Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 33

Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is YAXELL HNÍFAR FYRIR KRÖFUHARÐA KOKKA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Ekki eyða púðri í vonlaust ást- arsamband. Þú getur ekki leyst vandamál annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Samstarfsmenn eru algerlega óútreikn- anlegir í dag. Vertu á varðbergi. Lundin léttist nú þegar daginn fer að lengja aftur. Einhver hælir þér á hvert reipi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur verið í miklum sam- skiptum við annað fólk að undanförnu og þarft því á svolítilli einveru að halda. Biddu um hluti, enginn les hugsanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt hugsanlega þiggja góð ráð frá vinnufélaga sem er þér eldri og reyndari. Spurðu þig: hvað gleður mig og hvert stefni ég í lífinu? Það er aldrei of seint að breyta til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að hafa áhyggjur ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Sannleikurinn gerir þig frjálsa/n. Ekki hlusta á gagnrýnisraddir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur tileinkað þér hugarfar hins sigursæla og jákvæða. Ekki gefast upp fyrr en þú hefur fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eitthvað úr fortíð þinni kemur sífellt upp í hugann. Þarftu ekki að vinna í því að fá botn í hlutina og halda áfram? Þú stendur á kross- götum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt auðvelt með að ræða við annað fólk og hafa áhrif á það. Jákvæðni þín er smitandi. Mundu að Róm var ekki byggð á einum degi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur lengi velt fyrir þér hvernig hægt sé að bæta andrúmsloftið á vinnustaðnum. Þú færð snilldarhugmynd og hrindir henni í framkvæmd. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það ekki hvarfla að þér að þú getir borið allar heimsins byrðar. Hugsaðu um hvernig þú vilt bæta samskipti þín við fjölskylduna. Litlir hlutir skipta oft sköpum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Þú hefur allt of mikið á þinni könnu, deildu verkefnum nið- ur á aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Betur sjá augu en auga svo þú skalt koma á fundi til að leggja á ráðin. Hugsaðu um það hvernig þú getur látið eitthvað gott af þér leiða til þess að bæta heiminn. Það er vandlifað í henni veröld. Ísumar lýsti Víkverji fyrir les- endum flóknu ferli í snúðainnkaupum með elskulegum maka í bakaríi nokkru. Víkverji var rétt núbúinn að jafna sig á þeirri erfiðu ferð sem ýtti vel undir meðfæddan valkvíða Vík- verja þegar hann lent í svipuðum að- stæðum í jólainnkaupunum. x x x Víkverji er annálaður smekkmaður,já eða kona eftir því hvernig á það er litið. Þegar Víkverji hafði af kostgæfni fundið fallegar gjafir fyrir frænkur sínar og ætlaði að greiða fyr- ir þær, hófst spurningaflóðið. x x x Góðan dag, (kl. 21.00) fannstu alltsem þú þurftir?“ Já takk. „Eru þetta gjafir eða persónulegir hlutir?“ Bæði sagði Víkverji og skipti á ógnarhraða fengnum í tvo parta. jólagjafir og persónuleg kaup. „Viltu gjafamiða á jólagjafirnar?“ spurði starfsmaðurinn kurteislega. Já, það væri fínt sagði Víkverji þakklátur fyrir hugulsemina. „Viltu fá box utan um gjafirnar?“ Já, takk, fín þjónusta hjá ykkur sagði Víkverji, enn glaðari. „Er þetta ein jólagjöf eða tvær?" Uh, þetta eru tvær svaraði Víkverji sem fannst örskotstund eins og starfsmaðurinn væri að væna sig um skort á gjafmildi. En Víkverji hristi slíkar hugsanir af sér. Að sjálfsögðu var þetta einungis partur af jólagjöf- unum. Víkverja langaði til þess að halda örlítinn fyrirlestur um að það væri hugurinn sem skipti máli ekki magn eða verð. Með miklum vilja- styrk hélt Víkverji aftur af sér. „Viltu poka á 30 kr?“ Já takk, ekki veitir nú af því í öllum þessum inn- kaupum, svaraði Víkverji. „Viltu styðja hjálparsamtök með því að....?“ spurði starfmaðurinn og þuldi upp í belg og biðu fjölmarga möguleika á stuðningi. Nei ekki í þetta sinn, svaraði Víkverji sem átti erfitt með að henda reiður á hugs- unum sínum. „Borga með pening eða korti?“ Korti svaraði Víkverji ámátlega. „Eigðu góðan dag,“ sagði starf- maðurinn brosandi (kl. 21.15). Föstudags-Víkverji óskar les- endum gleðilegra jóla. vikverji@mbl.is Víkverji Þótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. (Sálm: 73.26) Helgi R. Einarsson yrkir um„Upphafið“: Forðum Tóta tældi Tuma og við hann gældi á hælkrók lagði ljómaði’ og sagði: „Loksins ég í þig nældi.“ Og í réttu samhengi um „Þroska- sögu“: Stundum í fýlu fór Fía’ út í Hannes Þór. Þær barnslegu stælur breyttust í gælur er bæði voru’ orðin stór. Hallmundur Guðmundsson segist á Boðnarmiði hafa fundið skýringu á því hvað Sigmundur Davíð vill með prest í dómsalinn: Hann aldrei hefur skynið skort né skriplað út í bláinn Nú hann þarf að kanna hvort, sé kaþólskar’ en páfinn. Helgi Ingólfsson er með á nót- unum: Góðmennskan svo gullin er, og gildur Wintrishnokkinn, að dag nokkurn í desember Drottinn gekk í flokkinn. Ekki verður við öllu séð. Svanur H. Guðmundsson kveður: Klaustursræðum kláms og tuðs kröpp er sókn til varna því alsjáandi augu guðs, undan litu þarna. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason þekkir líka vel til í efra: Þó drottinn aldrei fari í frí og flest sé honum gerlegt undan leit hann út af því hve orðbragðið var ferlegt Magnús Halldórsson; segir „eng- ar upptökur að sækja“ til dóm- kirkjuprestsins: Vitnisburð kannski hann verður að gefa, sem vel gæti málinu breytt. En dómkirkjuprestur þó dregur í efa, að drottinn og hann viti neitt. Sigtryggur Jónsson Kaffidrykkjan söm við sig, sælar verða hjartarætur. Eins er ljóða langar mig, langar dimmar vetrarnætur. Sigurlín Hermannsdóttir orti á Leir fyrir viku rúmri: Myrkrið svart er mörgum þraut mæðir regnið sálarhró. Landið nú í lægðabraut og lítil von um jólasnjó. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hælkrók og barnslegum stælum Í klípu BIRGIR FÆR ANNAÐ ÁLIT. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „Þú verÐur aÐ koma aftur seinna. Þeir bíta ekki á.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann eldar með afleiðingum. VEISTU, SVEINKI VEIT HVORT ÞÚ HEFUR VERIÐ ÓÞEKKUR … HANN ER MEÐ LISTA ÞÁ ER BARA EINN MÖGULEIKI Í STÖÐUNNI EINHVER HEFUR HAKKAÐ SIG INN Í SLÆMA LISTANN HRÓLFUR! SKATTHEIMTUMAÐURINN ER KOMINN! HANN GRUNAR AÐ ÞÚ HAFIR ÝKT FRÁDRÁTTINN VEGNA HÚSAVIÐHALDS! HVERNIG DATT HONUM ÞAÐ Í HUG? ÞÚ MUNT RÍSA ÚR REKKJU Á ÖRSKOTSSTUNDU. VOTTAÐU BARA AÐ ÞÚ HAFNIR ENDURLÍFGUN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.