Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eimskip hefur skráð gámaskip félagsins, Goðafoss, Detti-
foss, Lagarfoss og Selfoss, í Þórshöfn í Færeyjum. Eign-
arhald skipana hefur verið í Færeyjum og hagkvæmis
sjónarmið ráða því að skipin eru nú skráð þar, samkvæmt
upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa
Eimskips. Skipin voru áður skráð í St. John á eyjunni
Antigua.
Eignarhald skipanna er nú hjá Faroeship, dótturfyrir-
tæki Eimskips í Færeyjum. Íslenskar áhafnir eru á skip-
unum fjórum. Aðspurður hvers vegna skipin eru ekki
skráð á Íslandi segir Ólafur að löggjöfin á Íslandi sé ekki
samkeppnishæf við löggjöfina í Færeyjum.
„Við erum að vinna á alþjóðlegum markaði og því skrá
menn skipin þar sem skipaskráning er hagkvæmari. Eins
og í Færeyjum.“ segir Ólafur.
Síðasta skipið hvarf af skipaskrá árið 2004
Á ágúst 2014 skipaði þáverandi fjármála- og efnahags-
ráðherra starfshóp sem hafði það hlutverk að kanna hvort
unnt væri að útfæra lagaumhverfi í kringum skáningu
kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði sam-
keppnishæft á alþjóðvettvangi á sviði kaupskipaútgerðar.
Í skýrslu starfshópsins kemur fram að umræða um stöðu
íslenskrar kaupskipaútgerðar og íslenskra farmanna hafi
farið reglulega fram allt frá níunda áratug síðustu aldar.
Sú umræða hafi einkum komið til vegna mikillar fækk-
unar kaupskipa á íslensku skipaskránni sem rekja megi til
aukinnar alþjóðlegrar samkeppni.
Árið 1987 voru 39 kaupskip á skrá á Íslandi en síðasta
kaupskipið var svo tekið af skrá hér árið 2004.
Árið 1999 tóku gildi lög þar sem veitt var undanþága frá
gjöldum, þannig að kostnaður við skráningu á íslensku
skipaskrána varð svipaður og kostnaður við skáningu á al-
þjóðlegar skipaskrár. Vonast var til að með þessu yrði
skipaskráin vænlegur kostur fyrir kaupskipaútgerðir en
það gekk ekki eftir. Árið 2008 tóku ný lög gildi sem áttu að
fela í sér skattlegt hagræði fyrir útgerðir. Ekki bar sú
lagasetning árangur og voru lögin numin úr gildi 2011.
Nefndin frá 2014 bendir á að ef hin íslenska alþjóðlega
skipaskrá eigi að verða raunhæfur valkostur þurfi að
tryggja að hér gildi samkeppnishæfar skattaívilnanir. Þá
bendir nefndin á að verkalýðshreyfingin á Íslandi leggi
þunga áherslu á að ekki verði heimilt að láta aðra kjara-
samninga en íslenska gilda um áhafnir.
Skip Eimskips sigla fram-
vegis undir færeyskum fána
Rætt hefur verið í áratugi um alþjóðlega skipaskrá hér
Ljósmynd/Eimskip
Nýr fáni Bragi Björgvinsson, skipstjóri á Goðafossi, dró
færeyska fánann að húni að lokinni skrásetningu.
Hlýindin og rigningar að undan-
förnu hafa komið sér vel fyrir
Landsvirkjun. Úrkoma í lok nóv-
ember og aftur í desember bætti
stöðu miðlunarlóna og bætti upp
frekar úrkomulítinn október, að
því er Magnús Þór Gylfason upp-
lýsti blaðið.
Af vöktunarsíðu Landsvirkjunar
má sjá að vatnshæð í Þórisvatni,
sem miðlar vatni til virkjana á
Þjórsársvæðinu, hefur aukist um
60 sentimetra. Í Hálslóni, sem
miðlar vatni til Fljótsdalsvirkj-
unar, hefur orðið örlítil hækkun,
en venjulega lækkar í lóninu á
þessum árstíma.
En staðan er þrátt fyrir það ekki
óvenjuleg á hálendi landsins. Staða
miðlana Landsvirkjunar heilt yfir
er nú svipuð og á sama tíma í
fyrra., segir Magnús. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Frikki
Hækkað hefur í lónum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Persónuafsláttur og skattleysismörk
hækka um 4,7% á næsta ári. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu.
Samkvæmt lögum frá árinu 2003,
um tekjuskatt, skal í upphafi hvers
árs hækka persónuafslátt hvers ein-
staklings um sem nemur hækkun á
vísitölu neysluverðs næstliðna tólf
mánuði.
Hækkun vísitölu neysluverðs ligg-
ur nú fyrir og nemur hún 3,7% á tólf
mánaða tímabili.
Í lögunum er einnig að finna ný-
samþykkt bráðabirgðaákvæði sem
kveður á um að í upphafi árs 2019
skuli persónuafslátturinn hækka um
eitt prósentustig umfram vísitölu
neysluverðs.
Á grundvelli þessa nemur hækkun
persónuafsláttar 4,7% og verður
persónuafsláttur einstaklinga
677.358 kr. fyrir árið 2019, eða 56.447
kr. á mánuði. Árlegur persónuaf-
sláttur hækkar samkvæmt því um
30.619 kr. milli áranna 2018 og 2019,
eða um 2.552 kr. á mánuði.
Skattleysismörk tekjuskatts og
útsvars verða samkvæmt því 159.174
kr. á mánuði að teknu tilliti til 4%
lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu laun-
þega í lífeyrissjóð samanborið við
151.978 kr. á mánuði árið 2018.
Hækkun skattleysismarka milli ára
nemur 4,7%.
Þegar tekjur ná skattleysismörk-
um byrjar launþegi að greiða útsvar
til sveitarfélags síns. Launþeginn
byrjar hins vegar ekki að greiða
tekjuskatt til ríkisins fyrr en tekjur
ná 261.329 kr. á mánuði árið 2019,
samanborið við 249.514 kr. á mánuði
árið 2018.
Skatthlutföll verða óbreytt
Skatthlutföll tekjuskatts til ríkis-
ins eru óbreytt frá fyrra ári, 22,50% í
neðra þrepi og 31,8% í efra þrepi.
Meðalútsvar verður samkvæmt
fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfé-
laga óbreytt milli ára, þ.e. 14,44%.
Við staðgreiðslu ber launagreiðend-
um að miða við meðalútsvarshlutfall.
Staðgreiðsluhlutfall ársins 2019 í
heild, þ.e. samanlagt hlutfall tekju-
skatts og meðalútsvars, verður því
áfram 36,94% á tekjur í neðra þrepi
og 46,24% á tekjur í efra þrepi.
Útsvar til sveitarfélaga er líkt og
tekjuskattur innheimt í staðgreiðslu
og er það mishátt eftir sveitarfélög-
um. Þau geta samkvæmt lögum um
tekjustofna sveitarfélaga ákveðið út-
svar á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 72
sveitarfélögum leggja 55 á hámarks-
útsvar, þrjú leggja á lágmarksútsvar
og tvö hækka útsvarsprósentuna.
Persónuafslátt-
ur hækkar um
4,7% næsta ár
Hækkun eitt prósent umfram vísitölu
Hluthafafundur Haga hf. 18. janúar 2019
HluthafafundurHaga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn
18. janúar 2019 og hefst hann kl.09:00 áHilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning stjórnar félagsins
2. Önnur mál
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar föstudaginn 11. janúar nk.
Hluthöfum er bent á að óski Þeir eftir að fá mál sett á dagskrá eða
leggja fram ályktunartillögur á fundinum Þarf að beina Því skriflega og
í endanlegu formi til félagsstjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir fund
(Þriðjudaginn 8. janúar nk.) á netfangið hluthafafundur@hagar.is, eins
og kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 86. gr. hlutafélagalaga, sbr. lög nr.
2/1995. þeim sem gefa vilja kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent
á að tilkynna Það skriflega til tilnefningarnefndar Haga eigi síðar en kl.
16:00 Þann 4. janúar 2019, á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Tillögur
tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar Þann
11.janúar nk.
Ítarlegri upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins,
http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/
Stjórn félagsins vill árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e.
forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga eða annarra
hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða
einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.
Stjórn Haga hf.