Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Jólagjafir Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-16 í sérflokki Flóunar- kanna Kaffivélar Matvinnsluvélar Verð 11.990 kr. Verð frá 84.990 kr. Verð frá 34.990 kr. Brauðristar Brauðristar 50´s Hraðsuðu- katlar 50´s Verð 30.990 kr. Verð 19.990 kr. Verð 21.990 kr. Í starfi mínu sem fv. leikskólastjóri upplifði ég oft mikið álag á starfsmenn. Starfsmannavelta er tiltölulega hröð miðað við marga aðra vinnu- staði. Leikskólastjóri er því oft frekar í hlut- verki starfsmanna- stjóra en faglegs leið- toga og deildastjórar sífellt að taka á móti nýju fólki. Veik- indi mælast einnig meiri í leikskólum en á mörgum öðrum vinnustöðum. Það eru því ríkar ástæður til að reyna að finna leiðir til að auka starfs- ánægju þeirra. Hver var aðdragandinn að innleiðingunni? Ég bætti við mig námi í Heilbrigði og heilsuuppeldi við Háskóla Íslands og fékk tækifæri til að reyna að auka ánægju starfsfólks. Á einu námskeið- inu áttum við að innleiða hreyfingu meðal starfsmanna á vinnutíma. Hugmyndin fólst í að finna stund þar sem starfsmaður fengi tíma til að hreyfa sig þegar bestar aðstæður væru í skólanum. Ekki er mikið um lausa stund í okkar umhverfi og því krafðist þetta mikillar útsjónarsemi. Ég útfærði verkefnið og starfs- mönnum fannst áhugavert að innleiða heilsueflinguna í okkar skóla. Við höfðum í langan tíma unnið út frá því að efla heilsusamlegt mataræði og betrumbæta vinnuumhverfið eins vel og kringumstæður leyfðu. Innleitt var eitt hádegishlé sem var 40 mínútur fyrir þá sem unnu fulla vinnu og var það til mikilla bóta. Hvernig virkar þetta ? Við byrjuðum á að skipuleggja 30-60 mín- útna hreyfistund einu sinni í viku hjá hverjum starfsmanni. Hreyfingin fólst t.d í göngu, hlaupi eða hjólreiðum Það tók okkur eitt ár að innleiða hreyfingu einu sinni í viku. Síðan sáum við tækifæri til hreyfingar tvisvar í viku. Ég hef síðan þróað verkefnið. Sem dæmi tók ég að mér að innleiða það fyrir leikskólann Krakkakot í fyrra- vetur. Hluti starfsfólks nýtti sér tækifæri nokkrum sinnum í viku og tók göngu eða hjólasprett í 15-20 mín- útur af 40 mínútna hádegishléi. Al- menn ánægja var með þessa ný- breytni. Geta fleiri en við notast við þetta verkefni? Ég hef lokið starfi mínu sem leik- skólastjóri en vinn að því að innleiða hreyfiverkefnið í leikskóla þar sem þess er óskað. Ég gerði könnun þegar verkefninu í Krakkakoti lauk og læt hér fylgja nokkur svör sem sýna við- horf starfsmanna til þess. Ef ég fæ hreyfingu í vinnutíma hef- ur það eftirfarandi áhrif á líðan mína:  Léttir í skapi að fá að komast út og hreyfa sig.  Meira úthald – hressleiki. og kem ferskari til baka í vinnuna.  Betri í skrokknum, hressari og betri almenn heilsa.  Kem endurnærð eftir hreyf- inguna. og finnst gott að geta verið ein með sjálfri mér.  Finn fyrir betri heilsu.  Mér finnst ég ná að róa hugann og fá auka orku.  Minnkar álag.  Mjög gott að hreyfa sig, betra úthald og maður er bara allur miklu léttari inn í sér.  Það er gott fyrir hugann að komast aðeins út.  Frískari, skerpir hugann og veitir vellíðan og meiri orku það sem eftir er dags.  Líður betur andlega og lík- amlega. Getum við breytt og bætt starfsumhverfið? Mig langar að skoða fleiri atriði sem geta hvatt fólk til að hreyfa sig og gera betur bæði hvað varðar skipulag og ekki síst í að fegra um- hverfi sitt. Oft þarf ekki mikla fjár- muni til að gera breytingar – frekar breytt skipulag . Öllum liður betur þar sem regla er á hlutum og um- hverfið er notalegt. Einnig má skoða matseðil skólanna. Í mínum skóla lögðum við mikla áherslu á að allur matur væri unninn á staðnum og við jukum verulega magn ávaxta og grænmetis. Okkur var metnaðarmál að hafa matinn fallega fram borinn og hann væri lítrikur og góður. Og hvað svo Í vor byrjaði ég að vinna að verk- efninu með tveimur skólum í Garða- bæ þ.e. leikskólanum Bæjarbóli sem er fjögurra deilda og svo Kirkjubóli sem er þriggja deilda. Báðir þessir skólar hafa starfað lengi og við góðan orðstír. Ég vinn innleiðinguna mest með deildarstjórum sem síðan miðla til annarra kennara og leiðbeinenda á deildum. Verkefnið er í fullum gangi og hefur gengið vel en ég tek fram að þátttaka er valfrjáls. Er ávinningur af svona verkefni? Ég tel svo vera og getur talist í eft- irfarandi: Hvetur starfsfólk til að hreyfa sig reglulega og gerir það meðvitaðra um hvað það borðar. Fær starfsmenn til að huga betur að heilsu sinni. Starfsfólk finnur að það er mikil- vægt fyrst ráðist er í svona verkefni. Gott að geta sagt öðrum frá að ver- ið sé að vinna að því sinna starfs- mönnum til að auka á ánægju þeirra í starfi. Ef vel tekst til við að gera vinnuað- stöðu betri og hlýlegri eru meiri líkur á að betur gangi að ráða nýja starfs- menn. Margt fleira mætti nefna en ég læt þetta nægja. Við þurfum sjálf að finna lausnir að bættu vinnuumhverfi Þeir sem vinna í leikskólum eru best til þess fallnir að bæta starfsum- hverfi sitt. Mitt hlutverk er að hjálpa til við að finna leiðir að bættu vinnu- umhverfi leikskólanna. Það gerist ekki í einu vetfangi, en dropinn holar steininn og því horfi ég björtum augum til þess að leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Að auka ánægju í starfi Eftir Helgu Kristjánsdóttur »Höfundur segir frá reynslu sinni af því hvernig hefur tekist til við að koma inn heilsuefl- andi verkefni á leikskóla. Helga Kristjánsdóttir Höfundur er verkefnastjóri í innleið- ingu heilsueflingar á leikskóla. helga54@internet.is Bílar Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að- sendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.