Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 JÓLAHUMARINN ER KOMINN Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ STÓR KANADÍSKUR HUMARGLÆNÝ LÚÐA ÞORSKHNAKKAR NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA SALTFISKHNAKKAR LÖNGUNAKKAR Í JAPÖNSKUM RASPI BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Launagreiðslur ríkissjóðs hafa aukist um tugi milljarða á síðustu árum. Miðað við núverandi afkomumarkmið má ekki mikið út af bera til að afkoma fari undir gólf fjármálastefnunnar á næstunni. Því er svigrúm til launahækkana hjá ríkinu lítið. Því til viðbótar er ljóst að gangi áætlanir um tekjuöflun ekki eftir gæti það kall- að á mótvægisaðgerðir. Þá ýmist skattahækk- anir eða niðurskurð ríkisútgjalda. Órói í fluginu hefur aukið óvissu í efnahags- málum. Gert hefur verið ráð fyrir áframhald- andi fjölgun ferðamanna en með því myndu tekjur ríkissjóðs aukast. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, áætlaði í samtali við Morgunblaðið síðustu helgi að er- lendum ferðamönnum gæti fækkað um á þriðja hundrað þúsund vegna niðurskurðar WOW air Tugprósenta aukning Ríkissjóður greiddi 150,5 milljarða í laun 2015 og launagreiðslurnar voru komnar í 182,8 millj- arða í fyrra. Samkvæmt fjárlögum 2018 og 2019 er áætlað að launagreiðslurnar verði 199,6 millj- arðar í ár og 206,5 milljarðar á næsta ári. Það er tugprósenta aukning á nokkrum árum. Ríkisútgjöldum má almennt skipta í þrjá flokka; samneyslu, tilfærslur og fjárfestingu. Laun eru verulegur hluti samneyslunnar. Fram kemur í fjármálaáætlun fyrir árin 2019- 2023, sem birt var í apríl, að áætlað sé að sam- neysla ríkisins, sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu haldist stöðug yfir áætlunartímann, eða í kringum 11,2%. Í umfjöllun fjármálaráðs um síðustu fjármála- áætlun kom fram að samkvæmt stefnu stjórn- valda muni heildarafkoma ríkissjóðs versna milli ára 2018 og 2019. Þar af muni heildar- afkoma A-hluta ríkissjóðs minnka úr 1,2% í 1% og svo enn frekar næstu ár. Þá sé ekki hægt að gera ráð fyrir að ríkissjóður muni hafa sömu óreglulegu tekjur og síðustu ár, m.a. vegna stöðugleikaframlaga. Í umfjöllun fjármálaráðs kom enn fremur fram að áætlun næstu ára sé í mörkum afkomu- markmiða. Fjármálaáætlun fullnýti heimildir stefnunnar og svo til ekkert borð sé fyrir báru. Myndi kalla á aðgerðir Verði tekjur undir væntingum mun það sam- kvæmt lögum um opinber fjármál kalla á að- gerðir. Þá ber að nefna þessu til viðbótar að af- komuviðmiðið sem unnið er eftir geri ekki kleift að tekjufæra óreglulega liði, s.s. sölu ríkiseigna, til að bæta afkomu. Afkoman verði einungis bætt með hækkun skatttekna eða með því að draga úr útgjöldum. Af þessu má ætla að svigrúmið er lítið og ef laun ríkisstarfsmanna hækka umfram þróun á almennum vinnumarkaði rakni þessar áætlanir upp. Þá er hætt við að stjórnvöld þurfi að bregð- ast við. Í þessu efni má rifja upp að launavísitala Hagstofunnar bendir til að hið opinbera hafi leitt launahækkanir í ár. Lítið borð fyrir báru hjá ríkissjóði  Verði hagvöxtur minni vegna samdráttar í ferðaþjónustu gæti það bitnað á tekjuöflun ríkissjóðs  Það gæti aftur kallað á mótvægisaðgerðir  Lög um opinber fjármál setja ríkissjóði vissar skorður Morgunblaðið/Þórður Fjármálaráðuneytið Tekjur ríkissjóðs hafa aukist mikið í uppsveiflunni á síðustu árum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, segir að til þess að unnt verði að lækka skatta þurfi launahækkanir að vera inn- an þess svigrúms sem er fyrir hendi. Tilefnið er óvissa í ferðaþjónustu og mögu- legur samdráttur vegna óróa í fluginu. Með því gætu tekjur ríkissjóðs orðið minni en spáð var. „Við þurfum að fara að snúa umræðunni á Íslandi upp í það fyrir hvaða launahækkunum er svigrúm í hagkerfinu. Ef launahækkanir eru langt umfram það svigrúm sem er sannarlega til staðar í hagkerfinu fer að vera mikið vafa- mál hvort stjórnvöld gera rétt í því að fylgja eftir áformum um lækkanir á tekjuskatti ein- staklinga. Við höfum boðað skattalækkanir í þágu þeirra sem eru í neðra þrepinu, lægri- og millitekjuhópunum, en það er óskynsamlegt að fylgja því eftir ef kjarasamningar fara úr böndunum og menn eru að taka út meira en innistæða er fyrir. Þá þarf að huga mjög vel að tímasetningu slíkra aðgerða. Þær eru hugs- aðar til að greiða fyrir samningum en ekki til að greiða fyrir óábyrgum samningum. Þetta gæti verið óskynsamlegt að gera ef Seðla- bankinn væri á sama tíma að draga úr spennu í hagkerfinu með hækkun vaxta. Við erum með ákveðnar launa- og verðlags- forsendur í fjárlagafrumvarpinu. Þar vorum við upphaflega að gera ráð fyrir 0,5% kaup- máttaraukningu á næsta ári, miðað við verð- bólguspána eins og hún leit út þegar fjárlögin voru tekin saman. Síðan versnaði verðbólgu- spáin og við sögðum að við það myndi svig- rúm til launahækkana í sjálfu sér ekkert breyt- ast, ekkert vaxa. Þannig að við breyttum ekki launa- og verðlagsforsendunum. Það sem gerist verði samið um laun sem eru umfram for- sendur fjárlaga er að þá get- ur mögulega þurft að láta reyna á varasjóð. Síðan þarf auðvitað að taka með í reikn- inginn hverjar eru afleiðingar fyrir lífeyrisskuldbindingar ríkisins, ef samningar þróast með tilteknum hætti. Við erum búin að gefa okkur ákveðnar forsendur og höfum eitthvert svigrúm í vara- sjóðnum, að því gefnu að hann verði ekki not- aður í annað ófyrirséð og óvænt. Ef honum hefur ekki verið ráðstafað í annað kann að vera að ríkissjóður hafi einhvers kon- ar stuðpúða í varasjóðnum. Það er hins vegar ekkert hægt að segja til um það á þessari stundu.“ Með varasjóði vísar Bjarni til almenns vara- sjóðs í fjárlögum sem er ætlað að mæta ófyrirséðum, óvæntum og óumflýjanlegum út- gjöldum. Varðandi lífeyrisskuldbindingar vísar hann til fyrri hækkana. „Sögulega séð höfum við ekki gefið því nægilegan gaum hvaða áhrif launabreytingar hjá opinberum starfsmönnum hafa haft á eftirlaunaskuldbindingar ríkisins. Það hefur í einstaka tilvikum hlaupið á milljörðum, eða jafnvel milljarðatugum, sem eftirlaunaskuld- bindingarnar vaxa án þess að nokkur sé að hafa áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Umræðan snúist um innistæðuna FJÁRMÁLARÁÐHERRA BENDIR Á BREYTTAR HORFUR Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.