Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Sólarlag Fallegt sólsetur yfir Keili sést hér út um glerhjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík, ásamt stjórnarráðshúsinu og fleiri miðborgarbyggingum sem gleðja alltaf augað. Hari Angela Merkel og Theresa May eru á út- leið úr stjórnmálum. Ekki er lengur spurt hvort heldur hvenær. Emmanuel Macron hefur stigið af hefðar- tindinum í von um að stilla til friðar í Frakk- landi. Í þremur öflug- ustu Evrópuríkjunum er pólitískt uppnám á æðstu stöðum. Sömu sögu er að segja um Bandaríkin þar sem þrengir að Donald Trump. Hér verður litið til Þýskalands, Frakk- lands og Bretlands. Þýskaland Annegret Kramp-Karrenbauer var kjörin formaður Kristilega demókrataflokksins (CDU) í Þýska- landi föstudaginn 7. desember. Hún tekur við formennskunni eftir 18 ára setu Angelu Merkel. Hún er sama sinnis og Merkel, vill halla sér inn að miðjunni. Merkel kallaði hana frá Saarlandi í febrúar 2018 og gerði að framkvæmdastjóra CDU í Berlín. Nú er Annegret Kramp-Karren- bauer (AKK) orðin flokksformaður. Merkel vill halda kanslaraembætt- inu út kjörtímabilið, til 2021. Ekki er ólíklegt að AKK vilji fá að sanna sig sem kanslari fyrir kosn- ingarnar 2021 eða fyrr til að kanna traust kjósenda í sinn garð og CDU. Hún hikaði ekki við að rjúfa þing og boða til kosninga í Saarlandi til að styrkja stöðu sína. Hún sat þar sem forsætisráðherra frá 2011 til 2018. Þegar litið er til Saarlands er ann- að en stærð og mannfjöldi sem réð því að Merkel fékk augastað á AKK sem eftirmanni sínum. Stjórnmálaskýrendur segja að skjótan frama nýs formanns CDU megi rekja til úrslita kosninga til lands- þingsins í Saarlandi ár- ið 2017. Þá óttaðist Merkel vinsældir og at- hyglina sem Martin Schulz, kanslaraefni jafnaðarmanna (SPD), hlaut. Skoðanakann- anir vorið 2017 sýndu að hann mundi sigra Merkel í sambands- þingskosningunum í september 2017. Schulz naut 100% stuðnings innan SPD og fór með himin- skautum. Vinsældir Schulz meðal eigin flokksmanna sögðu ekki alla söguna. Þær mældust meðal annars í þing- kosningum einstakra sambands- landa og þar var Saarland fyrst í röðinni. Í þeim sigraði Annegret Kramp-Karrenbauer með um 40% atkvæða. Schulz missti fótanna á sigurgöngu sinni og Merkel fékk áhuga á að kynnast AKK nánar og nýta krafta hennar í þágu CDU- flokksins alls. Schulz er týndur og tröllum gefinn. Fyrsta formannsverk AKK var að gera Paul Ziemiak að arftaka sínum sem framkvæmdastjóra flokksins. Hann var formaður ungliðahreyf- ingar flokksins og harður gagnrýn- andi útlendingastefnu Merkel sem hefur verið CDU til vandræða síðan 2015. Þótt Merkel og AKK séu í megin- dráttum samstiga tryggir það ekki snurðulaust samstarf þeirra. Innan CDU þekkja menn sögu um það. Helmut Kohl valdi Angelu Merkel sem eftirmann sinn en lagði síðar fæð á hana. Sannaðist þar að fyrir sterka flokksforingja getur verið pirrandi að sitja án allra þráða í hendi sér. Frakkland Sömu vikur og Martin Schulz fór sigurför í skoðanakönnunum í Þýskalandi vorið 2017 beindist at- hygli umheimsins að einstakri fram- göngu Emmanuels Macrons í for- setakosningunum í Frakklandi. Lítt þekktum bankamanni tókst að mynda um sig stjórnmálahreyfingu og stemningu sem fleytti honum í forsetaembættið og tryggði honum nokkrum vikum síðar hreinan meiri- hluta á franska þinginu. Litið var á Macron sem fulltrúa nýrra tíma og nýrrar kynslóðar Frakka sem ætlaði að losa um stöðn- unarhlekki fransks þjóðlífs, rífa upp efnahaginn og ekki láta undan þeim sem þyldu engar breytingar, jafnvel þótt beitt yrði hefðbundnum frönsk- um aðferðum og efnt til mótmæla á götum úti. Macron nýtur nú minni stuðnings en nokkur forvera hans og aðstoðarmenn eru sagðir óttast að reynt verði að ræna hann völdum. Í 13 mínútna sjónvarpsávarpi mánudaginn 10. desember 2018 við- urkenndi Macron að sér hefði ekki tekist að virkja frönsku þjóðina til samstarfs við sig. Þá höfðu staðið stöðug mótmæli frá 17. nóvember. Þau hófust vegna boðaðra hækkana á eldsneytissköttum í byrjun árs 2019 en snerust síðan harkalega gegn forsetanum og stjórn hans. „Ég veit að ég hef sært sum ykkar með ummælum mínum,“ sagði for- setinn og taldi þjóðina á „sögulegum tímamótum“. Macron sagði reiði friðsamra mótmælenda „skiljan- lega“ og hún kynni að „skapa tæki- færi“. Deyfð hefði verið yfir þjóðlíf- inu í 40 ár, þjóðin hefði látið sér það lynda „vegna hugleysis“. Ekkert réttlætti þó ofbeldisaðgerðir og árásir á lögreglumenn eða opinberar eignir. Hann lofaði meðal annars 100 evru mánaðarlegri hækkun á lág- markslaunum í rúmlega 1.400 evrur (rúmlega 200.000 ísl. kr). Forsetinn hafnaði kröfu mótmælenda um að endurvekja auðlegðarskatt sem hann afnam að hluta í fyrra. Sósíal- istinn François Mitterrand innleiddi skattinn í forsetatíð sinni fyrir 30 ár- um. Hvort Macron hafi í raun tekist að snúa vörn í sókn með ávarpi sínu sést nú um helgina. Þátttaka í mót- mælum þá gefur vísbendingu um það. Hryðjuverkaárás í Strassborg að kvöldi þriðjudags 11. desember minnti Frakka á hve samfélags- gerðin er brothætt og mikils virði að standa vörð um hana. Gulvestungar hljóta að taka mið af því eins og aðr- ir. Bretland Theresa May varð forsætisráð- herra Breta sumarið 2016 þegar David Cameron hrökklaðist frá völd- um eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan um afstöðu Breta til aðildar að ESB fór á annan veg en hann vildi. Til að sanna styrk sinn og fá öruggt umboð til að semja um ESB- úrsögn Breta rauf May þing og boð- aði til kosninga tæpu ári eftir að hún varð forsætisráðherra. Íhaldsflokk- urinn hlaut hlutfallslega mikið fylgi (42,4%) en tapaði 13 þingsætum. Í stað þess að leiða stjórn með 17 þingmanna meirihluta sat May uppi með minnihluta á þingi og varð að semja við Lýðræðislega sambands- flokkinn á Norður-Írlandi til að tryggja stjórn sinni nægan þing- stuðning. Þótt May hafi ekki viljað Breta úr ESB vinnur hún markvisst að úr- sögninni en með svo hörmulegri nið- urstöðu að meirihluti þingmanna er andvígur henni. Hún féll frá að bera tillögu sína undir atkvæði þingsins 11. desember og miðvikudaginn 12. desember varð hún að verjast van- trausti innan eigin þingflokks. Hún hélt velli sem leiðtogi með 200 at- kvæðum gegn 117 eftir að hafa boð- að að hún mundi ekki leiða flokkinn til kosninga árið 2022. May nýtur trausts en allur vindur er úr seglum hennar. Brexit-áhugamenn beittu sér fyrir vantraustinu og þeir eru jafnfúlir í garð May nú og áður. Flokksreglur banna þeim sambærilegt áhlaup á hana næstu 12 mánuði. Hún kann að nota skjólið til að semja við stjórn- arandstöðuna um Brexit-niðurstöðu sem nýtur meirihluta á þingi. Ágreiningurinn snýst um var- naglaákvæði varðandi Norður- Írland. Deila um Gíbraltar milli Breta og Spánverja var leyst með bréfi og blessun framkvæmda- stjórnar ESB. Svipuð lausn kann að finnast vegna norðurírska varnagl- ans. Eftir Björn Bjarnason » Í þremur öflugustu Evrópuríkjunum er pólitískt uppnám á æðstu stöðum. Sömu sögu er að segja um Bandaríkin. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Uppnám á æðstu stöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.