Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Meiri ásókn í sjúkrasjóði stéttarfélaga
BHM lækkar sjúkradagpeninga Ekki bara álag, líka almenn kulnun Áhersla á sálfræðimeðferð
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradag-
peninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo
mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verk-
um að við þurftum að bregðast við og breyta
úthlutunarreglum hans. Greiðslutímabil
sjúkradagpeninga var m.a. stytt,“ segir
Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður
sjúkrasjóðs BHM. Hún segir að margir
kvarti undan álagi og streitu og veltir því
upp hvort samspil vinnustaðamenningar og
gerð samfélagsins spili saman á þann hátt að
það valdi því álagi og streitu sem virðist
ríkja í samfélaginu. Þá sé spurning hvort af-
leiðingar hrunsins séu enn að koma fram.
Kennarasamband Íslands greip til svip-
aðra aðgerða í nóvember í fyrra. Kristín
Stefánsdóttir, formaður sjúkrasjóðs KÍ, seg-
ir stöðuga aukningu í umsóknum um sjúkra-
dagpeninga og telur kulnun skýra stóran
hluta umsókna. Vel sé fylgst með stöðu
sjóðsins og unnið að lausnum.
„Árið 2009 fóru greiðslur sjúkradagpen-
inga upp í áður óþekkt mörk. Í fyrra var
sprenging og fóru greiðslur nálægt tölunum
2009 þegar fólk lifði í gríðarlegri óvissu,“
segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Hann segir að sjúkradagpeningagreiðslur
hafi á þeim tíma aukist mest vegna kvíða- og
þunglyndistengdra kvilla. Á fyrstu mánuðum
2018 hafi aftur sést áður óþekktar stærðir í
greiðslu sjúkradagpeninga, aukningin sé
43% frá 2107 sem hafi verið stærsta árið
fram að þessu.
Svipað ástand á Norðurlöndum
„Það eina sem við vitum er að það er eitt-
hvað mikið að í samfélaginu og ástandið er
svipað annars staðar á Norðurlöndunum. Á
vegum VIRK er búið að stofna hóp færustu
sérfræðinga frá stéttarfélögunum, hagfræð-
inga og tölfræðinga, til að greina hvað á að
rannsaka, hvernig og hverjir þurfi að koma
að því,“ segir Ragnar og veltir upp hvort af-
leiðingar hrunsins; langvarandi framfærslu-
og húsnæðisóöryggi, séu hluti ólíkra þátta
sem valda streitu í samfélaginu.
„Án þess að hafa nokkrar rannsóknir á
bak við mig þá held ég að það sé ekki bara
álag í vinnuumhverfinu heldur sé almenn
kulnun í samfélaginu. Þess vegna höfum við
aukið stuðning við sálfræðimeðferðir,“ segir
Eiður Stefánsson, formaður Félags versl-
unar- og skrifstofufólks á Akureyri, en 38%
aukning er á greiðslum sjúkradagpeninga úr
sjóðum félagsins það sem af er ári.
Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn-
og tæknigreina, segir sveiflur í greiðslum
sjúkradagpeninga milli ára hafa verið
óvenjumiklar en vel innan þeirra marka sem
sjúkrasjóðurinn þoli. „Við verðum lítið vör
við kulnun í starfi hjá félagsmönnum. Karlar
eru 98% félagsmanna og þeir sækja oftast í
sjóðinn vegna alvarlegra veikinda,“ segir
Hilmar sem telur mikla streitu vera í sam-
félaginu.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Um 100 milljónir hafa sparast í
vetrarþjónustu hjá Reykjavíkur-
borg í haust samanborið við haustið
í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá
borginni var kostnaður við vetr-
arþjónustu frá júlí til desember árið
2017 alls 245,6 milljónir.
Kostnaður fyrir sama tímabil árið
2018 er 140,3 milljónir króna. Hér
þarf að hafa í huga að öll vinna fyr-
ir desembermánuð er ekki komin
inn en desember- og nóvembermán-
uður voru langdýrustu mánuðirnir
árið 2017. Kostnaður fyrir vetrar-
þjónustu í nóvember í fyrra var
98,9 milljónir króna og 104,4 millj-
ónir í desember. Kostnaður vetr-
arþjónustu fyrir nóvembermánuð í
ár var einungis 68,2 milljónir og 7,7
milljónir það sem af er desember.
Á bakvöktum til loka mars
Reykjavík stendur fyrir snjóvakt
með skipulögðum bakvöktum frá
nóvember til loka mars og utan
þess tíma eftir þörfum. Samkvæmt
vef Reykjavíkurborgar eru starfs-
menn borgarinnar og verktakar
ræstir út þegar aðstæður kalla á
viðbrögð.
Skiptist vetrarþjónustan í grófum
dráttum í snjóhreinsun, snjómokst-
ur og hálkueyðingu, eftir því hvort
um er að ræða umferðargötur, stíga
og gangstéttir eða stofnanalóðir og
strætóskýli.
Milljónir sparast í Kópavogi
Kópavogsbær hefur einnig spar-
að tugi milljóna í ár vegna veð-
urfars. Kostnaður við snjómokstur
og hálkueyðingu í haust, tímabilið
1. september til 1. desember, er
16,8 milljónir. Kostnaður fyrir sama
tímabil 2017 var 28,1 milljón og ef
desembermánuður er talinn með
var kostnaður 46,6 milljónir árið
2017.
Veturinn ódýr það sem af er
Sveitarfélög
spara í vetrarþjón-
ustu vegna veðurs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Snjómokstur Ekki hefur þurft að
moka mikinn snjó þetta haustið.
Lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu bárust
720 tilkynningar
um hegningar-
lagabrot í nóv-
ember, samkvæmt
afbrotatölfræði
lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæð-
inu.
Tilkynningum
um þjófnaði, ofbeldisbrot, eignaspjöll
og umferðarlagabrot fækkaði miðað
við síðustu sex mánuði á undan. Einnig
voru færri teknir við akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna í nóv-
ember en mánuðina á undan.
„Hins vegar fjölgaði innbrotum í
nóvember og þar af fjölgaði innbrotum
á heimili og í ökutæki mikið. Ekki hafa
borist jafn margar tilkynningar um
innbrot á einum mánuði frá því í októ-
ber 2011. Fjölgunin skýrist að ein-
hverju leyti af fleiri tilkynningum um
innbrot í geymslur og bílskúra. Einnig
hafa fleiri tilkynningar borist um inn-
brot inn á heimili,“ segir í frétt LRH.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
varaði við því í byrjun desember að
mögulega væri erlendur brotahópur
kominn hingað til að brjótast inn. Lög-
reglan biður fólk að vera vel á verði,
gæta að verðmætum, læsa húsum og
láta 112 vita af grunsamlegum manna-
ferðum.
Fleiri
innbrot
tilkynnt
Þjófar Grunur um
skipulögð innbrot.
Almennt færri til-
kynningar um brot
Jólasveinarnir koma nú einn af öðrum ofan úr
fjöllunum til byggða og í gær var röðin komin að
þeim sjöunda. Það var hann Hurðaskellir sem er
þekktur fyrir flest annað en að vera hljóðlátur.
Hann skellir hurðum af miklum móð, eins og
nafn hans gefur til kynna, og veldur þannig sí-
felldu ónæði og usla. Um hann segir í Jólasveina-
kvæði Jóhannesar úr Kötlum að hann hafi ekki
verið sérlega hnugginn yfir því þótt harkalega
marraði hjörunum í.
Ekki var þó annað að sjá en að börnin, sem í
gær sóttu Þjóðminjasafnið heim til að berja
þennan káta hávaðabelg augum, skemmtu sér
hið besta, enda vita þau sem er að jólasveinarnir
eru bestu skinn.
Hávaðabelgurinn Hurðaskellir skemmti börnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnúson
Jólasveinarnir tínast nú einn af öðrum til byggða og sá sjöundi kom í gær með látum og skellum