Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Jólaundirbún-ingur stend-ur sem hæst
með allri þeirri
gleði og önnum
sem þeirri ágætu
iðju fylgir. Snar hluti af jóla-
undirbúningnum og jólastemn-
ingunni er í huga margra að
bregða sér á Laugaveginn,
ganga á milli verslana, skoða
og kaupa, hitta mann og ann-
an. Vegna viðhorfa meirihluta
borgarstjórnar er hætt við að
úr þessu muni draga eftir því
sem verslunum fækkar og
færri tilefni gefast til að fara á
Laugaveginn.
Í Morgunblaðinu í gær var
rætt við Sverri Bergmann,
sem rekið hefur verslunina
Herrahúsið á Laugavegi um
árabil. Þetta er ein þeirra
verslana sem draga fólk að
Laugaveginum, en í samtali við
Morgunblaðið sagði Sverrir að
hann hefði fengið nóg og hefði
ákveðið að flytja verslunina
annað. Og hann benti á að fjöl-
margar verslanir hefðu þurft
að flytjast á brott á síðustu ár-
um vegna stefnu borgaryfir-
valda, en yfirvofandi umfangs-
meiri götulokanir í miðbænum
hafi verið kornið sem fyllti
mælinn og orðið til þess að
hann hafi ákveðið að flytja.
Sverrir sagði borgaryfirvöld
„hatast við bíla og vilja að fólk
sé annaðhvort gangandi eða
hjólandi. Þar skiptir engu
hvort fólk er á hækjum eða
hvað, þeir vilja bara ekki hafa
bíla“.
Þá sagði hann frá því að
hann hefði ásamt nokkrum
öðrum verslunareigendum far-
ið á fund með forseta borgar-
stjórnar, Þórdísi
Lóu Þórhalls-
dóttur, borgarfull-
trúa Viðreisnar.
Þar hefðu versl-
unareigendurnir
gert athugasemdir en fengið
dræmar undirtektir. Og hann
nefndi dæmi um viðbrögð
forseta borgarstjórnar: „Þar
var henni tjáð að verið væri að
loka Bella Boutique á Skóla-
vörðustígnum því alltaf þegar
götum væri lokað á vorin dytti
veltan niður. Hún svaraði með
því að spyrja hvort þessi búð
félli nokkuð inn í flóruna.
Svona viðhorf er ekki hægt að
líða.“
Óhætt er að taka undir þessi
orð um viðhorf borgarstjórn-
armeirihlutans. Svo virðist
vera að meirihlutinn gleymi
því að borgin er fyrir borgar-
búa og að miðborgin er þar
ekki undanskilin. Og miðborg-
in er ekki bara til fyrir þá sem
búa í miðborginni og geta
gengið á Laugaveginn, hún er
líka fyrir þá sem fjær búa. Eða
ætti að vera það. Og hún ætti
líka að vera fyrir þá sem eiga
erfitt með að ganga langar
vegalengdir, eða geta það alls
ekki, og þurfa að leggja nærri
verslunum, veitingastöðum
eða annarri þjónustu.
Illt er til þess að hugsa ef
öfgasjónarmiðin sem ráðið
hafa ferðinni í borgarstjórn
um nokkurt skeið verða til að
hrekja fleiri verslanir, aðrar
en þær sem stílaðar eru inn á
erlenda ferðamenn, úr mið-
borginni. Hætt er við að flóran
sem meirihlutinn telur svo eft-
irsóknarverða þyki þá heldur
fátækleg.
Viðhorf yfirvalda til
verslunar í miðborg-
inni eru nöturleg}
Fátækleg flóra borgar-
stjórnarmeirihlutans
Á sama tíma ogkönnun meðal
fyrirtækja sýnir
að hætta er á um-
fangsmiklum upp-
sögnum á nýju ári,
herðist tónninn
hjá sumum forsvarsmönnum
verkalýðsfélaga. Könnunin,
sem Gallup framkvæmdi með-
al stjórnenda 400 stærstu
fyrirtækja landsins, bendir til
að störfum gæti að óbreyttu
fækkað um 1400 á næsta ári.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
2009 sem fram koma áform um
fækkun starfa.
Þessari könnun, og fleiri
vísbendingum í sömu átt, er
fjarri því tekið af þeirri alvöru
sem ástæða er til. Þeim sem til
þekkja, og vonandi er forysta
verkalýðsfélaganna í þeim
hópi, má vera ljóst að óvissa
um ástand á vinnu-
markaði og ótti við
óhóflegar launa-
hækkanir, ræður
mestu um yfirvof-
andi fækkun
starfa.
Mjög margt er á hinn bóg-
inn jákvætt í umhverfinu og
væri þessi hætta ekki fyrir
hendi yrði viðhorfið allt annað.
Náist skynsamlegir samn-
ingar fljótlega er full ástæða
til að ætla að hér geti haldist
góður hagvöxtur og öflugt at-
vinnulíf með batnandi lífs-
kjörum almennings. Skelli for-
ysta verkalýðshreyfingarinnar
skollaeyrum við varnaðar-
orðum, eins og hún hefur gert
hingað til, er hætt við að nið-
urstöður könnunar Gallup
verði að veruleika. Frá því
verður að forða.
Verkalýðshreyfingin
þarf að verja góð-
ærið og viðhalda
lífskjarabata}
Ekki skella skollaeyrum
Í
samræmi við áform ríkisstjórnar-
innar um að draga úr greiðsluþátt-
töku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu
hefur verið ákveðið að hætta að
innheimta komugjöld af öryrkjum
og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilis-
læknum frá 1. janúar næstkomandi. Á það
jafnt við um komu á dagvinnutíma og á
öðrum tímum sólarhringsins. Þá verður
gjaldtöku fyrir vitjanir lækna til aldraðra
og öryrkja einnig hætt. Um er að ræða
mikilvæga aðgerð og lið í stefnu stjórn-
valda um að draga úr greiðsluþátttöku
sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og
auka á móti framlög hins opinbera. Þetta
er einnig í samræmi við þá áherslu að efla
hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta við-
komustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Til
að koma til móts við þá sem mest þurfa á heilbrigðis-
þjónustu að halda var á síðasta ári innleitt nýtt
greiðsluþátttökukerfi þar sem markmiðið var fyrst
og fremst að koma til móts við þá sem mest þurfa á
heilbrigðisþjónustu að halda. Í því fólst að sett var
þak á heildarútgjöld sjúklinga og ýmsar aðrar breyt-
ingar gerðar. Sú breyting hefur leitt til þess að
heildarútgjöld sjúklinga í nýja greiðslu-
þátttökukerfinu eru um 1,5 milljörðum
króna lægri á ársgrundvelli en þau voru
áður og lækka nú enn frekar með nið-
urfellingu komugjalda öryrkja og aldraðra
um áramótin. Þá var niðurgreiðsla á
kostnaði aldraðra og öryrkja við tann-
lækningar aukin fyrr á þessu ári, en
reglugerð varðandi það hafði ekki verið
uppfærð síðan 2004. Þessi skref og fleiri
verða til þess að jafna aðgengi að heil-
brigðisþjónustu og þar með jöfnuð í sam-
félaginu, styrkja opinbert heilbrigðiskerfi
og stuðla að því að heilbrigðisþjónustan sé
eins heildstæð og samfelld og kostur er.
Mikilvægt er að stefna stjórnvalda í heil-
brigðismálum sé skýr, nú er í smíðum
heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem verð-
ur lögð fyrir Alþingi á vormánuðum. Stefnunni er
ætlað að vera leiðarljós sem sameinar krafta þeirra
sem veita heilbrigðisþjónustu og tryggja sjúklingum
bestu þjónustu sem völ er á, þar sem öryggi, gæði og
jöfnuður eru í fyrirrúmi.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Engin komugjöld fyrir aldraða
og öryrkja í heilsugæsluna
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fjöldi ungs fólks sem býr íforeldrahúsum hér á landihefur nær stöðugt aukist áundanförnum árum. Sam-
kvæmt nýjum tölum frá Hagstofu
Evrópu (Eurostat) bjuggu um 60%
Íslendinga á aldrinum 20 til 24 ára
heima hjá foreldrum sínum á síðasta
ári. Það eru þó mun færri en að með-
altali í öðrum ríkjum Evrópu. Meðal-
talið í löndum Evrópusambandsins er
um 76%.
Séu skoðaðar tölur fyrir aldurshóp-
inn 25 til 34 ára er hlutfall þeirra sem
búa í heimahúsum hér á landi 14%.
Það er hærra en á öðrum Norður-
löndum en mun lægra en í löndum
Austur- og Suður-Evrópu. Í Póllandi
búa t.d. um 45% ungs fólks á þessum
aldri heima. Meðaltalið í löndum Evr-
ópusambandsins er um 30%. Í Noregi
er talan tæp 7%, í Svíþjóð 6%, í Finn-
landi 4,7% og í Danmörku 3,2%. Lík-
legt er að menningarbundnar að-
stæður skýri að einhverju leyti
þennan mun.
Athygli vekur að ungir karlar eru
alls staðar talsvert fjölmennari í
heimahúsum en ungar konur. Hér á
landi var hlutfall karla á aldrinum 20-
24 ára í heimahúsum árið 2016 54%,
en ungra kvenna 46%. Ungum konum
í heimahúsum hefur þó einnig fjölgað
talsvert á undanförnum árum.
Fjárhagur og húsnæði
Meginskýringin á þaulsetu ungs
fólks í heimahúsum er yfirleitt talin
fjárhagslegs eðlis. Unga fólkið hafi
einfaldlega ekki efni á því að fram-
fleyta sér utan foreldrahúsa. Hús-
næðiskostnaður vegur þar mjög
þungt. Leiguverð hér á landi og skort-
ur á framboði á hentugu húsnæði fyr-
ir ungt fólk eru stærstu þættirnir.
Samkvæmt könnun sem MMR
birti í lok október hefur ungu fólki
sem býr í foreldrahúsum fjölgað.
Voru þau nú 13%, samanborið við
10% árið áður.
Gögn Hagstofu Íslands sýna að
ungt fólk hefur á síðustu árum farið
seinna í sambúð en áður og einnig
seinkað barneignum. Meðalaldur
kvenna við fæðingu fyrsta barns var
24,4 ár árið 1991, en árið 2015 var
meðalaldurinn orðinn 27,4 ár. Svipuð
þróun hefur átt sér stað í nágranna-
löndunum.
Atvinnumál spila væntanlega einn-
ig inn í. Mest fjölgun starfa hér á landi
hefur verið í ferðaþjónustu og bygg-
ingariðnaði. Launin þar eru ekki há
og líklegt að ungt fólk með langskóla-
menntun reyni lengur fyrir sér ann-
ars staðar áður en það fer í þessar
starfsgreinar og kýs þá að hafa
öruggt bakland á meðan.
Á það hefur verið bent að það geti
haft áhrif á þroska ungs fólks og sjálf-
stæði ef það er háð foreldrum sínum
vegna dvalar í heimahúsum. Þótt ör-
yggi og ýmis þægindi fylgi gjarnan
dvölinni þurfi líka að vega og meta
þennan þátt.
Í Evrópulöndum hefur þróun í átt
til lengri dvalar ungs fólks í heima-
húsum verið merkjanleg alveg frá því
upp úr 1980. Það er talið tengjast auk-
inni háskólagöngu og langdvöl í skól-
um. Þeir sem kynnt hafa sér þessa
þróun segja að fyrr á tíð hafi ungt fólk
stigið stóru þroskaskrefin, þ.e. ferlið
að ljúka námi, fara í fast starf, flytja
að heiman, fara í sambúð og eignast
börn, á tiltölulega þröngu aldursbili.
Þetta hafi breyst og teygist nú yfir
lengri tíma. Þessar samfélagslegu
breytingar hafa orðið um allan heim.
Þó fjárhagur og húsnæðismarkaður
séu nærtækar skýringar á því sem er
að gerast eru ljóslega að verki ein-
hverjar breytur sem ná dýpra og
greinendur hafa líklega enn ekki náð
að skýra að fullu.
Vinsældir „Hótel
mömmu“ aukast enn
Hlutfall ungmenna sem búa í foreldrahúsum
Hlutfall 20-24 ára sem bjuggu
í foreldrahúsum á Íslandi
Eftir aldurshópum árið 2016
Skipting eftir kyni árið 2016
Hlutfall ungmenna sem búa heima
20-24 ára sem búa í foreldrahúsum
2004 til 2016
60%
55%
50%
45%
Karlar Konur
’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16
16-19 ára 20-24 ára 25-34 ára
95%
58%
14%
54%
46%
Evrópulönd árið 2017
Hlutfall 20-24 ára sem búa heima
Danmörk
Finnland
*Noregur
Svíþjóð
*Ísland
Frakkland
Holland
Bretland
Eistland
Austurríki
*Sviss
Litháen
*Tyrkland
Þýskaland
Lettland
ESB meðaltal
Tékkland
Ungverjaland
Búlgaría
Grikkland
Rúmenía
*Serbía
*Írland
Pólland
Kýpur
Portúgal
*Makedónía
Belgía
Lúxemborg
Slóvenía
Spánn
Ítalía
Króatía
Malta
Slóvakía
24%
27%
34%
42%
58%
59%
61%
62%
67%
68%
71%
72%
74%
75%
76%
76%
79%
82%
82%
83%
83%
84%
84%
87%
87%
87%
88%
89%
89%
89%
91%
92%
93%
93%
93%*2
01
6