Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 25
Smáauglýsingar
Ýmislegt
Raðauglýsingar
Tilkynningar
BORGARBYGGÐ
Skipulagsauglýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi
sínum þann 13. desember 2018, samþykkt að
auglýsa eftirfarandi tillögu:
Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi
– Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Markmið breytinganna er að sameina lóðir 57 - 59 í
eina lóð m.t.t. eignaskiptasamninga. Einnig að leyfa
útakstur frá bílaplani lóðar nr. 57 - 59 að Kveld-
úlfsgötu um skábraut, þar sem vinstri beygja verði
bönnuð þegar ekið út á Kveldúlfsgötu. Innakstur
verður eftir sem áður bannaður frá Kveldúlfsgötu.
Engin breyting verður gerð á byggingamagni
lóðanna þar sem lóðirnar eru þegar fullbyggðar.
Málsmeðferð verði skv. 43. grein Skipulagslaga nr.
123/2010.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 21.
desember 2018 til 4. febrúar 2019 og verður einnig
aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar
www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulags-
tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera
skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 4.
febrúar 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut
14, 310 Borgarnesi eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 milli kl. 17:00 og
18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulags-
sviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar
sem tillagan verður kynnt þeim sem þess óska.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30-
11.30. ALLIR VELKOMNIR. Söngstund kl. 13.45. Skólahljómsveit Vest-
urbæjar kemur og spilar fyrir okkur kl. 14.30. Kaffi kl. 14 30-15.20.
Árbæjarkirkja Opið hús í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 12-14.
Börn af leikskólanum Heiðarborg koma í heimsókn og syngja jólalög.
Boðið upp á heitt súkkulaði og með því. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16.
Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Jólasaga lesin kl. 14.20. Opið
fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt
á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700.
Boðinn Harmonikkuspil og söngur kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Hulda Emils mætir með ukulele og flytur
okkur nokkur lög kl. 14. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Dalbraut 18-20 Samverustund frá Laugarneskirkju kl. 14, verslunar-
ferð í Bónus kl. 15.40.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl.
13.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9 Boccia, opinn tími, kl. 9.30 glerlist,
kl. 13. Félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Gullsmári Myndlist kl 9. Poslínsmálun / Kvennabridge kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13,
liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl.
14.30.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. Dagurinn hefst við
hringborðið með kaffispjalli og blaðalestri. Núvitundarstund hefst kl.
10.40, hádegismatur kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30, tálgun með
Valdóri kl. 13-16. Nánari upplýsingar. í síma. 411 2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, keila í Egilshöll
kl. 10, jólasöngstund með Jóhanni og Páll Steinar forsöngvari kl. 13 í
dag í Borgum, allir velkomnir til að taka þátt í að fanga
jólastemminguna. Qigong með Þóru á jólalegum nótum kl. 16.30 í
Borgum í dag.
Seltjarnarnes Botsía, Skólabraut kl. 10. Kafispjall í króknum kl. 10.30.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Í dag kl. 14 verða litlu jólin/söngur og
súkkulaði í salnum á Skólabraut. Upplestur, Gunnar Þór Bjarnason les
úr bók sinni Fullveldi Íslands. Nemendur úr Tónlistarskólanum leika
nokkur lög. Jólaögin sungin við undirleik Friðriks Vignis og jólasveinn
kíkir við. Heitt súkkulaði og bakkelsi. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Auglýsing um skipulagsmál í
Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra
eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Meiri-Tunga 7, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til nýrrar lóðar úr landi Meiri-Tungu 2. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr
og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni. Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi og um nýjan aðkomuveg um
land Meiri-Tungu 2.
Hólar, deiliskipulag. Endurauglýsing.
Deiliskipulagið tekur til nýrrar lóðar úr landi Hóla. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og
gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni. Aðkoma að lóðinni er af Þingskálavegi. Undanþága hefur verið
veitt vegna ákvæða í skipulagsreglugerð um fjarlægðir frá vegum. Vegna þess tíma sem liðinn er frá fresti til
athugasemda er tillagan hér auglýst að nýju.
Svínhagi SH-16, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til gististarfsemi á lóð SH-16 úr landi Svínhaga. Gert verði ráð fyrir byggingu þjónustuhúss
og gestahúsa fyrir gistiþjónustu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi en verður
breytt í verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í samþykktarferli.
Þjóðólfshagi L222499, breyting á deiliskipulagi.
Nýtt deiliskipulag tekur til framlengingar aðkomuvegar, afmörkunar 6 nýrra lóða í stærðum frá 3,7 ha til 5,9 ha
og byggingareita fyrir íbúðarhús, gestahús og hesthús. Nýjar lóðir fái nafnið Grenjar 4-10. Svæðið er skilgreint
sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og verður það áfram með breyttum forsendum skv. aðalskipu-
lagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í samþykktarferli.
Leynir, deiliskipulag
Í deiliskipulagi verði gert ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni landbúnaðarlóð og gerð grein fyrir aðkomu að
þeim. 4 lóðir hafa þegar verið stofnaðar. Á frístundalóðunum er heimilt að byggja allt að 100 m2 sumarhús, 50
m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Á landbúnaðarlóðinni er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, 50 m2
gestahús og 40 m2 geymslu. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leyni fór áður í umsagnarferli en vegna tímaákvæða
þarf að endurtaka ferlið skv. skipulagslögum.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra,
www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2019.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488 7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.
Rangárþing ytra
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á