Morgunblaðið - 19.12.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Ásta frænka okk-
ar kvaddi með sínu
lagi, hægt og hljótt,
4. desember síðast-
liðinn. Hún hélt því sínum hætti til
hinstu stundar. Hún var að jafna
hæglát manneskja en samt svo
skemmtilegur grallari og húmor-
isti að lengi verður í minnum haft.
Vinir og ættingjar rifja reglulega
upp hversu gaman var að koma í
Gröf þar sem hún bjó fjölskyldu
sinni heimili og skapaði þann
ramma sem alltaf fylgdi henni síð-
an. Á Höfðabrautinni var hún í
essinu sínu með fallegt hús og
garð sem þau hjónin voru samtaka
í að sinna. Í öllum heimsóknum til
Hvammstanga var ómissandi að
heimsækja hana og Jón, þar sem
sest var að kaffiborði og það til-
heyrði að myndaalbúmin með
gömlu myndunum væru tekin
fram og við dáðumst að því hversu
vel þau myndu við hvaða tækifæri
hver mynd var tekin. Það spillti
Ástríður
Þórhallsdóttir
✝ Ástríður Þór-hallsdóttir var
fædd 9. september
1933. Hún lést 4.
desember 2018.
Útför Ástu fór
fram 17. desember
2018.
ekki fyrir þegar hús-
bóndinn fór að segja
skemmtisögur af
sinni alkunnu list,
hann var svo frábær
sögumaður að marg-
ar sögurnar meitluð-
ust í minnið – þá réð
gleðin ríkjum. Oftast
fylgdi svo setningin
góða, „Ætlið þið ekki
að gista? Hér er nóg
pláss, við eigum eftir
að spjalla mikið meira.“ Enda og
gistum við ósjaldan hjá þeim. Eft-
irminnilegar stundir áttum við
líka með þeim á æskuheimilinu
hjá foreldrum okkar og síðar á
eigin heimilum og eru þær minn-
ingar afar dýrmætar.
Ásta var yngst systranna fjög-
urra sem ólust upp í Stöpum á
Vatnsnesi við ástríki foreldra
sinna – þeim fylgdi sá arfur úr
uppeldinu að hlúa að öllum sem
þyrftu á að halda og gestrisni
þeirra var við brugðið. Okkur
systrum, dætrum Elludísar,
fannst við alltaf njóta sérstakra
hlunninda að eiga þessar yndis-
legu móðursystur og við minn-
umst allra þriggja með ást og
söknuði.
Þegar hvunndagshetjurnar
sem lifað hafa tímana tvenna
kveðja nú ein af annarri áttar
maður sig á því hversu líf þeirra
var í raun auðugt þrátt fyrir að
fjármunir hafi ekki leikið þar stórt
hlutverk. Ef litið er yfir það sem
liggur eftir Ástu frænku er það
fyrst og fremst náungakærleikur-
inn og vináttan sem hún veitti og
fékk á móti í ríkum mæli. Nánasta
fjölskyldan er ekki stór en fjöldinn
sem í kringum hana var telur
þeim mun fleiri og margir sem
sakna hennar og alls þess sem hún
stóð fyrir. Við vitum að börnin
þeirra Jóns, Haddi og Helga,
halda þessu hlutverki hennar
áfram ásamt sínum afkomendum
og hringrásin sem hófst hjá öfum
þeirra og ömmum heldur áfram.
Við vottum frændsystkinum
okkar og fjölskyldum þeirra sam-
úð og geymum ljúfar minningar
um mæta konu.
Elsa, Ína, Þóra og Birna.
Ég kynntist Ástu þegar ég 18
ára hóf sumarstarf sem gang-
astúlka á Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Ásta hafði gaman
af okkur ungu stúlkunum og var
góð fyrirmynd. Hún vann vel og
hafði sérstaklega fallega fram-
komu við sjúklinga og samstarfs-
fólk. Nokkrum árum síðar starfaði
ég í eitt ár á sjúkrahúsinu. Þá tók
Ásta vel á móti mér og við urðum
vinkonur. Við fórum nokkrum
sinnum í dagsferðir saman, geng-
um t.d. upp í Sel og fórum í
skemmtilega ferð með Goggu
mágkonu Ástu, að Reykjum í
Hrútafirði. Þá var mikið spaugað
og hlegið.
Ásta vissi ekkert fallegra en
Vatnsnesið og þekkti þar hverja
þúfu. Löngu síðar þegar ég kom
norður með hóp af kvenfélagskon-
um var auðvitað upplagt að fá
Ástu til þess að leiða okkur um
nesið fagra.
Einu sinni tókst mér að bjóða
Ástu og Jóni í heimsókn til mín
hér syðra. Plottaði ég óvissuferð
með Hadda, sem sagði þeim að
þau yrðu sótt á ákveðnum tíma.
Ásta hafði nú aldeilis húmor fyrir
þessu.
Það var indælt að kíkja í kaffi til
Ástu og Jóns og spjalla um liðna
tíma. Hún átti alltaf kaffi á könn-
unni og oft kíkti Bangsi í heim-
sókn, þeirra góði nágranni og vin-
ur. Nú eru þau öll horfin á annað
nes. Ég á eftir að sakna þessarar
góðu vinkonu minnar þegar ég
vitja heimaslóða.
Eygló Ingadóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA MARÍA TÓMASDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
föstudaginn 21. desember klukkan 14.
Gústaf Lilliendahl
Jónas Rafn Lilliendahl Margrét Katrín Erlingsdóttir
Atli Lilliendahl Inge Heinrich
Margrét Lilliendahl Jón Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn
DR. VALGARÐUR EGILSSON,
læknir og rithöfundur,
Hólatorgi 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni mánudagsins 17. desember.
Katrín Fjeldsted
og fjölskylda
Elsku pabbi okkar,
SKÚLI GUNNLAUGSSON,
Miðfelli 4, Hrunamannahreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju
föstudaginn 28. desember klukkan 13.
Sigríður, Grétar Gunnlaugur, Móeiður, Svanhildur,
Herdís, Hildigunnur og Kristjana Skúlabörn
✝ Margrét Þór-dís Ámunda-
dóttir fæddist í
Reykjavík 30.
september 1933.
Hún lést 8. desem-
ber 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Nanna
Helga Ágústs-
dóttir, f. 2. júní
1912, d. 6. febrúar
2011, og Ámundi
Sigurðsson, f. 29. júní 1905, d.
8. ágúst 1976. Margrét var
elst þriggja systkina, bræður
hennar voru þeir Sigurður, f.
17. janúar 1937, d. 21. apríl
2000, og Jón Örn, f. 20.3.
1944, d. 31.10. 2016.
Margrét giftist æskuást
sinni Guðmundi Gunnari Ein-
arssyni 15.4. 1954.
Börn þeirra eru Nanna
María, f. 1954, Þórunn Svava,
f. 1957, Gunnar Örn, f. 1960,
og Ingigerður Helga, f. 1968.
Margrét og Guðmundur eiga
níu barnabörn: Margréti Rós,
Hörpu Hlín,
Nönnu Björk,
Helgu Katrínu,
Ástu Maríu, Ragn-
hildi, Guðmund
Gunnar, Aron
Inga og Ragnheiði
Millu. Þau eiga
níu barna-
barnabörn.
Margrét var
húsmóðir og hann-
yrðakona. Hún var
menntuð í skermasaum og hélt
mörg námskeið í þeirri iðn.
Hún vann í mörg ár með
manni sínum í þeirra fyr-
irtæki.
Margrét var útivistarkona
og þau Guðmundur kynntust í
skátahreyfingunni ung að
aldri. Um tíma stundaði hún
golf af kappi og naut þess að
vera í sumarbústað þeirra
hjóna í Grímsnesi.
Útför Margrétar fer fram
frá Seljakirkju í dag, 19. des-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku, fallega mamma mín, það
er komið að kveðjustund.
Ég kveð þig með trega þó að ég
viti að þú ert hvíldinni fegin og ert
komin á betri stað. Ég sé þig fyrir
mér núna í fanginu á pabba, dans-
andi á háum hælum.
Síðustu ár hafa verið þér og
okkur erfið en við söknum þín
sárt. Það verður skrýtið að hafa
þig ekki með okkur á aðfangadag
en þið pabbi hafið alltaf verið stór
hluti af deginum. Við höfum ávallt
notið þess að hafa ykkur með okk-
ur þó að stundum hafir þú ekki al-
veg verið viss hvar þú varst eða
hvers vegna.
Æskuárin mín voru yndisleg og
þegar ég læt hugann reika aftur til
þess tíma þá man ég bara eftir
gleði og hlátri. Mamma sá að
mestu ein um heimilisverkin, hún
var fyrirmyndarkokkur, bakari og
naut þess að hafa fínt í kringum
sig. Hún hafði gaman að því að
bjóða gestum í mat. Hádegin voru
oft fjörug í Brekkugerðinu, þá
kom ég heim í hádegismat úr skól-
anum, jafnvel með vinkonur með
mér og pabbi bauð einnig sam-
starfsmönnum sínum enda allir
velkomnir. Ég man ekki eftir öðru
en mamma hafi tekið vel á móti
öllum með bros á vör.
Við áttum margar yndislega
stundir í sumarbústaðnum sem
var uppáhaldstaður mömmu og
pabba. Þar nutu þau sín vel,
spiluðu golf og höfðu það notalegt.
Þegar ég varð unglingur fannst
mér nú ekki gaman að fara í bú-
staðinn með þeim en mamma var
sniðug að finna upp á einhverju
sem gæti fengið mig í Grímsnesið.
Eina hvítusunnuhelgina stakk hún
upp á því að við vinkonurnar
myndum hjóla yfir heiðina og gista
þá helgi í tjöldum við bústaðinn.
Til að tryggja öryggi okkar og að
við fengjum mat á leiðinni fékk
hún svo alla sem hún þekkti í sum-
arbústöðunum í kring til að stoppa
hjá okkur. Við áttuðum okkur ekk-
ert á því að auðvitað voru þetta
eins konar lífverðir sendir af
mömmu að tékka hvort það væri í
lagi með okkur. Það tók heilan dag
að hjóla í yndislegu veðri. Hvað við
vorum ánægðar með þetta afrek
okkur þegar við loksins komum í
sumarbústaðinn. Þá var mamma
tilbúin með veislu sem stóð alla
helgina. Við vinkonurnar voru svo
sáttar og hamingjusamar.
Mamma og pabbi voru virki-
lega stolt af okkur systkinum,
mökum, barnabörnum og í seinni
tíð barnabarnabörnum. Þeim þótti
gott og gaman að hafa alla hjá sér.
Þegar þau átti 50 ára brúðkaups-
afmæli buðu þau öllum með til
Kanaríeyja. Ferðin var ein
skemmtilegasta ferð sem ég hef
farið í, við vorum í leikjum frá
morgni til kvölds.
Minningarnar eru margar en
sumar eru ekki eins ánægjulegar
og ég hefði kosið. Mamma náði
samt alltaf að bæta allt upp líklega
vegna þess að hún sýndi mér
hversu vænt henni þótti um mig
og hversu ánægð hún var með það
sem ég og mín litla fjölskylda
áorkuðum í lífinu.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín
Ingigerður (Inga).
Amma Madda var glæsilegasta
kona, einstök húsmóðir og fagur-
keri. Hún og afi Gunni bjuggu
lengst af í Brekkugerðinu þar sem
hjartað í fjölskyldunni sló. Þar var
hist um jól, þrettánda og á öðrum
hátíðisdögum en amma eldaði ein-
staklega góðan mat. Hún átti mik-
ið af fallegum kjólum sem hún
hafði jafnvel saumað sjálf og við
barnabörnin fengum oft að leika
okkur með þá og slæðurnar í
skápnum frammi í anddyri.
Amma og afi ferðuðust mikið og
alltaf kom hún með gjafir fyrir
börn og barnabörn þegar þau
komu að utan. Þegar við stelpurn-
ar urðum eldri var hún vön að
færa okkur snyrtivörur sem við
unglingarnir vorum heldur betur
ánægðar með.
Amma saknaði afa mikið og
hlakkaði mikið til að hitta hann
aftur. Hún hafði oft orð á því hvað
hann hefði verið góður og fallegur
maður.
Amma átti dásamlegt líf með
afa og voru þau ástfangin út lífið
þrátt fyrir erfiða tíma en við horf-
um með mikilli eftirsjá á þá glöt-
uðu tíma sem sjúkdómurinn henn-
ar tók frá okkur.
Þegar við gistum hjá henni í
Brekkugerðinu skein tunglið
beint inn um svefnherbergis-
gluggann hjá ömmu. Amma hafði
orð á því að henni liði svo vel að
vita af tunglinu þarna. Það lýsti
henni og passaði hana. Áður en við
fórum að sofa fór hún með kvöld-
bænirnar fyrir okkur og bauð
góða nótt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Harpa og Helga.
Elsku amma okkar, fyrst og
fremst langar okkur að þakka þér
fyrir öll þessi ár sem við fengum
að hafa þig. Við systkinin erum
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
ömmu. Söknuður okkar er mikill
en við vitum að þú ert komin á
góðan stað. Það var alltaf gaman
að njóta tilverunnar með þér og er
það mikill missir að fá ekki að
njóta hennar með þér.
Við munum aldrei gleyma þeim
stundum sem við áttum með þér.
Þegar við komum í heimsókn til
þín var alltaf til nóg af góðgæti.
Það var gaman að fá að spila við
þig enda varst þú ávallt tilbúin að
spila við okkur.
Jólin verða aldrei eins án þín og
afa og munum við alltaf hugsa til
þín þegar við borðum jólaísinn
enda var það uppáhaldseftirrétt-
urinn þinn.
Þú settist alltaf fyrst og smakk-
aðir á öllu sem var borið á borðið
áður en nokkur annar var kominn
við borðið. Við munum reyna að
fara vel með pappírinn utan um
jólagjafirnar enda sagðir þú okkur
alltaf að í gamla daga hefði sami
pappír verið notaður aftur og aft-
ur, bara straujaður eftir notkun.
Hvíldu í friði amma mín
nú ferðu þína hinstu för
Afi minn nú bíður þín
með opinn faðm og bros á vör.
Himnaríki heppið er
að sál þín kemur brátt.
Enda ertu mikill karakter
sem alltaf stefnir hátt.
Við elskum þig amma og mun-
um ávallt sakna þín.
Aron Ingi, Guðmundur
og Milla.
Nafna mín, elsku nafna mín.
Aðra eins konu og hana Ömmu
Möddu er erfitt að finna. Hún var í
minni upplifun best í öllu því sem
hún gerði. Sama hvort iðjan var
æskileg eður ey, hún fór alltaf alla
leið!
Hún var skapandi, skemmtileg,
klár, frambærileg og falleg.
Hún var svo falleg að þegar þau
afi fluttu til Winnipeg 1955 var
skrifað um það í þarlendum blöð-
um að hún væri flutt í bæinn. Í
greininni var örugglega verið að
tala um hvað hún væri frambæri-
leg og klár, en ég man mest eftir
orðunum um glæsileika hennar og
fallegu stóru myndina sem fylgdi
greininni.
Það var eins og hún amma væri
tvær manneskjur í einni og báðar
lifðu þær í fullri gnægð og á ystu
brún.
Hún amma mín var nefnilega
ekki bara glæsilegasta kona bæj-
arins, hún var líka mesti alkóhól-
isti sem ég hef kynnst.
Hún amma kenndi mér svo
margt. Að borða góðan mat, spila
brids, halda glæsiveislur, að ég
get ekki borið ábyrgð á fullorðinni
manneskju, ég verð að setja mörk,
lengi getur vont versnað og að gef-
ast aldrei upp.
Þegar ég tel þetta upp þá
hljómar þetta svo neikvætt, en
það var gott að læra þetta, gott
veganesti að vita meira hvað mað-
ur vill og vill ekki í lífinu. Það er
gott veganesti að kunna að setja
mörk og að gefast aldrei upp!
Lengi vel þá var ég í einskonar
ratleik lífsins með henni. Ég var
alltaf að leita að víninu sem hún
var búin að fela.
Ég veit ekki hvað ég fór oft með
hana í meðferð eða upp á spítala.
Enda skiptir það ekki mál í dag.
En hin hliðin.
Góða, örláta, brjálæðislega
skemmtilega amma mín sem vildi
alltaf spila við mig og ræða lífið og
allt sem því fylgir.
Hvað ég var stolt af henni, stolt
af því að eiga svona klára, fallega,
fína ömmu.
Stolt af henni þegar hún náði að
vera edrú.
Þegar árin liðu þá fór þessi
mikla neysla sem hún var í að hafa
áhrif á hana. Hún fór að gleyma og
rugla. Setningar eins og „ís er
besti eftirrétturinn“ eru klassísk-
ar í okkar fjölskyldu.
Tollurinn fyrir lífernið sem hún
lifði var að það voru örugglega
ekki mörg bein í líkamanum sem
hún átti eftir að brjóta og það lit-
aði óneitanlega hennar efri ár.
Þegar ég hugsa út í það hvað ég
gerði með þeim og af hverju það
var svona frábært að fá að vera
hjá þeim, þá hljómar það ekki
merkilegt. Ég bara fékk að stúss-
ast með þeim, hjálpa til í eldhús-
inu, pússa silfrið, taka til í bíl-
skúrnum eða rúnta um bæinn.
Það var einn æðislegur leikur
sem við lékum.
Við fórum í bíltúr eitthvað út í
buskann og svo átti ég að leiðbeina
þeim réttu leiðina heim. Þetta
hljómar ekki merkilegt, en það
var það. Líklegast af því að við átt-
um góð djúp tilfinningaleg tengsl
og það dýrmæta var að við vorum
saman. Það dýrmætasta sem barn
getur fengið er að fá óskipta at-
hygli og hana gaf amma mér.
Alltaf þegar ég heimsótti hana,
sama hvernig ástandið var, þá tók
hún um andlitið á mér og kyssti
mig á kinnarnar og sagði „nafna
mín, elsku nafna mín“.
Ég elskaði hana svo mikið og
hún elskaði mig.
Nafna mín, elsku nafna mín,
hvíldu í firði og góða ferð í næsta
partí.
P.S. Ég bið að heilsa afa.
Margrét Rós Harðardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Margrét Þórdís
Ámundadóttir