Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 33
krabbameinslækningum við Háskóla- sjúkrahúsið í Lundi 1978-82 og skrif- aði á þeim tíma doktorsritgerð um meðferð eggjastokkakrabbameins, 1982. Eftir heimkomuna, 1982, hefur Kristján verið yfirlæknir á Kvenna- deild Landspítala og á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins auk þess sem hann starfaði um tíma sem sviðsstjóri lækninga á báðum stöðum. Hann stundaði einnig nám við Norræna lýðheilsuskólann, með hléum, á ár- unum 1994-99 og skrifaði þar dokt- orsritgerð um leghálskrabbameins- leit, 1999. Hann hefur auk þess ritað hátt í 200 fræði- og upplýsingagrein- ar fyrir lækna, heilbrigðisstarfsfólk og almenning auk þess að stjórna ís- lenskum hluta stórrar alþjóðlegrar rannsóknar á vægi bólusetninga gegn HPV-veirusmiti á árunum 2000-2007. Vegna fræðastarfa sinna var Krist- jáni veitt persónulega prófess- orsstaða við HÍ 2007. Nánari upplýs- ingar um fræðastörf Kristjáns má finna á vefslóðinni https://www.pub- facts.com/author/Kristjan+Sig- urdsson. Eftir að Kristján komst á eftir- launaaldur er hann hættur klínískri vinnu en skerpir hugann með því að fylgjast með skrifum um framþróun læknisfræðinnar og þá einkum á sviði krabbameinsforvarna, samfara því að stunda útivist og ferðalög. Þá leita þau hjónin gjarnan til Lomma í Suð- ur-Svíþjóð þar sem þau eiga sér lítið notalegt athvarf. Fjölskylda Kristján er kvæntur Sigrúnu Ósk Ingadóttur, f. 28.5. 1945, viðskipta- fræðingi. Foreldrar hennar: Ingi Þórðarson, f. 17.8. 1921, d. 27.2. 2000, frá Hrauk í Þykkvabæ, og Kristín Óskarsdóttir, f. 9.5. 1923, frá Bervík á Snæfellsnesi. Dóttir Kristjáns og Sigrúnar er Vilborg Ragnheiður, f. 1.6. 1973, bókasafns- og upplýsingafræðingur, gift Aðalsteini Gunnlaugssyni lækni og eiga þau þrjár dætur, Emilíu, f. 1997, Sigrúnu Helenu, f. 2003, og Rósu Birgittu, f. 2005. Þau búa í Lomma í Svíþjóð. Systkin Kristjáns eru Brynjólfur, f. 8.2. 1950, sjómaður í Reykjavík; Halldóra, f. 1.2. 1956, sjúkraliði í Reykjavík, og Sigurður Þór, f.. 23.5. 1962, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Sigurður Sigurðsson, f. 3.6. 1922, d. 25.3. 2005, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Brynja Helga Kristjánsdóttir, f. 19.5. 1923, d. 9.12. 2012, húsfreyja. Kristján Sigurðsson Kristján Jónasson lögregluþjónn í Rvík Brynja Helga Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Bakka Jónas Jónsson b. og sjóm. á Bakka í Garðahreppi Vilborg Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík og á Ísafirði Helga Egilsdóttir húsfr. á Hamri Jón Sveinsson verkam. á Hamri í Hafnarfirði Einhildur Þóra Jónsdóttir húsfr. í Rvík Arinbjörn Sigurðsson togaraskipstj. í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Sigurður Eyleifsson skipstj. í Rvík Kristjana Margrét Sigurðardóttir húsfr. í Gesthúsum Eyleifur Guðmundsson b. og sjóm. í Gesthúsum á Seltjarnarnesi Úr frændgarði Kristjáns Sigurðssonar Guðmundur Pétursson hrl. og fv. landsliðsm. í knattspyrnu Kristjana Margrét Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Þóra Einhildur Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Helga Sigurðardóttir hárgreiðslum. í Rvík Sigurður Sigurðsson verslunarm. í Rvík Oddur V.G. Ólafsson yfirlæknir og alþm. á Reykjalundi Þengill Oddsson læknir Ólafur Hergils Oddsson læknir Ólafur Ketilsson b., útgerðarm. og hreppstjóri á Kalmanstjörn Vilhjálmur Kristinn Ketilsson b. og kennari á Kirkjuvogi og síðar í Rvík Margrét Birna Andrésdóttir læknir Vilhjálmur Kristinn Andrésson læknir Margrét Helga Vilhjálmsdóttir húsfr. og cand.phil. í Rvík Vigdís Ketilsdóttir húsfr. í Rvík Ásbjörn Ólafsson stórkaupm. í Rvík Unnur Ólafsdóttir veflistakona Gunnar Björnsson fv. sóknarprestur á Selfossi Ingibjörg Gunnarsdóttir hárgreiðslum. í Rvík Ólafur Gunnarsson rithöfundur Gunnar Ólafsson trésmiður og bifreiðastj. í Rvík Jón Thorarensen pr. í Rvík Ketill Ketilsson útvegsb. í Kotvogi uðrún Eiríksdóttir húsfr. í Rvík GEiríkur Ketilsson tórkaupm. í Rvíks Ásgeir Hannes Eiríksson alþm. Eiríkur Ketilsson hreppstj. á Járn- gerðarstöðum í Grindavík Helga Ketilsdóttir húsfr. á Stað, frá Kotvogi, af Waage-ætt Brynjólfur Gunnarsson pr. á Stað í Grindavík Halldóra Brynjólfsdóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Ragnar Ásgeirsson fæddist áSólbakka á Flateyri við Ön-undarfjörð hinn 14.12. 1911. Foreldrar hans voru Ásgeir Torfa- son, skipstjóri og verksmiðjustjóri á Sólbakka, og k.h., Ragnheiður Ei- ríksdóttir húsfreyja. Ásgeir var bróðir Guðrúnar, ömmu Einars Odds Kristjánssonar, alþing- ismanns og forstjóra á Flateyri. Ás- geir var einnig bróðir Sigríðar, móð- ur Esra Péturssonar geðlæknis og Maríu Pétursdóttur sem var formað- ur Hjúkrunarkvennafélags Íslands. Ásgeir var sonur Torfa Halldórs- sonar, skipstjóra, útgerðarmanns og skólastjóra fyrsta stýrimannaskólans á Íslandi, sem oft hefur verið nefndur faðir Flateyrar, og Maríu Össurar- dóttur, en Ragnheiður var dóttir Ei- ríks Sigmundssonar, bónda á Hrauni á Ingjaldssandi, og Sigríðar Jóns- dóttur húsfreyju. Bróðir Ragnars læknis var Önund- ur Ásgeirsson, forstjóri Olíu- verslunar Íslands, faðir Páls Torfa Önundarsonar yfirlæknis en sonur hans er Ragnar læknir, og faðir Ragnars, fv. bankastjóra. Annar bróðir Ragnars læknis var Haraldur Ásgeirsson, forstjóri Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins. Eiginkona Ragnars læknis var Laufey Maríasdóttir en börn þeirra Ragnheiður Ása, húsfreyja í Texas; María, sjúkraliði í Reykjavík; Eiríkur Guðjón félagsráðgjafi og Þórir Sturla læknir. Ragnar lauk stúdentsprófi frá MA 1933, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1940 og fékk almennt lækn- ingaleyfi 1942. Ragnar var héraðslæknir í Reykj- arfjarðarhéraði til 1943, í Flateyr- arhéraði 1943-50, á Ísafirði 1950-66, í Hafnarfirði skamma hríð en.var aftur héraðslæknir á Ísafirði 1966-76. Þá þjónaði hann ýmsum öðrum lækn- ishéruðum í afleysingum. Ragnar sat í hreppsnefnd Flateyr- arhrepps 1946-50, var oddviti á Flat- eyri á sama tíma og sat í stjórn Kaup- félags Ísfirðinga. Ragnar lést 16.5. 1981. Merkir Íslendingar Ragnar Ásgeirsson 95 ára Sigrún Haraldsdóttir 90 ára Haraldur Guðnason 85 ára Anton Sigurbjörnsson Gunnar Pétur Ólason Hrafn Benediktsson 75 ára Edda Marianne Michelsen Hafsteinn Guðjónsson Konráð Óli Fjeldsted Kristján Sigurðsson 70 ára Elín Schicke Guðjón Bjarnason Guðlaug Sigmarsdóttir Guðmundur Sigurðsson Guðni Sigurðsson Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir Heiðar Jóhannsson Helga Dóra Sigvaldadóttir Helga M. Ögmundsdóttir Jóna Svana Jónsdóttir Sigríður Björg Friðgeirsdóttir Sigurjón Þorláksson Steinunn Traustadóttir 60 ára Arndís Árnadóttir Árni Sigurður Jónsson Ásta Kristrún Ólafsdóttir Bæring Sigurbjörnsson Guðmundur Kristján Guðbjörnsson Helga Bergsdóttir Irena Breiviene Jóhann Ólafsson Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir Matthildur Hjartardóttir Ólafur Björnsson Óli Jón Hertervig Reynir Þorsteinsson Rúnar Vilhjálmsson Vigfús Örn Viggósson Þuríður B. Halldórsdóttir Þuríður Einarsdóttir 50 ára Guðbjörg M.B. Thorsen Gunnar Halldór Reynisson Hrafnhildur Andrésdóttir Ionel Dumitrache Jón Guðmundur Birgisson Markus Stephan Klinger Sigfús Magnússon Sveinn Ari Guðjónsson Unnar Már Magnússon 40 ára Aarifa Azfar Albert Þór Jónsson Anna Lísa Jóhannesdóttir Björn Jónsson Bryndís L. Bryngeirsdóttir Damian E. Tatarowski Guðleifur K. Stefánsson Halla María Svansdóttir Justyna Adrianna Klosinska Sæmundur Aðalbjörnsson Vignir Örn Sigþórsson 30 ára Alexander V. Þórarinsson Andri Geir Jónsson Benedikt V. Þorsteinsson Betlhem Abebe Teresa Björn Ármann Júlíusson Elísabet A. Sigurðardóttir Ellen Hong Van Truong Finnbogi Árnason Guðni Valgeir Ólafsson Gylfi Geir Albertsson Ingibjörg Johnson Júlíus Einar Júlíusson Sólveig Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigursteinn ólst upp á Akureyri, býr þar og er sprengistjóri hjá Suð- urverki ehf. á Akureyri. Systkini: Anna Kristín, f. 1981; Hildur Ýr, f. 1984; Þorvaldur Már, f. 1992, og Þórlaug Ásta, f. 1993. Foreldrar: Elísabet Wen- del, f. 1963, bóndi í Sand- hólum í Eyjafirði, og Sig- ursteinn Vestmann Magnússon, f. 1961, lag- erstjóri hjá Rafporti, bú- settur í Kópavogi. Sigursteinn S. Sigursteinsson 30 ára Karen ólst upp á Selfossi, býr þar, lauk stúdentsprófi frá MK og er aðstoðarhótelstjóri á Hótel Selfossi, nú í fæð- ingarorlofi. Maki: Valgeir Ólafur Flosason, f. 1987, verk- fræðingur. Sonur: Flosi Óskar, f. 2018. Foreldrar: Guðbjörg Ingi- mundardóttir, f. 1963, og Karl Óskar Svendsen, f. 1962. Karen H. Karls- dóttir Svendsen 30 ára Guðmundur ólst upp á Akureyri, býr þar og starfar hjá verktakafyrir- tækinu G. Hjálmarsson á Akureyri. Maki: Eyrún Sif Kristjáns- dóttir, f. 1985, starfs- maður hjá Símanum. Dóttir: Monika Anný, f. 2014. Foreldrar: Guðmundur Hjálmarsson, f. 1959, for- stjóri, og María Bergþórs- dóttir, f. 1960, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Guðmundur S. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.