Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 35

Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 35
DÆGRADVÖL 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ræddu við aðra um leiðir til að spara peninga. Þú ert trygg/ur eins og tröll, það vita vinir þínir og því sækja þeir í þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. Heillastjarna skín á þig þessar vikurnar, þú færð vinning sem kemur sér vel. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Undanfarið finnst þér að sam- skipti þín og ástvinanna mættu vera betri. Ef þig endilega langar að láta hlutina flakka gerðu það þá undir fjögur augu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að fá að vera í einrúmi part úr degi. Það er hollt að gera ekki neitt stundum. Einhver siglir undir fölsku flaggi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það eru litlir útúrdúrar sem gera daginn skemmtilegan. Ekki hjakka alltaf í sama farinu. Nýja árið mun fara vel með þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert sérstaklega hrífandi og hátt- vís sem vekur áhuga hjá öðrum. Reyndu að vera umburðarlynd/ur og glettin/n frekar en dómhörð/harður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú býrð yfir munúð og dirfsku, ástríðum og gáska. Byrjaðu á fyrsta verk- efninu og leystu þau svo eitt af öðru. Þú vefur einhverjum um fingur þér og ferð létt með það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Brettu upp ermarnar. Annars nærðu engum árangi. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Gamall vinur mun ráða þér heilt í erfiðu deilumáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Segðu hug þinn og farðu eftir eigin sannfæringu. Taktu daginn snemma, þá geturðu mögulega átt góðan tíma fyrir þig eina/n seinnipartinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig hefur langað að kaupa viss- an hlut í langan tíma. Hvers vegna ekki að kaupa hann? Ástin spyr ekki um aldur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu gamminn geisa við vini og félaga, nú er ekki rétti tíminn til þess að draga sig í hlé. Næsta ár verður ár ferða- laga hjá þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skemmtilegar samræður og óvænt- ir endurfundir munu setja svip sinn á dag- inn. Þú ert á grænni grein fjárhagslega og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Í síðasta föstudagspistli Víkverjakom fram hversu þakklátur hann er í desember og taldi hann upp fimm atriði því til staðfestingar. Þar sem Víkverji er afskaplega þakklát per- sóna langar hann eða hana, eftir því hvernig á það er litið, að bæta við fleiri þakklætisefnum. x x x Í desember opna landsmenn allajafna hjarta sitt upp á gátt og margir hafa þann sið, þar á meðal Víkverji, að gleðja einstaklinga á að- ventunni; ýmist þá sem hann þekkir en oftar einhverja sem hann veit lítil deili á en veit að eru hjálparþurfi. x x x Þegar líður að jólum rennur upp sádagur þar sem sólargangur er stystur og myrkrið svartast. Daginn eftir rennur upp fyrsti dagurinn í átt að bjartari tímum og myrkrið víkur fyrir birtunni í rólegheitum. Alveg eins og í lífinu; þótt syrti að birtir í langflestum tilfellum til aftur, en bið- in getur á köflum reynst erfið og löng. x x x Víkverja finnst aðventan stundumljúfsár. Það er margs að minnast og margs að sakna. Víkverji hugsar oft á aðventu og jólum til baka þegar börnin sem nú eru fullorðin voru mið- punkturinn í undirbúningi jólanna. Spenningurinn, tilhlökkunin, litlu hlutirnir og augnablikin þegar lítil augu ljómuðu. Drukku í sig jólaljósin, vöknuðu fyrir allar aldir til þess að kíkja í skóinn úti í glugga. Lögðu mikla natni í alls konar jólaföndur og skreytingar með misgóðum árangri en þeim mun meiri væntumþykju. x x x Víkverja þykir aldrei eins skemmti-legt að elda og á aðfangadag; stússa í eldhúsinu og helst laga allt frá grunni. Njóta þess að hafa tíma til þess að nostra við matinn, leggja á borð og skreyta það tímanlega. x x x Allra vænst þykir Víkverja um til-urð jólanna, sem skipta föstu- dags-Víkverja miklu máli. vikverji@mbl.is Víkverji Á því munuð allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars (Jóhannesarguðspjall 13.35) TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Fullkomin birtustjórnun – frá myrkvun til útsýnis Emil Als fv. læknir sendi mérlínu sem ég er þakklátur fyrir. Þar segir, að „snemma á liðinni öld bjó í Garðinum maður að nafni Þor- steinn og hlaut viðurnefnið Niss. Veit ekki hvort hann var smámælt- ur eða þótti sérlundaður. Dag nokkurn er hann á ferð innar á nes- inu og sést þá til hans vera að kasta af sér vatni upp við vinnuskúr í al- faraleið. Skammt þar frá er hópur manna og henda þeir gaman að Þorsteini. Einn í hópnum er Eiríkur frá Framnesi á Skeiðum. Eiríkur gerði stundum vísur en hafði ekki hátt um; hann segir nú: Öll þótt flissi veröld byrst aldrei hissa verðum. Þú mátt pissa af þinni lyst, Þorsteinn Niss frá Gerðum.“ Við getum tekið undir með Gunn- ari J. Straumland þegar hann segir á Boðnarmiði að „nú styttist í að pakkið fari að ráfa um sveitir og þorp. Læsið húsum og lokið glugg- um, því þjófnaðaralda um byggð og ból berst með jólaköllunum þegar hin aumu og örgu fól ofan koma úr fjöllunum. Gústi Mar veit sitthvað um jóla- sveina og sér ástæðu til að spyrja á Leir: „Ætli Stekkjastaur haldi virkilega að ærnar mjólki í desem- ber?“: Vitlaus er hann Stekkjastaur stirður mjög og heimskur gaur. Sjúga ærnar enginn fer allra síst í desember. Davíð Hjálmar Haraldsson er kunnugur karlinum: Gamli Stekkjastaurinn fer á stúfana í desember. Fyrr í haust hann fann það út að frábært er að sjúga hrút. „Fyrsta rafbílavísan?“ spyr Arn- þór Helgason vináttusendiherra með þessari athugasemd: „Áðan ætlaði ég að breyta gamalli jólavísu og yrkja um kaupmenn, en Elín Árnadóttir, eiginkona mín, botnaði hana svo að úr varð væntanlega fyrsta rafbílavísan“: Bráðum koma kæru jólin, kaupmenn þurfa að breyta um stíl. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta rafmagnsbíl. Hér gefur Sigmundur Benedikts- son góð ráð: Þau sem köldu myrkri mæðast magnið hlýju og varnið grandi. Eigið þegar öll að klæðast ullarpeysu og föðurlandi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísa Eiríks á Framnesi og af jólasveinum Í klípu „ÞETTA HJÁLPAR. ÉG SAKNA HANS ENN – EN EKKI JAFNMIKIÐ OG SÓFANS.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ VILT ALÞRIF SKALTU BARA SKILJA GLUGGANA EFTIR OPNA.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... æskuást og að eilífu. ÞAÐ ER GOTT AÐ ANNAR OKKAR ER AÐ FYLGJAST MEÐ DAGATALINU ARG! SMELL! HVERSU LENGI DOTTAÐI ÉG? NÓGU LENGI!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.