Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Pétur bróðir
okkar hefur nú
kvatt okkur og
haldið á nýjar slóð-
ir. Það kom ekki mjög á óvart
að fá tilkynningu um að hann
væri dáinn, þar sem heilsu hans
hafði hrakað jafnt og þétt á síð-
ustu vikum.
Við þessi tímamót reikar
hugurinn gjarnan til æskuár-
anna heima á Borgargarði. Við
vorum fimm bræður og ein syst-
ir sem er yngst.
Þó nokkurn tíma vorum við
allir saman í herbergi og sváf-
um í kojum og eins og nærri má
geta var oft mikið um að vera
og stundum tekist á. Þó svo að
stundum kastaðist í kekki kom
okkur yfirleitt vel saman.
Pabbi átti kindur og vorum
við látnir gefa þeim og sjá um
þrif á kindakofanum. Sverrir
var sjálfskipaður verkstjóri og
skipaði fyrir hvað hver ætti að
gera.
Pétur hafði ekki nokkurn
áhuga á kindum og var ekki fús
Pétur Vilbergsson
✝ Pétur Vil-bergsson fædd-
ist 6. ágúst 1944.
Hann lést 8. desem-
ber 2018.
Útför Péturs fór
fram 14. desember
2018.
að vinna með okkur
í kindakofanum
nema hann langaði
sjálfan til þess.
Fyrir kom að
hann neitaði alveg
að koma með okkur
og í einhver skipti
forðaði hann sér á
hlaupum, þar hafði
verkstjórinn ekki
roð við honum, svo
stundum slapp
hann.
Við lékum okkur mikið í fót-
bolta og höfðum mikinn áhuga á
þeirri íþrótt, en Pétur deildi
þeim áhuga ekki með okkur,
hann var skapmikill og þoldi alls
ekki að tapa og fékkst því sjald-
an til að vera með í leiknum, en
örugglega hefði hann getað orð-
ið liðtækur knattspyrnumaður,
fljótur að hlaupa og fylginn sér.
Ef frá eru talin þau atvik sem
talin eru hér að framan var sam-
vinnan við að aðstoða við heim-
ilisreksturinn góð og skiptumst
við á að vera barnfóstrur og
fleira í þeim dúr.
Eins og aðrir krakkar á þess-
um tíma fór Pétur snemma að
vinna á sumrin og vann þá á
fiskreitum og fleira sem til féll.
Eins og margra unglinga var
siður fór Pétur á sjó um 16 ára
aldurinn og menntaði sig á því
sviði og vann á sjó lengst af sem
vélstjóri og skipstjórnarmaður,
og einnig vann hann hjá Hita-
veitu Suðurnesja, Fiskistofu og
Grindavíkurhöfn.
Pétur kynntist blómarós úr
Keflavík árið 1965 sem ber
nafnið Bjarnfríður Jónsdóttir,
þau giftu sig árið 1967 og byrj-
uðu sinn búskap í Keflavík en
fluttust síðan til Grindavíkur og
bjuggu þar síðan.
Pétur og Fríða eignuðust
fjögur börn.
Fyrir nokkrum árum fór Pét-
ur að finna fyrir krankleika og
var það í fyrstu greint sem bak-
flæði og fór hann í aðgerð til að
laga það.
Batinn lét á sér standa og um
síðir var greiningin á þann veg
að um krabbamein væri að ræða
og í ljós kom að það var ekki
skurðtækt, svo þá tóku við
lyfjagjafir sem ekki unnu á
meininu og heilsan versnaði
smátt og smátt uns hann lést 8.
desember á Sjúkrahúsinu í
Keflavík.
Á þessum tímamótum viljum
við systkinin frá Borgargarði
þakka Pétri fyrir samfylgdina í
gegnum lífið.
Elsku Fríða, við sendum þér
og fjölskyldu ykkar okkar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
góður guð hjálpa ykkur í gegn-
um sorgina.
Sverrir og Elín,
Gunnar og Margrét,
Theodór og Sesselja,
Eyjólfur,
Elín og Sæmundur.
Elsku Inga
frænka. Þú hefur
nú kvatt þetta
jarðlíf og ert komin til hans
Árna þíns og laus við allar
þjáningar.
Sem systir hennar mömmu
hefur þú alltaf verið stór partur
af lífi okkar allra. Ég man eftir
þér og Árna frá því að ég var
lítil stelpa á Klungurbrekku,
þegar þið komuð í heimsókn á
sumrin með Veigu og Villu, því
í sveitinni breyttist allt þegar
gestir komu. Þegar við vorum
svo flutt suður man ég eftir
heimsóknum til ykkar á Gunn-
arshólma og þótt það þyki ótrú-
legt í dag þá fannst mér bílferð-
in þangað ótrúlega löng. Seinna
fluttuð þið á Bár, sem er austan
við Selfoss, og þá varð bílferðin
auðvitað enn lengri. Hún var
samt vel þess virði því þar vor-
uð þið með hesta og við fengum
Ingibjörg Aðalheið-
ur Sigtryggsdóttir
✝ Ingibjörg Að-alheiður Sig-
tryggsdóttir fædd-
ist 24. maí 1936.
Hún lést 6. desem-
ber.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 15. des-
ember 2018.
að fara á bak. Eitt
er líka sem ég man
sérstaklega eftir
hjá ykkur, Inga
mín, en það voru
blómin þín. Þau
voru bókstaflega
úti um allt og í
barnshuga mínum
svo ótrúlega falleg.
Eftir að ég varð
fullorðin eru helstu
minningar mínar
um þig þegar við hittumst í
veislum og fórum út að reykja.
Þá spjölluðum við um allt
milli himins og jarðar og það
eru minningar sem ég mun allt-
af geyma með mér.
Ég ætla nú að kveðja þig,
elsku Inga, með ljóði sem mér
finnst vera ort til þín.
Veltu burtu vetrarþunga
vorið, vorið mitt!
Leiddu mig nú eins og unga
inní draumaland þitt!
Minninganna töfra-tunga
talar málið sitt,
þegar mjúku, kyrru kveldin
kinda’ á hafi sólar-eldinn.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Þín frænka,
Guðrún Lára (Rúna)
og fjölskylda.
✝ Valtýr Björg-vin Grímsson
fæddist 26. maí
1947 í Reykjavík.
Hann lést á Land-
spítalanum 8. des-
ember 2018.
Valtýr var son-
ur hjónanna Helgu
Vilborgar Valtýs-
dóttur frá Seli í
Austur-Land-
eyjum, f. 21.10.
1907, d. 9.11. 1993, og Gríms
Pálssonar frá Hjálmsstöðum,
f. 13.4. 1907, d. 29.11. 1998.
Bróðir hans var Erlendur Páll,
f. 12.4. 1944, d. 12.11. 1987.
Eftirlifandi eiginkona Val-
týs er Auður Þórhallsdóttir, f.
22. janúar 1946 í Hafnarfirði.
Þau gengu í hjónaband 1. júlí
1972. Dætur þeirra eru 1)
Helga, f. 8.2. 1972, eiginmaður
hennar er Sigurður Sveinn
Antonsson, f. 21.9. 1967. Börn
þeirra eru Auður Lára, f. 11.1.
2003, og Atli Fannar, f. 26.2.
2011. 2) Hugrún, f. 29.9. 1982,
sambýlismaður
hennar er Jón Ingi
Björnsson, f. 17.7.
1981.
Börn þeirra eru
Birkir Ingi, f.
22.4. 2008, Hilmir
Kári, f. 29.9. 2012,
og Tinna Karen,
2.1. 2017. Fyrir á
Auður dótturina
Guðmundu Björk
Hjaltested, f. 7.10.
1965. Börn hennar eru Aron,
f. 21.7. 1989, og Sara f. 16.8.
1992.
Valtýr ólst upp í Reykjavík,
lengst af í Vesturbænum.
Hann fór ungur til sjós. Eftir
að hann kom í land vann hann
hjá Trésmíðaverkstæði Sig-
urðar Elíassonar. Lengst af
vann Valtýr hjá Hrafnistu í
viðhaldi og húsvörslu. Hann
lauk starfsferli sínum þar 67
ára að aldri.
Útför Valtýs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
desember 2018, klukkan 13.
Leiðir okkar Valtýs frænda
míns hafa legið saman alla tíð.
Við vorum bræðrabörn, jafn-
aldrar og vinir. Þegar við vor-
um að alast upp var spölkorn á
milli heimila okkar og sam-
gangur mikill.
Við vorum einmitt að rifja
upp ýmis bernskubrek þegar
ég kom til hans á sjúkrahúsið
um daginn.
Við hlógum og skemmtum
okkur yfir minningunum og
dáðumst að því hversu mikið
frjálsræði við hefðum búið við
og að umburðarlyndi foreldra
okkar því snyrtilegur var ekki
alltaf vettvangurinn þegar
leiknum lauk.
Valtýr var hraustur og knár
strákur en upp úr tvítugu
greindist hann með sykursýki
og síðar með hjartavandamál
og þurfti því að gæta að sér.
Aldrei barmaði hann sér
hvorki yfir því eða neinu öðru,
talaði alls ekki um veikindi sín,
heldur þvert á móti sagði hann
ávallt allt gott og að hann væri
sprækur nú sem aldrei fyrr og
kenndi sér einskis meins.
Það var honum mikil gæfa
að hitta Auði Þórhallsdóttur,
mikla sómakonu.
Þau rugluðu saman reytum,
voru samhent og dugleg og
bjuggu sér og dætrum sínum
fallegt heimili.
Þangað var gott að koma því
þar mætti manni hlýtt og nota-
legt viðmót sem var einkenni
þeirra hjóna.
Duglegur og dverghagur á
vel við um Valtý sem var stöð-
ugt að betrumbæta og snurfusa
allt í kringum sig.
Sumarhús fjölskyldunnar í
Laugardalnum var aldeilis eng-
in undantekning, þar naut
hann sín sérstaklega vel við að
laga og nostra bæði við húsið
sjálft, tré, runna og umhverfið
allt.
Eftir að hann hætti launa-
vinnu dundaði hann við renni-
bekkinn og töfraði fram marg-
an, fagran gripinn.
Hann var einnig nokkuð
snjall veiðimaður sem eltist við
rjúpur upp til fjalla og silunga í
ám og vötnum.
Enda léttur á fæti og lipur
allt þar til heilsu hans hrakaði
svo mjög að ýmislegt sem áður
veittist honum létt varð honum
erfitt.
Við höfum árum saman,
ásamt bæði ættingjum og vin-
um, verið saman í fjörugum
gönguhópi.
Í upphafi klifum við fjöll og
brattar brekkur, en höfum
hallast aðeins meira að flat-
lendinu undanfarin ár.
Nú er hoggið í þennan góða
hóp og við sem eftir erum
söknum góðs vinar og frænda
og þökkum fyrir samveru-
stundirnar og sendum Auði,
dætrunum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Rósa
Hilmarsdóttir.
Valtýr Björgvin
Grímsson
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
KRISTINN KJARTANSSON
frá Miklagarði,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
miðvikudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. desember
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð.
Magnús Kristinsson Inga Guðmundsdóttir
Bjarki Kristinsson Unnur Snorradóttir
Ævar Kristinsson Heiðbjört Hallgrímsdóttir
Bryngeir Kristinsson Ásdís A. Gunnlaugsdóttir
Ingvar Kristinsson Vilborg E. Gunnlaugsdóttir
Lena Sædís Kristinsdóttir Halldór Einarsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
ÞORSTEINN HJALTESTED,
bóndi á Vatnsenda,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
12. desember. Hann verður kvaddur að
heiðnum sið frá Félagsheimili Fáks í Víðidal,
21. desember klukkan 16.
Magnús Pétur Hjaltested
Björn Arnar Hjaltested
Kristrún Jónsdóttir
Kaire Hjaltested
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA KRISTINSDÓTTIR,
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 13. desember á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Hún verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn
21. desember klukkan 13.
Guðbjörg Kristín Kjartansd.
Sólveig Kjartansdóttir Hreinn Guðnason
Unnur Kjartansdóttir Ingi Guðmar Ingimundarson
barnabörn og barnabarnabörn
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Antík
Borðstofuhúsgögn, gjafavörur,
jólaskeiðar, jólaóróar,jólaplattar,
B&G postulín matar og kaffistell,
Lladro og B&G postulínstyttur, silfur
borðbúnaður, kristalvörur, kerta-
stjakar, veggljós, ljósakrónur o.fl.
Skoðið heimasíðuna og Facebook.
Opið frá kl. 10 til 18 virka daga .
Þórunnartúni 6,
sími 553 0755 – antiksalan.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is