Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Vetrarsólstöðuganga Í gærkvöldi var hin árlega Vetrarsólstöðuganga, í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Fólk hittist við Klettagarða í Reykjavík og gengið var að innsigling-
arvitanum á Skarfagarði þar sem fólki gafst tækifæri til að rita nöfn ástvina og kveðjur. Fjöldi fólks mætti til að taka þátt í göngunni enda var veður einstaklega gott, kalt og stillt og þoka.
Eggert
Heimurinn er nú á
vendipunkti einna
mestu breytinga á
verðmæta- og vinnu-
markaðsmódelum sem
hafa sést í áratugi,
breytinga sem eru
stundum nefndar
fjórða iðnbyltingin.
Bandaríkjamenn flytja
nú verksmiðjueiningar sínar aftur
heim frá Asíu vegna byltingar í ró-
bótavæðingu og gervigreind og þeim
flutningum fylgja verðmæt há-
tæknistörf og þekking. Þjónustu-
störfum fer fækkandi á Vestur-
löndum en eftirspurn er að aukast
eftir hátæknistörfum, skapandi
störfum og umönnunarstörfum
studdum hátækni. Heimurinn er að
breytast og fjármagn, störf og verð-
mætasköpun hreyfast hratt með.
Þegar og ef tæknistorminn lægir
mun blasa við ný mynd og þá skiptir
máli hvaða ríki höfðu forsjón til að
tryggja hagkerfi og vinnumarkaði
sína í nýrri afkastagetu, hvaða ríki
komu sér í forskotsstöðu.
Þriðjudaginn 11. desember síðast-
liðinn var merkileg stund á Alþingi.
Algjör pólitísk samstaða náðist um
frumvarp Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra sem miðar að því
að efla rannsóknir og þróun og ný-
sköpun á Íslandi.
Gríðarlega mikilvægur þáttur í
nýju lögunum miðar að því að efla
samkeppnisstöðu Íslands með tilliti
til ofangreindra breytinga með því
að stórauka fjárfestingu stjórnvalda
í rannsóknum og þróun einkageir-
ans, með því að tvöfalda þak á end-
urgreiðslu kostnaðar fyrirtækja
vegna rannsókna og
þróunar.
Til að setja mikil-
vægi þessara breyt-
inga í samhengi má
benda á að þann 7.
nóvember síðastliðinn
sagði Gestur Péturs-
son, framkvæmdar-
stjóri Elkem á Íslandi,
frá því að þegar sama
þak var þrefaldað árið
2016 hafi það leitt til
þess að Elkem gat
fjárfest í fimm nýjum
rannsóknarstöðum.
Þrjár af þeim voru doktorsstöður og
hefur vinna nýju starfsmannana í
dag leitt til tveggja nýrra íslenskra
einkaleyfa og stuðlað að því að í
flestum nýjum rafmagnsbílum í dag
er íslenskt hugvit.
Þetta er eitt af hundruðum dæma
á Íslandi um beinharðar jákvæðar
afleiðingar af vaxandi fjárfestingu
stjórnvalda í rannsóknum og þróun.
Með afgerandi stuðningi þing-
manna við frumvarp fjármálaráð-
herra sýndi Alþingi að það skilur
mikilvægi þess að efla rannsóknir og
þróun í hagkerfinu okkar, enda er
slíkt grunnforsenda tækniframfara
og lykilbreyta í því að fjölga spenn-
andi hálauna- og alþjóðlegum störf-
um á Íslandi. Einnig mun þetta efla
gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins til
framtíðar og lífsskilyrði.
Ríkisstjórnin hyggst gera enn
betur í þessum efnum á kjörtíma-
bilinu og stefnir að afnámi þaksins
en það yrði enn stærra skref í þá átt
að leysa úr læðingi aukna verð-
mætasköpun og gera Ísland að
spennandi og alþjóðlega samkeppn-
ishæfum valkosti í nýsköpun og
tækniþróun. Gögn sem Fjármála- og
efnahagsráðuneytið tók saman í
undirbúningsvinnu fyrir frumvarpið
virðast sýna það að hækkun á endur-
greiðslunni skilar sér í meiri rann-
sóknum og þróun í hagkerfinu. Með
nýju lögunum er því stigið frábært
og öflugt skref í rétta átt og sam-
keppnishæfni Íslands aukin.
Takk Alþingi, vinsamlegast haldið
áfram á þessari braut.
Alþingi eykur samkeppnishæfni Íslands
Eftir Tryggva
Hjaltason, Svein
Sölvason, Finn
Oddsson og Hilmar
Veigar Pétursson
» Algjör pólitísk sam-
staða náðist á Al-
þingi í mánuðinum um
frumvarp fjármálaráð-
herra sem miðar að því
að efla rannsóknir og
þróun og nýsköpun á Ís-
landi.
Hilmar Veigar
Pétursson
Tryggvi er formaður Hugverkaráðs,
Sveinn er fjármálastjóri Össurar,
Finnur er forstjóri Origo, Hilmar
Veigar Pétursson er fram-
kvæmdastjóri CCP.
Finnur
Oddsson
Sveinn
Sölvason
Tryggvi
Hjaltason
Dagur gerir það ekki endasleppt á
leiksviðinu í Ráðhúsinu. Honum
tekst, að því er virðist, að vera sár og
reiður yfir niðurstöðum skýrslu um
braggamálið svokallaða. Samt er
hann einn þeirra sem ábyrgðina
bera. Spurningin er nefnilega ekki
hvort hann hefur gerst sekur um
brot á reglum, heldur hve mikil sök-
in er. Það er morgunljóst. Er hann
einungis sekur um vanrækslu eða
eitthvað enn meira? Það mun aldrei
koma í ljós ef planið gengur upp.
Í skýrslunni stendur svart á hvítu
(bls. 11) að í skipuriti heyri Skrif-
stofa eigna og atvinnuþróunar undir
borgarritara. Dagur borgarstjóri
braut gegn skipuritinu með því að
láta skrifstofuna, þvert
á skipuritið, heyra
beint undir sig (bls. 55).
Atferlið er á hreinu.
Var þetta einföld van-
ræksla, stórfellt gáleysi
eða eitthvað verra?
Maður spyr sig. En
meistaratöktum Dags
lauk ekki hér.
Sakborningur,
rannsakandi og
dómari í eigin sök
Skýrslan slær því
föstu að lög og reglur
hafi verið brotnar. Ekkert fer á milli
mála að borgarstjórinn er einn
þeirra sem hlut eiga að máli. Og
hver skyldi nú vera betur til þess
fallinn en hann að rannsaka málið?
Auðvitað enginn. Hann
gjörþekkir jú málið frá
fyrstu hendi. Og ekki
þarf Dagur langt að
fara þegar spyrja þarf
borgarstjórann út í
hans hlut. Allir sjá að
þetta einfaldar málið
til mikilla muna. Ekki
er svo annað hægt en
dást að því að takast að
fá minnihlutann til að
fallast á fyrirkomulag-
ið.
„Þverpólitíska“
nefndin hans sem nú
fer ofan í málið á eftir að komast að
niðurstöðu. Þar mun Dagur skoða
málið af fyllstu hlutlægni. Ef stjórn-
andi hjá Reykjavíkurborg hefur
sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra
vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð
eða bann yfirmanns síns, vankunn-
áttu eða óvandvirkni í starfi, hefur
ekki náð fullnægjandi árangri í
starfi, hefur verið ölvaður að starfi
eða framkoma hans eða athafnir í
því þykja að öðru leyti ósæmilegar,
óhæfilegar eða ósamrýmanlegar
starfinu skal veita honum skriflega
áminningu. Borgarstjórinn hefur
ekki verið ölvaður eins og þeir á
Klaustri. Vanræksluna þarf að sjálf-
sögðu ekki að skoða. Þess vegna
verður borgarstjórinn ekki áminnt-
ur af Degi. Það segir sig sjálft.
Landafræði
Svona gerast nú kaupin á eyrinni í
Ráðhúsinu. Ef eitthvað syrtir nú í ál-
inn á næstu vikum verður brugðið á
fjalirnar öðrum leikþætti fyrir fjöl-
miðlana.
En aðeins að öðrum málum. Mikið
var ég nú feginn þegar ég fór út í
morgun. Það var sem sé frost. Þegar
ég vaknaði fannst mér nefnilega sem
ég væri staddur í Palermo á Sikiley,
ekki í Reykjavík á Íslandi.
Verðlaunaleikrit sýnt í Ráðhúsinu
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Dagur þarf ekki að
fara langt þegar
spyrja þarf borgarstjór-
ann út í hans hlut. Það
einfaldar málið til mik-
illa muna.
Einar S.
Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.