Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 14

Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík GÓLFLAMPAR 19.995kr. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ríkið er ekki alveg að standa sig gagnvart langveikum og fötluðum börnum og því þarf einkaframtakið að brúa bilið,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, gjaldkeri Góðvildar, styrktarsjóðs fyrir langveik og fötluð börn sem stofnaður var árið 2016 og fjármagnaður er með mánaðarlegum framlögum 3.000 félagsmanna. „Það var löngu kominn tími á nýja hjólastóla sem foreldrar nota fyrir veik börn sín á Barnaspítalanum,“ segir Sigurður en Góðvild afhenti í gær Barnaspítala Hringsins 10 hjóla- stóla, að verðmæti um 1,5 milljónir króna. Sigurður segir að við afhend- ingu stólanna hafi komið í ljós að vöntun sé á kerrum fyrir yngstu börnin og því þurfi að bregðast við. „Næsta verkefni okkar er að styðja með mánaðarlegu framlagi, Stuðn- ingsmiðstöðina Leiðarljós, sem er fyrir veikustu börnin,“ segir Sigurður þakklátur stuðningsmönnum Góð- vildar sem hann segir vera ljós í myrkri langveikra fjölskyldna á Ís- landi. Gjafir Góðvild, styrktarsjóður kom færandi hendi í gær og afhenti Barna- spítala Hringsins 10 hjólastóla fyrir börn sem þurfa að fara um spítalann. Tíu nýir hjólastólar á Barnaspítalann Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heildarmagn úrgangs sem borist hefur SORPU bs. í ár er talsvert meira heldur en í fyrra og hefur sorpvísitalan trúlega aldrei verið hærri. Á hverju ári frá 2014 hefur heildarmagnið aukist og í ár verður það um 60% meira heldur en það var þá. Útlit er fyrir að alls berist SORPU um 268 þúsund tonn af úrgangi í ár og er það meira en nokkru sinni áð- ur. Björn Hall- dórsson, fram- kvæmdastjóri SORPU bs., segir þessa þróun til vitnis um upp- sveiflu í samfélag- inu. Árin 2008 og 2017 voru svipuð í heildarmagni með rúmlega 230 þús- und tonn hvort ár og efst í saman- burði á magni úrgangs þar til í ár. Lítil aukning í gráu tunnunum Athygli vekur að magn úrgangs úr gráum tunnum við heimili stefnir í að aukast einungis um 0,22% á sama tíma og stefnir í 2,5% fjölgun íbúa og ferðamönnum hefur fjölgað. Björn segir eðlilegast að skýra það með aukinni flokkun á sorpi. „Fólk er greinilega duglegra að flokka en áður og nýtir í auknum mæli þær leiðir sem eru fyrir hendi, til dæmis þjónustu endurvinnslu- stöðva, grenndargáma og aðra þá þjónustu sem sveitarfélög bjóða upp á. Heimilin eiga því alls ekki stærst- an hlut að máli þegar kemur að mik- illi aukningu úrgangs,“ segir Björn. Á endurvinnslustöðvunum stefnir hins vegar í að magnið aukist um rúm 9% og að fjöldi heimsókna verði rétt tæp 970 þúsund þetta árið sem er um 5,1% aukning frá fyrra ári. Björn veltir fyrir sér hvort víða hafi verið komin þörf á að endurnýja t.d. húsgögn og tæki og hvort slík end- urnýjun hafi setið á hakanum frá efnahagshruni. Hins vegar virðist mest af magnaukningunni vera frá fyrirtækjum. Kraftur í byggingariðnaði „Fjöldi byggingarkrana á höfuð- borgarsvæðinu og aukinn fram- kvæmdaúrgangur eru merki um sömu þróun,“ segir Björn. „Núna er kraftur í starfsemi í byggingaiðnaði, sem nánast hvarf eftir hrun. Þetta skýrir væntanlega að stórum hluta magnaukningu upp á 15,1% á milli ára í úrgangi í heild.“ Björn bendir á að magn úrgangs spegli vel uppsveiflu og þenslu í þjóð- félaginu. Þannig hafi aldrei borist meira af úrgangi til SORPU en 2006- 2008. Svo hafi hrunið komið og magn úrgangs farið úr 234 þúsund tonnum 2008 í 143 þúsund tonn ári síðar. Árið 2014 kom kippur í sorpvísitöluna og sú þróun upp á við hefur haldið áfram síðan. Heildarmagn úrgangs til SORPU 2001 til 2018* Þúsundir tonna 60% er magnaukningin á fjórum árum *Áætlun fyrir 2018. Heimild: SORPA. 234 152 143 167 181 210 233 270* 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 250 200 150 100 50 0 268 þúsund tonn af úrgangi  Sorpvísitalan aldrei verið hærri  Heimsóknir á endurvinnslustöðvar nálgast milljón  Þróunin er til vitnis um uppsveiflu segir framkvæmdastjóri SORPU Björn H. Halldórsson Álfsnes Áætlað er að starfsemi hefjist í nýrri jarðgerðarstöð eftir rúmt ár. Milljarða króna vinningar eru greiddir út árlega í happdrætti, lottói og getraun- um hér á landi. Ekki tekst þó alltaf að koma vinningunum út og árlega ganga milljónir króna til baka til þeirra sem að leikjunum standa. Sam- kvæmt gildandi reglugerðum fyrn- ast ósóttir vinningar á einu ári. Sigurður Ágúst Sigurðsson hjá Happdrætti DAS segir ósótta vinn- inga að jafnaði vera um 1% af heild- arupphæð vinninga. Um 200 millj- ónir eru greiddar út árlega þannig að ósóttir vinningar eru þá um tvær milljónir króna. Happdrætti SÍBS greiðir vinn- inga beint inn á bankareikninga miðaeigenda svo fólk þarf ekki sjálft að bera sig eftir því að sækja þá. Guðmundur Löve, framkvæmda- stjóri SÍBS, segir það undantekn- ingu ef ekki næst í miðaeiganda. „Happdrætti SÍBS hefur þó engu að síður greitt út vinninga svo langt aftur í tímann sem bókhaldsgögn ná,“ segir Guðmundur og bendir á að árið 2017 hafi ógreiddir vinningar numið 720 þúsund krónum. Það sé aðeins brotabrot af þeim hundruðum milljóna sem SÍBS greiðir vinnings- höfum árlega. Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár, segir að ósáttir vinningar séu í sögulegu lág- marki þar á bæ í ár. „Þetta eru um 30 milljónir króna í ár og enginn stórvinningur. Það eru langflestir komnir með þetta rafrænt og því auðveldara að finna vinningshafa en áður. Við hvetjum þá sem eru með handhafamiða til að skoða þá vand- lega.“ Ósóttir vinningar fyrnast eftir eitt ár og skiptast þá þannig að ÍSÍ fær 46,67%, ÖBÍ fær 40% og UMFÍ fær 13,33%. hdm@mbl.is/bjb@mbl.is Minna fé fyrnist en áður var Stefán Konráðsson  Ósóttir vinningar í sögulegu lágmarki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.