þar sem karlar mæta
til jafns við konur,“ segir Ólafur og
bætir við að hann telji sannarlega
þörf fyrir svona bók núna. „Það þarf
að þjónusta karla betur og aðlaga
fræðslu þeirra þörfum. Þeir þurfa að
læra að bera meiri virðingu fyrir til-
finningum kvenna og vanda sig, líka
með börnin sín. Gæði sambands for-
eldra hefur mikið að segja þegar
kemur að tilfinningagreind barna.“
Að leysa flókin lífsverkefni
Anna Valdimarsdóttir sálfræð-
ingur segist fagna útkomu bókar-
innar því það sé alltaf þörf á að leið-
beina fólki í langtíma ástarsam-
böndum, sem er jú eitt flóknasta
verkefni sem við tökum okkur fyrir
hendur á lífsleiðinni. „Þegar ég byrj-
aði að starfa sem sálfræðingur fyrir
meira en 30 árum töldu margir ekki
þörf á því að fólk færi til sálfræðings,
fólk ætti bara að leysa úr sínum mál-
um sjálft. Viðhorfið var að þar sem
við værum manneskjur þá hefðum við
fengið það í vöggugjöf að geta leyst
hin ýmsu flóknu lífsverkefni. En
þannig er það ekki. Það búa til dæmis
ekki allir við góðar fyrirmyndir um
náin sambönd í uppvexti sínum,
stundum eru samskipti í fjölskyldum
óheilbrigð og lítið um tilfinningalega
næringu. Það getur orðið til þess að
fólki finnst að
þannig eigi
það að vera, en
málin flækjast
þegar viðkom-
andi fer fullorð-
inn í ástarsam-
band og
makinn hefur
kannski alist
upp í ein-
hverju allt
öðru og er
með aðrar
hugmyndir um
hvernig hlutirnir eiga að vera.
Þetta er ekki einföld staða, svo það
veitir ekki af leiðbeiningum. Fólk er
vissulega oft með tilfinningu fyrir
hvað sé rétt og gott og gæti leitt til
meiri hamingju og fullnægju í sam-
bandi, en vantar staðfestingu á því
frá fagmanneskjum sem hafa rann-
sakað þessi efni árum saman. Gott-
man-hjónin, höfundar bókarinnar,
eru meðal virtustu fræðimanna í
heiminum á þessu sviði, þau hafa
hjálpað fjölda fólks í störfum sínum
sem sálfræðingar.“
Ást ekki eftir formúlu
„Við lestur þessarar bók-
ar er gott að vera meðvitaður
um að einn sannleikur gildir
ekki fyrir alla, hver og ein
manneskja er einstök og því
ætti fólk að lesa þessa bók til að
máta sig við það sem í henni
stendur. Hvert og eitt ástarsam-
band er einstakt og þetta er ekki
spurning um að hafa öll ástarsam-
bönd eftir formúlu. Til dæmis hentar
sumum hjónum að gera flest saman á
meðan öðrum hjónum hentar að gera
ýmislegt hvort í sínu lagi og halda
sínu sjálfstæði,“ segir Anna og bætir
við að nú geri fólk miklu meiri kröfur
til náins sambands en áður, þegar
samband var kannski frekar prakt-
ískt fyrirkomulag. „Núna þegar við
höfum frelsi og svigrúm til að skilja
og skipta um maka, þá eru meiri kröf-
ur um að náið samband veiti ákveðna
hamingju og dýpt á tilfinningasvið-
inu. Við þurfum að þroska okkur sjálf
sem einstaklinga til að vera hæf í náið
samband með annarri mannesku, við
þurfum að geta tjáð okkur, skilið aðra
manneskju, þroskað sjálf okkur sem
kynverur, vera tilbúin til að takast á
við foreldrahlutverið þegar börn
koma til sögunnar, eiga samskipti við
fjölskyldur og vini hvort annars,
leysa ágreiningsmál og koma okkur
upp sameiginlegum gildum og eða
læra að lifa með ólíku gildismati
hvort annars. Þetta eru margir þræð-
ir og það er kúnst að láta allt ganga
upp. Ég fagna því þessari bók og legg
til að pör lesi hana saman. Ég veit að
höfundarnir eru færir á sínu sviði, ég
sótti námskeið hjá þeim í Tyrklandi
með Ólafi á sínum tíma og átti þátt í
að fá þau hingað til lands,“ segir
Anna sem sjálf skrifaði bók um náin
sambönd sem heitir Leggðu rækt við
ástina.
Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla
Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti
ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið
gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem
karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um
samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á
áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar.
Anna
Valdimarsdóttir
Ólafur Grétar
Gunnarsson
Kúnst Það getur verið nokkur vandi að láta sambönd ganga vel.
Ljósmynd/Thinkstockphotos.
Líklega hefur það ekki fariðframhjá neinum að jólahá-tíðin nálgast óðfluga. Jóla-ljós, jólasmákökur og jóla-
söngvar umlykja hvern kima
samfélagsins. Og jólaauglýsingarnar.
Allt fyrir jólin. En þurfum við raunar
allt fyrir jólin?
Það er ekki langt síðan undirrituð
setti upp neysluhyggjugleraugun.
Jólin eru farin að snúast um fátt ann-
að en jólagjafir og það er ótrúlega
augljós boðskapur kvikmyndarinnar
How the Grinch Stole Christmas,
sem ég hafði raunar ekki áttað mig
almennilega á fyrr en nú. Hún Cindy
Lou Who veit nefnilega sínu viti
þrátt fyrir smæð og reynir
ítrekað að sýna samborg-
urum sínum að hátíðin snúist
um samveru og kærleika frek-
ar en gjafir, ljós og mat.
Fyrst ég er farin að skrifa
um mat þá get ég ekki annað
en velt fyrir mér raunveru-
legum boðskap jólanna,
kærleiknum, í sam-
bandi við það sem við
látum ofan í okkur
um hátíðirnar. Á
meðan við njótum
samveru með vin-
um og fjölskyldu
stuðlum við að að-
skilnaði ferfættra
og fjaðraðra fjöl-
skyldna og þjáningu
þeirra á disknum okkar.
Svo ég vitni í Guðrúnu
Sóleyju Gestsdóttur, koll-
ega minn á Ríkisútvarpinu, úr viðtali
á Vísi, svo ég komi öllum stærstu fjöl-
miðlum landsins að, þá er mest við-
eigandi að vera vegan á jólunum, há-
tíð kærleika friðar og
samhygðar.
Þess vegna verður ekkert
kjöt á mínum diski um jólin.
Þess vegna bið ég ekki um
neitt í jólagjöf sem ég þarf
ekki raunverulega á að halda.
Þess vegna gef ég engar
jólagjafir nema þær nýtist
þeim sem þær þiggur, nú
eða þeim sem verst eru
sett í heiminum. Og mig
langar að biðja þig að
hugleiða að gera það
sama.
Gleðileg jól!
»Hún Cindy Lou Whoveit nefnilega sínu viti
þrátt fyrir smæð og reynir
ítrekað að sýna samborg-
urum sínum að hátíðin
snúist um samveru og
kærleika frekar en gjafir,
ljós og mat.
Heimur Þorgerðar Önnu
Þorgerður Anna
Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is