Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
90 ára afmæli
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við höfum fundið mikla þörffyrir nákvæmari veður-spár, sem ná til ákveð-inna staða eða byggðar-
laga fremur en að spanna stór
landsvæði. Með því að setja þennan
vef í loftið erum við að svara því
kalli,“ segir Sveinn Gauti Einarsson
verkfræðingur.
Í dag, á vetrarsólstöðum, fer
veðurvefurinn blika.is í loftið og er
hann starfræktur á vegum Veður-
vaktarinnar ehf., fyrirtækis Einars
Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Saman sinna Einar og Sveinn
Gauti, sem er sonur hans, margvís-
legri veðurþjónustu svo sem gerð
sértækra spáa fyrir ákveðna staði
og svæði. Er það gjarnan í
tengslum við ákveðin verkefni, svo
sem vegagerð, raforkuflutninga,
flug og slíkt. Má segja að vefurinn
nýi sé frekari útfærsla á þeirri
starfsemi.
Áreiðanlegar spár
fjórum sinnum á sólarhring
Vefurinn nýi er um margt til-
svarandi yr.no sem margir Íslend-
ingar þekkja og nota. Þar eru
keyrð saman tölvulíkön og skrár
með fjölda staðarheita og -ákvarð-
ana og þannig má finna þúsundir
spástaða víða um veröldina.
„Norska síðan er gagnleg, en
hún er fyrst og fremst í fínni upp-
lausn yfir Noregi og Skandinavíu,
en mun grófari annars. Við þurfum
betri hermun á íslensku landslagi
og áhrifum þess á veður staðbund-
ið,“ segir Einar Sveinbjörnsson.
„Blika verður með spárnar í kvarða
og reitum sem eru þrír kílómetrar
á hvern veg. Það er algeng aðferð
en krefst nokkuð mikils tölvuafls.
Með svo hárri upplausn veður-
spánna, sem keyrðar eru fjórum
sinnum á dag, verða spárnar mun
áreiðanlegri en ella. Langtíma-
spáin, sem nær tíu daga fram í tím-
ann, byggist hins vegar á grófari
möskvaupplausn og er ekki því ekki
jafn nákvæm, auk þess sem al-
mennt dregur úr áreiðanleika eftir
fimm til sjö daga frá spádegi eins
og við þekkjum vel.“
„Nú líst mér ekki á blikuna“
Samkvæmt íslenskri orðabók
merkir orðið blika stór skýjabreiða
eða skýjabakki og sortni hann boð-
ar slíkt veðrabrigði á verri veginn.
Nú líst mér ekki á blikuna er þekkt
orðatiltæki meðal sjómanna sem
annaðhvort tóku stímið í land eða
héldu kyrru fyrir í fjöru væru skýin
svört. Nú eru blikur á lofti er ann-
að orðatiltæki af þessum sama
stofni.
Spárnar á veðurtölvunni að
baki blikuvefnum reiknast tæpa
þrjá sólarhringa fram í tímann. Til
að byrja með eru þar inni helstu
kaupstaðir og þorp á landinu. Einn-
ig vinsælir ferðamannastaðir, til að
mynda Þingvellir, Geysir, Gullfoss,
Reynisfjara og Jökulsárlón svo ein-
hverjir staðir séu nefndir.
Þúsundir staðarheita
„Í febrúarbyrjun fer svo end-
anleg útgáfa með nokkur þúsund
staðarheitum á landinu, öllum veð-
urathugunarstöðvum og fleiru slíku
í loftið,“ segir Sveinn Gauti, sem
hefur haft veg og vanda af hönnun
vefsins og forritun.
Spákerfi Bliku er nýjasta út-
gáfa WRF-líkans og inntaksgögnin
eru frá GFS-líkani bandarísku veð-
urstofunnar. Hvernig fjöll, dalir,
sandar, jöklar og svo framvegis eru
afgerandi áhrifaþáttur í veðrinu og
í umræddu kerfi er möguleiki á að
herma til dæmis helstu vindstrengi,
skjól og skuggasvæði úrkomu. „Til
viðbótar kemur gervigreind svo inn
í útreikninga, sem ekki hefur til
þessa tíðkast við veðurspárgerð á
Íslandi. Strax í dag getur fólk því
farið inn á vefinn og séð þar hvern-
ig viðra mun til dæmis um jólin,
sem þegar hefur komið fram að
verða að öllum líkindum auð og
rauð,“ segir Einar Sveinbjörnsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óveður Bílar fastir úti á götu í blindbyl í borginni. Með greinargóðum og ítarlegum veðurupplýsingum má fyrir-
byggja margvíslegan vanda, því þegar fer að snjóa og byljir ganga yfir fara samgöngur fljótt úr skorðum.
Ítarlegar veðurspár fyrir
fjölda staða víða um land
eru á blika.is. Nákvæmir
mælikvarðar, útreikn-
ingar og gervigreind
segja til um veðráttuna,
sem Íslendingar hafa
endalausan áhuga á og
eiga mikið undir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samstarf Að vefnum blika.is standa feðgarnir Sveinn Gauti og Einar Svein-
björnsson sem gert hefur spár og flutt þjóðinni fregnir af veðráttu í áratugi.
Blikan fer í loftið
með veðurfregnir
Ísafjörður Svona mun viðra vestra næstu dægrin, sést á blika.is.
Samstarfshópur friðarhreyfinga
stendur að venju fyrir friðargöngu í
Reykjavík á Þorláksmessu. Safnast
verður saman kl. 17:45 og gengið af
stað kl. 18:00 undir söng Hamrahlíð-
arkórsins og Kórs Menntaskólans við
Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur og Hreiðars Inga Þor-
steinssonar.
Friðarganga á Þorláksmessu í
Reykjavík var fyrst farin árið 1980.
Vakin er athygli á þeirri nýbreytni að
í stað þess að ganga frá Hlemmi
verður nú safnast saman á Lauga-
vegi neðan Snorrabrautar til að auka
öryggi þátttakenda og minnka trufl-
un frá umferð. Önnur nýlunda er sú
að göngufólk verður ekki með vax-
kerti heldur fjölnota friðarljós, sem
seld verða við upphaf göngunnar. Í
göngulok er samkoma á Austurvelli
þar sem Þórunn Ólafsdóttir flytur
ávarp.
Á Ísafirði verður gengið frá Ísa-
fjarðarkirkju kl. 18:00 og að Silfur-
torgi. Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísa-
fjarðar spilar, ræðumenn verða Tinna
Ólafsdóttir og Qamar Alsadon.
Friðargangan á Akureyri er haldin
undir merkjum Friðarframtaks og
hefst kl. 20:00 við Samkomuhúsið
og verður gengið út á Ráðhústorg.
Þar mun Þuríður Helga Kristjáns-
dóttir, framkvæmdastjóri MAK, flytja
ávarp og Sigurður Ormur Aðalsteins-
son syngur.
Gengið í þágu friðar í heiminum á Þorláksmessu
Friðargöngur á þremur stöðum
Morgunblaðið/Ómar
Friður Sungið á Austurvelli í lok friðargöngu síðdegis á Þorláksmessu.
Í byrjun vikunnar veittu Barnaheill –
Save the Children á Íslandi rúmlega
28 milljónir króna til alþjóðasamtak-
anna sem þau eiga aðild að, til
stuðnings sýrlenskum börnum og
fjölskyldum þeirra innan landamæra
Sýrlands og í flóttamannabúðum í
nágrannaríkjum. Styrkurinn er
summa framlaga víða að, að stærst-
um hluta þó frá utanríkisráðuneyt-
inu.
Styrknum verður varið til verkefna
á vegum svæðasjóðs samtakanna í
Sýrlandi og nágrannaríkjunum
Egyptalandi, Jórdaníu, Tyrklandi, Líb-
anon og Írak.
Markmið verkefnanna er að lina
þjáningar barna og fjölskyldna þeirra
sem eru fórnarlömb átakanna í Sýr-
landi. Verkefnin snúa að barnavernd,
heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli, fæði
og lífsviðurværi, hreinlætisaðstöðu,
næringu og menntun barna. Lögð er
áhersla á fórnarlömb á vergangi inn-
an Sýrlands, ennfremur er sérstök
áhersla lögð á börn undir fimm ára
aldri, ófrískar konur og mæður með
börn á brjósti auk forráðamanna
barna undir tveggja ára.
Helmingur fórnarlamba átakanna í
Sýrlandi eru börn og frá því að átök-
in hófust árið 2011 hefur öryggi
þeirra verið verulega ógnað, grunn-
þjónustu margra þeirra hefur ekki
verið mætt og eru áhrifin á velsæld
þeirra gífurleg. Þannig hafa margar
skólabyggingar verið skemmdar og
eyðilagðar, og heilbrigðismál eru í
ólestri, sem hjálparsamtök reyna nú
að bæta úr.
Stuðningur frá Íslandi til stríðshrjáðra í Sýrlandi
Vilja lina þjáningar barnanna
AFP
Foreldar Með hvítvoðunga í fanginu en takmarkaða hjálp er að fá.