Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 44

Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 44
WOWXMAS TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA MEÐ KÓÐANUM FERÐATÍMABIL: 12.12.2018 – 31.3.2019 *Til að nýta afsláttinn þarf að bóka flug fram og tilbaka fyrir kl 23:59 sunnudaginn 16. desember, 2018. Skilmálar gilda: wowair.is/smattletur Á lokatónleikum haustdagskrár Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld kl. 21 koma fram djasssöngkonurnar Stína Ágústs og Marína Ósk ásamt hljómsveit. Efn- isskráin inniheldur þekkt og minna þekkt jólalög frá Norðurlöndunum, bæði íslensk og erlend, í djass- skotnum útsetningum. Með þeim leika Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Leifur Gunnarsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Djassaðir jólatónleikar FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Afturelding og Selfoss komust í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik í gærkvöld eftir gríðarlega spennu en bæði lið unnu eins marks sigur á útivelli. Aftur- elding náði að sigra Hauka í Hafnar- firði og Selfyssingar lögðu Framara að velli í Safamýri. ÍBV, FH, ÍR og Fjölnir komust líka áfram. »2 Spennusigrar Aftur- eldingar og Selfoss ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Átta höfundar lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum í Hann- esarholti í kvöld kl. 20. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir les úr bókinni Skúli fógeti. Faðir Reykjavíkur; Ragnar Helgi Ólafsson úr Bókasafn föður míns; Eiríkur Guðmundsson úr Ritgerð mín um sársaukann; Hallgrímur Helgason úr Sextíu kíló af sólskini; Auður Jónsdóttir úr Þjáningarfrelsinu; Haukur Ingvars- son úr Vistar- verum; Vala Hafstað úr Eldgos í að- sigi og Hall- dóra Thor- oddsen úr Katrínar- sögu. Höfundar lesa upp í Hannesarholti í kvöld Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jólatónleikar Kammerkórs Reykja- víkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilis- lækningum, gestasöngvari. „Í þessu starfi er nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að næra lík- ama og sál eftir amstur dagsins,“ segir Anna Kristín. ,,Sem læknir vinn ég mikið með lífsstílssjúkdóma þar sem hollt mataræði, reglubund- in hreyfing, góður svefn og hugarró eru aðalatriðin sem þarf að vinna með. Nauðsynlegt er fyrir alla að huga að vel að þessum þáttum. Söngurinn er afar góður hvað þetta varðar. Það er ákveðin hreyfing en mikilvægust er þessi hugarró, nú- vitund þar sem við erum bara hér og nú, öndum djúpt og slökum. Auk þess erum við líka félagsverur og sönglífinu fylgir mjög góður fé- lagsskapur.“ Tónlist hefur verið rauður þráður í lífi Önnu Kristínar. Hún byrjaði í píanó- og flautunámi og fylgdist með Björgu, systur sinni og óperu- söngkonu, á söngæfingum. Þórhall- ur Höskuldsson, faðir þeirra, var prestur, sem varð til þess að Anna Kristín sótti kirkju reglulega og söng í kórum. Fyrir bragðið fór hún bæði á náttúrufræði- og tónlistar- braut í Menntaskólanum á Akur- eyri. „Ég var á báðum áttum um hvað ég vildi leggja fyrir mig en læknisfræðin varð fyrir valinu og þá setti ég tónlistina til hliðar,“ rifjar hún upp. „Á þessum árum fann ég að ég vildi hafa tónlistina með og fór á fullt í sönginn á ný.“ Hún lauk framhaldsnámi í söng 2014 og stundar nú söngnám á háskólastigi hjá Signýju Sæmundsdóttur og Bjarna Þór Jónatanssyni í Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík. Syngur alla tónlist Öll tónlist höfðar til Önnu Krist- ínar. Hún segir gaman að syngja ís- lensku sönglögin, þýsk ljóð og krefj- andi óperuaríur til þess að læra, stækka röddina og fá meiri dýpt en þessa dagana æfir hún verk m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Britten, Händel, Strauss, Fauré, Mozart og Puccini. „Það er líka skemmtilegt að syngja á ýmsum tungumálum eins og til dæmis frönsku og ítölsku. Mér finnst eig- inlega gaman að syngja hvað sem er, að takast á við áskoranir.“ Anna Kristín hefur sungið í mörgum kórum, meðal annars með Kór Akureyrarkirkju, Hymnodiu, Kammerkór Suðurlands og Kór Sel- tjarnarneskirkju, en syngur nú með Söngsveitinni Fílharmoníu. Hún hefur auk þess haldið einsöngs- tónleika í Reykjavík og á Norður- landi. Hún segir að læknastarfið sé mjög krefjandi og í slíku starfi sé nauðsynlegt að komast í aðstæður, þar sem viðkomandi sé hér og nú. „Söngurinn er mín núvitund og hugleiðsla,“ segir hún. „Ég fer oft úr streitunni í söngtíma og kem al- veg slök til baka.“ Kammerkór Reykjavíkur nýtur krafta Önnu Kristínar í fyrsta sinn á tónleikunum, sem hefjast klukkan 16 á sunnudag, en skólakór Há- teigsskóla verður í hlutverki gesta- kórs. „Sigurður Bragason, söng- stjóri kóranna, bað mig um að syngja með Kammerkórnum og er ég honum þakklát fyrir það, því það er gaman að fá tækifæri til að koma fram.“ Morgunblaðið/Hari Söngvarar Anna Kristín Þórhallsdóttir með Kammerkór Reykjavíkur og skólakór Háteigsskóla. Syngjandi heimilislæknir  Kátt um jólin með Kammerkór Reykjavíkur og Önnu Kristínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.