Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
KIA SPORTAGE EX
nýskr. 03/2017, ekinn 58 Þ.km, diesel, sjálfskiptur.
Flott eintak! TILBOÐSVERÐ 3.660.000 kr.
Raðnúmer 258417
AUDI A3 E-TRONDESIGN nýskr. 06/2017,
ekinn 23 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Talsvert af aukahlutum, glæsilegt eintak!Verð
4.190þkr. TILBOÐ 3.990.000 kr. Raðnr 258730
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
HONDA CR-V EXCECUTIVE
nýskr. 02/2008, ekinn 133 Þ.km, bensín, sjálfskiptur,
leður, einn eigandi. Verð 1.390.000 kr.
Raðnúmer 258884
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX 35“
nýskr. 06/2014, ekinn 82 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
nýlega 35“ breyttur. Verð 7.440.000 kr.
Raðnúmer 258819
FORD F350 KING RANCH 4X4
nýskr. 01/2008, ekinn 174 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
pallhús, 35“ dekk. Verð 3.490.000 kr.
Raðnúmer 288297
Bílafjármögnun Landsbankans
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Þessi fjárfesting gefur okkur tæki-
færi til að halda áfram að þróa okkar
vöru og taka næstu skref í markaðs-
setningunni,“ segir Kristinn Aspel-
und fram-
kvæmdastjóri
hugbúnaðarfyrir-
tækisins Ankeris,
í samtali við
Morgunblaðið, en
í gær var sagt frá
því að Nýsköpun-
arsjóður atvinnu-
lífsins, NSA,
hefði keypt 12%
hlut í fyrirtækinu
fyrir 60 milljónir króna.
Aðrir hluthafar eru stærstir þeir
Kristinn sjálfur og meðstofnandi
hans Leifur A. Kristjánsson.
„Við erum búnir að gefa út okkar
fyrstu vöru og viðtökur hafa verið
mjög góðar. Það er frábært að fá
svona góðan samstarfsaðila fyrir
næstu skref,“ bætir Kristinn við.
Hann segir að fjárfesting NSA
geri fyrirtækinu, sem er tveggja ára
gamalt, nú kleift að fjölga starfs-
mönnum, en næg verkefni eru fram-
undan að sögn Kristins, og hug-
myndirnar mýmargar. Þrír starfa í
dag hjá félaginu.
Auka rekstrarhagkvæmni
Hugbúnaður Ankeris er eins kon-
ar samskiptalausn, eins og Kristinn
lýsir henni, sem gefur eigendum og
leigjendum flutningaskipa færi á að
miðla upplýsingum sín á milli, eink-
um um rekstrarhagkvæmni skip-
anna. „Lausnin okkar hjálpar til við
að sýna fram á að aukið verðmæti
liggi í hagkvæmari skipum,“ segir
Kristinn.
Til nánari útskýringar segir hann
að varan nýti upplýsingar frá lausn-
um sem fyrir eru í flutningaskipum
og hjálpar skipaeigendum að miðla
þeim til viðskiptavina sinna, eins og
til dæmis hugbúnaðarlausn íslenska
hugbúnaðarfyrirtækisins Marorku
sem hönnuð er til að lækka rekstrar-
kostnað skipa. Þeir Kristinn og Leif-
ur eru báðir fyrrverandi starfsmenn
Marorku.
Ankeri er nú þegar farið að hafa
tekjur af vörunni, en stór alþjóðleg-
ur flutningarisi hóf notkun lausnar-
innar nú í haust. „Það samstarf hef-
ur gengið vonum framar. Við erum
farnir að sjá hugmyndir okkar raun-
gerast í því samstarfi.“
Aðspurður segir Kristinn að fyrir-
tækið hafi enga íslenska viðskipta-
vini.
Minni útblástur flotans
Í tilkynningu sem gefin var út í til-
efni af kaupum Nýsköpunarsjóðs
segir að Ankeri starfi á alþjóðlegum
skipamarkaði, sem ábyrgur sé fyrir
um 90% af öllum vöruflutningum
heimsins. Einnig segir að markmið
Ankeris sé að verða fyrsta fyrirtæk-
ið á markaði til að tengja saman
hagsmuni eigenda og leigjenda
skipa með bættri upplýsingagjöf,
betri orkunýtingu og minni út-
blæstri skipaflotans. „Þannig verður
búinn til vettvangur, sem viður-
kenndur er á alþjóðavísu, þar sem
upplýsingum um hagkvæmni skipa
er safnað saman og þær tengdar við
frammistöðuábyrgðir í þeim samn-
ingum sem gilda milli eigenda og
leigjenda skipa. Sú tækni sem An-
keri er að þróa miðar að því að eig-
endur skipa geti markaðssett þau út
frá rekstrarhagkvæmni og að leigj-
endur geti valið skip út frá viður-
kenndum upplýsingum um getu,
rekstur, umhverfisáhrif og fleiri
þætti.“
Í fararbroddi enn á ný
Huld Magnúsdóttir, framkvæm-
dastjóri NSA segir í tilkynningunni
að með fjárfestingunni lýsi sjóðurinn
yfir tiltrú á verkefninu og þeim sem
að því standa. „Við höfum um árabil
fylgst með þeim Leifi og Kristni í
störfum sínum og vitum að þeir búa
yfir mikilli þekkingu og reynslu af
alþjóðlegum skipamarkaði. Með
þeim tæknilausnum sem þeir eru nú
að vinna að er það von okkar að enn
á ný verði íslensk tæknifyrirtæki í
farabroddi þegar kemur að alþjóð-
legum úrlausnarefnum.“
Ankeri vex með fé NSA
AFP
Flutningar Hugbúnaður Ankeri er eins konar samskiptalausn fyrir skip.
Þróa samskiptalausn fyrir eigendur og leigjendur flutningaskipa Munu fjölga
starfsmönnum Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fylgst lengi með Ankeri
Sparnaður
» Ankeri starfar á alþjóðlegum
skipamarkaði, sem ábyrgur er
fyrir um 90% af öllum vöru-
flutningum heimsins.
» Framkvæmdastjóri NSA
segir fjárfestinguna lýsa tiltrú
á verkefninu.
Kristinn
Aspelund
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
þær versni á næstu sex mánuðum.
Skortur á starfsfólki er lítill, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinnar,
eða svipaður og á árunum 2012-
2014, og áformuð er töluverð fækk-
un starfsfólks.
Verðbólguvæntingar stjórnenda
fara vaxandi samkvæmt könnun-
inni, en að jafnaði er búist við 4%
verðbólgu á næstu 12 mánuðum í
stað 3% í fyrri könnunum á þessu
ári. tobj@mbl.is
Niðurstöður nýrrar Gallupkönn-
unar fyrir Samtök atvinnulífsins
meðal stjórnenda 400 stærstu fyr-
irtækja landsins gefa til kynna mun
lakara mat á aðstæðum í atvinnulíf-
inu en þessi reglubundna könnun
hefur sýnt síðan árið 2014. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
SA.
Þar segir einnig að einungis fjórð-
ungur stjórnendanna telji aðstæður
góðar og tveir þriðju hlutar telji að
400 stærstu áforma fækkun á fólki
Gallupkönnun sýnir að verðbólguvænt-
ingar fara vaxandi meðal stjórnenda
Morgunblaðið/Ómar
Störf Bjartsýni síðustu ára virðist heyra sögunni til samkvæmt könnuninni.
● Bréf Marel lækkuðu um ríflega 2% í
Kauphöll Íslands í gær. Viðskipti með
bréf félagsins námu 873 milljónum
króna. Miðað við heildarviðskipti með
bréf félaga á aðallista Kauphallarinnar
stóðu viðskipti með bréf Marel undir
30% af heildarveltunni sem nam 2,9
milljörðum króna.
Næstmest voru viðskipti með bréf
Reita sem hækkuðu um ríflega 1% í 631
milljónar króna viðskiptum. Þá var velta
með bréf Festar 275 milljónir króna.
Lækkuðu bréf félagsins um 0,8% í við-
skiptunum. Bréf Icelandair Group
hækkuðu um tæp 1,7% í 218 milljóna
viðskiptum.
Marel lækkaði um 2% í
talsverðum viðskiptum
● Verslunarfyrirtækið Samkaup hefur
kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
um að heimila samruna Haga hf., Olíu-
verzlunar Íslands hf. og DGV ehf. Er
ákvörðunin kærð til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála og krefst fyrirtækið
þess að samruninn verði ógiltur og
honum sett strangari skilyrði en þau
sem fram koma í sátt Samkeppniseft-
irlitsins við Haga hf. Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála mun taka málið til
efnislegrar meðferðar. Í tilkynningu
Haga til Kauphallar Íslands segir að
ekki liggi fyrir hversu langan tíma af-
greiðsla málsins muni taka hjá nefnd-
inni.
Samkeppniseftirlitið samþykkti 29.
nóvember síðastliðinn samruna fyrir-
tækjanna með ákveðnum skilyrðum.
Tilkynnt var um það 26. apríl í fyrra að
Hagar hefðu fest kaup á öllu hlutafé Ol-
ís og DGV ehf.
Samkaup hafa kært
samruna Olís og Haga
STUTT
19. desember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.66 123.24 122.95
Sterlingspund 154.64 155.4 155.02
Kanadadalur 91.63 92.17 91.9
Dönsk króna 18.618 18.726 18.672
Norsk króna 14.232 14.316 14.274
Sænsk króna 13.547 13.627 13.587
Svissn. franki 123.16 123.84 123.5
Japanskt jen 1.0818 1.0882 1.085
SDR 169.4 170.4 169.9
Evra 139.01 139.79 139.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.2533
Hrávöruverð
Gull 1239.1 ($/únsa)
Ál 1937.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.25 ($/fatið) Brent