Morgunblaðið - 19.12.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Jólaskór
Verð 8.995
Dömustærðir 36-41
Hveragerði er vin-
sæll bær til búsetu
enda njóta íbúar ná-
lægðar við höf-
uðborgarsvæðið en
einnig lífsgæða
landsbyggðarinnar.
Íbúum í Hveragerði
hefur fjölgað um 857
frá því árið 2000 eða
um 48,8%. Íbúafjölg-
un í Hveragerði er
stöðug og eru íbúar
þar nú 2.627.
Álagningarpró-
sentur lækka
Bæjarstjórn
Hveragerðisbæjar
hefur tekið ákvörðun
um að mæta hækk-
uðu fasteignamati og
lækka álagning-
arprósentur fast-
eignagjalda á íbúðar-
og atvinnuhúsnæði
(A og C flokk).
Álagningarprósenta
fasteignaskatts á húsnæði í A-
flokki lækkar úr 0,40% í 0,36% og
lóðarleiga úr 0,9% í 0,75%. Álagn-
ingarprósenta fasteignaskatts á
atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,6% í
1,5% og lóðarleiga úr 1,7% í 1,5%.
Umtalsverð lækkun á álagning-
arprósentu mun einnig verða
vegna vatnsgjalds og holræsa-
gjalds.
Ríflega 150 íbúðir í byggingu
Framboð húsnæðis mun stór-
aukast strax á næsta ári en fram-
kvæmdir eru hafnar eða við það
að hefjast við 156 íbúðir í bæj-
arfélaginu. Á árinu 2019 munu
þær íbúðir byrja að koma inn á
markaðinn þannig að ljóst er að
íbúafjölgun verður veruleg á
næstu misserum.
Stærsta einstaka fjárfesting
ársins 2019 er viðbygging við
Grunnskólann í Hveragerði en
bæjarfélagið státar af einstaklega
góðu skólastarfi bæði í
leik- og grunnskóla.
Glæsilegur sex deilda
leikskóli er nýtekinn
til starfa og býðst
börnum í bæjarfélag-
inu leikskólapláss frá
12 mánaða aldri.
Á komandi ári verð-
ur ráðist í mikla
gatnagerð vegna
nýrra hverfa en fram-
kvæmdir munu hefjast
á vormánuðum við
fyrsta áfanga í svo-
kölluðu Kambalandi.
Þar verður þá fljót-
lega hægt að úthluta
fjölda lóða fyrir ein-
býlis-, rað- og fjöl-
býlishús.
Nýtt iðnaðarhverfi
með mikla mögu-
leika
Unnið er að upp-
byggingu nýs iðn-
aðarhverfis neðan
Suðurlandsvegar og
þar munu á næsta ári
rísa mörg iðnaðarhús
þar sem skapast munu fjölbreytt
atvinnutækifæri. Á næsta ári
munu enn fleiri lóðir standa þar
áhugasömum til boða.
Bæjarstjórn stendur einhuga að
gerð fjárhagsáætlunar eins og
undanfarin ár en ljóst er að breyt-
ingar munu verða á bæjarfélaginu
þegar fjöldi nýrra íbúa mun bæt-
ast í hóp Hvergerðinga á næstu
misserum.
Áskoranir sem fylgja fjölgun
íbúa eru ánægjulegar. Hvergerð-
ingar hafa ítrekað skipað bæjar-
félaginu í hóp bestu bæjarfélaga
landsins þegar spurt hefur verið
um ánægju íbúa. Ánægðir íbúar
eru besti vitnisburður þess að vel
hafi tekist til við rekstur bæj-
arfélagsins. Í þannig sveitarfélagi
er gott að búa.
Íbúum fjölgar
fyrir austan fjall
Eftir Aldísi
Hafsteinsdóttur
Aldís
Hafsteinsdóttir
» Fram-
kvæmdir
eru hafnar eða
við það að hefj-
ast við 156 íbúð-
ir í Hveragerði.
Búast má því við
verulegri íbúa-
fjölgun á næstu
misserum.
Höfundur er bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar.
aldis@hveragerdi.is
Það eru tveir guð-
spjallamenn sem geyma
heimildirnar um fæð-
ingu hans í Betlehem,
þeir Matteus og Lúkas.
En hvað vitum við í raun
og veru um sagn-
fræðilegt gildi þessara
frásagna? Um það er
deilt um hver jól?
Samkvæmt Biblíunni
fæddist Jesús á meðan
Heródes mikli var lepp-
konungur Rómverja í Ísrael. Nú er
það svo að Heródes dó árið fjögur
fyrir Krist. Matteus segir svo frá að
Heródes hafi sent hermenn til Betle-
hem til að myrða öll sveinbörn
tveggja ára og yngri, eftir að hann
hafði fengið fréttina af fæðingu
meistarans. Þess vegna hlýtur Jesús
að hafa fæðst að minnsta kosti 5-6 ár-
um fyrir tímatal okkar, 5-6 árum fyrir
fæðingu sína! „Fæðing Jesú“ er hug-
tak sem er notað í sambandi við tíma-
tal. Við teljum frá fæðingu Jesú, „á
því Herrans ári“ eins og sagt er.
Þetta hugtak er ekki sagnfræðilegt
heldur tilbúið, tímapunktur sem
menn ákváðu í byrjun 6. aldar. Þá
misreiknuðu menn sig um 5-6 ár.
Dionysius Exiguus hét sá er var falið
þetta reiknihlutverk. Hann bjó í
Róm. Áður höfðu Rómverjar gefið ár-
unum tölu og heiti miðað við upphaf
Rómaborgar eða heiti rómversku
keisaranna. Eftir árið 500 var miðað
við fæðingu Jesú. En fæðingarár
hans var fest við árið 754 frá upphafi
Rómaborgar – sem er sem sagt
nokkrum árum of seint.
Guðspjallamaðurinn Lúkas segir
að Jesús hafi fæðst árið sem Kýre-
níus var landstjóri í Sýrlandi og kall-
aði alla til skráningar fyrir hönd
Ágústusar keisara. Eitthvað ruglar
Lúkas þar saman árum því Kýreníus
varð fyrst landstjóri í Sýrlandi árið 6
eftir Krist. Líklegast hefur Jesús þá
verið orðinn 12 ára gamall.
Svo aftur sé nú vikið að guðspjöll-
unum tveimur eftir þá Matteus og
Lúkas, þá ber frásögnum þeirra af
fæðingu Jesú og uppruna hans á eng-
an hátt saman. Það eina sem þeir
virðast vera sammála um er að María
hafi verið meyja, trúlofuð Jósef, sem
var ekki líffræðilegur faðir barnsins –
og að Jesús hafi fæðst í
Betlehem. Matteus læt-
ur til dæmis fjölskyldu
Jesú koma frá Betle-
hem. Hvergi minnist
Matteus á fjárhús eða
skráningu skatta-
yfirvalda. Þegar
stjörnuspekingarnir
hans koma til Betlehem
til að heiðra barnið,
ganga þeir beint „inn í
húsið“ (Matt. 2:11).
Stjörnuspekingarnir
(vitringarnir) og sér í
lagi stjarnan sem þeir
fylgdu, hafa reyndar verið tilefni mik-
illa vangaveltna í gegnum aldirnar.
Hvað var eiginlega þessi stjarna, jóla-
stjarnan sem blikar yfir Betlehem?
Það er ekki gott að segja, en hitt er
staðreynd að halastjarna sást á himn-
inum um tveggja mánaða skeið árið 5
fyrir Krist – eða með öðrum orðum
um það leyti sem Matteus segir frá að
Jesús hafi fæðst. Samkvæmt því sem
kínverskir stjörnuspekingar segja var
ferill hennar skráður að vori, í mars
til apríl – en á þeim tíma hefur Jesús
þá líklegast fæðst.
Sögunum um fæðingu Jesú í guð-
spjöllunum er þannig ekki ætlað að
flytja sagnfræðilega annála, heldur
leiða okkur í sannleikann um að Jesús
sé Frelsarinn, Kristur og Drottinn.
Líklegast fæddist Jesús í Nasaret.
Pabbi hans hét kannski Jósef. Móðir
Jesú hét María – eða Mirijam – lík-
lega fæddist Jesús árið 6-4 fyrir
Krist. Að vori. Alla vega örugglega
ekki 25. desember. Annað vitum við
ekki um fyrstu æviár Jesú, bernsku
og æsku – í raun og veru – ekki fyrr
en hann kemur til Jóhannesar skírara
fullorðinn maður og lætur skírast í
ánni Jórdan. En þar hefst einmitt Jó-
hannesarguðspjall.
En 25. desember er fæðingarhátíð
Krists samkvæmt kirkjunni í hinu
gamla Rómverska ríki. Sú kirkja varð
seinna Rómversk-kaþólska kirkjan
og lútersku kirkjurnar, þar með ís-
lenska þjóðkirkjan, eru sprottnar frá
henni. 25. desember hafði verið hátíð
hinnar miklu sólar í hinni fornu Róm
fyrir daga Jesú. Rök kirkjunnar fyrir
að helga þann dag fæðingunni voru
þau að Jesús hefði verið fullkominn
maður og því hlyti hann að hafa verið
getinn á fullkomnum degi. 25. mars
var talinn fullkomnasti dagur ársins í
Rómaveldi, því þá var álitið að heim-
urinn hefði verið skapaður. Jesús
hlaut því að hafa verið getinn þann
dag. Sem þýddi að hann hlaut að hafa
fæðst níu mánuðum síðar, 25. desem-
ber. Auk þess er Jesús hin nýja sól
heimsins og því vel við hæfi að fagna
honum á hinum forna hátíðisdegi sól-
arinnar.
Aðfangadagur, 24. desember, verð-
ur dagur fæðingarhátíðarinnar hjá
okkur því það er eini dagur ársins þar
sem miðað er við hið forna dagatal
Gyðinga. Að sögn Gyðinga byrjar nýr
dagur klukkan 18 að kveldi. Þannig
hefst 25. desember klukkan 18 hinn
24. desember, – en einmitt þá hringj-
um við jólin inn á Íslandi!
Gleðileg jól!
Hvenær fæddist Jesús?
Eftir Þórhall
Heimisson » Þannig hefst 25.
desember klukkan
18 hinn 24. desember –
en einmitt þá hringjum
við jólin inn á Íslandi!
Gleðileg jól!
Þórhallur
Heimisson
Höfundur er prestur
og starfar í Svíþjóð.
Að undanförnu hef-
ur talsvert verið rætt
og ritað um verndun
íslenskrar tungu.
Flestir sem látið hafa
til sín heyra hafa haft
skilning á því að
tungumálið er það sem
raunverulega skil-
greinir okkur og sam-
einar sem þjóð. Án
tungumálsins myndum
við einfaldlega hverfa í þjóðahafið.
Einn af mörgum þáttum sem
heyra til þessarar umræðu eru nafn-
giftir. Það hefur varla farið fram hjá
neinum að nöfn á verslunum og fyr-
irtækjum hérlendis eru í vaxandi
mæli erlend en ekki íslensk. Ágæt ís-
lensk nöfn hafa verið látin víkja fyrir
erlendum. Til dæmis er heitið Víf-
ilfell horfið úr símaskrá en í staðinn
er kominn langhundurinn „Coca-
Cola European Partners Ísland ehf.“
Er þó ekki vitað til þess að íslenska
nafnið hafi reynst hindrun í vegi hins
víðfræga drykkjar. Annað dæmi og
síst betra er Icelandair (sem ég rita
gjarna Æslander). Stjórnendur þess
fyrirtækis áttu í förum sínum tvö
ágæt nöfn, Flugleiðir og Loftleiðir,
en höfnuðu báðum. Nafnið Loftleiðir
hafði áunnið sér viðurkenningu er-
lendis og var þekkt meðal þeirra sem
flogið höfðu yfir Atlantshaf með við-
komu á Íslandi. Það hefur fengið að
halda sér á leiguflugvélum dóttur-
félags Icelandair og lengi vel mátti
sjá það á hóteli við Reykjavíkur-
flugvöll. Á endanum varð þó hótel-
nafnið að víkja fyrir öðrum lang-
hundinum: „Icelandair Hótel
Reykjavik Natura“. Til sam-
anburðar má benda á, að Þjóðverjar
hafa ekki séð ástæðu til að breyta
nafni flugfélagsins Lufthansa og
færa það í enskt eða latneskt form.
Það sem áður hét því ágæta nafni
Hótel Esja heitir nú
„Hilton Reykjavik Nor-
dica“. Þegar mikill hót-
elturn var reistur við
Sigtún fékk hann nafnið
Grand Hótel Reykjavík
og var merktur
GRAND stórum stöf-
um. Orðið „grand“ hef-
ur vissulega merkingu í
íslensku máli. Orðabók
segir að merkingin sé
háski, mein, dauði eða
tjón. Vonandi er það
ekki slæmur fyrirboði
líkt og nafnið „Wow Air“, sem í fram-
burði varð „Vá er“ og boðaði greini-
lega ekkert gott.
Í fréttum dagblaða er oft erfitt að
ráða í það hvort verið er að fjalla um
íslensk fyrirtæki eða erlend. Nýlega
sá ég viðskiptafrétt þar sem fjögur
fyrirtæki voru nefnd til sögunnar en
ekkert þeirra með íslensku nafni.
Eitt þessara fyrirtækja var „Origo“,
sem áður hét því ágæta nafni „Ný-
herji“. Origo er latína og því óneit-
anlega talsvert fínna heiti en enska
orðið „origin“, sem hefði þó haft
þann kost að margir hefðu skilið
merkinguna og jafnvel fundið þar
tengingu við gamla íslenska nafnið.
Vonandi kemur sá tími að eig-
endur fyrirtækja sjái metnað sinn í
því að velja íslensk nöfn í stað hinna
erlendu. Fyrsta skrefið gæti verið
það að sýna íslenskt nafn samhliða
hinu erlenda þar sem því verður við
komið.
Eftir Þorstein
Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson
» Vonandi kemur sá
tími að eigendur
fyrirtækja velji þeim
íslensk nöfn í stað
erlendra.
Höfundur er stjörnufræðingur.
halo@hi.is
Nokkur orð
um nafngiftir