Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Maníuraunir – Reynslusaga strípa-
lingsins á Austurvelli heitir bók eftir
Kristin Rúnar Kristinsson og fjallar
um baráttu hans við geðhvörf frá því
hann var aðeins þrettán ára gamall. Í
bókinni ræðir Kristinn upplifun sína
af veikindunum, rekur ýmsar grát-
broslegar uppákomur og fjallar opin-
skátt um glímu sína við veikindin
Í byrjun bókarinnar er þessa setn-
ingu að finna: „Þú myndir aldrei
segja: „Þetta er bara krabbamein,
hættu þessu væli.“ Af hverju þá að
segja það um þunglyndi?“ Í henni
birtist vel viðhorf til þeirra sem þjást
af þunglyndi og Kristinn segir það
mjög algengt viðhorf, sérstaklega hjá
fólki sem er um og yfir fimmtugt.
„Það var alið upp við að allt yrði farið
á hnefanum og það ætti ekki að ræða
um þunglyndi og fleiri andleg mál-
efni. Þetta fólk er því verr í stakk bú-
ið að sætta sig við að þessi mál eru
orðin opnari í dag. Þunglyndi er oft á
tíðum dauðans alvara en ekki aum-
ingjaskapur eins og sumir vilja
meina.“
Erfiðasta glíman við sjálfan sig
– Sumir þeir sem glímt hafa við
geðsjúkdóma hafa nefnt að stundum
hafi ein erfiðasta glíman verið við þá
sjálfa, það að viðurkenna að maður sé
með geðsjúkdóm og þurfi hjálp og þú
nefnir það einmitt að framan af hafir
þú verið of stoltur til þess að segja
frá erfiðleikum þínum.
„Að opna sig og viðurkenna vand-
ann, verandi með geðsjúkdóm, er
fyrir flesta mjög erfitt skref. Stoltið
er oft svo rosalega mikið, að leita sér
hjálpar, og hefur farið með suma, oft
á tíðum unga karlmenn, í gröfina.
Skrefið til að viðurkenna að ekki sé
allt með felldu er einfaldlega of stórt,
maður miklar hlutina mikið fyrir sig
og heldur að fólk taki manni í kjölfar-
ið öðruvísi en síðan kemur á daginn.
Fordómarnir eru langmestir hjá
manni sjálfum þó svo að þeir séu að
einhverju leyti hjá öðrum líka, mun
minna samt en maður heldur. Skrefið
sem ég tók árið 2014, að koma fram
hreint og beint og hætta í feluleiknum
sem ég hafði verið í frá því ég var 13
ára, er það stærsta sem ég hef tekið
um ævina, en í kjölfarið fylgdi mikið
ójafnvægi því það hrinti af stað maníu.
Það var svo þungu fargi af mér létt að
mikil vellíðan tók síðan við sem hafði
ekki gerst frá fyrstu maníunni árið
2009.“
Segi nánast alltaf
það sem ég hugsa
– Þú talar mjög opinskátt um líðan
þína og erfiðleika.
„Ég hef alltaf verið hreinskilin týpa
og segi nánast alltaf það sem ég
hugsa. Að hafa opnað sig upp á gátt
um geðhvörfin var mjög þægileg til-
finning og ég tala í dag um þau og allt
sem þeim fylgir eins og næsti maður
talar um utanlandsferðina sína eða
helgina.“
Þér liggur ekki alltaf gott orð til
lækna og hjúkrunarfólks í bókinni, til
að mynda þegar þú ert að lýsa inn-
lögninni 2009, og ert almennt ekki
ánægður með afskipti fólks nema þeg-
ar þú ert lagður inn 2014. Til hvaða
ráða finnst þér að menn eigi frekar að
grípa?
„Innlögnin 2009, sú fyrsta, situr
ennþá töluvert í mér. Þá var ég nauð-
ungarvistaður án þess að þörf væri á,
ég var hvorki hættulegur sjálfum mér
eða öðrum eins og þarf að vera. Ég var
plataður af lækni til að fara með hon-
um áleiðis og um leið og dyrnar lok-
uðust var komin á mig nauðungar-
vistun, ég sprautaður niður og gefin
rótsterk geðlyf. Áhugi minn á lífinu og
íþróttum var nánast enginn mánuðina
á eftir. Áður fyrr var ég gríðarlegur
íþróttaáhugamaður, í dag nær það um
60% af því sem áður var. Það var
slökkt í mér.
2014 innlögnin var allt öðruvísi, þar
var ég hættulegur sjálfum mér og öðr-
um þegar ég fór að stjórna umferðinni
við Smáralind og því samþykki ég þá
nauðungarvistun. Í hinum innlögn-
unum átti ekki að þurfa hana. Það þarf
að meta aðstæður miklu betur hverju
sinni, fá betri og metnaðarfyllri geð-
lækna sem eru ekki nær eingöngu
bókaklárir, og meira fjármagn í geð-
heilbrigðiskerfið svo að það sé hægt að
byggja nýja og miklu betri geðdeild.“
Andlegt og líkamlegt
form helst gjarnan í hendur
– Af bókinni má ráða að líkamlegt
ástand skiptir þig miklu máli – þú get-
ur oft um það hversu þungur þú varst
á hverri stundu og eins í hvernig lík-
amlegu formi þú ert – er mjög náið
samband á milli líkamlegs og andlegs
ástands?
„Andlega og líkamlega formið helst
gjarnan í hendur. Þegar ég er í góðu
andlegu jafnvægi er líkamlega formi
yfirleitt gott. Þegar ég er í andlegu
ójafnvægi þá er líkamlega formið oft-
ast mjög slakt. Ég hef rokkað upp og
niður um 50 kíló á milli sveiflna, þetta
er orðið mjög þreytandi. Ég þarf að ná
tökum á þessu hvorutveggja, það
kemur með hækkandi aldri – ég er
viss um það.“
– Í eftirmálanum segir þú að þú sjá-
ir ekkert nema bjarta tíma fram und-
an: „tel mig hafa upplifað það versta
og að það besta sé í vændum“. Hvern-
ig er líðanin í dag, nú þegar bókin er
komin út?
„Líðanin í dag er mjög góð, mér
hefur ekki liðið eins vel miðað við árs-
tíma í fimm ár. Ég hef oftast blótað því
þegar fyrsti september gengur í garð
því þá er sumarið búið og haustið og
veturinn fram undan. Núna var ég
bara spenntur því bókin var þá að fara
að koma út.
Ég taldi líkur á því að ég færi í man-
íu eftir að bókin kæmi út, það væri
þungu fargi af mér létt að klára verkið
og mikið um að vera í kringum hana.
Núna eru tæpir tveir mánuðir síðan ég
gaf hana út og fyrst ég fór ekki á neitt
flug þá er það sennilega staðfesting á
því að ég muni aldrei fara í uppsveiflu
að vetri til – nú var góð ástæða fyrir
því að það gæti gerst. Mínar fjórar
maníur hafa komið í júní, júlí og ágúst.
Þá er mikil birta og betra veður – það
er minni stemning í kringum allt í
myrkrinu og frostinu.“
Kristinn gefur bókina sjálfur út og
dreifir henni. Eintök er hægt að kaupa
í flestum bókabúðum og á slóðinni
kristinnrunar.com.
Fordómarnir langmestir hjá manni sjálfum
Kristinn Rúnar Kristinsson lýsir opinskátt baráttu sinni við geðhvörf í nýrri bók „Að opna sig
og viðurkenna vandann, verandi með geðsjúkdóm, er fyrir flesta mjög erfitt skref,“ segir Kristinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þægileg tilfinning „Að hafa opnað sig upp á gátt um geðhvörfin var mjög þægileg tilfinning,“ segir Kristinn.
Vinnuhópur á vegum Listasafns
Íslands hefur ásamt Myndstefi,
höfundaréttarsamtökum myndhöf-
unda, unnið að gerð samnings um
myndbirtingu höfundaréttarvar-
inna verka, skv. tilkynningu og við
undirritun hans munu söfn fá leyfi
til að birta ljósmyndir á veflægri
safnmunaskrá af safnkosti í höf-
undarétti. „Með þessu stóreykst
aðgengi almennings og skóla að
upplýsingum úr safnmunaskrám,“
segir í tilkynningunni en Myndstef
undirritaði í Listasafni Íslands í
gær slíka samninga um birtingu
höfundaréttarvarins efnis við
Listasafn Íslands og Þjóðminja-
safn Íslands, að viðstaddri Lilju
Alfreðsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra.
„Aðgengi skóla og almennings
að upplýsingum úr safnmuna-
skrám listasafna á netinu hefur til
þessa nær eingöngu einskorðast
við textaupplýsingar en nú verður
mögulegt að birta ljósmynd af
verkum (stafræn birting) ásamt
textaupplýsingum. Með þessum
nýja samningi verður því íslensk
sjónlist gerð mun aðgengilegri til
kennslu og fyrir almenning.
Samningurinn er saminn með öll
söfn í huga því almennt heyrir
alltaf einhver hluti safnkosts undir
höfundarétt sjónlista. Öll söfn sem
hafa öðlast viðurkenningu safna-
ráðs eða eru í eigu íslenska ríkis-
ins og starfa eftir lögum geta
gengið til samninga við Myndstef.
Viðkomandi safn greiðir árlegt
gjald til Myndstefs og skuldbindur
sig til að gæta sæmdarréttar við
skráningar og merkingar sam-
kvæmt lögum um höfundarétt,“
segir í tilkynningunni. Safnmunir
Listasafns Íslands og Þjóðminja-
safns Íslands eru skráðir á:
www.sarpur.is
Stórbætt aðgengi að
íslenskri listasögu
Söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir
Morgunblaðið/Júlíus
Mikið safn Í safneign Listasafns
Íslands eru nú um 13.000 verk.
ICQC 2018-20