Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 2

Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hlýtt hefur verið á landinu fyrstu 20 daga desembermánaðar, sam- kvæmt yfirliti Trausta Jónssonar. Er þetta framhald af hlýjum nóv- ember. Meðalhiti í Reykjavík er +2,8 stig, 2,5 stig ofan meðallags ár- anna 1961-1990 og +2,4 stig ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn er nú í 5. hlýjasta sæti sömu daga á öldinni. Hlýj- astir voru þeir 2016 – meðalhiti 5,6 stig, en kaldastir 2011, með- alhiti -2,8 stig. Á langa listanum er hiti mánaðarins til þessa í 15. hlýjasta sæti (af 143). Á þeim lista er 2016 líka í efsta sæti, en 1886 er í því neðsta, þá var meðalhiti -5,6 stig. Frost hefur mælst 9 daga mánaðarins til þessa í Reykjavík (sá 21. talinn með). Árið 2016 var fjöldi frostdaga á sama tíma að- eins tveir, og árið 2002 mældist ekkert frost í Reykjavík fyrstu þrjár vikur desembermánaðar. Nokkrum sinnum hefur frost verið á hverjum degi þessar fyrstu þrjár vikur desember, síðast árið 2014. Á Akureyri er meðalhiti dag- anna 20 0,0 stig, +1,2 ofan meðal- lags 1961-1990, en 1,1 ofan meðal- lags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins, mest á Mörk á Landi þar sem vikið er +3,5 stig, en langminnst er vikið á Sauðárkróksflugvelli, +0,1 stig. sisi@mbl.is Desember hlýr á landinu til þessa Morgunblaðið/Hari Desember Jólasveinarnir fara allra sinna ferða á snjólausri jörðinni.  Meðalhiti í Reykjavík er +2,8 stig Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við fylgjumst vel með en miðað við hvernig flensan hefur hegðað sér á undanförnum árum þá virðist hún vera tveimur vikum fyrr á ferðinni í ár og sækir í sig veðrið,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir og bætir við að það hafi komið kúfur fyrir nokkrum vikum og nú aftur í síðustu viku, en þá leituðu 39 sjúk- lingar með inflúensulík einkenni á heilsugæslur og bráðamóttökur. Þórólfur segir niðurgangspestir á svipuðu róli og í fyrra. „Það er fjöldi veirusýkinga í gangi. RS-veirusýking kemur alltaf upp um þetta leyti. Flensan og RS berjast um yfirráðin. Þau toppa yfir- leitt ekki á sama tíma því annað þeirra nær oftast að troða sér fram fyrir hitt,“ segir Þórólfur og bætir við að með betri greiningum hafi RS-vírusinn greinst oftar í eldra fólki en RS geti lagst þungt á eldra fólk sem og ung börn. „Þeir vírusar og pestir sem eru í gangi í dag berast á milli manna með úða eða snertismiti og því skiptir gamli góði handþvotturinn miklu máli,“ segir Þórólfur. Inflúensan fyrr á ferðinni  Barátta milli inflú- ensu og RS-vírussins Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og lög gera ráð fyrir eftir að máli er vísað hingað mun ég boða fund eins fljótt og verða má. Stefnan er að koma því við milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 28. desember. Það verður þá alla vega stöðufundur þar sem hægt verður að kalla eftir gögn- um,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í samtali við Morg- unblaðið. Formenn VR, Eflingar og Verka- lýðsfélags Akraness tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að vísa viðræð- um félaga sinna við Samtök atvinnu- lífsins til ríkissáttasemjara. „Við undirrituð teljum að viðræður síð- ustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Vil- hjálms Birgissonar. Ennfremur kom fram í yfirlýsingu formannanna þriggja að SA hefði svarað kröfum þeirra með gagn- kröfu um uppstokkun á vinnutíma og breytingum á grundvallarréttindum launafólks, „réttindum sem náðust með áralangri baráttu vinnandi fólks“. Þremenningarnir segjast gera kröfu um róttækar breytingar á núverandi kerfi, sanngjarnar launa- leiðréttingar og boðlegt líf en fátt sé um svör. „Þeir sem vilja tryggja sanngirni og réttlæti á vinnumarkaði eru sakaðir um ábyrgðarleysi og jafnvel öfgar. Eini kosturinn sem býðst vinnandi fólki er kyrrstöðu- samningar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði síðdeg- is í gær að þessi tíðindi hefðu legið í loftinu og fínt væri að fá staðfestingu á þeim. „Það skiptir ekki sköpum í hvaða hópa verkalýðshreyfingin skiptir sér eða hverja hún kýs að kalla að borð- inu. Takturinn í hagkerfinu hefur ekkert breyst við þessi tíðindi. Stað- an í atvinnulífinu hefur ekki breyst og þeim krónum sem eru til skipt- anna hefur ekkert fjölgað. Það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Halldór Benjamín við Morgunblaðið. Fundað milli jóla og nýárs  VR, Efling og VLFA vísa til sáttasemjara  Fyrsti fundur verður 28. desember Vaðlaheiðargöng eru nú opin fyrir bílaumferð og verður gjaldfrjálst að aka þar í gegn til 2. janúar næst- komandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni lauk öllum örygg- isprófunum í gær og voru göngin í kjölfarið opnuð klukkan 18. Á Facebook-síðu Vaðlaheiðar- ganga segir að það sé „afskaplega gleðilegt að geta gefið Norðlend- ingum og landsmönnum öllum þá jólagjöf að geta nú loksins ekið í gegnum göngin,“ en formleg opnun verður 12. janúar. Vaðlaheiðargöng nú opin fyrir umferð „Það er bara veðrið undanfarið sem veldur þessu. Það snjóaði hressilega fyrir norðan og er óvenju snjómikið uppi á Kili. En yfirleitt er kominn snjór víðar á þessum árstíma,“ segir Inga Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands, um snjóskilin milli Norðaustur- og Suðvesturlands um þessar myndir. Snjóskilin sjást vel á gervihnattamynd frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Myndin er mjög ljósnæm og sást vel hvernig tunglið skein á Ísland. „Tunglið var nærri því fullt [í fyrrinótt], en þegar þannig er þá er svo mikið tunglskin. Þetta er mjög ljós- næm gervitunglamynd þannig að ljós sjást nánast frá hverjum einasta bæ, en það í bland við tunglskinið veld- ur því að snjóhulan sést ótrúlega vel. Það sést á Vatna- jökli að það kemur skuggi af tunglskininu og svo sést að Öskjuvatn er ekki enn frosið sem telst óvenjulegt. Yfir- leitt frýs það í byrjun desember,“ segir hún. Ljósmynd/NASA Tunglið lýsti upp næturmyrkrið Skötusala fór mun fyrr af stað í ár en vanalega og hefur ekki selst eins mikið af skötu og í ár svo áratugum skiptir. Þetta segir Kristján Berg, sem einnig er þekktur undir heitinu Fiskikóngurinn. „Fiskverslanir hafa ekki selt jafn mikið af skötu svo að ég muni og ég er búinn að vera 30 ár í þessum bransa,“ segir Kristján, en hann sér fram á hátt í 40 prósenta aukningu hjá sér milli ára. Fisksalar eiga erfitt með að skýra þetta óvænta skötu- æði, en Kristján segir það ef til vill hafa áhrif að Þorláksmessu ber upp á sunnudag þetta árið og því margir sem ætla að bjóða til skötuveislu í heimahúsum. „Það er búið að vera ótrúlega gott veður í haust og það eru náttúrlega kjöraðstæður fyrir kæsingu á skötu. Skatan kæsist best þegar það er fimm til átta gráðu hiti. Skatan er eiginlega baneitruð, hún hefur aldr- ei verið jafn kæst og í ár,“ segir Kristján fiskikóngur. Landsmenn ætla margir að bragða á skötu í ár og er sala á henni mjög góð Jólaskatan sögð ban- eitruð í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Skötuæði 2018 er ár skötunnar og anna fisksalar vart eftirspurn, þar á meðal Sigfús Sigurðsson sem hóf nýlega eigin rekstur fiskverslunar. Kristján Berg fiskikóngur býst við að selja 40 prósentum meira af skötu en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.