Morgunblaðið - 22.12.2018, Side 4
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta snýr annars vegar að því að
sækja fólk til ábyrgðar pólitískt og
hins vegar til ábyrgðar lagalega.
Til að fólk taki pólitíska ábyrgð á
gjörðum sínum þyrfti það í raun
að segja af sér. Ég á hins vegar
erfitt með að tjá mig um þetta ein-
staka tilvik og þyrfti að skoða það
betur,“ segir Eva Marín Hlyns-
dóttir stjórnmálafræðingur um
stöðu Dags B. Eggertssonar borg-
arstjóra í kjölfar skýrslu innri
endurskoðunar Reykjavíkurborgar
sem gefin var út í fyrradag. Þar
kemur fram að við endurgerð
bragga og samliggjandi húsa við
Nauthólsveg í Reykjavík hafi
kostnaðareftirliti verið ábótavant
og brotið í bága við lög, innkaupa-
reglur, starfslýsingar og verkferla.
Óljóst hvar ábyrgðin liggur
Að sögn Evu er óljóst hvar
ábyrgð Dags í málinu liggur.
„Hann er bæði framkvæmdastjóri
borgarinnar og kjörinn fulltrúi.
Skilin þarna á milli eru mjög óljós.
Spurningin er því í raun hvar
ábyrgðin liggur, hvort það er sem
kjörinn fulltrúi eða framkvæmda-
stjóri Reykjavíkurborgar,“ segir
hún.
Að því er fram kemur í skýrsl-
unni hefur raunkostnaður fram-
kvæmdarinnar nú farið um 270%
fram úr frumkostnaðaráætlun
samkvæmt upphaflegum hug-
myndum frá árinu 2015. Athygl-
isvert er að líta til hugsanlegra
ástæðna þess en í skýrslunni segir
að það sé mat sumra að áætlanir
séu vísvitandi hafðar í lægri kant-
inum til að samþykki fáist fyrir
verkefnum. Ekkert slíkt hefur þó
komið í ljós varðandi framkvæmd-
irnar á Nauthólsvegi.
Spurð hvort slík vinnubrögð
teljist eðlileg innan stjórnsýslu
sveitarfélaga kveður Eva María
nei við. Hún segir að almennt sé
stjórnsýsla sveitarfélaga þó tals-
vert lausari í reipunum en stjórn-
sýsla ríkisins. „Stjórnsýsla á sveit-
arstjórnarsigi er tiltölulega ung og
því ekki sama fagþekking og form-
festa og þekkist hjá ríkinu. Það á
eftir að formgera stjórnsýslu
sveitarfélaga betur því þetta kerfi
býður upp á það að við getum lent
í svona vanda. Þar á ég við það að
oft á tíðum vantar upplýsingar um
samskipti milli fólks þegar ákvarð-
anir eru teknar,“ segir Eva Marín.
Vísar hún í máli sínu til ágreinings
sem upp kom milli skrifstofustjóra
Reykjavíkurborgar og verkefna-
stjóra skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar hjá Reykjavíkur-
borg. Starfsmönnunum ber ekki
saman um samskipti sín á milli en
skrifstofustjórinn telur upplýs-
ingagjöf frá verkefnastjóranum í
tengslum við verkefnið hafa verið
ábótavant.
Sveitarstjórnarlögin eru skýr
Í upphaflegri frumkostnaðar-
áætlun bragga frá árinu 2015 var
ráðgert að kostnaður vegna end-
urbóta myndi vera um 158 millj-
ónir króna. Raunkostnaður end-
urgerðarinnar var í byrjun
desember um 425 milljónir króna,
af því hefur enn ekki verið óskað
eftir fjármagni fyrir um 73 millj-
ónir króna af heildarútgjöldum.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir að lög um sveitarfélög séu
afar skýr í þessum efnum. „Fjár-
hagsáætlun er bindandi regla um
allar fjárhagslegar ráðstafanir af
hálfu sveitarfélaga og það er
óheimilt að víkja frá fjárhagsáætl-
un nema sveitarstjórn hafi áður
samþykkt viðauka,“ segir Aldís.
Vinnubrögð borgarstjórnar óeðlileg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Braggaskúr Kostnaður vegna framkvæmda fór langt fram úr kostnaðaráætlun með tilheyrandi fjölmiðlaathygli.
Stjórnmálafræðingur segir óljóst hvar ábyrgð borgarstjóra í „braggamálinu“ liggur Til að axla
pólitíska ábyrgð þyrfti hann að segja af sér Skortur á skriflegum upplýsingum við ákvarðanatöku
4 Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Kynntu
þér
jólatilb
oðin se
m
eru í U
rðarap
óteki
fram a
ð jólum
.
Úrval
tilbúin
na
gjafap
akka.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Jólin eru komin
hjá okkur
Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -4 léttskýjað
Akureyri -1 skýjað
Egilsstaðir 1 rigning
Vatnsskarðshólar 3 léttskýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 6 rigning
Ósló -1 skýjað
Kaupmannahöfn 4 rigning
Stokkhólmur -2 alskýjað
Helsinki -8 alskýjað
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 11 skýjað
Dublin 9 skýjað
Glasgow 7 skúrir
London 10 léttskýjað
París 14 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Hamborg 6 rigning
Berlín 6 rigning
Vín 0 þoka
Moskva -8 snjóél
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 8 þoka
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -11 alskýjað
Montreal 3 rigning
New York 14 rigning
Chicago 0 alskýjað
Orlando 16 skúrir
22. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:31
ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34
DJÚPIVOGUR 11:02 14:51
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag (Þorláksmessa) Vaxandi suðvestan
átt og stöku él, en bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri.
Á mánudag (aðfangadagur jóla) Suðvestanhvass-
viðri á N-verðu landinu, en hægara syðra.
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri. Skýjað vestantil á landinu í kvöld og stöku
él. Hiti víða kringum frostmark en frost allt að 8 stig inn til landsins, einkum norðantil.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Í skýrslu innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar um kostnað
vegna framkvæmda við braggann,
sem kom út í fyrradag, kemur fram
með afar skýrum og áberandi hætti
að lög og reglur um skjalastjórn op-
inberra stofnana voru þverbrotin.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef
Borgarskjalasafns Reykjavíkur.
Upplýst er í skýrslunni að skjala-
stjórn vegna verkefnisins var afar
ófullnægjandi og að nánast engin
skjöl né fundargerðir um verkefnið
hafi fundist í skjalavörslukerfi borg-
arinnar. Ítrekar Borgarskjalasafnið á
vefsíðu sinni hversu gífurlega mikil-
vægt það er að farið sé eftir þeim ferl-
um og lögum sem varða skjalastjórn
og skjalavistun. „Ekki einungis til að
uppfylla lögbundna starfshætti og
reglur heldur ekki síður til að tryggja
rekjanleika mála og upplýsingar um
ákvarðanir og úrvinnslu þeirra.“
Tölvupóstar óaðgengilegir
Í skýrslunni er einnig bent á að
tölvupóstar starfsmanna er tengjast
verkefninu voru óaðgengilegir og að
tölvupóstum einstakra aðila hafi þeg-
ar verið eytt. Samkvæmt lögum um
skjalastjórn er óheimilt að varðveita
gögn í tölvupósthólfum og ber að færa
tölvupósta er varða málsmeðferð hjá
Reykjavíkurborg í skjalasafn. Það
var ekki gert.
Spurð hvort þetta teljist ekki alvar-
legt þegar verið er að sýsla með jafn
mikla fjármuni og fóru í framkvæmd-
ir við braggann segir Svanhildur
Bogadóttir, forstöðumaður Borgar-
skjalasafns, afar mikilvægt að hægt
sé að rekja mál.
„Það er mikilvægt hvort sem verið
er að sýsla með peninga eða ekki að
hægt sé að rekja mál. Tölvupóstar eru
í dag bara lykilatriði til þess að geta
rakið það hvað gerðist, hver tók
ákvarðanir, hvað var ákveðið að gera
og hvað ekki og hver var upplýstur
um hvað,“ segir hún.
Í skýrslu Borgarskjalasafns
Reykjavíkur frá árinu 2017 um
skjalastjórn og skjalavörslu hjá
Reykjavíkurborg kemur í ljós að vist-
un tölvupósta er varða mál eða erindi í
málasafn er afar ábótavant.
Varðar allt að 3 ára fangelsi
Svanhildur segir skjalamál al-
mennt mjög góð í Ráðhúsinu en þetta
gengur gegn skjalastefnu borgarinn-
ar. „Það er ákveðin skjalastefna hjá
borginni sem er samþykkt af borg-
arráði og þar kemur skýrt fram að
skráning, vistun og meðferð skjala
þarf að vera í samræmi við lög og
reglugerðir,“ segir Svanhildur. Spurð
hvort það séu einhver viðurlög við
þessu bendir hún á lög um opinber
skjalasöfn. „Þar segir í 47. gr að það
geti varðað allt að þriggja ára fangelsi
að hafa ekki skráningu mála, flokkun
og frágang skjala í samræmi við regl-
ur.“
Lög og reglur um skjalastjórn þverbrotin
Nánast engin skjöl né fundargerðir um braggamálið
fundust í skjalavörslukerfi Viðurlög geta varðað fangelsi
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhús Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komst ekki í alla tölvupósta
í tengslum við framúrkeyrslu á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík.
Bragginn í Nauthólsvík í Reykjavík