Morgunblaðið - 19.12.2018, Page 17

Morgunblaðið - 19.12.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Eyðanstovuskipið í Sandavági í Færeyjum er ekki frá víkingaöld eins og ýmsir hafa lengi getið sér til um, heldur frá frá fyrri hluta 17. aldar. Þetta sýnir ný aldursgreining á viðnum úr skipinu segja færeyskir fjölmiðlar og vitna í Helga Michelsen fornleifafræð- ing. Rannsókn á viðnum og talning á árhringjum í hon- um leiðir í ljós að hann var felldur í Neðra-Saxlandi á árunum 1632 til 1638. Í færeyskum heimildum frá 18. öld er sagt frá skipsstrandi í Sandavági um miðja 17. öld og gæti þar verið um Eyðanstovuskipið að ræða. Flak skipsins kom í ljós 1947 og eru bútar úr viði þess varðveittir á þjóðminjasafninu í Færeyjum. Í Færeyjum höfðu ýmsir látið sér koma í hug að Eyðanstovuskipið væri skip Auðuns festargarms sem sagt er frá í íslenskri fornsögu, Laxdælu. „Auðun festargarmur fór utan það sumar og braut skipið við Færeyjar. Þar týndist hvert mannsbarn af skipinu,“ segir í hinni fornu bók. Dregur skipið nafn af þessari trú margra Færeyinga. gudmundur@mbl.is Ekki íslenskt víkingaskip Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að Rússar væru tilbúnir til að þróa meðal- drægar eld- flaugar ef Banda- ríkjastjórn drægi sig út úr INF- samkomulaginu, sem bannar ríkjunum tveimur að búa til slíkar flaugar. Vestræn ríki hafa sakað Rússa um að brjóta gegn samkomulaginu, en Rússar hafa hafnað þeim ásökunum. Pútín sagði hins vegar í gær að viss vandkvæði væru á samkomulaginu sem þyrfti að taka á, meðal annars þau að það næði bara til Bandaríkj- anna og Rússlands, en önnur ríki hefðu algjörlega frjálsar hendur í þessum efnum. „En hvað kemur í veg fyrir að við hefjum viðræður um að þau ríki verði aðilar að núgildandi samkomulagi eða að byrjað verði að ræða skilmála nýs samkomulags?“ spurði Pútín. Alexander Golts, sérfræðingur í varnarmálum, sagði hins vegar við AFP-fréttastofuna að það væri ólík- leg niðurstaða, enda féllu um 90% af kjarnorkueldflaugum Kínverja und- ir skilgreiningu INF-samkomulags- ins. sgs@mbl.is Styður að önnur ríki verði með  Pútín leggur til viðræður um INF Vladimír Pútín Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisstjórn Bretlands samþykkti á fundi sínum í gær að verja um tveimur milljörðum sterlingspunda, eða sem nemur um 310 milljörðum íslenskra króna, til þess að aðstoða ríkisstofnanir við að undirbúa sig fyrir þann möguleika að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið 29. mars næstkomandi án þess að sam- komulag liggi fyrir um samskipti Breta við sambandið. Þá munu bresk stjórnvöld senda bréf til um 140.000 fyrirtækja með ráðgjöf um hvernig eigi að undirbúa sig fyrir útgöngu án samkomulags. Einungis 14 vikur eru til stefnu áður en Bretar eiga að yfirgefa sam- bandið. „Sálfræðihernaður“ Stjórnarandstöðuflokkarnir tóku ekki vel í tilkynningu ríkisstjórnar- innar. Sir Vince Cable, leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagði að til- kynning ríkisstjórnarinnar væri ein- göngu „sálfræðihernaður“, en Cable hefur talað ákaft fyrir því að boðað verði til annarrar atkvæðagreiðslu um útgöngu Breta. Þá sökuðu forvígismenn Verka- mannaflokksins Theresu May for- sætisráðherra og ríkisstjórnina um að vera að sóa þeim takmarkaða tíma sem væri til stefnu, en Jeremy Corbyn, formaður flokksins, lagði fram vantrauststillögu á May eina í fyrrakvöld. Ríkisstjórnin tilkynnti hins vegar í gær að þar sem slík tillaga hefði einungis táknrænt gildi en ekki lagalegt myndi þingið ekki greiða atkvæði um hana, en May hefði ekki neyðst til að segja af sér, jafnvel þó tillaga Corbyns hefði fengist sam- þykkt. Ríkisstjórnin skoraði á Corbyn og Verkamannaflokkinn að leggja fram vantraust á alla ríkisstjórnina, en slík tillaga myndi vera bindandi að lögum. Það þótti hins vegar ólíklegt að Corbyn myndi verða við því, enda lýstu forvígismenn norðurírska DUP-flokksins því yfir að þeir myndu verja stjórn Íhaldsflokksins falli enn sem komið væri. Þá lýstu ýmsir af andstæðingum May innan Íhaldsflokksins því yfir að þeir styddu hana áfram til að gegna starfi forsætisráðherra, en May náði að standa af sér vantrauststillögu innan Íhaldsflokksins í síðustu viku. Hermenn verða til taks Gavin Williamson, varnarmála- ráðherra Bretlands, tilkynnti breska þinginu í gær að 3.500 breskir her- menn myndu verða til taks ef á þyrfti að halda ef ekki næst sam- komulag um útgöngu Breta úr sam- bandinu. Þannig yrði hægt að bregðast við hverju sem gæti komið upp á 29. mars og dagana þar á eftir. Steve Barclay, ráðherra útgöngu- mála, sagði hins vegar að ríkis- stjórnin vonaðist enn til þess að breska þingið myndi samþykkja það samkomulag sem liggur fyrir þinginu. Verða greidd atkvæði um það um miðjan janúar, en áður hafði atkvæðagreiðslunni verið frestað, þar sem það þótti verulega ólíklegt að þingið myndi samþykkja það. Sagði Barclay að samþykkt ríkis- stjórnarinnar um að bæta í undir- búning fyrir hinn valkostinn væri ekki uppgjöf heldur skynsamleg ráðstöfun. „En það er forgangsmál okkar að tryggja að samkomulag náist.“ Undirbúa útgöngu Breta án samkomulagsins  3.500 hermenn verða til taks ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings AFP Brexit Larry, húsköttur í Downingstræti 10, spókaði sig í götunni á meðan ríkisstjórn Bretlands fundaði um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að loka góðgerð- arstofnun sinni, Trump Founda- tion, en Barbara Underwood, yfir- saksóknari New York-ríkis, tilkynnti um það í gær. Verður eigum stofnunarinnar skipt á milli annarra góðgerðastofnana, og mun Underwood hafa yfirumsjón með þeirri skiptingu. Saksóknarar í New York-ríki hafa rannsakað stofnunina á síð- ustu árum, og sakaði Underwood forsetann og fjölskyldu hans um að hafa notað hana sem „persónu- legt ávísana- hefti“. Sakaði hún jafnframt stofnunina um að hafa komið að forseta- framboði Trumps með ólögmætum hætti. Höfðaði New York-ríki mál á hendur Trump í júní á grundvelli þessara ásakana. Underwood sagði að sú málshöfðun myndi halda áfram, jafnvel þó að Trump hefði samþykkt að leysa upp stofn- unina. Tilgangurinn sé meðal ann- ars sá að koma í veg fyrir að for- setafjölskyldan geti setið í stjórnum annarra góðgerðarstofn- anna í ríkinu. Trump hefur fyrir sitt leyti mót- mælt málshöfðuninni og sagt hana runna undan rótum demókrata í heimaríki sínu. Þá benti hann á í júní síðastliðnum að stofnunin hefði veitt meira fé til góðgerð- armála en hún hefði þegið. sgs@mbl.is Trump-stofnunin lögð niður undir yfirumsjón New York-ríkis Donald Trump

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.