Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 FRÍTT SENDUM ALLAR VÖ RUR ALLT AÐ 10kg ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 SWITCH Super Smash Bros Ultimate útgáfa 69.990 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kærunefnd útboðsmála hefur vísað frá kæru fyrir- tækisins AFA JCDecaux vegna samnings borgar- innar um strætóskýli. Nánar tiltekið varðar málið samning umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa ehf. um rekstur hundraða strætóskýla, aug- lýsingastanda og útisalerna í borginni. AFA JCDecaux kærði samn- inginn til kærunefndar útboðs- mála. Kærandi gerði nokkrar kröfur í málinu. Í fyrsta lagi að kærunefnd útboðsmála lýsti samning við Dengsa ehf. óvirk- an. Í öðru lagi að kærunefndin úrskurðaði að kærða, þ.e. borg- inni, bæri að bjóða út verkefnið að nýju. Í þriðja lagi að kæru- nefnd útboðsmála léti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu kærða gagnvart kæranda. Í fjórða lagi að kærunefndin ákvæði kæranda kærumálskostnað úr hendi kærða, kæranda að skaðlausu. Borgin samdi við Dengsa eftir að hafa boðið út rekstur skýlanna sl. vor. Fjögur fyrirtæki sýndu áhuga en engin tilboð bárust. Umhverfis- og skipu- lagsráð borgarinnar lagði í kjölfarið fram erindi um heimild til að standa að samningskaupum. Töldu for- svarsmenn AFA JCDecaux meðal annars að Dengsi uppfyllti ekki kröfur í útboðsgögnum um reynslu af skiltagerð. Átti að liggja fyrir í október Ómar R. Valdimarsson, lögmaður hjá lögmanns- stofunni Norðdahl & Valdimarsson, fer með málið fyrir hönd AFA JCDecaux. Hann gagnrýnir frávísunina. „Að okkar mati er málinu vísað frá með nokkuð ódýrum hætti. Kærunefndin kemst að þeirri niður- stöðu að kærufrestur hafi byrjað að líða frá og með þeim degi sem Reykjavík ákvað að hefja viðræður um samningskaup við Dengsa ehf., eða þann 7. júní. Það töldum við vera ótækt í ljósi Evróputilskipunar, lögskýringargagna og fræðigreina, sem fjalla um mál af þessu tagi. AFA JCDecaux hafði engar for- sendur til þess að kæra samninginn fyrr en félagið hafði fengið aðgang að honum, þ.e. eftir að samning- urinn hafði verið gerður. Nærtækara hefði verið að horfa til þess tímamarks. Næsta skref, ef af yrði, væri að höfða mál gegn Reykjavíkurborg. Ákvörðun um það liggur ekki fyrir.“ Óvenju miklar tafir á afgreiðslunni Ómar segir aðspurður að upphaflega hafi verið miðað við að niðurstaða lægi fyrir í málinu í október, eða um tveimur mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Þær tafir sem urðu á málinu séu í senn óvenju- miklar og óheppilegar fyrir umbjóðanda hans, AFA JCDecaux. Þannig sé fyrirtækinu gert að byrja að fjarlægja grænu strætóskýlin í borginni um áramót- in og rýma þannig smátt og smátt fyrir nýjum skýl- um Dengsa. Hins vegar sé óvíst um samninga. „Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt. Bæði fyrir okkur sem kærendur og ekki síður fyrir borgina og félagið sem hún er að reyna að semja við. Nefndin var löngu komin út fyrir alla lögbundna fresti. Borið var við önnum og forföllum hjá nefndarmönnum,“ segir Ómar. Vísa frá kæru vegna skýla  Kærunefnd útboðsmála vísar frá kæru AFA JCDecaux vegna samnings við Dengsa um strætóskýli  AFA JCDecaux útilokar ekki málshöfðun gegn borginni Ómar R. Valdimarsson Morgunblaðið/Eggert Á Miklubraut Málið varðar rekstur hundraða biðskýla fyrir strætisvagna í höfuðborginni. Veður víða um heim 18.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Hólar í Dýrafirði 6 súld Akureyri 6 rigning Egilsstaðir 7 rigning Vatnsskarðshólar 5 rigning Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 7 rigning Ósló -6 þoka Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki 1 snjókoma Lúxemborg 3 heiðskírt Brussel 7 heiðskírt Dublin 9 léttskýjað Glasgow 8 skýjað London 8 rigning París 7 heiðskírt Amsterdam 6 heiðskírt Hamborg 5 skýjað Berlín 3 léttskýjað Vín 1 þoka Moskva -12 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 8 skýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -7 léttskýjað New York 0 léttskýjað Chicago 1 þoka Orlando 15 heiðskírt  19. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 14:52 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:33 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Hæg austlæg átt, skýjað með köflum og þurrt en skúrir suðaustanlands. Hiti víða 0 til 4 stig. Á föstudag Norðaustan 3-10 og smáskúrir norðaustantil, en bjart með köflum suðvestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austanátt 8-13 m/s, skúrir og hiti 0 til 5 stig, en hægari, þurrt og vægt frost norðanvert á landinu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. 80 giftu sig í þjóðkirkjunni eða þriðj- ungur, 34 einstaklingar gengu í hjú- skap í trúfélagi utan þjóðkirkju og sex einstaklingar giftu sig erlendis. Svipaða sögu er að segja af þeim 162 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í október. 78 þeirra gengu í hjúskap hjá sýslumanni eða 58% og 58 giftu sig í þjóðkirkjunni eða 38,7%. Fram kemur á heimasíðu Þjóð- skrár að alls hafa 3.502 einstaklingar stofnað til hjúskapar á fyrstu ellefu mánuðum ársins, 1.734 innan þjóð- kirkju, en 1.768 utan hennar. Á síð- asta ári gengu 3.956 manns í hjóna- band og var það metár. Hlutur þjóðkirkjunnar í hjóna- vígslum hefur farið minnkandi hin síðari ár. Um aldamót var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71% en er á yfirstandandi ári kominn niður fyrir 50%. Á sama tímabili jókst hlutur hjónavígslna hjá sýslumanni úr rúm- lega 13% í rúmlega 31% og hlutur annarra trúfélaga úr 7% í rúmlega 15,5%. Um 1.300 skilnaðir árlega Einnig er á heimasíðu Þjóðskrár fjallað um skilnaði. Af þeim 119 ein- staklingum sem skildu í nóvember voru 118 lögskilnaðir framkvæmdir hjá sýslumanni og einn fyrir dómi. Það sem af er ári hafa 1.178 ein- staklingar skilið en 1.394 ein- staklingar á öllu síðasta ári. Algengur fjöldi einstaklinga sem gengið hafa í hjónaband árlega á öld- inni hefur verið á bilinu 3.000 til 3.600 manns. Algengur fjöldi þeirra sem skilið hafa síðustu ár er um 1.300 manns á hverju ári. Fleiri fóru til sýslu- manns heldur en prests Hlutur þjóðkirkjunnar í hjónavígslum Fjöldi einstaklinga sem stofnuðu til hjúskapar árin 1999 til 2018* 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 1.768 (50,5%) 1.734 (49,5%) 959 (28,3%) 2.431 (71,7%) *Janúar til nóvember 2018. **Hjónavígsla hjá sýslumanni, skráðu trúfélagi utan þjóðkirkju, hjá íslenskum presti erlendis, erlend hjónavígsla og annað. Heimild: Þjóðskrá Íslands. Oddatölur eru tilkomnar vegna erlendra einstaklinga sem ekki eru í þjóðskrá. Hjónavígsla í þjóðkirkju Hjónavígsla utan þjóðkirkju** Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækka 1. janúar 2019 og verða há- marksgreiðslur 600.000 krónur á mánuði. Það er hækkun um 80.000 krónur. Aukin framlög ríkisins vegna hækkunar hámarksgreiðslna fæðing- arorlofsins eru áætluð vera um 1,8 milljarðar kr. á ársgrundvelli. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur und- irritað reglugerð um hækkun fæðing- arorlofsins. Fram kemur á vef Fæð- ingarorlofssjóðs að hækkunin eigi við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2019 eða síðar. Leó Örn Þor- leifsson, forstöðumaður Fæðingaror- lofssjóðs, sagði í samtali við mbl.is að upphæð greiðslnanna ráðist af fæð- ingardegi barns. Sæki foreldrar um nú vegna barns sem á að fæðast á næsta ári fá þeir greiðslu sem á við ár- ið 2019. Þau sem þegar hafa fengið greiðsluáætlun vegna barns sem fætt er á þessu ári, en áætlunin gildir fram á næsta ár, eiga ekki rétt á endur- reiknaðri greiðsluáætlun. Á vef velferðarráðuneytisins er haft eftir Ásmundi að hækkunin sé mikilvæg og að hún sýni í verki áherslur stjórnvalda á að efla stuðn- ing við börn og barnafjölskyldur. Há- marksgreiðslurnar hafi hækkað um 20.000 krónur í byrjun þessa árs. Nú sé stigið stærra skref með umtals- verðri hækkun sem komi tekjulágum foreldrum til góða. Áfram verður unnið að því að styðja betur við foreldra í fæðingaror- lofi og er m.a. horft til þess að lengja fæðingarorlofið. gudni@mbl.is Fæðingarorlofs- greiðslur hækka  Hámarksgreiðsla verður 600.000 kr. á mánuði vegna barna sem fæðast 2019 Morgunblaðið/Kristinn Nýburar Greiðslur til foreldra barna sem fæðast 2019 hækka. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrver- andi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Dómin- um verður áfrýjað til Landsréttar, að því er Hörður Felix Harðarson, verj- andi Júlíusar, staðfesti við mbl.is. Upphaf málsins snerist um skatt- brot sem framin voru á 9. og í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Bæði sak- sóknari og verjandi voru sammála um að brotin væru fyrir löngu fyrnd. Júl- íus var hins vegar ákærður fyrir pen- ingaþvætti. Hann geymdi fjármuni á árunum 1982 til 1993 á bankareikn- ingi á Jersey. Innistæðan var að and- virði 131-146 milljóna íslenskra króna. Árið 2014 var þessum fjár- munum ráðstafað inn á bankareikn- ing í Sviss sem tilheyrði vörslusjóði sem Júlíus, eiginkona hans og börn voru rétthafar að. Saksóknari taldi að með millifærslunni hefði Júlíus gerst sekur um peningaþvætti. Júlíus neit- aði sök og krafðist sýknu. Júlíus Vífill áfrýjar dóminum  Tíu mánaða skil- orðsbundið fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.