Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Vættir eftir Alexander Daner samtímasaga sem geristí Reykjavík en borgin tek-ur miklum og ógnvekjandi
breytingum; vægast sagt furðulegir
hlutir gerast og Íslendingar fara að
sjá vætti út um allt. Meira að segja á
gamlárskvöld innan um ferðamenn-
ina á Skólavörðuholti sem sjá ekki
verurnar: „Hvert sem ég lít sé ég
grænt gras, laufskrúðug tré, krökk af
verum. Loftið ber með sér gróðurilm
sem fylgir
síðsumardögum.
Á Hallgríms-
kirkjuturni skríða
gríðarstór form
sem minna á út-
sprungnar rósir.
Ég fæ á tilfinn-
inguna að vætt-
irnar hafi alltaf
verið þarna. Ég
hef bara ekki viljað sjá þær fyrr en
nú.“ (196)
Sögumaðurinn sem er á þrítugs-
aldri er þarna að viðurkenna fyrir
sjálfum sér að heimurinn eins og
hann þekkti hann sé kominn á hvolf
og varla sé nokkur leið til baka. Og
þarna styttist í sögulok. Þetta er
framtakslítill maður sem segist helst
vilja gera ekki neitt og hans helsti
munaður er að sóa tíma. Alveg frá
byrjun sögu fær ungi maðurinn
skelfileg höfuðverkjaköst sem lítið er
hægt að gera við en smám saman átt-
ar lesandinn sig á því að köstin virð-
ast tengjast vættunum. Þótt þeim sé
lýst með kostulegum hætti og eru af-
ar fjölbreytilegar, sumar eru á hæð
við ljósastaura, aðrar eins og kóngu-
lær nema með mannsandlit eða eins
og könglar með hárlubba, þá eru þær
ógnvekjandi og eftir að þær tóku að
birtast Íslendingum hafa börn horfið
og furðurnar ágerast eftir að sagan
hefst. Eitt sinn rignir hnífum af
himni og þeir drepa fólk og slasa,
hrúðurkarlar taka að dreifast um
borgina og risastór tré birtast á
hringtorgum og götum; Hring-
brautin breytist í skóg.
„Við verðum að ná stjórn á ástand-
inu áður en það verður óviðráðan-
legt,“ segir nágranni sögumanns þar
sem hann á í útistöðum við eina vætt-
ina sem hefur komið sér fyrir í tré í
garðinum, en ástandið lítur út fyrir
að vera óviðráðanlegt – mennirnir
eru bara leiksoppar, eins og staddir í
martröð sem ekki tekur enda.
Lesandinn kynnist móður sögu-
manns, sem hefur gefist upp á lífinu
og lokað að sér í húsi í Höfnum, og
vinum hans, Svenna og Aldísi. Hún er
ástríðufullur tölvuleikjahönnurður og
það er freistandi að skoða söguheim-
inn og furðurnar í myrkri og kaldri
borginni sem íbúarnir feta sig ótta-
slegnir um eins og borð í tölvuleik. Þá
er í mikilvægu hlutverki óvenjuleg
ástkona með þaraböggul í farteskinu
sem slær á verki – og hún býður upp
á flóttaleið.
Fyrsta skáldsaga Alexanders Dan,
Hrímland, hreif marga lesendur og
það verðskuldað. Þar skapaði höf-
undur líka fantasíuheim í kringum
Reykjavík, heim fullan af ógn og
furðum, með fínum söguþræði. Í
Vættum skapar hann allt annarskon-
ar fantasíu, einnig myrkan, vel mót-
aðan og forvitnilegan heim. Og
heimssmíðin er líka sterkasta hlið
höfundarins, hvernig hann notar
þekkjanlegt umhverfi en afbakar það
og bjagar með hinum ótrúlegustu
uppákomum og hinum frumlegu ver-
um sem lesanda finnast oft hlægileg-
ar en vekja þó ógn persónanna. Þeg-
ar á líður söguna taka draumar að
renna saman við veruleikann, og
fantasían fær þá um skeið völdin,
bæði draumar sögumanns og vina
hans þegar lesandinn fær innsýn í
huga þeirra. En veikleikar frásagn-
arinnar ágerast líka er á líður; sjón-
arhorn færist á milli persóna, án þess
að skipti máli fyrir framvinduna, og
undir lokin er valin nokkuð fljótleg
leið að lokum þar sem mótspyrna íbú-
anna, og sögumanns, fjarar út og sag-
an þar með.
Fantasía Alexander Dan er flinkur
í að skapa ævintýralega heima.
Hnífum rignir
og vættir í trjám
Skáldsaga
Vættir bbbmn
Eftir Alexander Dan.
Benedikt bókaútgáfa, 2018.
Innbundin, 207 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
How the Grinch Stole
Christmas
Metacritic 46/100
IMDb 6,1/10
Bíó Paradís 20.00
Anna and the
Apocalypse
Metacritic 72/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.30
Bird Box
Metacritic 60/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 22.15
Suspiria
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 18.00
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 21.00
Love is all
IMDb 4,5/10
Bíó Paradís 17.50
Plagues of Breslau
Bíó Paradís 20.30
Aquaman 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 16.20,
16.40, 19.20, 19.40, 20.30,
22.20, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.00,
19.00, 20.00, 22.00, 23.00
Sambíóin Kringlunni 16.20,
19.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40,
19.40, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.20
Smárabíó 16.10, 16.30,
19.10, 19.30, 22.10, 22.30
Second Act IMDb 5,8/10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30
Bumblebee 12
Breyti-vélmennið Bumble-
bee leitar skjóls í ruslahaug í
litlum strandbæ í Kaliforníu.
Charlie finnur hinn bar-
áttulúna og bilaða Bumble-
bee.
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 20.00
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Kringlunni 20.00
Creed II 12
Metacritic 67/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Egilshöll 22.40
Sambíóin Kringlunni 22.15
Sambíóin Akureyri 22.40
The Old Man and the
Gun 12
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Háskólabíó 18.20
The Sisters
Brothers 16
Á sjötta áratug nítjándu ald-
arinnar í Oregon er gulleit-
armaður á flótta undan hin-
um alræmdu
leigumorðingjum, the Sis-
ters Brothers.
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 22.30
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 16.50, 19.40,
22.40
Háskólabíó 17.40, 20.30
Borgarbíó Akureyri 21.30
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30
Lof mér að falla 14
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 20.40
Venom 16
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 22.40
Ralf rústar
internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í
rúst, og Ralph og Vanellope
þurfa að bregða sér á inter-
netið til að endurheimta hlut
sem nauðsynlegur er til að
bjarga leiknum.
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Sambíóin Álfabakka 15.30,
17.30, 18.00, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.30
Sambíóin Akureyri 17.00
Sambíóin Keflavík 17.00
The Grinch Trölli lætur það fara í taug-
arnar á sér þegar fyrrverandi
nágrannar hans byrja að
skreyta fyrir jólin, kaupa
gjafir og gleðjast.
Laugarásbíó 13.50, 15.50,
17.50
Sambíóin Keflavík 17.20
Smárabíó 15.10, 17.30
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
The Nutcracker and
the Four Realms
Það eina sem Clara vill er
lykill - einstakur lykill sem
mun opna kassa með ómet-
anlegri gjöf frá móður henn-
ar heitinni.
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.20
Eftir Sextíu mínútna stríðið lifir borgarbúar á
eyðilegri jörðinni, með því að færa sig á mili
staða á risastórum farartækjum, og ráðast á
smærri þorp.
Metacritic 48/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.25
Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.40, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10
Smárabíó 16.40, 19.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00
Mortal Engines 12
Fantastic Beasts: The Crimes of
Grindelwald
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka
16.20, 19.40
Sambíóin Egilshöll
20.00
Sambíóin Kringlunni
22.30
Sambíóin Akureyri 19.40
Widows 16
Fjórar konur taka á sig
skuldir sem orðið hafa til
vegna glæpaverka eig-
inmanna þeirra, taka síð-
an málin í sínar hendur og
byggja upp nýja framtíð.
Morgunblaðið
bbbnn
Metacritic 84/100
IMDb 7,5/10
Smárabíó 19.50
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio
Raumgestalt bretti
Verð frá 2.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is