Morgunblaðið - 22.12.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Morgunblaðið birtir hér síðustu tilkynningar um viðburði á þessari að-
ventu og óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Tveir dagar til jóla
Jólamarkaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur í Heiðmörk verður
opinn í dag, í síðasta sinn fyrir jól.
Dagskráin er að vanda fjölbreytt,
þar sem tónlist verður flutt og lesið
upp úr jólabókunum. Úrval mat-
vara og handverks er á boðstólum
og hægt að fá sér kakó og kökur.
Þau sem mæta í bæinn við Elliða-
árvatn eru Bergur Ebbi, Bergrún
Íris, sem verður með barnastund í
Rjóðrinu, Maximús Músikus, Mar-
teinn Sindri og Daníel Friðrik.
Opið er í dag frá kl. 11-16.
Síðasti jólamarkaðurinn í Heiðmörk
Morgunblaðið/Hari
Heiðmörk Jólasveinarnir hafa mætt á
markaðinn og trallað með börnunum.
Fyrirtækið Lota
ákvað að láta gott
af sér leiða þessi
jólin og styrkti góð-
gerðarfélagið
Bumbuloní með
veglegum styrk.
Bumbuloní styrk-
ir fjölskyldur alvar-
legra langveikra
barna fyrir jól ár
hvert. Félagið var stofnað af Ásdísi Örnu Gott-
skálksdóttur árið 2015 í þeim tilgangi að halda
minningu sonar hennar á lofti, en hann lést aðeins
sex ára gamall árið 2013 úr sjaldgæfum sjúkdómi.
Sjá frekari upplýsingar á www.bumbuloni.is.
Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri af-
henti fyrir hönd starfsmanna Lotu styrkinn til
þeirra Ásdísar Örnu Gottskálksdóttur og Árnínu
Steinunnar Kristjánsdóttur, stjórnarmanna
Bumbuloní góðgerðafélagsins.
Lota styrkti Bumbuloní
Jólin Fulltrúi Lotu afhendir tals-
konum Bumbuloní styrkinn.
Vinnustofa listamanna að
Hólmaslóð 4 í Reykjavík
verður opin í dag, laugar-
dag, á 2. hæðinni.
Þarna hafa um 30 lista-
menn verið að störfum en í
dag verða Ólöf Björg
Björnsdóttir, Hulda Vil-
hjálmsdóttir og Jón Magn-
ússon í jólaskapi og taka á
móti gestum og gangandi.
Þau segjast í tilkynningu
lofa huggulegri jólastemn-
ingu. Heitt verður á könnunni og hægt að skoða margskonar
list í ýmsum stærðum. Má þar nefna málverk á striga og papp-
ír, plaköt, grafíkverk, teikningar og skúlptúra. Þannig hefur
Ólöf Björg verið að innramma lítil blek- og vatnslitamálverk,
sem hún segir tilvalin til jólagjafa.
„Komið og njótið með okkur í dásamlegum jóla- og lista-
anda á Grandanum, með hlýju og gleði,“ segir í tilkynningu
listafólksins að Hólmaslóð 4.
Listamenn Jón Magnússon, Ólöf Björg
Björnsdóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir.
Jólavinnustofa á Hólmaslóð í dag
ÚR BÆJARLÍFINU
Andrés Skúlason
Djúpavogi
Margt og mikið hefur verið á dag-
skrá á aðventunni á Djúpavogi með
margháttuðum tónlistarviðburðum
auk þess sem fullveldisafmælinu
hafa verið gerð skil með áberandi
hætti.
Í byrjun mánaðar, þegar íbúar
á Djúpavogi héldu að nú væri jóla-
snjórinn endanlega kominn eftir
stutt norðanhret, snérust vindar
fljótt til hlýrri átta þannig að stærst-
ur hluti desembermánaðar hefur
verið helgaður hlýindum með rign-
ingarívafi.
Nýframkvæmd um Axarveg
hefur um langt árabil verið lang-
stærsta áherslumál sveitarstjórnar
og íbúa á Djúpavogi. Nú má segja að
hilli undir að stór hluti nýfram-
kvæmdar um Axarveg verði settur
inn á 5 ára samgönguáætlun. Um-
ræða um veggjöld hefur verið mikil
úti um land allt og verður ekki annað
metið en svo að mikill meirihluti
íbúa hér, eins og annars staðar, sé
mjög áfram um hið nýja veggjald
enda opni það á algjörlega breytta
mynd varðandi samgöngubætur sem
kallað hefur verið eftir.
Skemmst er frá því að segja að
þrátt fyrir að Axarvegur sé í dag
ennþá fullkomlega óuppbyggður,
sem stenst engin viðmið um veg-
öryggi, er sumarfæri um veginn í
dag yfir til Héraðs.
Atvinnuástand er með ágætum
á Djúpavogi og sem áður heldur
fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið
Búlandstindur ehf., sem hefur um 60
manns í vinnu, uppi stöðugri at-
vinnu. Búlandstindur hefur verið að
bæta verulega allan tækjakost og nú
eru afkastamiklir róbótar einnig
komnir til sögunnar sem og nýjar
vélar sem hafa með kælingu á fiski
að gera. Meginuppistaða vinnsl-
unnar í dag er hefðbundinn bolfiskur
og svo fer hlutur laxfiska sífellt
stækkandi. Á Djúpavogi er laxi einn-
ig slátrað frá fyrirtækinu Löxum
sem hefur aðsetur sitt á Reyðarfirði.
Talsvert hefur verið um
flækingsfugla eins og gjarnan vill
verða þegar vindar sveiflast jafn
mikið og raun hefur verið. Má þar
nefna kærkomna flækinga á borð við
hauksöngvara, grænfinku, silkitopp,
fjallafinkur, skutulendur og fleiri al-
genga flækinga sem heimsækja okk-
ur oft á þessum tíma árs.
Sendi bestu jólakveðjur með
von um heillaríkt nýtt ár.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Aðventan Búlandstindur skartar sínu fegursta á aðventunni en veðurblíðan hefur verið mikil í desember.
Mikil hlýindi á aðventunni
Verð frá 94.999
25% afsláttur af aukakönnum
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Jólagjöfin í ár
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix