Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
á sótthitabreytist eftir aldri?
Thermoscaneyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Sigríður Andersen dómsmála-ráðherra er tekin tali í nýjasta
tölublaði Þjóðmála og þar er meðal
annars rætt við
hana um skipun í
Landsrétt. Í því
sambandi segir Sig-
ríður: „Ég hef alltaf
verið þeirrar skoð-
unar að það sé
óhugsandi niður-
staða að andlits-
lausar og ábyrgðarlausar stjórn-
sýslunefndir hafi skipunarvaldið í
eina grein ríkisvaldsins. Við viljum
búa við lýðræði en ekki embættis-
mannaræði hér á landi.“
Hún bætir við: „Í gegnum tíðinahefur oft komið upp sú um-
ræða við skipanir dómara að ráð-
herra hafi þar einhver annarleg
sjónarmið að baki og í raun stjórn-
málamenn allir ef því er að skipta.
Eins og það sé enginn að vinna af
heilindum sem er í stjórnmálum. Á
sama tíma vita menn varla hverjir
sitja í þessum stjórnsýslunefndum á
hverjum tíma, hvaða hagsmuni þeir
hafa eða tengsl sem gætu haft áhrif
á störf þeirra.“
Óhætt er að taka undir þessi orðSigríðar. Og gott betur. Al-
mennt er það ekki aðeins svo að
menn viti „varla“ hverjir sitja í
stjórnsýslunefndum, það er al-
mennt alls ekki á nokkurs manns
vitorði.
Þeir sem í slíkum nefndum vinnasinna störfum sínum í skjóli
fyrir umræðu og ábyrgð. Ráð-
herrar og þingmenn bera á hinn
bóginn skýra ábyrgð, starfa undir
vökulu auga fjölmiðla og almenn-
ings og eru látnir fara ef almenn-
ingi mislíkar.
Lýðræðið krefst þess að völdinséu hjá slíku fólki en ekki því
ókjörna og andlitslausa.
Sigríður
Andersen
Lýðræðisleg krafa
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Undanfarna mánuði hefur verið grafinn lagna-
skurður á Landspítalalóðinni, frá aðalanddyri
Barnaspítalans í vesturátt. Verkinu hafa fylgt
miklar sprengingar sem valdið hafa ónæði, eins og
starfsmenn Barnaspítalans og Kennarahússins
lýstu í viðtölum hér í blaðinu í gær.
Í nýjustu Framkvæmdafréttum Nýs Landspít-
ala kemur fram að þessari vinnu ljúki um miðjan
janúar næstkomandi og verður þá fyllt aftur í
skurðinn.Vegna vinnu við skurðinn var gatnamót-
um Laufásvegar og Gömlu Hringbrautar lokað
tímabundið. Stefnt er að því að malbika og opna
aftur upp Laufásveginn fyrir jólin, að því er fram
kemur í Framkvæmdafréttum.
Stefnt er að lokun Gömlu Hringbrautar 8. febr-
úar sem hefur í för með sér breytingar á leiðakerfi
Strætó bs. Upphaflega var stefnt að því að loka
Gömlu Hringbraut 7. janúar en því hefur nú verið
frestað um mánuð.
Vinna er hafin við grunn meðferðarkjarna, sem
verður stærsta bygging hins nýja spítala.Verktaki
hefur hafið sprengivinnu neðan Gömlu Hring-
brautar. sisi@mbl.is
Lagnaskurði lokað í næsta mánuði
Lokun Gömlu Hring-
brautar verður frestað
Morgunblaðið/sisi
Laufásvegur Gatnamótin eru lokuð tímabundið.
Verksamningur milli Garðabæjar og
Íslenskra aðalverktaka um hönnun
og byggingu á nýju fjölnota íþrótta-
húsi í Garðabæ var undirritaður í
gær. Í tilkynningu er haft eftir
Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra, að
um sé að ræða stærstu einstöku
framkvæmdina í sögu bæjarins. Með
tilkomu hússins muni öll aðstaða til
líkams- og heilsuræktar gjörbreyt-
ast til hins betra fyrir Garðbæinga á
öllum aldri. Samningsfjárhæð er
rúmir fjórir milljarðar.
Undirritunin fór fram utandyra í
Vetrarmýri á þeim stað þar sem
húsið mun rísa. Gunnar undirritaði
samninginn fyrir hönd Garðabæjar
og Sigurður R. Ragnarsson forstjóri
fyrir hönd Íslenskra aðalverktaka. Í
lokuðu alútboði vegna hönnunar og
byggingar á fjölnota íþróttahúsi í
landi Vífilsstaða skoraði tilboð ÍAV
hæst með tilliti til gæða og verðs,
segir í tilkynningu.
Húsið verður með rými fyrir
knattspyrnuvöll í fullri stærð innan-
húss auk upphitunaraðstöðu ásamt
tilheyrandi stoðrýmum. Hönnunar-
vinna verktaka hefst í janúar og gert
er ráð fyrir verklokum í apríl 2021.
Ljósmynd/Garðabær
Samkomulag Skrifað var undir samninginn í fallegu vetrarveðri í gær.
Stærsta einstaka
framkvæmdin
Fjölnota íþróttahús rís í Garðabæ