Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 10
Ljósmynd/Vegagerðin
Djúpvegur Hér er horft í áttina að
fjallinu Hesti frá veginum í Hestfirði.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni
tilboð í endurbætur á um 7 kíló-
metra löngum kafla Djúpvegar í Ísa-
fjarðardjúpi, frá Leiti í Hestfirði að
Eyri í Seyðisfirði. Verkinu skal að
fullu lokið eigi síðar en 1. september
2020.
Fjögur tilboð bárust í verkið.
Lægst bauð Suðurverk hf., Kópa-
vogi, 448,2 milljónir króna. Var það
87% af áætluðum verktakakostnaði,
sem var 514 milljónir. Þotan ehf,
Bolungarvík bauð 498,8 milljónir,
Þróttur ehf., Akranesi 510,2 millj-
ónir og Borgarverk ehf., Borgarnesi
bauð 583 milljónir.
Í kynningarskýrslu Vegagerðar-
innar um þetta verk segir að til-
gangur framkvæmdarinnar sé að
bæta samgöngur og auka umferðar-
öryggi vegfarenda á Djúpvegi. Áætl-
uð efnisþörf vegna endurbóta á veg-
inum milli Hestfjarðar og Seyðis-
fjarðar er um 170 þúsund rúm-
metrar.
Tilfærsla vegar minniháttar
Á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði
Djúpvegar, milli Hestfjarðar og
Seyðisfjarðar, víkur veglínan á
þremur stöðum út fyrir núverandi
veg. Um minniháttar tilfærslu er að
ræða og er framkvæmdin því í sam-
ræmi við aðalskipulag Súðarvíkur-
hrepps. Núverandi vegur var byggð-
ur um og upp úr 1970 .
Vegkaflinn, sem nú stendur til að
endurbyggja, flokkast sem stofnveg-
ur, 8 metra breiður. Samkvæmt veg-
gagnabanka Vegagerðarinnar er nú-
verandi vegur þó víðast um 4-5
metra breiður og lagður einbreiðu
slitlagi. Í Seyðisfirði er vegurinn það
mjór að á 9 stöðum eru merkt útskot
til mætinga í vegköntum hans.
Þar sem vegurinn liggur um Eiðið
sé hann sérlega varasamur vegna
varhugaverðrar hæðar- og planlegu.
Langhalli vegarins á þessum stað er
10%, sem er mesti halli vegar á leið-
inni milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.
Ekki verður um neina vegstyttingu
Djúpvegar að ræða.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði
mun liggja um tvo firði Súðavíkur-
hrepps í sunnanverðu Ísafjarðar-
djúpi, þ.e. Hestfjörð og Seyðisfjörð.
Hestfjörður er um 15 km. langur og
mjór fjörður með litlu undirlendi og
bröttum fjallshlíðum í sjó fram.
Djúpvegur liggur beggja vegna
fjarðarins, neðst í hlíðum hans.
Við mynni fjarðarins er næst-
stærsta eyja Ísafjarðardjúps, Vigur.
Engin föst búseta er lengur í firð-
inum en frístundahús eru á Eiði og
undir Hesti í firðinum vestan-
verðum.
Næsti fjörður norðvestan Hest-
fjarðar er Seyðisfjörður en svipmik-
ið fjall, Hestur, skilur firðina að.
Þegar ekið er eftir Djúpvegi, frá
Hestfirði yfir í Seyðisfjörð, er farið
um háls er nefnist Eiðið. Engin föst
búseta er í Seyðisfirði en frístunda-
hús eru við Fjarðarhorn, Kleifar og
Uppsali, auk þess sem kirkja er á
Eyri í vestanverðum firðinum.
Endurbætur
verða gerðar
á Djúpvegi
Tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í
varasaman kafla við Ísafjarðardjúp
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
: O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Ísafjarðar-
djúp
Endurbætur Djúp-
vegar í Seyðisfirði
He
st
fjö
rð
urSe
yð
is
fjö
rð
ur
Ísafjörður
Súðavík
Fyrirhugaðar endur-
bætur á 7 km kafla
frá Eyri suður að Leiti
61
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Pasco
gólflampi
Ring
borðlampi
Rock
borðlampi
Elegance
borðlampi
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hyggst setja á laggirnar
óformlegan vinnuhóp vegna 75 ára
afmælis lýðveldisins 17. júní á næsta
ári. Málið verður rætt á ríkis-
stjórnarfundi í dag.
Í svari forsætisráðuneytisins við
fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort
einhver sérstök hátíðardagskrá sé
fyrirhuguð vegna afmælisins kemur
fram að vinnuhópurinn verður skip-
aður fulltrúum úr forsætisráðuneyt-
inu, Alþingi og Reykjavíkurborg og
mun hann í samráði við umboðsmann
barna, ferðamála-, nýsköpunar- og
iðnaðarráðherra, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, fjármála- og
efnahagsráðherra
og háskóla lands-
ins vinna tillögur
til forsætisráð-
herra, ríkis-
stjórnar Íslands
og forseta Alþing-
is. Hópurinn á að
skila tillögum sín-
um eigi síðar en 1.
mars 2019.
Í svari ráðu-
neytisins segir ennfremur að nú
þegar aldarafmælisári fullveldis sé
að ljúka sé fyllsta ástæða til að hefja
undirbúning lýðveldisafmælisins.
Tilvalið sé að virkja börn og ung-
menni til víðtækrar þátttöku í hátíð-
arhöldum. Til dæmis mætti efna til
fræðslu í skólum sem tengist lýð-
ræði og lýðveldi og fyrirhugað
barnaþing á árinu 2019 gæti verið
helgað sömu málefnum. Þá kemur til
álita að hafa ýmsar lykilstofnanir
opnar almenningi í tengslum við 17.
júní, svo sem Alþingi, dómstóla og
ráðuneyti. Söfn landsins gætu efnt
til viðburða og sýninga og háskólar
verið með dagskrá tengda lýðveld-
isafmælinu. Með ýmsum hætti megi
einnig virkja íþróttafélög og æsku-
lýðssamtök til að fagna lýðveldis-
afmælinu.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, sagði í svari við fyrir-
spurn blaðsins um sama efni að enn
væri ómótað hvernig þingið minntist
lýðveldisafmælisins. Engin áform
um þingfund á Þingvöllum væru enn
á prjónunum.
Lýðveldisafmælis minnst
Lýðveldið 75 ára 17. júní 2019 Vinnuhópur skipaður til
að gera tillögur um hvernig afmælisins verður minnst
Katrín
Jakobsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Yfir 300 ára gamall ljósahjálmur er
kominn aftur í Stafholtskirkju í
Borgarfirði. Hann hafði skemmst og
verið varðveittur í Byggðasafni
Borgarfjarðar í Borgarnesi í nokkra
áratugi. Gert hefur verið við hjálm-
inn að hluta og hann hengdur upp í
kirkjunni til bráðabirgða.
Ekki er vitað hvað ljósahjálmur-
inn er gamall. Hann er ekki meðal
muna sem getið er um í umfjöllun
um kirkjuna í ritinu Kirkjur Ís-
lands. Brynjólfur Guðmundsson,
bóndi í Hlöðutúni og formaður
sóknarnefndar, segist raunar vera
að reyna að lesa um gamlar vísitasí-
ur biskups til þess að sjá eitthvað
um hjálminn. Þór Magnússon, fyrr-
verandi þjóðminjavörður, telur
ljósahjálminn vera frá 17. öld eða
frá því um 1700. Hann segir sóknar-
nefndinni að hjálmurinn eigi all-
marga sína líka í kirkjum hér á
landi. Hann er ekki merktur fram-
leiðanda en Þór segir að margir
slíkir hjálmar hafi borist að utan á
þessum tíma, líklega flestir frá Dan-
mörku.
Hóffjaðrir sem splitti
Birna G. Konráðsdóttir, fyrrver-
andi sóknarnefndarformaður, komst
á snoðir um gripinn í Byggðasafn-
inu í Borgarnesi fyrir nokkrum ár-
um og fékkst hann afhentur til
baka. Þá voru brotnir tveir armar í
neðri kransinum og vantaði annan
þeirra. Þá vantaði allar liljurnar í
efri kransinum og telur Brynjólfur
ummerki benda til að þar hafi verið
skraut en ekki kerti.
Hann segir ekki vitað með vissu
hvenær hætt var að nota ljósahjálm-
inn. Inni í einni kertapípunni var af-
rifa úr Morgunblaðinu frá því í maí
1950 en hún hafði verið notuð til að
þrengja að einu kertanna sem hefur
verið of mjótt. Það bendir til þess að
hjálmurinn hafi verið í notkun á
þeim tíma en á árinu 1970 var hann
kominn á Byggðasafnið.
Hjálmurinn hefur hangið í miðri
hvelfingunni, undir frægu lofti þar
sem málaðar eru 400 stjörnur. Telur
Brynjólfur ekki ólíklegt að festingar
hafi gefið sig og hann hafi fallið nið-
ur á gólf og brotnað. Áður hafi efri
kransinn verið brotinn. Hann bendir
á að tveimur ryðguðum hóffjöðrum
hafi verið stungið sem splitti í
hringinn sem hjálmurinn hangir í.
Dýrmætt fyrir söfnuðinn
„Það er Sigríði Sigurðardóttur í
Sólheimatungu að þakka að ljósa-
hjálmurinn er enn til. Hún tók hann
til varðveislu og kom honum á
byggðasafnið. Annars hefði honum
sjálfsagt verið hent,“ segir Brynj-
ólfur en Sigríður var mikill vel-
unnari Stafholtskirkju. „Þetta hefur
verið merkilegur gripur á sínum
tíma og merkilegt hvað menn lögðu
mikið í kirkjugripina miðað við
hvernig umhverfið var. Þeir hafa
skorið sig mikið úr í gömlu torf-
kirkjunum. Okkur finnst dýrmætt
að eiga þennan grip,“ segir Brynj-
ólfur.
Málmsmiðjan Hella steypti nýja
arma í stað þeirra sem brotnir voru.
Brynjólfur segir að það bíði betri
tíma að laga efri kransinn.
Einnig eru til í kirkjunni kerta-
stjakar sem voru á hliðum kirkj-
unnar og lýstu hana upp ásamt
ljósahjálminum. Brynjólfur segir að
gaman væri að gera þá upp og koma
fyrir á sínum stað en það bíði betri
tíma.
Ljósmynd/Brynjólfur Guðmundsson
Í kirkjunni Ljósahjálmurinn hengdur til bráðabirgða á bita við kórinn. Hann verður síðar settur á sinn gamla stað.
Aldagamall ljósahjálm-
ur kominn á sinn stað
Stafholtskirkja endurheimtir yfir 300 ára grip
Ljósahjálmur Enn á eftir að gera
við efri kransinn á hjálminum.