Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Jólagjöfin fæst hjá okkur
KÄHLER NOBILI
Kramarhús f/sprittkerti
Verð frá 4.190,-
KORRIDOR
Steypudýr
Verð frá 6.990,-
IITTALA KAASA
Kertastjaki 115mm
Verð frá 12.700,-
RITZENHOFF
ASPERGO glös
Verð 4.900,- 6 stk
KARTELL BOURGIE
Borðlampi – margir litir
Verð frá 39.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl
Verð frá 10.990,-
ASA - RUBY
Blómavasar
Verð frá 2.290,-
IITTALA KASTEHELMI
Krukkur með loki
Verð frá 3.690,-
CLIZIA Rafhlöðu lampi
hæð 25 cm
Verð 34.900,-
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
Óvenjulegt er að fulltrúar vinnu-veitenda geri athugasemdir
við auglýsingar við-
semjenda sinna,
fulltrúa launþega,
enda yfirleitt ekki
ástæða til. Í Morg-
unblaðinu á mánu-
dag birtist þó grein
þar sem formaður
og framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og þjón-
ustu gagnrýndu nýj-
ar sjónvarpsauglýsingar Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur.
Í þessum auglýsingum er skopfíg-úra notuð til að lýsa sam-
skiptum atvinnurekenda við laun-
þega og eins og forsvarsmenn SVÞ
benda á er sú lýsing sem þar kem-
ur fram fólki framandi.
Vera kann að einhverjum þykiþetta sniðug og skemmtileg
leið til að koma skilaboðum á fram-
færi, en hver eru skilaboðin? At-
vinnurekendur og samskipti þeirra
við launþega eru vitaskuld fjarri
því sem þarna er lýst.
Þetta væri svo sem meinlaust efþetta væri ekki hluti af um-
ræðu sem reynt er að halda uppi og
gengur út á að brengla veru-
leikann þegar kemur að þróun
launa og kaupmáttar.
Laun og kaupmáttur hafa hækk-að svo fordæmislaust er á
liðnum árum og öllum má ljóst
vera að þar hefur verið mjög langt
gengið.
Allir hafa skilning á að þegarsamið er þurfa báðir að halda
fram sínum málstað. Órökstuddur
og fjarstæðukenndur áróður getur
þó aldrei verið grundvöllur skyn-
samlegrar samningagerðar.
Fjarstæðukenndur
áróður hjálpar ekki
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar, er sá sem mest og lengst
talaði á nýafstöðnu haustþingi. Al-
þingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og
þing mun koma saman að nýju
mánudaginn 21. janúar.
Þorsteinn flutti flestar ræður, 78,
og gerði flestar athugasemdir, eða
134. Samtals eru þetta 212 ræður og
athugasemdir. Þorsteinn talaði sam-
tals í 637 mínútur, eða rúmar 10
klukkustundir alls. Næstur í röðinni
var Birgir Þórarinsson í Miðflokki,
sem talaði í 582
mínútur samtals.
Björn Leví Gunn-
arsson Pírati tal-
aði í 528 mínútur,
Willum Þór Þórs-
son, Fram-
sóknarflokki, tal-
aði í 513 mínútur
og Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra talaði í 471 mínútu
samtals.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, Fram-
sóknarflokki, talaði minnst. Hún
flutti tvær ræður sem stóðu yfir í
samtals 15 mínútur.
Við frestun þingsins sagði Stein-
grímur J. Sigurðsson forseti að
þingið hefði skilað góðu verki und-
anfarnar vikur. „Samþykkt fjárlaga
fyrir næsta ár lauk 7. desember og
jafnframt auðnaðist okkur að ljúka
afgreiðslu margra annarra mikil-
vægra mála innan tímaramma
starfsáætlunar þingsins. Ein 44 mál
hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og
öll verið gerð að lögum eða álykt-
unum Alþingis. Er þessi haustönn
þar með orðin ein sú afkastamesta í
sögu Alþingis. Þessi árangur og tím-
anleg afgreiðsla mála er til mikilla
bóta fyrir einstaklinga, samtök og
stofnanir sem þurfa að vinna eftir
þeirri löggjöf sem hér er sett fyrir
áramót og skiptir þá ekki síst máli
að fjárlög komandi árs liggi nú fyrir
í byrjun desember.“
sisi@mbl.is
Þorsteinn talaði mest í haust
Þorsteinn
Víglundsson
Valgarður Egilsson,
yfirlæknir og prófess-
or lést á heimili sínu í
fyrradag, 78 ára að
aldri. Auk starfa að
læknavísindum var
Valgarður skáld og
rithöfundur og vann
nokkuð við leiðsögn
ferðafólks.
Valgarður var
fæddur 20. mars 1940
á Grenivík og ólst upp
í Hléskógum í Höfða-
hverfi. Foreldrar hans
voru Egill Áskelsson
bóndi þar og Sig-
urbjörg Guðmundsdóttir hús-
freyja.
Hann lauk prófi í læknisfræði
frá Háskóla Íslands árið 1968 og
doktorsgráðu frá Lundúnaháskóla
tíu árum síðar.
Valgarður var læknir hér heima
að námi loknu og var síðan við
rannsóknarstörf í frumulíffræði og
krabbameinsfræðum við rannsókn-
arstofnanir og læknaskóla í Lond-
on. Hann hóf störf sem sérfræð-
ingur í frumumeinafræði á
Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði á árinu 1979 og var yf-
irlæknir frá 1997 til starfsloka,
2010. Hann var útnefndur klín-
ískur prófessor við
læknadeild HÍ árið
2004.
Valgarður var virk-
ur í félagsmálum á
ýmsum áhugasviðum,
meðal annars formað-
ur Listahátíðar í
Reykjavík og varafor-
seti Ferðafélags Ís-
lands. Hann sinnti
leiðsögn ferðamanna
og skrifaði greinar í
Árbækur Ferða-
félagsins.
Eftir hann liggja
skrif á fræðasviði auk
þess sem hann gaf út bækur með
leikritum, ljóðum, sögum og upp-
lýsingum fyrir ferðafólk. Leikritið
Dags hríðar spor var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu leikárið 1980-81 og
síðar sýnt í Belfast á Norður-
Írlandi. Síðasta bók hans, Ærsl,
kom út á síðasta ári.
Eftirlifandi eiginkona Valgarðs
er Katrín Fjeldsted, læknir og
fyrrverandi borgarfulltrúi og al-
þingismaður. Þau eignuðust fjögur
börn, Jórunni Viðar, Einar Vé-
stein sem lést á barnsaldri, Vé-
stein og Einar Stein. Dóttir Val-
garðs frá fyrra sambandi er
Arnhildur.
Andlát
Valgarður Egilsson
læknir og rithöfundur