Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 kr. 2.900 - 3.600 kr. 4.450 Kr. 9.400 Kr. 29.800 Marvel Motta Kr. 56.300 VOLUSPA Híbýlailmur kr. 4.200 PÚÐAR AF ÖLLUM STÆRUM OG GERÐUM VOLUSPA Ilmkerti Vínrekki kr. 11.900 Kr. 32.400 Lesley Gólflampi Velvet snagar Crane borð Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sú ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að kalla alla bandaríska hermenn í Sýrlandi heim hefur sætt gagnrýni þingmanna úr röðum repúblikana og demókrata, embættismanna í Hvíta húsinu og utanríkisráðuneytinu og yfirmanna í hernum, að sögn bandaríska dag- blaðsins The Wall Street Journal. Trump kvaðst hafa ákveðið að kalla herliðið heim vegna þess að sigur hefði unnist á íslömsku hryðjuverka- samtökunum Ríki íslams (stundum nefnd ISIS á ensku). Nokkrir þingmannanna hvöttu Trump til að endurskoða ákvörð- unina og líktu henni við ákvarðanir Baracks Obama um að fækka bandarískum hermönnum í Írak og Afganistan í forsetatíð sinni. „Heim- kvaðning þessa fámenna bandaríska herliðs væri mikil Obamaleg mis- tök,“ sagði Lindsey Graham, repú- blikani í hermálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings. „Ákvörðun um heimkvaðningu myndi einnig teljast vatn á myllu ISIS sem vill ná sér aftur á strik.“ Óttast „hrikalegar afleiðingar“ Graham sagði að ákvörðun Trumps myndi grafa undan tilraun- um Bandaríkjamanna til að hindra að klerkastjórnin í Íran kæmist til aukinna áhrifa í Mið-Austurlöndum og stefndi einnig bandamönnum Bandaríkjahers, Kúrdum, í hættu. „Ég óttast að þetta hafi hrikalegar afleiðingar fyrir land okkar, þennan heimshluta og allan heiminn,“ sagði Graham. Jack Reed, demókrati í öldungadeildinni, tók í sama streng og lýsti ákvörðun forsetans sem „svikum“ við Kúrda og enn einni staðfestingunni á því Trump væri „ófær um að fara fyrir Bandaríkj- unum á alþjóðavettvangi“. Reed og fleiri þingmenn telja að Tyrkir líti á ákvörðunina sem hvatningu til þess að hefja hernað gegn vopnuðum hópum Kúrda sem þeir lýsa sem „hryðjuverkamönnum“. Mike Pence, varaforseti Banda- ríkjanna, ræddi ákvörðun Trumps við þingmenn repúblikana í öldunga- deildinni og þeir létu í ljós mikla andstöðu við hana, að því er The Wall Street Journal hefur eftir repúblikananum Ron Johnson, for- manni heimavarnanefndar öldunga- deildarinnar. „Hann fékk stóran skammt af skömmum frá öllum í herberginu,“ sagði Bob Corker, for- maður utanríkisnefndar þingdeild- arinnar, um fundinn með varaforset- anum. Verkefninu ekki lokið Repúblikaninn Rand Paul var einn fárra þingmanna sem hrósuðu Donald Trump fyrir ákvörðunina. „Forsetinn hefur hugrekki til að segja: við höfum sigrað í Sýrlandi og komum heim.“ Margir hafa þó dregið í efa að tímabært sé að lýsa yfir sigri á liðs- mönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Bandaríkjaher segir að samtökin haldi nú aðeins tæpum 2% af þeim svæðum sem þau höfðu náð á sitt vald. Talið er að um 2.000 liðsmenn samtakanna séu á svæðum sem eru enn á valdi þeirra við landamærin að Írak. Sérlegur sendimaður Banda- ríkjaforseta í baráttunni gegn Ríki íslams sagði fyrir viku að liðið gætu margir mánuðir áður en hægt yrði að brjóta íslamistana á þessum svæðum á bak aftur. Þúsundir ann- arra liðsmanna Ríkis íslams væru í öðrum landshlutum og biðu eftir tækifæri til að hefja vopnaða bar- áttu að nýju. Um 2.000 bandarískir hermenn eru í Sýrlandi og flestir þeirra hafa gegnt því hlutverki að þjálfa vopn- aða hópa Kúrda og vera þeim til ráð- gjafar í baráttunni gegn liðsmönn- um Ríkis íslams. Joe Dunford, forseti bandaríska herráðsins, sagði fyrr í mánuðinum að verkefnum her- mannanna í Sýrlandi væri ekki lokið og þeir hefðu aðeins þjálfað um 20% þeirra liðsmanna vopnuðu hópanna sem þyrfti til að koma í veg fyrir að íslamistarnir næðu vopnum sínum. Stjórnvöld í Bretlandi og Frakk- landi, sem hafa tekið þátt í barátt- unni gegn Ríki íslams í Sýrlandi, vöruðu við því að henni væri ekki lokið þótt Trump hefði lýst yfir sigri. „Miklu verki er enn ólokið,“ sagði breska ríkisstjórnin í yfirlýsingu. „Við megum ekki missa sjónar á hættunni sem stafar af samtökun- um. Það stafar áfram ógn af þeim, jafnvel þegar þau hafa ekki land- svæði á valdi sínu.“ Trump urðu á „mikil mistök“  Repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi og embættismenn stjórnarinnar gagnrýna þá ákvörðun forsetans að lýsa yfir sigri á Ríki íslams og kalla allt bandaríska herliðið í Sýrlandi heim Mikilvæg tímaskeið í átökunum í Sýrlandi Heimildir: ISW, SOHR, AFP Strjálbýl svæði Uppreisn hófst gegn stjórn Sýrlands sem nýtur stuðnings Írana. Liðsmenn Ríkis íslams náðu Raqa á sitt vald. 9 mánuðum síðar hófu Bandaríkin og fleiri ríki loftárásir Átakasvæði (stjórnar- herinn/uppreisnarmenn) Rússar ákváðu að hefja hernað í Sýrlandi til að verja einræðis- stjórn landsins Sumarið 2016 Bandalag vopnaðra hópa Kúrda og araba flæmdi liðsmenn Ríkis íslams frá Raqameð stuðningi Bandaríkjahers Uppreisnarmenn flúðu frá svæði nálægt Damaskus. Her Tyrkja og bandamenn hans náðu kúrdíska héraðinu Afrin á sitt vald Tyrkir og banda- menn þeirra Kúrdar og banda- menn þeirra Stjórnarherinn og bandamenn hans Uppreisnarmenn og/eða íslamistar Samtökin Ríki íslams Haustið 2013 Janúar 2014 September 2015 Stjórnarherinn sat um borgina Aleppo sem var á valdi uppreisnar- manna. Herinn náði henni á sitt vald í desember Mars 2018Október 2017 DAMASKUS AfrinAleppo Deir Ezzor Raqa Hasakeh Aleppo Homs Palmyra Daraa DAMASKUS Idlib Afrin 50 km TURKEY LÍBANON JÓRDANÍA ÍRAK Raqa Raqa Desember 2018 Donald Trump lýsir yfir sigri á Ríki íslams og kallar bandaríska herliðið heim 2.000 banda- rískir hermenn eru á svæðinu „Glannaleg“ yfirlýsing » Brett McGurk, sérlegur sendimaður Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði fyrir viku að það myndi vera „glannalegt“ að lýsa yfir sigri á liðsmönnum samtak- anna og kalla bandaríska her- liðið heim. » Bandalag vopnaðra hópa Kúrda og araba, sem hafa notið stuðnings Bandaríkja- hers, sagði að ákvörðun Trumps myndi gera Ríki ísl- ams kleift að ná sér á strik aftur í baráttunni fyrir ísl- ömsku ríki. Lögreglan í Marokkó handtók í gær þrjá menn vegna gruns um að þeir hefðu myrt tvær norrænar konur sem fundust látnar á mánudag eftir að þær höfðu farið í fjallgöngu í sunnanverðu landinu. Talsmaður ríkisstjórnar Marokkó lýsti morð- unum sem hryðjuverki. Lögreglan í borginni Marrakesh sagði að talið væri að morðið tengd- ist hryðjuverkastarfsemi. Frétta- vefur VG í Noregi sagði að menn- irnir hefðu verið handteknir í rútu á leiðinni frá borginni Agadir til Marrakesh. Haft var eftir sjónar- vottum að mennirnir hefðu falið langa hnífa undir sætum sínum. Daginn áður handtók lögreglan mann sem grunaður er um að vera viðriðinn morðin. Talið er að hann sé félagi í hryðjuverkasamtökum. Myndskeið rannsakað Danska öryggislögreglan rann- sakaði í gær myndskeið sem birt var á samfélagsmiðlum og talið var sýna morðið á annarri kvennanna. Maður sem sást á myndskeiðinu bölsóttaðist út í „óvini Allah“ þegar konan var myrt. Konurnar tvær voru Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára náms- kona frá Danmörku og Maren Ueland, sem var 28 ára og frá Nor- egi. Lík þeirra fundust í tjaldi á Atlasfjalli. Þangað er um tveggja tíma ganga frá þorpinu Imlil. Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, for- dæmdi morðin og sagði að þau væru „svívirðilegur glæpur“. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti morðunum sem „grimmilegri og tilgangslausri árás á saklausar konur“. Morðunum lýst sem hryðjuverki  Fjórir menn handteknir í Marokkó eftir morð á tveimur norrænum konum AFP Handteknir Þrír menn sem eru í haldi, grunaðir um morðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.