Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Sólgyllt ský Síðdegissólin gyllir ský á himni yfir höfuðborgarsvæðinu, séð frá Perlunni í Reykjavík, þremur dögum fyrir vetrarsólstöður, þann tíma ársins þegar sólargangurinn er stystur. Árni Sæberg „Hvað djúpt sem við hugsum fáum við í raun og veru ekkert svar við öllum spurn- ingum okkar, en vert er þó að hafa í huga hvílík reginvilla það er að vera trúlaus á hand- leiðslu hins góða, sem við hljótum að trúa að sé til og það jafnvel í okkur sjálfum, ef vel er að gáð.“ Þannig komst Björn Jónsson – Björn í Bæ á Höfðaströnd í Skaga- firði (1902-1989) – að orði í ítarlegu viðtali við Árna Johnsen í Morgun- blaðinu í desember 1982. Björn sem fagnaði 80 ára afmæli sínu, var trú- aður maður. Í hans huga var kær- leikurinn grunnur alls hins góða: „Ef ég reyni að skýra viðhorf mitt til Guðs, sem í alheimi býr og þá trú sem ég vesæll maður vill hafa, þá er auðsvarað að kærleikann tel ég grundvöll að öllu því góða sem við eigum að tileinka okkur í daglegu líferni, því að kærleikurinn er hinn sanni Guð í alheimi og það besta í okkur sjálfum. Í flestum tilfellum er kærleik- urinn fyrsta kenndin sem barnið skynjar, það er til móður sinnar, og út lífið er það þessi guðdómlega kennd, sem er und- irstaða alls góðs.“ Líklega hefur Björn tekið undir þegar séra Valdimar Briem, vígslubiskup, orti: Það engin er dyggð þótt þú elskir þá heitt sem ástríki mesta þér veita. Ef sjálfur ei leggur í sölurnar neitt þá síst má það kærleikur heita. Ósætti vekur vanlíðan Björn var einn af máttarstólpum Skagafjarðar. Búfræðingur, íþrótta- kennari og bóndi. Einn af stofn- endum ungmennafélagsins, fjall- skilastjóri um árabil og hreppstjóri í áratugi. Hann lét til sín taka í ýms- um félagsmálum og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir samferðamenn sína. Björn var fréttaritari Morgun- blaðsins vel á sjötta áratug. Hann var sjálfstæðismaður sem í hans huga þýddi einfaldlega að „vera sjálfstæður í hugsun og gerðum, fyrst og fremst það“. Hann hafði annars „misjafnt“ álit á stjórn- málum en taldi að fyrsta skilyrði fyrir eðlilegri framþróun væri að menn fyndu sáttaleið og bæru gæfu til að vinna saman að framfara- málum. „Ég hef oft tekið eftir því að ósætti við aðra vekur vanlíðan, en sáttarorðið er vellíðan. Eitt sinn heyrði ég að afi minn hafi sagt að ósætti og hatur væri djöfullegt, en fyrirgefning og vinátta guðdómleg. Þetta voru spakmæli hins lífsreynda manns, sem gat verið harður og óvæginn þegar því var að skipta, en sáttfús strax og hann hafði snúið baki við andstæðingi.“ Eitthvað segir mér að Björn í Bæ yrði ósáttur við stjórnmál samtím- ans og þjóðmálaumræðuna. „Sam- skipti okkar og viðhorf til þeirra, sem við kynnumst og þurfum að vinna með, verður að byggjast á vin- áttu ef vel á til að takast um árangur verkanna,“ sagði Björn í áðurnefndu viðtali. Hann hefði aldrei skilið þá sem kalla samferðamenn sína „fá- vita“ og „asna“ eða segja þeim sem er á annarri skoðun að „éta skít“. Björn hefði illa þrifist í andrúmslofti þar sem dylgjur og aðdróttanir eru hluti af pólitískri baráttu, þar sem lagt hefur verið til atlögu við kristin gildi og borgaralega hugsun. Trúin tortryggð Í samfélagi nútímans hefur trúin verið tortryggð. Við sem tökum und- ir með þjóðskáldinu og trúum á tvennt í heimi; Guð í alheimsgeimi og Guð í okkur sjálfum, erum sögð einfeldningar og af sumum jafnvel hættuleg. Í hraða nútímans er sú hætta fyr- ir hendi að við tökum upp siði Bakkabræðra sem töldu sig geta bjargað gluggaleysi með því að bera sólarljósið inn í bæinn. Í predikun í Hallgrímskirkju á öðrum degi jóla árið 2002 velti herra Sigurbjörn Einarsson biskup því fyrir sér af hverju kristin trú ætti undir högg að sækja: „Maður nútímans á erfitt með að skilja að það sé einhvers virði sem ekki þarf að kaupa eða klófesta. Hann getur svo mikið sjálfur. Er það ekki þess vegna sem kristin trú er svo lítils metin af mörgum? Hún er rétt eins og sólin, sem bara gefur geislana sína og heimtar ekkert ann- að en að fá að lýsa og verma og gefa líf.“ Bakkabræður höfðu takmarka- lausa trú á „handaflinu eða tækninni, blinda trú á það, að allt yrði gripið, hrifsað, en gleymdu því, að það sem mestu skiptir verða menn að hafa auðmýkt til að þiggja blátt áfram,“ sagði Sigurbjörn Ein- arsson: „Maður hvorki kaupir né gleypir sólina en hún skín inn á mann, ef glugginn gleymist ekki. Maður góm- ar ekki hamingju sína eða lífslán sitt með neinum tæknibrögðum eða fjár- munum, þar er allt komið undir því að hafa gluggann í lagi eða hjartað opið og þiggja. Og láta svo aftur í té eitthvað úr þeim sjóði, sem hjartað þiggur.“ Hvorki peningar eða tækninýj- ungar, sem við erum svo fljót að koma í okkar þjónustu, tryggja hamingju eða lífsfyllingu. Enginn kaupir eða gleypir sólina – hjartað getur ekki tekið á móti ljósinu ef glugginn er lokaður eða gleymist líkt og hjá Bakkabræðrum. Þegar jólahátíðin gengur í garð er gott að vita að „það er ýmislegt, sem Guð áskilur sér að gefa, bara gefa“. En um leið skulum við hafa orð herra Sigurbjarnar í huga: „Trúin sem við eigum, kristnir menn, hún er ekkert að miklast af, hún er ekkert annað en að við viljum lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í hjartað.“ Ég óska lesendum Morgunblaðs- ins og landsmönnum öllum gleði- legra jóla. Eftir Óla Björn Kárason » Í hraða nútímans er sú hætta fyrir hendi að við tökum upp siði Bakkabræðra sem töldu sig geta bjargað glugga- leysi með því að bera sólarljósið inn. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn kaupir eða gleypir sólina Víða þar sem ég hef komið um landið síð- ustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveit- arstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þess- um svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hef- ur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfar- inn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti. Eitt af því sem gert hefur verið er að hleypa af stokkunum til- raunaverkefni með sjö sveitarfélögum víðs- vegar um landið. Íbúðalánasjóður aug- lýsti eftir þátttak- endum í tilraunaverk- efninu í haust. Starfshópur skipaður fulltrúum frá Íbúða- lánasjóði, Byggða- stofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga valdi Dalabyggð, Vesturbyggð, Snæ- fellsbæ, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Norðurþing, Hörgársveit og Seyð- isfjarðarkaupstað til að vera fyrstu sveitarfélögin til að taka þátt. Við valið var tekið mið af því að áskor- anirnar sem þau standa frammi fyrir séu mismunandi og á ólíkum landsvæðum. Þannig verður til breiðara framboð lausna í húsnæð- ismálum sem nýst getur til að koma hreyfingu á fasteignamark- aðinn um land allt. Vandinn er mikill og hann er víða. Alls lögðu 33 sveitarfélög frá öllum landshlutum inn umsóknir, sem samsvarar helmingi sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Í þessum fjölda kristallast hvað uppbygging utan höfuðborgarsvæðisins hefur setið á hakanum. Tilraunaverk- efnið mun ekki einungis ná til fyrr- nefndra sjö sveitarfélaga því Íbúðalánasjóður mun bjóða hinum sveitarfélögunum 26 til samtals um framhald þeirra verkefna, með það fyrir augum að einnig verði hægt að ráðast í uppbyggingu hjá þeim. Niðurstöður tilraunaverkefnisins verða svo grunnur að breytingum á stuðningskerfum húsnæðismála sem lagðar verða fram á Alþingi og er ég nú þegar með eitt frumvarp áætlað á vorþingi hvað það snertir. Hagkvæm leiguþjónusta Bríetar Enn annað skref sem við höfum stigið til að takast á við húsnæð- isvandann á landsbyggðinni er að setja á stofn opinbert landsbyggð- arleigufélag, sem fengið hefur nafnið Bríet og verður í umsjón Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn á um 300 eignir, sem flestar eru í útleigu og nær allar utan höfuðborg- arsvæðisins. Við teljum að til skemmri tíma litið þá sé markviss- ari leið til að styðja við fast- eignamarkaðinn á landsbyggðinni að halda húsnæðinu áfram í útleigu frekar en að Íbúðalánasjóður selji það frá sér. Bríet mun því nú taka við þessum eignum og reka hag- kvæma leiguþjónustu. Hugsanlegt er að Bríet geti í framtíðinni tekið þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þeim svæðum sem glíma við hvað mestan skort. Ég vil hvetja sveitarfélögin til samstarfs við hið nýja félag, en flest þeirra reka sjálf nú þegar fé- lagslegt leiguhúsnæði. Með því að sameinast um rekstur slíks hús- næðis í stærra félagi er skapaður grundvöllur til að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði. Við þurfum fjölbreyttar lausnir Bæði tilraunarsveitarfélögin og leigufélagið eru verkefni að nor- rænni fyrirmynd og hafa áhrif spennunnar á húsnæðismarkaði í heiminum á almenning haft mun minni áhrif í hinum ríkjum Norður- landanna en hér á landi. Þver- pólitísk sátt ríkti hjá þeim, en mik- ilvægt er að samstaða náist um þessi mál. Við þurfum fjölbreyttar lausnir til að takast á við húsnæð- isvandann sem landsbyggðin stendur frammi fyrir og hef ég fulla trú á því að þessi skref færi okkur nær markmiði okkar, að fólk geti búið og starfað á landinu öllu. Eftir Ásmund Einar Daðason » Við þurfum fjöl- breyttar lausnir til að takast á við húsnæð- isvandann sem lands- byggðin stendur frammi fyrir og hef ég fulla trú á því að þessi skref færi okkur nær markmiði okkar. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félagsmálaráðherra. Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.