Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel, er 40 ára í dag. Um6.500 manns starfa hjá fyrirtækinu í meira en 30 löndum og því erum mjög víðtækt starf að ræða og í mörg horn að líta. „Marel er einstakur vinnustaður og viðfangsefnin alltaf fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Við erum með lögfræðiteymi á flestum af okkar stærstu starfsstöðvum; á Íslandi, í Hollandi, Bandaríkjunum og Brasilíu. Ég starfa einnig náið með stjórninni okkar og framkvæmdastjórn og veiti þeim ráðgjöf í ýmsum málum sem tengjast rekstri félagsins. Félagið vex hratt og það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingunni þessi tæpu 10 ár sem ég hef starfað hjá Marel.“ Árni er jafnframt varaformaður stjórnar Samtaka iðnaðarins og situr í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins. „Það er hin hliðin á mínu vinnumhverfi sem eru forréttindi að fá að taka þátt í. Nú í aðdrag- anda kjarasamninga fer til að mynda töluverður tími í vinnumarkaðsmál í störfum mínum innan SA.“ Árni segir þó að það sé allt að smella saman hjá honum með jólainnkaupin. „Frítíminn er einkum nýttur með fjölskyldunni og þrjú elstu börnin eru í íþróttum og tómstundum og maður tekur þátt í því. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum, þótt ég sé ekki nógu duglegur að iðka þær sjálfur, en fylgist vel með og er mikill Víkingur. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og reyni að komast að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í veiði yfir sumartímann.“ Eiginkona Árna er Guðrún Þóra Mogensen og vinnur hún á fjármála- sviði Sjóvár. Börn þeirra eru Gunnar 13 ára, Sigurjón 11 ára, Ásta Mar- grét átta ára og Hulda Vigdís þriggja ára. „Skólarnir eru komnir í jólafrí og við Guðrún ætlum að taka okkur frí í dag og njóta dagsins með börnunum, þannig að það má segja að við séum komin snemma í jólafrí. Svo mun ég væntanlega fá heimsókn frá vinum og ættingjum þegar líða tekur á daginn en það eru engin stór plön um veislu að sinni. Við hjónin urðum bæði fertug á árinu þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í þeim efnum.“ Ljósmynd/Harpa Hrund Fjölskyldan Árni Sigurjónsson og Guðrún Þóra Mogensen ásamt börn- unum fjórum, Gunnari, Huldu Vigdísi, Sigurjóni og Ástu Margréti. Snemma í jólafríið Árni Sigurjónsson er fertugur í dag E línborg Sturludóttir fæddist í Reykjavík 21.12. 1968. Hún ólst upp í Stykkishólmi frá sex ára aldri. Hún lauk grunnskólaprófi frá Grunnskólanum í Stykkishólmi og var mikið á Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi á æsku- árunum, þar sem móðurforeldrar hennar voru bændur. Elínborg lauk stúdentsprófi frá MR 1988, lærði frönsku í Sorbonne vetur- inn 1988-89, lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ 1995 og cand.theol-prófi í guð- fræði frá HÍ árið 2002. Auk þess var hún Nordplusnemandi í Árósaháskóla 1996-97. Elínborg vann ýmis sumarstörf í Stykkishólmi á unglingsárum sínum, s.s. í bæjarvinnunni, í fiskvinnslu, á pósthúsinu, á St. Franciskussjúkra- húsi og Hótel Stykkishólmi. Hún starfaði í þjóðgarðinum á Þingvöllum frá sumrinu 1993-2000, var sóknar- prestur í Setbergsprestakalli í Grund- arfirði 2003-2008, sóknarprestur í Stafholtsprestakalli 2008-2018 og hefur verið dómkirkjuprestur frá síðastliðnu hausti. Elínborg sat í bekkjarráði í MR, í stjórn Soffíu, félags heimspekinema 1989-90, í stjórn Vöku 1990-92, í stúd- entaráði HÍ 1991-93 og stjórn Stúd- entaráðs HÍ 1991-92. Hún sat í stjórn Prestafélags Íslands 2006-2015, fyrst sem varamaður og síðar varafor- maður, var þar kjarafulltrúi, í stjórn foreldrafélags og foreldraráði GBF 2008-2014, í stjórn Hjálparstarfs kirkj- unnar 2005-2012, í Umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar 2006-2008 og frá 2017, er stofnfélagi áhugamannafélagsins Pílagrímar, situr í stjórn þess frá 2012 og í stjórn siðfræðistofnunar HÍ frá 2016. Helstu áhugamál Elínborgar eru pílagrímagöngur, bókmenntir og hannyrðir. Elínborg hefur staðið fyrir og leitt pílagrímagöngur bæði innanlands og utan. Hún hefur í samstarfi við aðra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur – 50 ára Fjölskyldan Elínborg og Jón Ásgeir ásamt börnunum þremur, Kolbeini Högna, Sturlu og Hallgerði Kolbrúnu. Vikulegar pílagríma- göngur um Miðbæinn Í afmælisstellingum Elínborg og Jón Ásgeir eiga sama afmælisdag og þau eru bæði þjónandi prestar. Garðabær Yrsa Markúsdóttir fæddist 13. apríl 2018 í Reykjavík kl. 2.43. Hún vó 4.010 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólveig Vilhjálmsdóttir og Markús Andri Sigurðsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.