Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Eggert
Sýningar á annarri þáttaröð hinnar vinsælu Ófærðar
hefjast 26. desember á RÚV og var forsýning haldin í
Bíó Paradís í gær á fyrstu tveimur þáttunum. Til hennar
mættu leikarar og aðrir þeir sem komu að gerð þáttanna.
Fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda og var sýnd í fjöl-
mörgum löndum. Hlaut hún lof gagnrýnenda víða, m.a. í
Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Ástralíu og Prix
Europa verðlaunin sem besta sjónvarpsþáttaröðin 2016.
Forsýning á fyrstu þáttum Ófærðar
Sigurjón Kjartansson og
Margrét Örnólfsdóttir
Baltasar Kormákur og
Elva Ósk Ólafsdóttir
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
„Maður ekur inn og út úr borg. Mað-
ur sofnar, mann dreymir og maður
vaknar. Á hvaða ferðalagi ert þú?“
Þessar setningar má finna
snemma í nýrri skáldsögu Eiríks
Guðmundssonar sem heitir Ritgerð
mín um sársaukann. Á kápu er bók-
inni lýst sem „ástarsögu um fölar
minningar, um kynslóðir sem bugast
og neyðast til að játa uppgjöf sína,
harmleikur sem ekki verður færður í
orð. Sársauki sem er rýtingur í
hjarta okkar allra. En þessi ritgerð
er líka ein lítil, græn rós“.
Farangur út í lífið
Eins og þessi lýsing ber með sér er
mikið undir í þessari bók, mikið í
gangi, og þegar ég nefni hugmynda-
streymið í textanum við Eirík tekur
hann undir að og bætir við að það sé
líka mikið nafnastreymi. „Ég hef
skrifað líkt þessu áður, hef oft skrif-
að um það hvernig við erum alltaf
mótuð af því sem við lesum og hlust-
um á, hvort sem við vitum af því eða
ekki. Þessi bók fjallar um það hvað
það er sem mótar mann og hvaða far-
angur það er sem maður fer með út í
lífið, hvort sem það er Moonlight
Serenade eða einhver gömul saga,
spekúlasjónir um það hversu vel
maður er nestaður, hversu vel er
maður búinn til að mæta því lífi sem
síðan bíður manns þegar þangað er
komið.“
Puðrað a samtímann
„Ég er með tilvitnun í ljóð eftir
Kathleen Raine fremst í bókinni í
ljóð sem Anonymus, Jóhannes úr
Kötlum, þýddi þar sem talað er um
vofur hins liðna sem fylgja okkur og
auðvitað er ég að skrifa líka um ein-
hverjar gamlar vofur, einhverja at-
burði sem gerðust jafnvel löngu fyrir
fæðingu þessara frænda sem bókin
segir frá. Það fylgir líka inn í pakk-
ann, og mér hefur vonandi tekist að
láta það speglast inn í þeirra tilveru,
en svo er samband þessara frænda
svolítið óljóst og hvert hlutskipti
hvers er, hvor þeirra segir satt frá,
hvor er ofar jarðar og hvort er dauð-
ur.“
„Það fyrsta sem ég skrifaði á app-
elsínugult blað var hausinn, Ritgerð
mín um sársaukann, og ég ætlaði
mér að skrifa bók sem fjallaði um
sársaukann sem fylgir því að vera til.
Kannski líka um sársauka þess að
muna. Það er mikið talað um fjar-
lægð á milli fólks í bókinni, ef ég man
rétt. Það virðist vera í baráttu við
fjarlægðirnar, sársaukann sem fylgir
þeim, en svo teiknaðist hún upp þessi
bílferð inn í borgina, sem er eins-
konar rammi: þú ert að yfirgefa stað
sem þú þekkir mjög vel, ferð þangað
aftur alltaf hvort sem það er fýsískt
eða í huganum.
Ég er að skrifa um þessar fjar-
lægðir þannig að það einhvern veg-
inn raðaði sér þannig saman. Það er
nú töluverður heimsósómi í þessu,
það er mikið puðrað á samtímann og
þá tíma sem við lifum á, það er með
ráðum gert, þessi óði andi vorra
skelfilegu tíma, segi ég einhvers
staðar, og það er líka þessi sársauki
og þess vegna ber ég þetta saman við
einhverja gullöld sem er náttúrlega
blekking sem þessi frænka sögu-
manns á að hafa upplifað.“
– Sem er blekking eins og allar
gullaldir.
„Það er búið að móta mann með
því að eitthvað hafi verið miklu betra
einhvern tímann áður og þá er það
manns sjálfs að spila úr því, úr þeim
sama tíma sem maður er að lifa í stað
þess að vera sífellt að hlusta á Moon-
light Serenade.“
Teygt á forminu
– Þú leyfir þér að hlaupa út og suð-
ur, teygja á forminu og reyna á þan-
þol þess.
„Líklegast er þetta einver sinfónía
eða hljómhviða með stefjum og end-
urtekningum og þrástefjun og þann-
ig held ég að ég skrifi og þannig vil
ég skrifa. Mig langar ekkert að
skrifa sögu sem byrjar hér og endar
þar, mig langar að fara með lesand-
ann í óvænt ferðalag alveg eins og
þegar maður hlustar á langt og gott
tónverk. Þó að forminu sé fylgt þá er
búið að fara með mann í eitthvert
ferðalag sem maður getur ekki alveg
sett fingur á: þegar tónverkinu lýkur
er búið að fara með mann inn á ein-
hver svæði í manni sjálfum sem mað-
ur kannski þekkti ekki fyrir, búið að
sveifla manni fram og til baka og oft
með óvæntum hætti þó að allt sé gert
samkvæmt reglunum og bókinni.
Það góða við skáldsöguna er það
að það er ekki til neitt skapalón fyrir
hana, Cervantes braut það bara
strax í byrjun og það hefur aldrei
verið límt saman.
Sagan teymdi mig eitthvað annað
en ég var kannski búinn að hugsa, en
mér finnst ekkert gaman að skrifa ef
ég er bara að fylla inn í eitthvert Ex-
cel-skjal, ég vil að ég komi sjálfum
mér á óvart, það finnst mér skemmti-
legt. Bókin teymir mann eitthvað en
ég var ábyggilega búinn að hugsa
eitthvað allt annað. Eitthvað af því er
örugglega í bókinni ennþá, en svo lét
ég hana bara ráða för.“
– Það er nokkuð um liðið síðan síð-
asta bók kom út.
„Já, 1983 kom út 2013 og svo gaf
ég út ljóðabók í leyni 2015. Ætli ég
hafi ekki byrjað á þessari þá, en ég er
til skiptis uppi á RÚV og að skrifa
þannig að þetta smá slitnar í sundur
hjá mér. Þess vegna er ég lengur að
þessu en ella, en ég er sískrifandi,
eftir því sem ég get.“
Óður andi vorra
skelfilegu tíma
Í nýrri skáldsögu skrifar Eiríkur Guðmundsson um sárs-
aukann sem fylgir því að vera til og sársaukann við að muna
Morgunblaðið/Hari
Eins og tónverk „Það góða við skáldsöguna er það að það er ekki til neitt
skapalón fyrir hana,“ segir Eiríkur Guðmundsson um leik sinn með formið.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is
Elly (Stóra sviðið)
Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Lau 12/1 kl. 20:00 188. s
Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s
Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s
Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas.
Aðeins sýnt á aðventunni.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 20/12 kl. 19:30 Fors. Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fös 21/12 kl. 19:30 Fors. Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200