Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Jólagjöfin fæst hjá okkur CLIZIA Rafhlöðu lampi hæð 25 cm Verð 34.900,- Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil röskun, sem varð á flugi frá næststærsta flugvelli Lundúna vegna flygilda, hefur kynt undir um- ræðunni um hvernig vernda eigi flug- vélar gegn drónum og koma í veg fyrir að þeir valdi glundroða í flug- samgöngum. Drónar sem sáust oftar en 50 sinn- um nálægt Gatwick-flugvelli urðu til þess að aflýsa þurfti flugferðum um 120.000 farþega frá miðvikudags- kvöldi og þar til í gær. Hermenn voru kallaðir út til að aðstoða lögregluna við að leita að drónunum og þeim sem stjórnuðu þeim. Ekki var vitað í gær hverjir drónaþrjótarnir voru en lögreglan sagði að hún væri m.a. að rannsaka þann möguleika að þeir væru aðgerðasinnar úr röðum um- hverfisverndarmanna, að sögn fréttaveitunnar AFP. Geta valdið meiri skemmdum en fuglar Drónum hefur fjölgað mjög víða um heim á síðustu árum en ekki er vitað til þess að þeir hafi valdið alvar- legum flugslysum. Farþegaflugvél í Kanada rakst á dróna í október á síð- asta ári en hann olli aðeins lítils- háttar skemmdum á væng og vélin lenti heilu og höldnu. Enn er lítið vitað um hversu mikil hætta stafar af drónum í grennd við flugvelli, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Til- raun sem gerð var í Dayton-háskóla í Bandaríkjunum benti til þess að dróni sem vegur eitt kílógramm gæti valdið miklum skemmdum á farþega- þotu sem er á meira en 380 km hraða á klukkustund. Önnur tilraun sem gerð var í samstarfi við flugmála- yfirvöld í Bandaríkjunum bendir til þess að drónar geti valdið meiri skemmdum á flugvélum en fuglar og rafhlöður flugtækjanna geti valdið eldhættu ef þær festast í bolgrind flugvélar. „Hættan sem stórum flug- vélum stafar af drónum er lítil en þó ekki hverfandi,“ hefur fréttavefur BBC eftir Ravi Vaidyanathan, sér- fræðingi í dróna- og þjarkatækni við Imperial College í Lundúnum. Hann segir þó að drónar geti farið í hreyfla flugvéla og að tveggja kílógramma dróni geti brotið framrúðu sumra flugvéla. Hátæknilausnir og ernir Kannaðar hafa verið nokkrar leiðir til að vernda flugvélar fyrir drónum. Meðal annars er verið að þróa tækni sem byggist á myndavélum, ratsjám og búnaði sem nemur útvarpstíðni. Hægt væri að beita þessari tækni til að trufla merkjasendingar milli dróna og stjórnanda hans og senda flugtækið aftur á staðinn sem það kom frá. Fyrirtækið Quantom Avi- ation þróaði slíka tækni til að koma í veg fyrir hugsanlegar árásir dróna á ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012, að sögn BBC. Hermt er að fyrirtæki í Kína hafi þróað tæki sem geti grandað dróna með því að trufla merkjasendingar til hans. Lögreglan á Gatwick-flugvelli sagði í gær að til greina kæmi að reyna að skjóta dróna niður ef nauð- syn krefði en talið var ólíklegt að reynt yrði að granda þeim með byssukúlum þar sem þær gætu lent á fólki eða flugvélum. Nokkur fyrirtæki hafa þróað byssur sem hægt er að nota til að skjóta neti og fallhlíf á dróna og ör- yggisyfirvöld hafa tekið slík tæki í notkun í Asíu-, Evrópu- og Norður- Ameríkuríkjum. Fyrirtæki í Banda- ríkjunum og Kína hafa einnig þróað leysibyssur sem hægt er að nota til að skjóta dróna niður nokkrum sek- úndum eftir að þeir finnast. Boeing hefur þróað tæki sem byggist á há- orkugeislun og getur fundið dróna í nokkurra kílómetra fjarlægð og gert hann óvirkan, að sögn BBC. Slík hátækni er þó ekki eina mögu- lega svarið við hættunni sem stafar af drónaþrjótum. Her Frakklands hefur reynt að þjálfa erni í að grípa dróna með klónum í von um að hægt verði að nota þá til að verja mikil- vægar byggingar. Sú aðferð var reynd í Hollandi en hætt hefur verið við að beita henni þar vegna þess að hún þótti of dýr og ernirnir létu illa að stjórn, að sögn AFP. Drónaþrjótar gera stóran óskunda  Nokkur úrræði hafa verið reynd til að verjast árásum dróna, m.a. hátæknivopn og ernir sem reyndust láta illa að stjórn  Enn er lítið vitað um hættuna sem farþegaþotum getur stafað af drónum AFP Ollu glundroða Flugfarþegar bíða á Gatwick-flugvelli eftir að hundruðum flugferða var aflýst vegna dróna. Illviðráðanlegur Örn veiðir dróna á æfingu á vegum franska hersins. „Umhverfisstríðs- mönnum“ kennt um » Bresk dagblöð hafa furðað sig á því að drónaþrjótur skuli geta valdið því að loka þurfi næststærsta flugvelli Bret- lands. Blöðin segja drónana hafa valdið glundroða í flug- samgöngum landsins. » „Hvernig GAT þessi depill á himni eyðilagt jólin fyrir 350.000 manns?“ spurði Daily Mail í flennifyrirsögn á forsíðu. » The Sun og The Telegraph sögðu að talið væri að aðgerðasinnar úr röðum um- hverfisverndarmanna, eða „umhverfisstríðsmenn“, stæðu á bak við drónaárásirnar. Washington. AFP. | Þessi jól geta margir Bandaríkjamenn átt von á því að fá pakka sem gæti hjálpað þeim að finna ættingja sem þeir vissu ekki um eða landið sem for- feður þeirra komu frá. Aðrir gætu komist að því að maðurinn sem ól þá upp er ekki faðir þeirra eins og þeir héldu. Mikil sala hefur verið á DNA- rannsóknapökkum sem tólf fyrir- tæki í Bandaríkjunum hafa selt fyr- ir jólin. Í pökkunum er meðal ann- ars plasthylki sem eigandinn getur skyrpt í og sent í DNA-rannsókn. Hann fær síðan aðgang að niður- stöðum hennar á sérstakri vefsíðu sem fyrirtækið setur upp. Þar er yfirleitt heimskort sem sýnir hvað- an forfeður viðkomandi viðskipta- vinar fyrirtækisins komu. Milljónir afkomenda innflytjenda til Bandaríkjanna hafa notfært sér þessa þjónustu í von um að fá upp- lýsingar um uppruna sinn. „Niður- stöðurnar komu vissulega á óvart,“ sagði Flora Bertrand, fertug kona sem gaf eiginmanni sínum slíkan pakka. Eiginmaður hennar býr í Brooklyn í New York en er ættaður frá Trínidad og Tóbagó, ríki í Vest- ur-Indíum. Hann gat ekki rakið ætt- ir sínar langt aftur vegna þess að forfeður hans voru óskráðir þrælar frá Afríku. „Það kom okkur mest á óvart hversu mikill Evrópumaður hann er,“ sagði Bertrand. „Hann er 18% breskur og eitt prósent írsk- ur.“ Fyrirtækin hafa auglýst þjónust- una með hjartnæmum frásögnum af viðskiptavinum sem fundu ætt- ingja sem þeir vissu ekki af. Á með- al þeirra er 69 ára kona sem fann 88 ára gamla kynmóður sína sem hafði alltaf haldið að dóttir sín hefði dáið skömmu eftir fæðingu. Öðrum hef- ur brugðið illilega þegar þeim hef- ur verið sagt að faðir þeirra sé í raun ekki blóðfaðir þeirra. Finna rætur sín- ar undir jólatré  DNA-rannsókn vinsæl jólagjöf vestra AFP Jólagjöfin í ár DNA-rannsóknapakk- ar renna út eins og heitar lummur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.