Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 14

Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðraður skófatnaður fyrir veturinn Fimmtán verkefni á Borgarfirði eystra hlutu brautargengi í verk- efninu Betri Borgarfjörður, en sjö milljónum króna var úthlutað til 15 samfélagseflandi verkefna. Þetta var fyrsta úthlutunin en alls bárust 18 umsóknir. Verkefnin sem hlutu styrki eru fjölbreytt, en Búðin Borgarfirði (Gusa ehf.), sem opnaði í lok júní sl. hlaut hæsta styrkinn að þessu sinni, samtals 1,8 m.kr. Á íbúaþingi síð- asta vetur var efst á forgangslista að opna verslun aftur, að því er fram kemur á heimasíðu Byggða- stofnunar. Af öðrum verkefnum sem hlutu styrki má nefna styrki vegna landvörslu á Víknaslóðum, útsýnissiglinga, frisbígolfvallar og Bátasafns Borgarfjarðar. Áætlaður heildarkostnaður verk- efna er um 41 milljón, en sótt var um styrki fyrir 17 m.kr. Kynja- hlutföll á milli þeirra sem hlutu styrki eru 5 konur og 7 karlar. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Það miðar að víðtæku samráði og að því að virkja þekk- ingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frum- kvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins, segir á heima- síðu Byggðastofnunar. aij@mbl.is Styrkja upp- byggingu Búðarinnar Uppbygging Lundinn á athvarf í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra.  Verkefni á Borg- arfirði eystra styrkt Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra þeirra aðila sem sent hafa Alþingi efnislega umsögn um hana. Tillagan var áður borin fram á tveimur síðustu þingum en náði ekki fram að ganga. Hún hlaut þá einnig óblíðar viðtökur í heil- brigðiskerfinu. Lyfjahampur er heiti sem þing- menn Pírata nota yfir kannabis eða hampjurt sem notuð er í lækn- isfræðilegum tilgangi. Í tillögu þeirra er heilbrigðisráðherra falið að semja lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps. Í greinargerð með frumvarpinu er fullyrt að á síð- astliðnum árum og áratugum hafi verið gerðar fjölmargar rannsóknir á læknisfræðilegum áhrifum lyfja- hamps og ábata fyrir sjúklinga af notkun hans. „Rannsóknir þessar hafa sýnt fram á að lyfjahampur hef- ur raunverulegt notagildi, m.a. í með- ferð gegn krabbameini, taugasjúk- dómum og öðrum alvarlegum sjúkdómum,“ segir í greinargerðinni. Umsagnaraðilar hafna þessari full- yrðingu. Rannsóknir sýna ekki ávinning Í umsögn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga segir af af texta þings- ályktunartillögunnar og greinagerð- arinnar sem fylgir megi ráða að verið sé að opna fyrir almenna notkun og ræktun kannabis hér á landi. Þá sé þar einnig talað um að lyfjahampur hafi notagildi í meðferð gegn krabba- meini, taugasjúkdómum og öðrum al- varlegum sjúkdómum sem ekki sé raunin. Skortur sé á vönduðum vís- indarannsóknum þar sem gagnsemi kannabis við ýmsum einkennum er könnuð. Vandaðar rannsóknir hafi ekki sýnt fram á mikinn ávinning fyr- ir krabbameinssjúklinga. Þá geti lyfið haft margvíslegar alvarlegar auka- verkanir líkt og önnur lyf. Í umsögn Heilsugæslunnar segir að nú fari um heiminn „bylgja áróð- urs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýr- dokannabínol-fíkn.“ Það sé gjarna gert undir því yfirskyni að um gagn- legt lyf sé að ræða. „Að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ er augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávana- bindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versn- andi lýðheilsu og miklum kostnaðar- auka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Tillaga Pírata var tekin til fyrri umræðu á Alþingi 14. nóvember og síðan vísað til velferðarnefndar. Þar var ákveðið á fundi 19. nóvember að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti sem nú er lið- inn. Óvíst er um afgreiðslu tillög- unnar. Mikil andstaða við að lögleiða kannabis sem lyf  Stofnanir í heilbrigðiskerfinu leggjast eindregið gegn tillögu Pírata á Alþingi Morgunblaðið/Kristinn Eiturlyf Hér á landi er umtalsverð ólögleg framleiðsla á kannabis. Þessi mynd er úr verksmiðju í Þykkvabæ. Þýskur karlmaður sem tók skútuna Inook ófrjálsri hendi úr höfninni á Ísafirði 14. október síðastliðinn var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Vestfjarða fyrir nytjastuld. Einnig var hann dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar upp á rúma milljón króna. Maðurinn var ákærður fyrir brot á 244. grein almennra hegning- arlaga sem kveður á um þjófnað og til vara fyrir brot á 259. grein sömu laga sem kveður á um nytjastuld. Hann neitaði í fyrstu sök, en gekkst svo við því að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi og siglt henni vestur fyrir land þar til Landhelgisgæslan stöðvaði för hans. Ýmis gögn máls- ins, m.a. úr eftirlitsmyndavélum, renndu stoðum undir sakargift- irnar, að því er segir í dómnum. „Telst því sannað svo óyggjandi sé að ákærði hafi í heimildarleysi tekið skútuna INOOK og siglt henni á brott frá Ísafirði,“ segir þar orðrétt. Ákærði neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skút- una og gat ekki skýrt framferði sitt með öðrum hætti en þeim að um hefði verið að ræða skyndihugdettu og ævintýramennsku. Engin gögn þóttu koma fram sem sýndu fram á að hann hefði ætlað að slá eign sinni á skútuna og var það mat dómsins að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna nægilega að hann hefði haft ásetning til þjófnaðar. Inook Ósannað þótti að maðurinn hefði ætlað að slá eign sinni á skútuna. Skilorð fyrir nytja- stuld í skútumáli Í umsögn Krabbameinsfélagsins um tillögu Pírata kveðst það leggjast alfarið gegn því að nota kannabis til reykinga í læknisfræðilegum tilgangi þar sem ekkert í viðurkenndum ráðleggingum, til dæmis frá National Cancer Institute mæli með því. Lyfjafræðingafélagið segir tillöguna ótímabæra. Það gagnrýnir notkun orðsins „lyfjahampur“, en segist því ekki andsnúið ef yfirvöld settu ein- hvern ramma um notkun kannabisefna í lækn- ingaskyni, en þá innan heilbrigðiskerfisins og í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, enda um málefni sjúklinga að ræða. Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir að sú tilraun með kannabis á sjúklingum sem þegar sé farin af stað í Bandaríkjunum og nú síðast í Kanada sé óskiljanleg, „en hún á eftir að leggja mikla byrði á heilbrigðiskerfi þessara þjóða og skapa fleiri vandamál en hún leysir“. „Óskiljanleg tilraun“ SEGJA EKKERT MÆLA MEÐ KANNABIS Í LÆKNINGASKYNI Lyf Kannabis í lyfjaglasi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.