Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er í þessari bók meðalannars að pæla í and-stæðunum í veröldinni ogmannfólkinu, dulúðinni annars vegar og vísindamódelinu hins vegar, þar sem allt er rökrétt og hólfað niður í bása, þar sem skyn- semin ræður ríkjum og ekkert und- ur eða kraftaverk getur gerst eða nokkuð dulúðugt. Þetta er að hluta til pæling um hvað það hefur gert hugarfari okkar nútíma- fólks að missa dulúðina að stórum hluta úr lífi okkar,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöfundur en hann sendi nýlega frá sér skáld- söguna Lifandilífslækur. Þar segir frá Magnúsi Árelíusi sem sendur er frá Danmörku norður á Strandir „í rannsakstilgangi“, því til stendur að flytja Íslendinga til Danmerkur, til að „bjarga“ þeim frá sulti og seyru. Magnús er fulltrúi upplýsingar- stefnu og vísindahyggju þess tíma, en hann kynnist öðrum og óvæntum hliðum lífsins á eigin skinni. Vísinda- maðurinn reynist rammskyggn og draugar fylgja honum í leiðangr- inum. Og ekki er allt útskýranlegt með vísindum sem fyrir ber. „Þegar ég fór af stað með þessa sögu var ég með ákveðnar hugmyndir um hvað ég ætlaði að gera. Ég hafði vissa stjórn, en svo stoppaði sagan. Þetta var á erfiðum tíma í lífi mínu og ég sá að ég varð að gefast upp og sleppa tökunum, vera auðmjúkur og leyfa sögunni að verða eins og hún vildi vera. Þá fóru þessir draugar að koma inn í söguna og segja má að þeir hafi tekið yfir stjórnina. Glöggir lesendur sjá að frá miðbiki sögunnar gerist eitthvað með textann, ég var leiddur áfram. Ég hleypti að ein- hverju sem er stærra en ég sjálfur. Ég held að það sé oft vanvirt í list- inni að skynja hve heili manns er smár og umkomulaus, þetta með að vera auðmjúkur og hleypa að þess- um stóra anda sem er á bak við allt.“ Borðaði selshreifa vikulega Bergsveinn er þaulkunnugur sögusviði bókarinnar, Ströndum, hann dvaldi ungur drengur hjá ömmu sinni og afa á Selströnd við mynni Steingrímsfjarðar rétt norð- an við Drangsnes. Hann borðaði sel- kjöt og selshreifa á hverjum laugar- degi í uppvextinum og segir selkjöt enn vera sitt uppáhald. „Átján ára sigldi ég til Norður- fjarðar og gerði út trillu þar í sex eða sjö sumur. Ég hef farið mikið um þetta svæði og er því nokkuð kunn- ugur en ég þurfti við ritun bókar- innar að tala við gömlu meistarana til að finna út hvar leiðir fólks lágu þarna um miðja átjándu öld, hesta- leiðir yfir hálsa og annað slíkt. Ég hef líka lagt mig eftir að hlusta á gamalt fólk í gegnum tíðina, ég fór 17 ára og tók viðtöl við gamalt fólk á Vestfjörðum og norður á Ströndum sem sagði mér margt forvitnilegt frá þessum slóðum. Þá var fræjum sáð. Ef maður getur tjáð einhverja hugs- un og vill koma einhverjum skila- boðum áfram til lesenda út frá svæði og menningu sem maður kannast persónulega við, þá á maður að gera það,“ segir Bergsveinn sem segir bréf til Landsnefndar fyrri frá Ís- lendingum frá því um 1770 hafa ver- ið fjársjóð við bókarskrifin. „Þar er venjulegt fólk að segja frá ástandi sínu og tengslum við höndlarann. Ég hefði til dæmis aldr- ei getað skrifað um brennivínssölu- manninn nema af því slíkir menn koma fyrir í þessum bréfum,“ segir Bergsveinn en mikil vinna liggur að baki því að tileinka sér tungutak fyrri tíma. „Maður getur ekki að- skilið innihald og form. Ef maður ætlar að ná stemningu þessa tíma og talanda hins danska aðals, þá verður maður að nota þennan kansellístíl, til að fanga það hvernig fólk hugs- aði.“ Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi ákveðnar persónur í lifanda lífi sem fyrirmyndir í þeim skondnu og allsérstökum persónum sem bregður fyrir í bókinni, segir hann að rithöfundar verði vissulega alltaf fyrir áhrifum af fólki sem þeir mæta á lífsleiðinni. „Hjá mér er hver persóna oftast smíðuð úr nokkrum sem ég þekki eða hef hitt, þannig býr maður til nýja manneskju.“ Mennskan sjálf líður fyrir Saga Bergsveins er marglaga en við lestur hennar verður lesand- anum óneitanlega hugsað til fyrir- hugaðra virkjanaframkvæmda á Ströndum, því víða er komið inn á yfirgang valdsins og dýrmæti ósnortinnar náttúru. „Ég tala vissulega beint inn í samtímann með því að velja Strand- ir sem sögusvið. Upplýsingamaður- inn er fyrstur til að horfa á náttúr- una með hugarfari þess sem spyr: hvernig get ég grætt peninga á þessu? Þetta viðhorf er hættulegt ef það fer úr hömlu. Hagfræðimódelið setur Hvalárvirkjun fram sem skyn- semi og framfarir, að það sé verið að efla atvinnulíf, vegagerð, rafmagns- öryggi og svo framvegis. En hið óhugnanlega er að það verða hvorki betri vegir né betra rafmagnsöryggi. Þetta mun ekki styðja við byggðina eða fólkið, þvert á móti. Það er skekkjan í þessu, menn nota sjónar- mið skynsemismannsins og beita því til að skapa gróða fyrir nokkra auð- menn í Kanada og einn Íslending. Svæðið á Ströndum mun ekkert fá í sinn vasa, fólk gefur landið erlendu auðvaldi. Í þessu kristallast yfir- gangur valdsins, sem við sjáum líka úti í heimi, almenningur hefur sífellt minna um það að segja hvernig hlut- irnir fara. Gamla hugmyndin um að verða upplýst manneskja snerist nefnilega líka um að þekkja fortíðina og sög- una. Nú hefur hagnýtissjónarmið skynseminnar sigrað, sem er ekki það sem upphaflegu upplýsingar- mennirnir vildu. Þessi hagkvæmn- issjónarmið eru eins og trúarbrögð, ofuráhersla á hagvöxt í nútímanum er trúarkredda,“ segir Bergsveinn og bætir við að hagfræðingar sem til dæmis sitja hjá OECD og segja hin- um ýmsu löndum að forgangsraða á þennan veginn eða hinn, þeir skilji ekki hvað þeir eru að eyðileggja. „Þeir hafa ekki hugmynd um það, því það er rof á milli kontórista og menningar. Þessir menn í röðum hagfræðiafla hafa allt of mikil völd, án þess að skynja hvernig þeir eru að sundra menningu og gerbreyta hugarfari fólks á þann veg að mennskan sjálf líður fyrir. Hagfræð- ingar ættu að leggja stund á húm- anísk fræði áður en þeir verða hag- fræðingar, veröldin þarf á því að halda, ef hún á að standa.“ Eitthvað stærra en maður sjálfur „Þá fóru þessir draugar að koma inn í söguna og segja má að þeir hafi tek- ið yfir stjórnina,“ segir Bergsteinn Birgisson um það þegar hann skrifaði bókina Lifandilífslæk. Morgunblaðið/Einar Falur Rithöfundur Bergsveinn Birgisson segist hafa þurft að vera auðmjúkur og leyfa sögunni að verða eins og hún vildi vera. Franskir bændur smöluðu sauðfé á Lýðveldistorgið í París í gær til að mótmæla drápum úlfa á kindum. Ástæða mótmælanna er að ríkis- stjórn Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, ákvað fyrr á árinu að leyfa úlfastofninum í landinu að stækka um nær 40 af hundraði, að sögn fréttaveitunnar AFP. Talið er að nú séu um 360 gráúlfar í Frakklandi og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 500 á næstu fimm árum. Gráúlfar hurfu í landinu á fjórða áratug ald- arinnar sem leið en þeir komu þang- að aftur frá Ítalíu árið 1992. Úlfarnir hafa einnig breiðst út til Sviss og Þýskalands á síðustu árum. Fjölgun rándýranna hefur leitt til úlfúðar milli stjórnarinnnar og bænda sem segja að hún hafi orðið til þess að drápum úlfa á sauðfé hafi stórfjölgað. Mótmæli á Lýðveldistorginu í París Bændur og sauðfé mótmæla drápum úlfa í Frakklandi Me Bóndi gengur fram hjá sauðfé sínu á Lýðveldistorginu í París í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.