Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 32
32 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Ég ætla aðelda mérlæri og
taka mér spila-
kvöld með fjöl-
skyldunni, spila
jólatónlist og
hafa það kósí,“
segir Anna Lísa
Jóhannesdóttir
sem á 40 ára af-
mæli í dag. Hún
er sérfræðingur
í kökuskreyt-
ingum og er
stanslaust að
baka kökur og
finna hugmyndir
að útliti og upp-
skriftum á net-
inu. Hún er með
Facebook-síðu
sem heitir Kök-
urnar mínar, þar eru myndir og svo er Anna Lísa að fara að setja inn
myndbönd. „Fólk var búið að spyrja um hvort ég ætlaði að setja svo-
leiðis inn á síðuna svo ég ætla að verða við því. Svo finnst mér gaman
að öllu sem ég get föndrað með og hef verið að búa til álfahús úr
blómapottum og nota steina og set trjábörk á þökin.“
Jólin eru enginn sérstakur háannatími í kökuskreytingum hjá Önnu
Lísu. „Þá er ég að baka hveitikökur og það sem okkur þykir gott að
gera um jólin. En á þessum tíma eru útskriftirnar í gangi og núna er
ég að gera stúdentaskreytingar á kökur. Oftast geri ég bara kökur
fyrir ættingja og er ekki að gefa það út að ég geri kökur fyrir aðra.
Svo er barnaafmæli hjá mér milli jóla og nýárs og óskin var að gera
Friends-köku, en þeir sjónvarpsþættir eru klassískir. Þá bý ég til sóf-
ann og merki kaffihússins og eina tilvitnun úr þættinum sem er vin-
sælt að nota, en ég hef gert nokkrar Friends-kökur í ýmsum út-
gáfum.“
Stoltust er Anna Lísa þó af köku sem hún gerði fyrir Disney-keppni
en hún er af Mjallhvíti og dvergunum sjö. Flestar kökurnar eru borð-
aðar en þessi er til sýnis í versluninni Allt í köku.
Anna Lísa ólst upp á Flateyri og er Vestfirðingur í húð og hár en
býr í Garði. „Það er fínt að búa hérna en það er agalegt að hafa engin
fjöll.“ Eiginmaður hennar er Sigurjón Elíasson, tækjamaður hjá Ís-
lenskum aðalverktökum, og synir þeirra eru Stefán Örn 14 ára, Arnór
Friðberg 11 og Daði Freyr 9 ára en verður 10 ára milli jóla og nýárs.
Afmælisbarnið Anna Lísa Jóhannesdóttir.
Bakar Friends-köku
milli jóla og nýárs
Anna Lísa Jóhannesdóttir er fertug í dag
K
ristján Sigurðsson
fæddist á Hverfisgötu
55 í Reykjavík 14.12.
1943 og ólst þar upp:
„Það hús hefur að
mestu verið í eigu ættmenna Helgu
Ketilsdóttur, langömmu minnar, allt
frá 1912 og fram til 2005. Helga festi
kaup á þessu húsi er hún flutti, ung
ekkja með tvö börn sín, til Reykjavík-
ur. Hún stækkaði þá húsið á alla
kanta. Mörg ættmenni hennar frá
Kotvogi í Höfnum bjuggu þar í næsta
nágrenni og mikill samgangur þar á
milli. Foreldrar mínir og við systkinin
bjuggum á efri hæðinni, en á neðri
hæðinni bjó fjölskylda ömmubróður
míns.
Það verður ekki sagt um mínar
bernskuslóðir að þær hafi verið af-
skekktar: Laugavegurinn var þá
helsta verslunargata landsins og í
næsta nágrenni voru sex kvikmynda-
hús, fimm helstu skemmtistaðirnir og
stutt í höfuðstöðvar bankanna og alla
skóla og menntastofnanir. Höfnin var
skammt undan, heimur út af fyrir sig,
með uppskipun fyrir skip Eimskips
og Ríkisskipa, landanir fyrir togara
og fiskibáta, Landhelgisgæsluna,
Slippinn, Sænska frystihúsið þar sem
nú er Seðlabankinn og allar vöru-
skemmurnar. Ég stóð í biðröð eftir
vinnu við höfnina, vann við uppskipun
saltfiskafla úr togurum, var messa-
gutti á skipum Eimskips en síðar við
síldarvinnu á Siglufirði eftir að hafa
verið mörg sumur í sveit á Barði í
Fljótum.“
Kristján gekk í Miðbæjarskólann,
lauk landsprófi frá Gagnfræðaskól-
anum við Vonarstræti, stúdentsprófi
frá MR og embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ. Hann var kandídat á
Akureyri og í Reykjavík áður en
hann hélt til framhaldsnáms í kven-
lækningum og fæðingarhjálp í Stokk-
hólmi vorið 1973-78. Hann stundaði
síðan framhaldsnám í kven-
Kristján Sigurðsson, fv. yfirlæknir – 75 ára
Á afmæli eiginkonunnar Kristján og Sigrún Ósk með dóttur og tengdasyni og dótturdætrunum, vinstra megin.
Ólst upp í Skuggahverfi
– í hringiðu þjóðlífsins
Hjónin Kristján og Sigrún Ósk í
Höfðaborg í Suður-Afríku árið 2016.
Selfoss Flosi
Óskar Val-
geirsson
fæddist 17.
mars 2018 kl.
9.14. Hann vó
4.240 g og
var 53 cm að
lengd. For-
eldrar hans
eru Valgeir
Flosason og
Karen Svend-
sen sem er
þrítug í dag.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu
og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist
Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með
úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Þrjár mismunandi steikur ásamt meðlæti.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Konunglegar kræsingar.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Hátíðlegir smáréttir.
Jólasteikur Jólahlaðborð 1&2 Jólasmáréttir
Jólahlaðborð
Jólin 2018
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is