Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 ✝ ÞorsteinnHjaltested fæddist í Reykja- vík 22. júlí 1960. Hann lést á heim- ili sínu 12. desem- ber 2018. Foreldrar hans voru Magnús Hjaltested, f. 28. mars 1941, d. 21. desember 1999, og Kristrún Jóns- dóttir, f. 27. júní 1943. Þorsteinn var elstur fjög- urra systkina. Hin eru: Vil- borg Björk Hjaltested, f. 28. ágúst 1962, Marteinn Hjalte- sted, f. 5. júní 1964, og Sig- urður Kristján Hjaltested, f. 14. apríl 1972. Þorsteinn giftist Kaire Hjaltested og eignuðust þau tvo syni, Magnús Pétur Hjaltested, f. 28. september 2002, og Björn Arnar Hjaltested, f. 26. mars 2004. Þorsteinn var matreiðslumeistari og bóndi á Vatnsenda. Útför Þorsteins fer fram að heiðnum sið frá Félagsheimili Fáks í Víðidal í dag, 21. des- ember 2018, klukkan 16. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þann 12. desember fékk ég símtal frá systur minni: „Óli, hann Steini frændi er látinn, hann dó í nótt!“ Fyrstu viðbrögð voru skyndileg þyngsli líkt og högg á hjartað. Hvað? Nei, ég trúi þessu ekki, þetta getur ekki verið. Stíflan brast með tárum og margar minningar fóru hratt yfir. Fyrstur kom í hugann faðir Steina, Magnús Hjaltested sem dó líka rétt fyrir jól 1999, einnig 58 ára. Steini kom ungur á heim- ili móðurömmu sinnar og afa á Kópavogsbraut og bjó þar fyrstu uppvaxtarárin. Við bræður köll- uðum hann Steina, en móðir okkar ávítti okkur með áherslu- tón: „Ólafur, hann heitir Þor- steinn“, ósátt við styttingu nafna og vildi virða skírnarnöfn fólks. Þorsteinn var grannur, spengi- legur strákur, ljós yfirlitum og bjartur. Og enn betra var að hann varð Valsari. Þorsteinn var ávallt höfðingi heim að sækja og veislur á Vatnsenda urðu margar og glæsilegar. Skötuveislan í des- ember, þar sem gestafjöldi náði oft yfir 400 manns, gekk svo vel að eftir var tekið. Jólaboðin fyrir stórfjölskylduna eru dýrmætar minningar og Þorsteinn stóð í brúnni. Og aðrar ógleymanlegar veislur þar sem Þorsteinn og Kristrún systir áttu heiðurinn af. Þorsteinn var með stórt hjarta, gjafmildur, hjálpsamur og vinur vina sinna. En hann gat verið þverari en tali tók og þá var betra að gefa bara eftir. Fljótt kom í ljós að Þorsteinn fékk húmorinn og stríðnina frá pabba sínum. Og margir hafa orðið fyrir stríðni hans, en ávallt á góðlátlegum nótum. Eins og þegar ákveðinn gestur kom á Vatnsenda, bankaði, fékk ekki svar, beygði sig niður, opnaði bréfalúguna og kallaði: „Er Kristrún heima?“ Þá beygði Þor- steinn sig líka niður innandyra og kallaði hátt í gegnum lúguna: „Já, hún er heima!“ Lá við hjartaáfalli hjá gestinum sem lét hafa eftir sér. „Hann nær mér alltaf!“ Kristrún systir lenti oft í stríðni sonar síns og trúði hon- um nær alltaf eins og mæður gera. Eitt sinn voru þau að yf- irgefa stóra jeppann en skyndi- lega hristist bíllinn harkalega. Þá hvein í systur minni: „Þor- steinn hvur þremillinn er þetta, hættu að hrista bílinn!“ Þor- steinn svaraði: „Mamma þetta var jarðskjálfti“. Og í þetta sinn sagði hann satt, þetta var jarð- skjálfti uppá 4 á Richter! Hin síðari ár hafa verið Þor- steini mjög erfið. Málaferli vegna Vatnsendaóðalsins tóku mjög á hann og fjölskylduna. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg þegar málaferla-stórsjór- inn óð yfir, þannig var hans skapgerð og persónuleiki. Slík mál reyna mjög á, þó viðkom- andi sé mikill á velli. Hver veit nema þessi mikli mótbyr síðustu árin hafi hægt og hljótt brotið sálina og kraftinn. Kaire og Þor- steinn eignuðust tvo yndislega syni, Magnús og Björn, sem Þorsteinn elskaði mikið og fór með á flestar æfingar í Vals- heimilið eða í HK. Elsku frændi, ég kveð þig með miklum trega en ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Í hjörtum okkar Gunnu, Kristínar, Arnars og fjölskyldum mun minning um einstakan mann lifa. Ólafur H. Jónsson. Mig setti hljóðan er mér barst andlátsfrétt frænda míns, Þor- steins Hjaltested, sem ég heim- sótti alhressan að Vatnsenda ný- lega. Ég var á unglingsaldri þegar Þorsteinn fæddist og var hann fyrsta barnabarnabarn afa og ömmu á Vatnsenda. Koma hans í heiminn vakti því nokkra athygli innan fjölskyldunnar. Þorsteinn var sem barn ljúfur í lund og góðvild fylgdi honum alla tíð. Hann ólst upp með foreldrum sínum og þremur systkinum á Vatnsendasvæðinu. Meðal ann- ars bjó fjölskyldan í Fagranesi, mínu æskuheimili, sem foreldrar mínir áttu. Ég kom alloft heim í Farganes á þeim tíma. Þorsteinn var fjögurra ára þá og skýrleiks- barn. Nokkru eftir andlát móð- urbróður míns, Sigurðar Krist- jáns heitins bónda á Vatnsenda, varð Magnús Hjaltested sonur hans, faðir Þorsteins, ábúandi jarðarinnar samkvæmt óðalslög- um. Þorsteinn flutti þá sex ára gamall að Vatnsenda og átti heima þar allar götur síðan. Það gat verið talsvert líf í leikjum Þorsteins og systkina hans þeirra Vilborgar, Marteins og Sigurðar í uppvextinum en Kristrún móðir þeirra var heimavinnandi og hélt vel utan um hópinn sinn. Magnús vann á þeim tíma sem pípulagninga- meistari samhliða búskapnum og Þorsteinn og systkini hans lærðu því snemma að taka til hendinni við bústörfin. Þorsteinn átti auð- velt með skólalærdóm. Varð hann síðar matreiðslumeistari og eftirsóttur sem slíkur, því Þor- steinn var mjög fær við mat- reiðsluna. Já, Þorsteini gekk vel á sínum starfsvettvangi og er fram í sótti steig hann hamingju- spor í einkalífinu. Hann kynntist ágætri konu, Kaire Muuli, og þau hófu sambúð, giftu sig og áttu saman synina Magnús Pét- ur og Björn Arnar, sem nú sjá á bak ástríkum föður. En líf Þorsteins var ekki ein- tómur dans á rósum. Eftir að hann við andlát föður síns tók við óðalsjörðinni Vatnsenda bar svo kynlega við, að föðursystkini hans og fleiri sóttust eftir arfi og einhvers konar yfirráðum á Vatnsenda. Það varð þess valdandi að Þorsteinn náði ekki að byggja upp jörðina eins og hugur hans stóð til. Hann hafði hugsað sér að reisa byggingar þar sem Vatnsendabýlið stend- ur. Láta byggja þar vönduð fjár- hús og hesthús og nýtt íbúðar- hús. Því miður entist honum ekki aldur til að framkvæma þær umbætur sem hann ætlaði sér á Vatnsenda en þau verkefni, sem Þorsteinn vildi vinna þar verða geri ég ráð fyrir fram- kvæmd af afkomendum hans er fram líða stundir. Synir Þor- steins hafa báðir spjarað sig vel, sem má að hluta til rekja til þess, hversu Þorsteinn heitinn var sívakandi yfir velferð þeirra. Hann var alltaf til staðar fyrir drengina sína og þeir hafa alla burði til þess að heiðra minningu föður síns og halda uppi merkinu á Vatnsenda síðar meir. Það er með mikilli eftirsjá sem ég kveð frænda minn, Þor- stein Hjaltested á Vatnsenda, eftir áralanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég er þakklátur fyrir okkar frændsemi og ánægjulegu samskipti og hefði gjarnan viljað hafa hann lengur á meðal okkar. Ég sendi Kaire og sonum þeirra Þorsteins innilegar sam- úðarkveðjur svo og Kristrúnu móður hans systkinum ættingj- um og vinum. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Við erum að fara í seinni göngur í afrétt Seltjarnarnes- hrepps hins forna. Þorsteinn fjallkóngur snýr sér að mér og segir: „Óli, mundu að hafa gems- ann opinn í dag.“ „Búinn að kveikja á honum, hann er hér í brjóstvasanum,“ segi ég. „Það var tími til kominn,“ gellur í Hilmari. Við hlæjum og gerum að gamni okkar, Þorsteinn kátur og glettinn að vanda við slík tækifæri, ljúfur og góður félagi í hópi fjárbænda. Hann hafði tek- ið við því hlutverki að stýra göngum hjá okkur, skömmu eft- ir að Magnús faðir hans féll frá um aldamótin, auk þess að taka við formennsku í Sauðfjáreig- endafélagi Kópavogs. Þar átti ég lengi gott samstarf við þá feðga en löngu áður hafði ég kynnst Sigurði, afa Þorsteins, einnig í sambandi við fjárbúskapinn. Reyndar hafa kynni mín af Vatnsendabændum verið með ágætum alla tíð. Komið var vel fram yfir göng- ur og réttir í haust þegar ég heyrði aftur í Þorsteini. Við ræddum m.a. um heimtur, sem reyndust góðar, viðhald vörslu- girðinga á liðnu sumri og fyr- irhugaða byggingu nýrrar réttar norðan Suðurlandsvegar. Þá eins og oft áður fórum við að tala um vanda sauðfjárræktarinnar í landinu en Þorsteinn var mjög hugmyndaríkur og velti mikið fyrir sér nýsköpun, einkum við framleiðslu, vinnslu og markaðs- setningu dilkakjöts. Þar nutu sín vel bæði þekking og reynsla matreiðslumeistarans. Sumu hrinti hann í framkvæmd, svo sem athugunum á framreiðslu og matreiðslu á smærri skrokk- um af yngri dilkum, slátrað fyrr en tíðkast hérlendis, líkt og þekkist í Suður-Evrópu. Hann fylgdist vel með þróuninni í ýms- um löndum enda víðförull. Þorsteinn var mikill höfðingi heim að sækja og naut þess að taka fagnandi á móti fólki og gera vel við það, bæði í mat og drykk. Ég og Svanfríður kona mín minnumst skemmtilegra af- mælisboða og skötuveislurnar á Vatnsenda voru frábærar og verða lengi í minnum hafðar. Þær lýstu upp skammdegið, í raun menningarviðburðir þar sem hlýhugur og rausnarskapur gestgjafanna réði ríkjum og við kynntumst fjölda fólks. Þá er okkur minnisstæður veigamikill þáttur Þorsteins í notalegri sam- komu með prýðilegum veiting- um, að hætti hans, sem haldin var á Héraðsskjalasafni Kópa- vogs vorið 2017. Þar var minnst 60 ára afmælis Sauðfjáreigend- afélags Kópavogs og útgáfu smárits um sauðfjárbúskap í Kópavogi en Sigurður á Vatns- enda var einn stofnenda félags- ins. Alltaf fannst mér gott að vinna með Þorsteini að málefn- um fjáreigenda, bæði í Kópavogi og Reykjavík, m.a. á fundum sem voru haldnir á Vatnsenda. Við munum vissulega sakna hans. Mér er því ljúft að koma hér á framfæri þökkum fyrir ágæta samvinnu Þorsteins við okkur í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur um alllangt árabil, einkum við sameiginlega fram- kvæmd fjallskila og réttarhald í Fossvallarétt. Við Svanfríður vottum öllum aðstandendum innilega samúð, þó einkum þeim Kristrúnu Ólöfu, Magnúsi Pétri og Birni Arnari. Þorsteins á Vatnsenda minn- umst við með virðingu og þökk. Ólafur R. Dýrmundsson. Tveir drengir í kringum 10 ára sitja við mjúkan sandstein uppi í Bláfjöllum. Þeir eru í sín- um fyrstu alvöru smala- mennskum, ánægðir með sjálfa sig og lífið en meðvitaðir um að þeir mega ekki halda áfram fyrr en aðrir smalar hafa komið fram til að féð renni ekki til baka upp til fjalla. Til að drepa tímann skrapa þeir fangamark sitt og ártal í mjúkan sandsteininn. Þetta minningabrot af okkur Þorsteini á Vatnsenda rennur í gegnum hugann núna þegar hann hefur kvatt þetta líf. Æska okkar og uppvöxtur er samofin, mikill samgangur og djúpur vinskapur var milli fjöl- skyldna okkar. Þorsteinn var mikið heima hjá mér og gat þá tekið þátt í félagslífi og öðru sem gat verið erfitt því þá var Vatns- endi ekki í alfaraleið og skólabíll gekk bara tvisvar á dag. Ég var mikið heima hjá honum og fékk þá notið alls þess sem Vatnsendi og umhverfið þar hafði upp á að bjóða. Þorsteinn var skemmtilegur, uppátækjasamur og stundum smá stríðinn. Við fórum á hest- bak, veiddum í vatninu, kveikt- um í púðurpillum sem herinn hafði skilið eftir á Kjóavöllum og svo ótal margt fleira. Á unglingsárum vorum við saman í sumarvinnu við girðing- ar og þar naut hann sín vel, sterkur, ósérhlífinn og duglegur. Sem unglingar nýkomnir með bílpróf fórum við saman í „bis- ness“, seldum hrossaskít í garða og höfðum upp úr því góðan pen- ing. Fyrir fáeinum árum fékk ég einn sunnudaginn símtal. „Sæll þetta er Þorsteinn, ég er stadd- ur hérna uppi í Bláfjöllum og er við steininn. Það er ennþá hægt að sjá fangamörkin okkar í hon- um ÞH og VP 1971.“ Tíminn mun á endanum afmá fangamörk okkar af steininum í Bláfjöllum en bjartar minningar mínar um þig, kæri vinur, munu lifa. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Vilmar á Snælandi. Leiðir okkar Steina, eins og ég kallaði hann alltaf, lágu sam- an árið 1991 þegar ég var að læra matreiðslu á A. Hansen. Þá kom þessi matreiðslumeistari til okkar á A. Hansen. Okkur fannst mikið til hans koma og var hann með afbrigðum góður fagmaður og sáum við Jonni, sem einnig var kokkanemi, að þarna var flinkur kokkur kom- inn til okkar. Okkur varð strax vel til vina og hefur sú vinátta staðið til dagsins í dag. Við höf- um talað saman í öll þessi ár 2-3 sinnum viku og brallað margt saman hvort heldur í ferðum er- lendis eða innanlands í hesta- stússi. Ég hef alla tíð litið á hann sem minn besta vin og ég held að það hafi verið gagnkvæmt hjá honum. Betri manneskju og traustari vin er ekki hægt að hafa með sér sem samferðamann í lífinu, en hann hefur átt erfitt undanfarin ár vegna stöðugra málaferla og leiðinda. Ef ég hefði verið í hans stöðu í öll þessi ár væri ég löngu farinn yfir móð- una miklu. Þvílík þrautseigja og eljusemi sem hann hefur gengið í gegnum, en staðið þetta allt af sér. En dropinn holar steininn og það hlaut að koma að því að eitthvað ætti eftir að láta undan. Við rákum saman fyrirtæki í 14 ár og var það bæði ánægjulegt og erfitt. Þó að oft hafi verið erf- itt var vinskapur okkar traustur og kom aldrei blettur á okkar sterka vinskap. Steini var mikill kokkur eins og áður hefur komið fram og gat hann talað heilu tímana um mat og var það hans mestra ástríða með hestamennskunni í bland. Einnig var hans líf og yndi að sinna sínum duglegu strákum, ég hef ekki séð betri föður við börnin sín en hann Steina. Hann hafði svo mikinn metnað fyrir hönd elsku strákanna sinna og að sjálfsögðu var það hans að- almarkmið að koma þeim til manns eins og hann kallaði það. Hann skutlaði þeim í skólann á hverjum degi og hlúði að þeim af miklum myndarskap. Og er það hans minnisvarði hvað hann gerði vel við strákana sína. Hugur minn er hjá strákunum hans, Birni og Magnúsi og Krist- rúnu og fjölskyldu. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst mill’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymd́ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók.) Þórður Bragason. Mér var mjög brugðið þegar Marteinn hafði samband við mig og sagði mér að minn besti vin- ur, Steini kokkur, væri látinn að- eins 58 ára. Ég hafði verið í sam- bandi við hann fyrir stuttu síðan og fannst hann svo hress, þótt hann væri nýkominn úr augn- aðgerð, en svona er víst lífið. Ég kynntist Steina þegar ég var mjög ungur, þegar hann var að kynna nýjungar í Viði í Star- mýri og Austurstræti. Seinna unnum við saman í Víði í Mjódd- inni og svo enduðum við með því að vinna saman í Víði á Selja- braut, þar sem við sáum um dag- legan rekstur og skiptum með okkur verkum. Þessi tími var fyrir mig mjög skemmtilegur og skrautlegur og við brölluðum margt saman. Seinna áttum við eftir að gera ýmislegt saman en hann var alltaf minn ráðgjafi í mörgum verkefnum sem ég var að fást við. Einnig var hann allt- af tilbúinn að hjálpa mér við ým- is verkefni eins og að enduropna kjöt- og fiskborð ásamt heitum mat í KÁ á Selfossi, þar sem hann setti þetta allt upp og fylgdi því svo eftir. Við Anna bjuggum um tíma uppi á Vatnsenda og fengum Steina oft í heimsókn á Grána og í Gærunni áður en hann fór í reiðtúr um svæðið. Steini kom síðar mikið í heimsókn til okkar gegnum árin, sama hvar á land- inu við bjuggum og við elduðum saman góðan mat og hann var alltaf að kenna okkur Önnu eitt- hvað nýtt og spennandi í elda- mennskunni, sem við erum ennþá að nota. Þá mætti hann oftast með litla kók í gleri ásamt ýmsu öðru. Það stóð ekki á Steina þegar við Anna giftum okkur. Þá sá hann um alla veisl- una með okkur ásamt Stebba vini okkar. Steini var mikill prakkari og mjög stríðinn og þá sérstaklega við mig. Hann setti á sig grænar hárkollur og beið eftir mér til þess að bregða mér eða braust inn í herbergi sem enginn átti að vera til þess að hrekkja mig. Til dæmis setti hann hrísgrjón í rúmið okkar Önnu á brúðkaups- nóttinni okkar. Hann átti það líka til að hringja í mig á lauga- dagskvöldi því einhver hafði for- fallast og bað mig um að hjálpa sér með smá veislu sem hann var með, því hann vantaði svo einhvern til þess að skera kjötið. Þegar ég svo mætti þá var þetta jafnvel 300 manna veisla með endalausri biðröð og þetta fannst honum mjög fyndið. Steini lifði fyrir strákana sína, fylgdi þeim út um allt og var alltaf að tala um þá og hvað þeim gengi vel í íþróttum og öðru. Við Steini vorum alltaf miklir vinir og töluðum mikið saman um alla hluti. Hann var einstak- ur maður með sterkar skoðanir og við eigum eftir að sakna hans mjög mikið. Konur og vín, ég elska þig. Sigurður Hinrik Teitsson, Anna Björg Jónsdóttir. Ég kynntist Þorsteini Hjalte- sted vini mínum þegar hann var að ljúka matreiðslunámi á Hótel Loftleiðum. Steini kom víða við sem matreiðslumeistari eftir námið á Loftleiðum og var við- loðandi smásöluverslanir. Hann fór á kostum í verslunum Víðis, þar var hann kóngurinn og því var ég afar ánægður þegar hann hóf störf hjá mér í Nóatúni. Hann var mikill fagmaður og lyfti öllu á hærra plan. Þegar miklar vinnutarnir voru í kring- um jól og páska þá virti Steini að litlu lögbundinn hámarksvinnu- tíma, hann var jaxl. Steini var elskaður af kúnnum, bæði göml- um og nýjum. Hann gat stund- um verið með eindæmum hrekkjóttur og setti gjarnan sápu í kaffið hjá starfsfólki og átti það til að hringja í fólk á öll- um tímum sólarhrings svo fátt eitt sé nefnt. Kvöld eitt vorum við staddir á óðalssetrinu Vatnsenda og sát- um að spjalli. Það kom að því okkur langaði í matarbita en fátt var til í eldhúsinu. Þorsteinn fór út í nokkrar mínútur og kom til baka með nokkra nýskotna fugla og voru þeir umsvifalaust ham- lettir og hent á rjúkandi grillið. Þessu var svo skolað niður með Black Russian. Svona gátu heim- sóknirnar á Vatnsenda verið áhugaverðar. Þorsteinn var skemmtilegur og með ljúft hjarta og ávallt höfðingi heim að sækja. Sam- skipti okkar minnkuðu síðustu árin en þegar við ræddumst við þá töluðum við nær eingöngu um áhugamál okkar beggja; mat, vinnslu á matvælum og nýjustu strauma og stefnur í þeim mál- um. Það er mikill missir að Þor- steini fyrir matgæðinga landsins og hans verður sárt saknað. Ég sendi aðstandendum mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Jón Þorsteinn Jónsson. Þorsteinn Hjaltested

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.