Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 27
krakkarnir hófu sína skólagöngu öll sama daginn, þriggja, fjögurra og sex ára.“ Síðar tók Þóranna doktorspróf í viðskiptafræði frá Cranfield Univers- ity í Bretlandi. Þóranna hefur lengi verið viðloð- andi Háskólann í Reykjavík, hóf þar fyrst störf við viðskiptadeild árið 1999. Hún tók hlé frá HR árið 2005 og réð sig sem framkvæmdastjóra hjá Vistor, en svo skemmtilega vill til að hún er nú nýsest í stjórn Veritas sem er móðurfélag Vistor. Hún var einn af stofnendum fjármálafyr- irtækisins Auður Capital, sem inn- leiddi kvenlæg gildi í fjármálaþjón- ustu: „Ég hef aðeins verið viðloðandi fjármálageirann síðan í gegnum stjórnarsetu, m.a. hjá Landsbréfum og Íslandsbanka.“ Árið 2011 fór hún aftur til starfa við HR, fyrst sem framkvæmdastjóri stjórnunar og síðar sem forseti við- skiptadeildar. Frá ársbyrjun 2017 hefur hún rekið eigið ráðgjafarfyr- irtæki, Delta-ráðgjöf. Þar vinnur hún að breytingastjórnun, stefnumótun og eflingu stjórnendahæfni hjá fyr- irækjum og stofnunum, auk þess að halda stjórnendanámskeið á vegum HR. „Ég hef ekki mikinn tíma fyrir áhugamál, en hef talsverðan áhuga á fólki. Ég reyni að átta mig á mark- miðum þess, þankagangi, afstöðu og atferli. Skilningur og áhugi á fólki er grundvallar forsenda árangursríkra breytinga, stjórnendur þurfa að átta sig á því hvað hvetur starfsfólk til dáða.“ Í frítímanum vill Þóranna helst vera úti við og ferðast talsvert um landið með eiginmanni sínum. Uppá- haldsstaðurinn er þó fjaran við Stokkseyri þar sem þau eiga 130 ára gamalt hús við fjörukambinn. „Það er það besta sem ég hef nokkru sinni keypt fyrir peninga“ – segir hún. Skíðaferðir eru líka fastur liður: „Ég er eiginlega alveg skíthrædd og frek- ar léleg á skíðum, en þetta er fín úti- vera svo ég læt mig hafa það.“ Afmælisbarnið hefur verið að halda upp á afmælið allt árið og ætlar að halda því áfram langt fram á næsta ár: „Afmælisárið hófst á fjöl- skylduferð á skíði, því næst tók við ferð með menntaskólavinkonunum í sólina, en framundan er svo fjöl- skylduferð til Kambódíu.“ Fjölskylda Eiginmaður Þórönnu er Júlíus Guðmundsson, f. 25.1. 1968, verk- efnastjóri í krabbameinsrannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu. For- eldrar hans: Guðleif Pétursdóttir, f. 7.5. 1927, d. 14.5. 1995, matráðskona, og Guðmundur Júlíusson, f. 22.3. 1927, d. 7.8. 2002, trésmiður. Börn Þórönnu og Júlíusar eru 1) Tindur Hrafn Júlíusson, f. 11.8. 1990, tölvunarfræðingur; 2) Skorri Júl- íusson, f. 14.5. 1992, tölvunarfræð- ingur, unnusta hans er Lára Kristín Þorvaldsdóttir verkfræðingur, og 3) Viðja Karen Júlíusdóttir f. 19.9. 1993, verkfræðingur, unnusti hennar er Rúnar Arnórsson, BSc. í sálfræði og landsliðsmaður í golfi. Albróðir Þórönnu: Ingvar Mar, f. 12.8. 1973, flugstjóri hjá Icelandair og oddviti framsóknarmanna í Reykjavík. Hálfsystur Þórönnu, samfeðra, eru Erna Heiðrún, f. 18.6. 1984, lögfræð- ingur við regluvörslu hjá Kviku banka, og Arna Margrét, f. 31.7.1990, tónlistarmaður og nemi við King’s College í London. Móðir þeirra er: Jóna Guðrún Oddsdóttir, f. 1951. Foreldrar Þórönnu: Sigríður Ingv- arsdóttir, f. 18.7. 1949, lögfræðingur, og fv. héraðsdómari í Reykjavík, bú- sett í Reykjavík, og Jón Mar Þór- arinsson, f. 3.6. 1950, d. 29.6. 2018, lengst af kennari við Fellaskóla, var búsettur í Garðabæ. Þóranna Jónsdóttir Sigbjörn Björnsson form. í Ekru Þóranna Jónsdóttir húsfr. í Ekru í Vestmannaeyjum Þórarinn Sigbjörnsson fiskmatsm. í Grindavík Jón Mar Þórarinsson kennari í Garðabæ Margrét Sveinsdóttir fiskmatsm. í Grindavík Sveinn Benediktsson b. á Borgareyri Steinunn Þorsteinsdóttir húsfr. á Borgareyri í Mjóafirði Valgerður Þórarinsdóttir húsfr. í Kópavogi Elín Sigurðardóttir kennari og fv. oddviti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði Dóra Stefánsdóttir sérfræðingur hjá RANNÍS Sveinn Þórarinsson b. í Kolsholti í Villingaholtshreppi Þórarinn Sveinsson prófessor við HÍ Sveinn Þórarinsson hagfræðingur hjá Landsbankanum Helga Margrét Sveinsdóttir bókari Anton Sveinn McKee sundkappi Sveinn Þórarinsson vélvirki á Selfossi Ólöf Þórarinsdóttir kennari í Rvík Jóhanna Harpa Árnadóttir verkfræðingur og stundakennari við HR Ágúst Þór Árnason aðjunkt við HA Sigurður Ingvarsson prófessor við HÍ og orstöðum. á Keldumf Lárus Sigurðsson (Lalli Sig.) ljósmyndari Ingvar Mar Jónsson flugstj. og oddviti framsóknarmanna í Rvík Jórunn Ásmundsdóttir húsfr. í Efstadal Sigurður Sigurðsson b. í Efstadal í Laugardalshreppi Ingvar Sigurðsson sérleyfishafi í Rvík Guðlaug Þórarinsdóttir framkvstj. í Rvík Þórarinn Auðunsson b. í Fagurhlíð og Láguhlíð Elín Sveinsdóttir húsfr. í Fagurhlíð í Landbroti og Láguhlíð í Mosfellssveit Úr frændgarði Þórönnu Jónsdóttur Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Alfreð Flóki fæddist í Reykja-vík 19.12. 1938, sonur Guð-rúnar Guðmundsdóttur og Alfreðs Nielsen. Alfreð Nielsen var danskur í föð- urætt, sonur Niels Christians Niel- sen sem vann hjá Sameinaða gufu- skipafélaginu, DFDS, en móðir hans hét Guðlaug Ólafsdóttir. Guðrún var af hinni frægu listamannaætt sem kennd er við Jötu í Ytrihreppi en meðal afkomenda þaðan má nefna listamennina Einar Jónsson mynd- höggvara, Hörð Bjarnason húsa- meistara, Nínu Tryggvadóttur, Gest Þorgrímsson, Jón Óskar Haf- steinsson, Eirík Smith og Sóleyju, dóttur hans. Alfreð giftist Anette Bauder Jen- sen árið 1963 og eignuðust þau son- inn Axel Darra Flókason, f. 1964, eina barn Flóka. Flóki og Anette Bauder skildu en unnusta hans síðari árin var Ingibjörg Alfreðsdóttir. Flóki var í Austurbæjarskólanum, Miðbæjarskólanum og Gaggó Vest þar sem Jóhann Briem var teikni- kennari hans og hvatti hann mjög til dáða á listabrautinni. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskól- ann í Reykjavík, við Kúnstakadem- íuna í Kaupmannahöfn og lærði m.a. hjá Hjorth Nielsen prófessor. Að námi loknu hélt Flóki heim til Íslands en var mikið í Danmörku næstu árin og dvaldi tæpt ár í Bandaríkjunum. Flóki var undrabarn í myndlist, án efa fremsti teiknari þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Mörg verka hans eru tilvísun í evrópskar hryll- ingsbókmenntir, súrrealískar blek- teikningar, hlaðnar táknhyggju, róm- antík, sterkum kynórum og angist undirvitundar. Í handbragði og stíl sótti hann mjög í súrrealisma og í symbólisma 19. aldar. Flóki var hlédrægur en skemmti- legur og elskulegur í viðmóti og snill- ingur í tilsvörum við fjölmiðlafólk og menningarvita. Um hann hafa komið út hefti eftir Jóhann Hjálmarsson, bók eftir Aðalstein Ingólfsson og endurminningar eftir Nínu Björk Árnadóttur. Flóki lést 18.6. 1987. Merkir Íslendingar Alfreð Flóki 90 ára Aðalheiður Árnadóttir Kristín Björg Jóhannesdóttir Lilja Jónsdóttir 85 ára Álfhildur Ingimarsdóttir Guðni Guðmundsson Guðrún Árnadóttir Jónína Árnadóttir Magni Guðmundsson 80 ára Yngvi Örn Guðmundsson 75 ára Ingibjörg Þórarinsdóttir 70 ára Ásmundur Karlsson Ellen Margrét Þorvaldsdóttir Guðmundur Stefánsson Guðný Sigurðardóttir Hjörleifur Gíslason Sigurður Ásgeirsson Smári Júlíusson Örn Fossberg Kjartansson 60 ára Anna Eygló Rafnsdóttir Anny Deslijati Oesmansd. Elín Elísabet Baldursdóttir Erna Björg Baldursdóttir Helga Hrönn Elíasdóttir Hrefna Yngvadóttir Ingólfur Kristjánsson Jóna Margrét Kristinsdóttir Jórunn Guðsteinsdóttir Ólafur Þorri Gunnarsson Rósa Hallgeirsdóttir Sigurgeir S. Jóhannsson Stefán Pétur E. Árnason Þórunn Úrsúla Steinarsdóttir 50 ára Brjánn Fransson Dagmar Lilja Marteinsdóttir Hildur Hólmfríður Pálsdóttir Jóhann Halldórsson Jón Ólafur Ragnarsson Kristján G. Jóhannsson Sigríður B. Einvarðsdóttir Svanhildur Bragadóttir Yueping Zhou Þóranna Jónsdóttir 40 ára Andri Kristjánsson Benjamín Sigurgeirsson Bjarki Már Gunnarsson Brynjar Már Valdimarsson Karl Kvaran Kristín Lillý Kjærnested Rut Erla Magnúsdóttir Sylwia Jolanta Roczkowska Wassim Mansour Þóra Matthildur Þórðardóttir 30 ára Aldís Hauksdóttir Anna S. Lampart Jurkowska Arnar Snævar Eggertsson Birna Kristmundsdóttir Craig Fraser Erika Jensen Friðrik Rafn Friðriksson Jenný Grettisdóttir Jökull Másson Kristján Jónsson Pernille Ahlmann Jensen Snædís Snorradóttir Til hamingju með daginn 30 ára Snædís lauk prófi frá Kvikmyndaskóla Ís- lands og er í dagskrár- gerð og framleiðandi hjá Hringbraut. Maki: Arne Kristinn Arne- son, f. 1981, leikstjóri. Dætur: Ísold Orka, f. 2009, og Sóldís Skjald- mey, f. 2016. Foreldrar: Snorri Guð- mundsson, f. 1962, meist- ari, og Bryndís Krist- insdóttir, f. 1965, drottning. Snædís Snorradóttir 30 ára Jenný býr á Ak- ureyri, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá HA og er verkefnastjóri hjá Net- kerfi og tölvum ehf. Maki: Georg Gunn- laugsson, f. 1987, húsa- smiður. Börn: Grettir, f. 2012, og Sandra, f. 2015. Foreldrar: Grettir Örn Frí- mannsson, f. 1952, kjöt- iðnaðarmaður, og Mar- grét Þórðardóttir, f. 1952, d. 2014, bókari. Jenný Grettisdóttir 30 ára Erika ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk stúdentsprófi frá VMA og starfar hjá fyrirtækinu B. Jensen. Maki: Óli Hjálmar Ólason, f. 1987, vélstjóri. Synir: Óli Bjarni Ólason, f. 2011, og Erik Ingi Óla- son, f. 2016. Foreldrar: Erik Jensen, f. 1961, framkvæmdastjóri, og Ingibjörg Stella Bjarna- dóttir, f. 1961, fram- kvæmdastjóri. Erika Jensen Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.